Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 11
fpsfrjfegyrj % fcfrnfot1$?4 ál Veiöibœndur viö Kerlingardalsá, Vatnsá og Heiöarvatn frá vinstri: Tómas Pálsson Litlu-Heiöi, Einar Kjartansson Þórís- holti, sem er formaöur veiöifélagsins, Cuöbergur Sigurösson Lœkjarbakka, Hermann Ámason Stóru-Heiöi og Árni Snœ- bjömsson, hlunnindaráöunautur BÍ. Meðalveiði á laxi hefur veriö 75 laxar í mörg ár, en mest hafa fengist á einu ári 169 laxar 1992 og um 170 sjóbirtingar og bleikj- ur sama ár, samkvæmt veiði- skýrslu Veiðimálastofnunar. Núna eru notaðar fimm stengur viö veiöar í straumvatninu. Áöur fyrr stunduðu bændur í Mýrdal dorgveiöi niður um ís í Heiðar- vatni. Veiðihús viö Vatnsána var ný- lega endumýjaö og í stað þess gamla, sem var fjarlægt meö öllu, kom glæsilegt hús í eigu veiðifé- lagsins. Jafnframt var ný vatns- leiösla tekin í notkun. Hún nýtist einnig tveimur salemis- og hrein- lætishúsum við tjaldsvæöi, sem er við Heiöarvatn til afnota fýrir dvalargesti við vatnið. Formaður í Veiöifélagi Kerlingardalsár og Vatnsár er Einar Kjartansson, bóndi í Þórisholti. Um tuttugu jarðir eiga aðild að svæðinu. Leigutaki Kerlingardalsár og Vatnsár er Ámi Baldursson í Reykjavík og hefur hann haft veiðina á leigu undanfarin ár. Að- komandi veiöimenn geta keypt veiðileyfi í Heiöarvatni og er til- valiö fyrir fjölskyldur að dvelja þar viö veiðiskap, ekki síst eftir að kominn er góður aöbúnaður á staðinn. Athyglisvert vatnasvæbi í skjóli Mýr- dalsjökuls s ASuðurlandi em tiltölulega fáar ár sem falla til sjávar, miöaö við aðra landshluta, en flestar þeirra em ákaflega vatnsmiklar eins og kunnugt er, enda fremstar meðal mestu vatns- falla í landinu. En eitt af þeim vatnasvæðum á Suöurlandi, sem láta ekki mikið yfir sér í saman- burði við hinar öflugu jökulár, er hið athyglisverða vamaikerfi Kerl- ingardalsár. Hún fellur í sjó skammt austan við Vík í Mýrdal. Þar er bæði sjógenginn silungur og lax, auk vatnasilungs í Heiöar- vatni. Upptök árinnar em í Mýrdals- jökli og í Heiðarvatni, sem er í ell- efu kílómetra fjarlægð frá sjó. Úr nefridu vatni fellur Vatnsá, sem á ós í Kerlingardalsá níu kílómetra frá sjó. Lax og sjógenginn silung- ur kemst í Heiöarvatn, sem er í 72 metra hæð yfir sjó. Á þessum slóðum er sérstæö náttúmfegurð, ekki síst við Heiðarvatn og Vatns- ána. Margir hafa unað sér vel við veiðiskap og aðra útiveru, en ýmsar gönguleiöir em þama um nágrenniö. Fyrr á öldum, þegar sjór féll allt upp að Víkurhömr- um, sem em austan við núver- andi byggð í Vík, lá þjóðleiðin þama um. Eingöngu er veitt á stöng í án- um, en netaveiði er einnig stirnd- uð í Heiðarvatni. Að vatninu eiga jarðimar Litla- og Stóra-Heiði land, auk þess sem afréttarland Reynishverfinga liggur að því. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Hiö nýja og glœsilega veiöihús viö Vatnsá. Áhrifamikill stjómmálamaöur Cubjón Fribriksson: Ljónib öskrar. Saga |ón- asar Jónssonar frá Hriflu III. Ibunn 1993. - 354 bls. Fáir menn hafa haft jafn mikil áhrif á íslenska stjómmálaþróun á þessari öld og Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann má með miklum rétti telja höfund þess flokkakerf- is, sem í megindráttum hefur ver- ið viö lýði hér á landi síöustu sjö til átta áratugina, auk þess sem hann hafði mikil áhrif á mótun skólakerfisins og kom mikið viö ýmis önnur mál. Um engan ís- lenskan stjómmálamann mun hafa staðiö jafnmikill styrr og um Jónas frá Hriflu; enginn var jafn hataöur af andstæðingum, eng- inn jafn dáöur af samherjum. Bókin, sem hér liggur fyrir, er þriðja og síðasta bindi ævisögu Jónasar og nær yfir tímabilið frá 1933 og til æviloka hans, árið 1968. Hér greinir ítarlega frá stjómmálaafskiptum Jónasar á 4. áratugnum og allt fram til þess er hann lét af þingmennsku, en jafn- framt er greint frá fjölmörgum öðrum málum, þ.á m. átökum BÆKUR JÓM Þ. ÞÓR Jónasar viö skáld og listamenn, samskiptum hans við Halldór Kilj- an Laxness og ýmsu fleiru. Öll er þessi saga feikifróðleg og sitthvað kemur hér fram, sem ekki mun hafa verið á almanna vitorði. Sjálfum þótti mér mestur fengur að frásögninni af hinum mögn- uöu deilum innan Framsóknar- flokksins á fyrra helmingi 4. ára- tugarins, sem og af því er Jónasi var í raun ýtt út af þingi. Þar grein- ir frá einhverjum dramatískustu átökum, sem orðið hafa í íslensk- um stjómmálaflokki, og kannski sýnir það best styrk flokksins á þessum tíma að hann skyldi sleppa tiltölulega lítt skaddaður frá hildarleiknum. Þá sýnir það glöggt hin miklu áhrif Jónasar að hann var einn aöalhöfundur þjóðstjómarinnar svonefndu, og þaö eftir aö eigin flokksmenn höfðu tvívegis hafnaö honum sem forsætisráöherra. Að vísu er þaö svo, aö enn er ekki fýllilega ljóst, hvorir áttu meiri þátt í að hafna Jónasi árið 1934, framsókn- armenn eða alþýðuflokksmenn, en hitt getur ekki leikið á tvennu að flokksmenn hans studdu hann ekki til embættis. En þótt kaflamir um stjómmála- baráttuna séu fróðlegir, em þeir sem fjalla um samskipti Jónasar viö skáld og listamenn ekki síður skemmtilegir. Jónas hafði ákaflega ákveðnar og einstrengingslegar skoðanir á bókmenntum og list- um og skirrðist ekki viö aö sitja yf- ir hlut manna, ef honum bauð svo við að horfa. Þetta gátu rithöfund- ar og aörir listamenn ekki sætt sig við og hlaust af hin harbasta rimma, sem hér er gerð glögg grein fyrir. Makalausastur er þó kaflinn um samskipti þehra Jón- asar og Halldórs Laxness, en um þau veröur vart annað sagt en ab þau hafi verib kostuleg. Guðjón Friöriksson hefur unnið mikið og gott verk með þessari ævisögu Jónasar. Hún er afbragðs- Cuöjón Fríöríksson. vel rituð og varpar ljósi á flesta meginþætti íslenskrar stjómmála- sögu á fyrri hluta þessarar aldar. Guðjón hefur kannaö mikinn fjölda heimilda, en þó skortir all- nokkuö á að hann geri það sem kalla mætti strangfræðilega úttekt á viðfangsefninu. Hann segir sög- una afbragðsvel, varpar ským ljósi á feril og athafnir Jónasar, en virð- ist forðast ab leggja á hann fræbi- legt mat eða draga ályktanir. Fyrir vikiö hlýtur verkib að flokkast undir það, sem gamall kennari okkar Guðjóns beggja, Ólafur pró- fessor Hansson, kallaði tíöum „blabamannasagnfræði", og var þab hól en ekki last í munni Ólafs. Hvað sem því líður fer ekki á milli mála, aö hér er á ferö ein athyglis- veröasta ævisaga, sem samin hef- ur verið um íslenskan stjómmála- Jónas jónsson. mann á síðari árum. Frágangur þessa rits er góður, en þó get ég ekki stillt mig um að finna að tveim atriöum. í fyrsta lagi er ég afar ósáttur viö þá til- högun, sem hér er höfð á birtingu mynda, þ.e. að hlaða þeim öllum á tvo staöi. í ritum sem þessu eiga myndir að fylgja texta eftir því sem kostur er. Þannig njóta les- endur þeirra best og þannig verð^ ur heimildagildi þeirra mest. í annan staö er ég ósáttur við þá ab- ferb ab raba tilvitnunum í langar raðir aftast í bókinni. Tilvitnanir eiga að vera neðanmáls á síbu hverri, þannig hafa lesendur mest gagn af þeim. Er þá ekki annað eftir en ab óska starfsbróöur til hamingju með ágætt verk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.