Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 4
4 wmtnm Föstudagur 18. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tfmamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Fjarar undan þjóbarskútunni Þaö fer aö veröa bágt aö sjá hverjir eru í stjórn og hverjir í stjómarandstööu og hverjir þaö em sem í raun styöja ríkistjóm Davíðs Oddssonar. Innan stjórnarflokkanna og jafnvel innan ríkis- stjómarinnar er haldiö uppi harðri andstööu viö við yfirlýsta stefnu stjórnarinnar og einstakra ráðherra í mikilvægum málaflokkum. Breytingar á búvömfmmvarpinu tvístra stjórn- arliðinu í fleiri fylkingar. Ráöherrar Alþýðu- flokksins koma fram í því máli eins og sármóðg- aðar prímadonnur og telja landbúnðarráðherra ganga alltof langt til móts við hagsmuni bænda og að ekkert sé hlustað á þeirra tillögur eða sjón- armið. Formaður landbúnaðarnefndar tvístígur og veit ekki sitt rjúkandi ráð og forsætisráðherra lætur sem minnst á sér bera af því aö hann hef- ur ekkert vald á málinu né sínum mönnum á þingi. Enn er ríkisstjórnin í þeim vandræðum að meirihluti er fyrir samþykkt fmmvarpsins á Al- þingi, en það kostar stjórnarslit af hálfu krata ef búvörufrumvarpið verður samþykkt með full- tingi stjómarandstöðunnar. Fmmvarpið er því fast í nefnd og Egill tvístígur. Annað fmmvarp sem ekki er hægt að afgreiða úr nefnd er um stjórnun fiskveiða. Þar er allt í svo hörðum hnút að ógjörningur er að koma auga á hvernig á að leysa. Engu er líkara en að Alþýðuflokksmenn séu á móti fiskvernd yfirleitt og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýna fmmvarpsdrög Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra harð- lega og munu ekki samþykkja þau nema með miklum breytingum. Viðskiptaráðherra tók að sér hlutverk sjávarút- vegsráðherra í vikunni og lýsti yfir upp á ein- dæmi að hann vildi auka þorskveiðikvótann vemlega. Hugmyndin fékk góðan hljómgmnn meðal hagsmunaaðila og nokkrir af samþings- mönnum Þorsteins heimta meiri kvóta. Hér er ekki um neinn venjulegan ágreining milli samstarfsflokka eða einstakra þingmanna að ræða. Hér er tekist á um gmndvallaratriði og það sem meira er, um mikilvægustu undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar. Ef ekki næst sátt um tilhögun fiskveiða og landbúnaðarstefnu verður önnur stefnumörkun stjórnvalda lítils virði, þar sem allt athafna- og efnahagslíf byggist á þeim greinum. Ekki er annaö sýnna en að svo sé fjarað undan ríkisstjóminni að hún eigi ekki annars kost en að segja af sér. Ástandið í efnahags- og atvinnu- málum er ekki svo björgulegt aö þjóðarbúið þoli sundurlynda og máttvana ríkisstjórn til lengdar. En það er borin von að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar geti tekist á við nútíðarvanda sinn sem byggist á hennar eigin fortíðarvanda. Forsætisráðherra á ekki margra kosta völ. Skilnaður á stjórnarheimilinu arinnar hangif áWáþræíi iháttsettur ..látansem ijnnur, - - sagði Samkvæmt fréttum viröist aug- ljóst að búast má viö skilnaði á stjómarheimilinu. Ingó og Vala vom meö fróölegan þátt um skilnaði í sjónvarpinu í fyrra- kvöld og þá kom fram hjá öílum þeim herskara-lífsreyndra fræb- inga, prédikara og presta sem leiddir vom fram, aö brýnt væri aö fólk, sem er í þann veginn aö skilja, sé búiö að „gera upp til- finningar sínar", „vinna úr vandanum" og „sætta sig ,viö sorgina" áður en það lætur til skarar skríða varöandi sjálfa at- höfnina aö skilja. Líklega em stjómarherramir einmitt að „vinna í sínum málum" þessa dagana, því allt stefnir I skilnaö og eflaust hefur Ingó, fyrmm ritstjóri Alþýðublaðsins, getað miðlað flokksfélögum sínum einhverju af þeim fróðleik um hvemig ber að hegða sér við skilnað, sem hann fékk við gerð þáttarins. Pólitískt framhjáhald Nú segja fréttamenn okkur að það séu landbúnaðarmálin, sem einna helst steytir á, og ýmsir hafa verið að gera því skóna að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að láta beygja sig meira en orðið er í þeim farsa öllum. DV grein- ir t.d. frá því í gær að allra hæst settu kratamir í Alþýðuflokkn- um — væntanlega einhver ráð- herranna — séu famir aö tjá sig undir nafnleynd um að stjóm- arsamstarfið hangi nú á blá- þræði vegna landbúnaðardeil- unnar. Hér í Tímanum talaði Sighvatur hins vegar af tilfinn- ingahita um afleiöingar pólít- ísks framhjáhalds Sjálfstæðis- flokksins með stjómarandstöð- unni í landbúnaðarmálum. Allt er þetta gott og blessað og vel hugsanlegt að þessar yfirlýs- ingar séu gott dæmi um trúnað- arbrestinn, sem kominn er í heiðursmannasamkomulagið úr Viðey forðum daga. Hins vegar segja þeir stjóm- málaskýrendur, sem Garri tekur mest mark á, að einhverjar yfir- lýsingar ráðherra Alþýðuflokks- ins um að stjómin sé að springa geti varla talist stórkostlega ábyggilegar vísbendingar um að allt sé að fara í vaskinn. Á það er GARRI bent að ráðherralið kratanna sé búið að blaðra svo mikið og lengi að enginn taki lengur al- varlega það sem þeir segja. Búið að fela manninn Hins vegar sé nú komin fram ótvíræð vísbending um að Al- þýðuflokkurinn sé þegar byrjað- ur að undirbúa alþingiskosning- ar. Þessi vísbending felst í því að flokkurinn er búinn að fela bæði Guðmund Áma Stefáns- son og frændgarð hans allan í heilbrigðisráðuneytinu. Guð- mundi tókst á nokkram vikum eftir að hann varð ráðherra að koma slíkum spillingarstimpli á flokkinn að tveggja ára handar- bakavinna Sighvats í heilbrigð- ismálum féll alveg í skuggann. Nú hefur Guðmundur ekki sést opinberlega frá því fyrir áramót. Hann hefur fariö huldu höfði til að forðast kastljós fjölmiðla, en flokkurinn veit sem er aö það þarf að fela heilbrigðisráðherr- ann í að minnsta kosti nokkrar vikur eða mánuði fyrir kosning- ar, rétt á meðan það fennir yfir stærstu hneykslin í huga kjós- enda. Með því að ráðherrann væri sýnilegri almenningi er alls óvíst ab fólk gleymdi verkum hans eins fljótt og ella. Þetta er semsé skýringin á því að ekkert hefur gerst í aðkall- andi vandamálum heilbrigbis- kerfisins, s.s. því að ákveða verkaskiptingu spítalanna í höf- uðborginni og fleira. Ráðherr- ann hefur farið svo huldu höfði að ráöuneytiö hefur ekki einu sinni getað fundið hann. Það fylgdi hins vegar ekki stjómmálaskýringunni hvort Guðmundur Ámi væri búinn að fela sig nógu lengi til að Alþýðu- flokkurinn væri tilbúinn í end- anlegan skilnað að borði og sæng frá Sjálfstæðisflokknum. Þó má nú búast við að sú stund fari að nálgast, enda þjóðin fljót að gleyma. Garri Hús og skipulag Mér finnst gott þegar ég er ókunnugur einhvers staðar, ekki síst í stórborg, að komast á einhvem útsýnisstað til að átta mig á umhverfinu. í París er málið einfalt: taka lyftu upp í Eiffeltuminn. Ég var staddur í þessari miklu borg um síðustu helgi. Þaö var norðvestan kaldi og hreytti éljum þegar leið á sunnudag- inn. Manngrúann vantar þó ekki á strætin, og virðist al- menningur ekki láta á sig fá þó vægt frost sé og frekar napurt, rétt eins og í norðanáttinni heima. Jónas og Guðjón Ofan úr Eiffeltuminum er gott útsýni yfir París á sæmi- lega björtum degi. Einhvern veginn er sjálfgefið að hús og skipulag kemur upp í hugann þegar horft er. Borgin er byggð af miklum stórhug og stór- byggingum hefur ekki verið troðið þar nibur með skó- horni, síður en svo. Af því ab ég er nýlega búinn ab lesa ævisögu Jónasar Jóns- sonar verbur mér hugsað til hans og félaga hans, Guðjóns Samúelssonar, þegar stórbygg- ingar með stóram görðum og auðum svæðum fyrir framan blasa vib augum. Það þarf ekki að leiða miklum getum að því aö Guðjón hafi orðið fyrir sterkum áhrifum af hinum mikilúblega byggingarstíl þessarar borgar og því skipu- lagi sem einkennir hana. Hug- takið „point of view" nýtur sín víöa; risabyggingar með mikilúðlega framhlið sem sést hindrunarlaust langt að. Guð- jón teiknaði Háskóla íslands í þessum anda þar sem hann blasir við úr Vatnsmýrinni. Síðar skemmdi þó Hótel Saga þau áhrif þar sem hún gnæfir í þeirri sjónlínu yfir skólann. Plássiö er ekki sparaö í París hafa þeir ekki verið að spara plássið, þar sem opin- berar byggingar voru reistar. Á víbavangi Það á sinn þatt í glæsileik borgarinnar, þótt stutt sé í mjó strætin á vinstri bakka Signu og víðar, sem ekki era síður áhugaverðir staðir að rölta um. París var ekki byggð á ein- um degi, frekar en Róm, og ekki síst þess vegna er fram- sýni þeirra, sem skipulögðu hana, abdáunarverð. Hæstaréttarhús Nú standa yfir deilur um stað- setningu dómhúss fyrir Hæstarétt, sem tveir ungir arkitektar hafa teiknað með ákveðna lób í huga í þröngbýli við þrjár opinberar byggingar, sem skyggja á það. Ef einhvem lærdóm ætti að draga af þeirri atburbarás, er hann sá að seint verða menn nógu framsýnir um skipulag, og nauðsynlegt er að gera sér sem gleggsta grein fyrir hvaða sjónarmiðum það á að þjóna. Að hrekjast með stórhýsi fram og aftur, eftir að milljónum hefur verib varið til að teikna þau á ákveðnum stöðum, er alveg forkastanlegt. Vantar stefnu Ég er ekkert viss um að valds- mannslegur byggingarstíll op- inberra bygginga í Frakklandi sé stíll nútímans á íslandi. Hins vegar finnst mér að ef vandað er til húsa, þar á með- al útlits þeirra, eigi þau að fá að njóta sín. Ég þykist vita að almenning- ur sé seinn að taka við sér um skipulag, meðal annars stab- setningu Hæstaréttarhúss. Hins vegar hefur hann skoð- anir á því máli þegar til á að taka, þótt athugasemdir hafi ekki borist þegar skipulag var kynnt. Einhvern veginn finnst mér, þrátt fyrir allt skipulag, ab eitt- hvert stefnuleysi ríki um stað- setningu opinberra bygginga og ákvarðanir séu teknar í of mikilli skyndingu. Það er efni í abra grein. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.