Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 7
ÉöiáicIág'urT á ’féb'mar1199^
Bjartsýni á framtíö Suöureyrar viö Súgandafjörö. Lilja Rafney Magnúsdóttir oddviti:
Mun eflast svo lengi sem
má draga fisk úr sjó
„Þetta á eftir aö gjörbreyta
öllu mannlifi héma á staön-
um og líka héma á svæöinu í
heild. Þessir staöir eiga eftir
aö fara aö vinna miklu meira
saman og sameinast vonandi í
kjöifariö. Áherslan verbur aö
byggja hér upp gott atvinnulíf
og góöa skólaþjónustu, heil-
brigöisþjónustu og annaö því-
nmlíkt og veröa stærri og öfl-
ugri útáviö," segir Lilja Rafn-
ey Magnúsdóttir, oddviti á
Subureyri vib Súgandafjörö,
um þá þýöingu sem Vest-
fjaröagöngin hafa fyrir íbúa á
Suöureyri og á noröanveröum
Vestfjöröum. En í fyrradag var
sprengt síöasta haftiö í göng-
unum á milli Tungudals á ísa-
firöi og Botndals í Súganda.
Súgfiröingar munu halda uppá
þessi tímamót í samgöngumál-
um staðarins á morgun, laugar-
dag, meö veglegu samsæti og
sólarkaffi. En fyrstu geislar sól-
arinnnar sjást þar vestra um 20.
febrúar eða mánuöi seinna en
hjá grönnum þeirra á ísafiröi.
Þokkalegt atvinnuástand hefur
veriö á Suðureyri aö undan-
fömu og svo virðist sem upp-
sveiflu sé farið að gæta í pláss-
inu eftir „niöurlægingartímabil-
iö", eins og heimamenn nefna
tímann þegar hremmingar
gengu yfir Fiskiöjuna Freyju og
togarinn var seldur. Meðal ann-
ars fjölgaði íbúum á staönum
um 8% á síðasta ári og svo virö-
ist sem unga fólkið hafi aftur
öðlast trú á plássinu og m.a.
með því aö fjárfesta í húsnæði.
„Ég held að staöurinn eigi eftir
að eflast svo lengi sem má veiða
fisk úr sjó."
Lilja Rafney hefur þaö eftir sjó-
mönnum að fiskgengd sé að
aukast í sjónum og því megi al-
veg „opna einhverjar gáttir".
Hún segir aö í þessu efni leggi
hún traust sitt á það sem sjó-
menn með áratuga reynslu hafa
að segja um ástand lífríksins í
sjónum.
Útgerb smábáta
hefur aukist
„Þaö hefur aukist héma trillu-
útgerö, en það stendur auðyitaö
allt og fellur meb því hvemig
kvótamálum veröur háttaö í
framtíöinni," segir oddvitinn.
Ágætis aflabrögö hafa verið
undanfama daga, en lítið gaf á
sjó í byrjun árs vegna ótíðar.
Lilja neitar því ekki að þá hafi
atvinnuástandiö veriö dálítið
erfitt í fiskvinnslunni. Smábátar
á Suðureyri em flestir svokallað-
ir krókaleyfisbátar og því á
Bjartsýni á framtíb Subureyrar vib Súgandafjörb. Lilja Rafney Magnús-
dóttir oddviti:
plássið mikið undir því hvort
þeir verði settir undir kvóta eð-
ur ei. Auk þeirra em gerðir út frá
staönum tveir stærri línubátar.
Lilja segir aö útgerðarmynstrið
á staðnum sé komið aftur á
byrjunarreit eftir skuttogara-
tímabilið meö útgerö lítilla
báta. Hún segir að það sé auö-
vitaö ekki beint æskilegt að
þurfa aö gera þessa litlu báta út
á vetrarvertíö á norðanveröum
Vestfjörðum þar sem allra veöra
er von á þessum árstíma.
„Þaö er mun eðlilegra að þessir
litlu bátar fengju að vera algjör-
lega á frjálsum veiöum yfir
sumarið, þegar veöur leyfir. Þá
er þaö út í hött hversu smábát-
amir em mikið stopp yfir sxun-
artímann vegna banndaga."
Lilja Rafney segist því ekki trúa
ööm en aö nýir tímar séu aö
renna upp á Suðureyri eftir allar
þær hremmingar og neikvæöu
fréttir, sem frá staönum bámst
fyrir nokkmm ámm.
Á þeim tíma töpuöu heima-
menn togaranum Elínu Þor-
bjamardóttur ÍS úr byggðarlag-
inu. Síöan þá hafa Súgfirðingar
orðið að treysta á afla línubáta
og smábáta, auk afla sem þeir
hafa fengið til vinnslu frá Norö-
urtanganum hf. á ísafiröi og
Frosta hf. í Súðavík, samkvæmt
samningi þar um.
Á þessum tíma var einnig gerð
tilraun til veiða og vinnslu á kú-
fiski. Stofnað var fyrirtæki um
veiöar og vinnslu, keyptur var
sérsmíöaöur bátur til veiöanna
og stutt var í gjöful kúfiskmið.
Hinsvegar reyndist markaðs-
setning afurðanna bæöi tíma-
frek og kostnaðarsöm og á end-
anum varö fyrirtækið að hætta
rekstri. Kúfiskbáturinn fór þó
ekki langt, né heldur tæki og tól
til vinnslunnar, því báturinn er
í dag geröur út frá Flateyri og
þar em einnig vinnslutældn.
-grh
mrnm
mem»;
■msmám
/
, F ÖSTUDAGSKVÖÉD:
Ný hljómsveit
KrAGGl $IÆ OG
1AMLASVEITIN
FöAJTJDAGSKVÖip OGLAUGADAGSKVÖÉD:
OrnArnason
Nýr.Matseðiu
Þér veljið forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr eftirtöldum réttum:
C- /'
gleður matargesti
og aðra sem mæta^
í fyrra fallinu með
söng og frábærume
gamanmálum
föstudags og
laugardagskvöld.
Skemmtun, Dans og Fjölbre ytt val
AF ÞRIGGJA RÉTTA MATSEÐLI,
kr!9 94
Forréttir:
Itölsk fiskisúpa með hvítlauksolíu-sósu og
ristuðum brauðsneiðum.
Humar og silungsfrauð með vanillu-saffransósu.
Risarækjur með kínversku sinnepi og fylltri hrísgrj ónarúllu.
Pastarúllur fylltar með kjúkling og spínati.
Adalréttir:
Nautahiyggur með grænpiparsósu og fylltri bakaðri kartöflu.
Ofnbökuð grísasneið með hvítlauks-sinnepssósu,
englahárpasta og spergilkáli.
I Kalkúnabringa með spínatjafningi, brauðbúðing og trönuberjasuitu.
Lambahiyggur með rósmarin-smjörsósu, polenta og eggaldinturni.
Glóðasteikt lúða með pasta og tómatbasilsósu.
Eftirréttir:
Grand Marnier ísterta með vanillusósu.
Smjördeigshálfmáni fylltur með eplum, hnetum og
rúsínum, borinn fram með kanilís.
Hvítsúkkulaði og jarðaberja lagterta.
Súkkulaði pralín ís með súkkulaðisósu.
MatreiðAumeuttari: Haukur Víðieeon
1
Upplýsingar og borðapantanir í síma: 689 686
MWgmmmœ