Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.02.1994, Blaðsíða 10
f------- gronim Föstudagur 18. febrúar 1994 10 Guömundur Gubmarsson, Borgarnesi: Sameining sveitarfélaga í Mýrasýslu Laugardaginn 19. febrúar fer fram kosning um sam- einingu sex sveitarfélaga í Mýrasýslu: Hraunhrepps, Álfta- neshrepps, Borgarhrepps, Staf- holtstungnahrepps, Norburár- dalshrepps og Borgamess. Sameining sveitarfélaga er mjög viðamikil breyting á stjómsýslu í heimahéraði, ef til vill meiri breyting en nokkm sinni hefur verið ráðist í á stjómsýslu hérlendis, og því eðlilegt að margar spumingar vakni, sem ef til vill er erfitt að svara. Áður en gengið var til kosninganna í nóvember fékk þetta mál nokkuð mikla um- fjöllun í fjölmiðlum og þar var leitast við að skoða ýmis atriði sem vom mönnum hugleikin. Því miöur þá hefur efnisleg um- ræða um þessi mál fallið mikið til niður, það er að segja um- ræða um spumingar, sem upp koma, og mál sem þarf að leysa þar sem verið er að ræða sam- einingu. Þetta er mjög miöur, því víba em sameiningarmál enn í brennidepli og umræð- unnar mikil þörf. í Mýrasýslu var bmgðib á það ráð að sveitarstjómarmenn komu saman á ftmdi og samein- uðust um yfirlýsingu þar sem reynt var ab setja fram hug- myndir um hvemig tekið verði á tilteknum málum í samein- uðu sveitarfélagi. Þar var um að ræða öll helstu atriði sem upp komu í viöræöum um þessi mál og var eining um afgreiðslu yfir- lýsingarinnar. Að sjálfsögðu var ekki um tæmandi umfjöllun ab ræba og viljayfirlýsing er fyrst og fremst leiðbeinandi stefnuyf- irlýsing, en ekki endanleg ákvöröun. Það, sem ef til vill skortir mest á, er að umræðan hefur ekki náð til nægilegs fjölda íbúanna. Það hafa reynd- ar verib haldnir almennir fund- ir þar sem fólki hefur gefist kost- ur á að setja fram sínar skobanir og koma fram með fyrirspumir, en mæting hefur því mibur ver- ið dræm. Rétt er að geta þess að á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var gefið út kynn- ingarrit um sveitarfélög á Vest- urlandi. í því er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna í dag og umfjöllun um sameiningarmál. Þó að rætt sé um þetta mál fram og aftur og reynt ab finna svör við þeim spurningum sem upp koma, þá situr alltaf eftir nokkur efi og spumingin „Emm viö í raun og þegar upp verður staðib betur sett í sameinubu og stærra sveitarfélagi?" í mínum huga em einkum tvö atribi þung á metunum í svari við þessari spurningu. Annars vegar er ég þess fullviss að stjóm sveitarfélagsins verði mun virk- ari. Fjölmörg mál, ef ekki öll, sem sveitarstjómir í Mýrasýslu fjalla um, snúast um sameigin- lega hagsmuni og eins og mál- um er háttað í dag getur form- leg afgreiðsla tekib langán tíma, þó svo að öllum sé ef til vill Ijóst hver hún verður strax í upphafi. Einnig má nefna að nefndir, sem fjalla um einstaka mála- flokka, fá meira vægi í stærra sveitarfélagi. Hins vegar tel ég einsýnt ab stórt sveitarfélag fái meira vægi bæði á héraðsvísu og landsvísu og verbi því betur í stakk búið til að taka á og sinna hagsmunum íbúanna. Til viðbótar þessu hafa verið nefndir aðrir hlutir, eins og auknar tekjur úr jöfnunarsjóbi, tilflutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga, reynslusveitarfé- lög og fleira. Það er ljóst ab rnn einhvem flutning verkefna verður ab ræba, t.d. gnmnskól- amir, og einnig er ljóst ab reynslusveitarfélög verða tU, sem fá aukin verkefni. Þessi at- riði em um margt óljós enn sem komið er og ekki hægt að full- yrða um hvemig þeim verður endanlega háttað. Þab, sem að okkur í Mýrasýslu snýr nú á laugardaginn, er þá fyrst og fremst spumingin um það hvort vilji er til þess hjá íbú- um þessara sveitarfélaga að ganga til samninga um að sam- eina sveitarfélögin. Kosningin sjálf þýðir ekki sjálfkrafa sam- einingu, heldur er veriö að kjósa um hvort eigi að ganga til samninga um sameiningu eða ekki. Það verða síðan sveitar- stjómarmenn í hverju sveitarfé- lagi fyrir sig, sem semja um ein- stök atriði, og nota til þess þann tíma sem þeir þurfa. Ég vil hvetja alla, sem eiga þess kost, að notfæra sér rétt sinn og greiða atkvæði nú í kosningun- um. Þab er mikilvægt að niður- staða þeirra sýni á ótvíræðan hátt vilja íbúanna og þab verður ekki gert meb öðrum hætti en ab mæta á kjörstað og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Það á að vera okkur metnaðarmál, okkar sjálfra vegna og vegna virðingar okkar fyrir byggbarlaginu öllu, ab axla ábyTgð í þessu mikil- væga máli og greiða atkvæbi í kosningunum nú á laugardag- inn. Ríki Dana í öndverðu Danmarks kongemagt og dens födsel eftir S. Jörgensen. Árhus Universitetsforíag, 1987, 66 bls. í ritdómi um bók þessa í Histor- isk Tidskrift (1988, bls. 245-47) eftir Per Sveaas Andersen sagbi: „Síðustu tvo áratugi hafa fræbi- menn haft verulegan áhuga á hinni elstu sögu Norðurlanda og þá fyrst og fremst ríkismynd- un og kristnitöku sem þáttum í þróun samfélagsins. Megnið af tiltækum samtíðarheimildum felst í fomminjum og ömefn- um, og kann þab að skýra að öðnun fremur hafa fomleifa- fræðingar lagt sig eftir þessu miðlæga vandamáli. En þeir, sem að vanda hafa átt í þeim rannsóknum, hafa lagt sinn skerf til umræðnanna." (Ath. í því tilliti er bent á Festskrift til Axel Linvald, 1956). „Meginmál Jörgensens hnígur ab því, ab ríkismyndun hafi lík- lega átt upptök sín á mibju Jót- landi (Jelling) um miðja tíundu öld og uppkoma þess verði öðm fremur rakin til efnahagslegra aðstæðna innanlands. Söguleg- ar heimildir (Adam af Brimum, fomaldarsögur og hinir dönsku annálahöfundar Saxo og Svend Aggesön) um elstu konunga danska ríkisins, ættemi þeirra og athafnir em metnar með til- liti til annarra sérhæfðra rann- sókna. Ályktanir dregur Jörgen- sen af þremur meginforsend- um: Konungsættin í Jelling réb „Hærvejen" frá Limafirbi (Ag- gersborg til Lindholmshæðar) um Viborg til Danavirkis (Heiðabæ-Slésvík), jafnframt því ab hún hafði nokkur tök á verslunarleið (fjemhandelsvej) frá Ribe-Varde-svæðinu á vest- urströnd Jótlands til Vejle- svæðisins á austurstTöndinni. Þeim tökum fylgdi allnokkur hlutdeild í jámvinnslu meb mýrablæstri í Varde-héraðinu og austar. Þar vom líka bestu skógarspildur Jótlands (bls. 21 og 29 nmgr.). Jörgensen sér hlibstæða fram- vindu á þremur svæðum þvert yfir Jótland — Suður-Jótland, Jótland mitt og Jótland norban- vert: Heiðarbæjar-Hollingsted línuna, Ribe/Varde-Vejle linuna og „Limfjordsleden". Tilhliðran „fjemhandelen" og hins efna- hagslega þyngdarbeltis norbur á bóginn til miðlínunnar og „Limfjordsleden" verður hon- um lykill að skilningi á forræði konungsættarinnar í Jelling á Jótlandi og á eyjunum um miðja tíundu öld. Gagnvart konungsættunum hefur Jörgensen innra sjónar- mið (et intemt perspektiv). Hann fellst hvorki á kenningar A. Steinnes né kenningar E. Kro- mans um staðbundinn uppmna konungsættarinnar í Jelling... Jörgensen tekur hins vegar und- ir niðurstöður rannsókna þriðja fræðimannsins, danska lög- fræöingsins N.C. Skouvigs: „Sameining Danmerkur verður rakin til ríkis á mibju Jótlandi undir forystu konunga eins og Hörða-Knúts, sonar hans Gorms hins gamla og sonarsonarins Haralds Gormssonar. Viborg var fyrsta miðstöð þessa ríkis, en eftir ab Gormur lagði undir þaö Heiðabæjarríkið var höfuðstaö- urinn færður til Jelling (bls. 50)." Knútur ríki Cnut, eftlr Mlk Lawson, Longman, bls. xlii — 290. „Um miðja tíundu öld stíga Fréttir af bókum danskir konungar fram úr móbu undanfarandi alda, þeg- ar konungsætt meb staðfestu í Jelling á Jótlandi, þá er ríktu Gormur gamli og Haraldur blá- tönn sonur hans, hófst til for- ráða yfir öllu landinu, sem þá tók til Skánar í Svíþjób nútím- ans. Um skeið mun Haraldur líka hafa verið viðurkenndur sem stjómandi hluta Noregs. Hann tók kristni... og kann ab Um alllangt skeiö hefur Páll Heiðar Jónsson verið með umræðuþætti í út- varpinu frá kl. 11-12 f.h. á laug- ardögum. Þætti þessa nefnir hann „í vikulokin". Þar tekur hann tali að öllum jafnaði a.m.k. þrjá einstaklinga og þá gjaman tvo karlmenn og eina konu. Þætti sína byTjar Páll Heiðar á því að inna gesti sína eftir afrek- um þeirra í liðinni viku, hvaöa atburði, innlenda og erlenda, þeir telji markverbasta og sitt- hvað fleira fýsir Pál Heiðar að vita. Nokkub em þættir þessir misjafnir, sem eblilegt er, sumir dálítið flatneskjulegir, aðrir rísa hærra. í Vikulokaþætti Páls Heiðars nú fyrir nokkm var Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn af gestunum. Og ab venju hóf Páll þáttinn meb því að inna þá eftir afrekum þeirra í vikunni. Skild- ist mér á tveimur þeirra að þeir sæju ekki sérstaka ástæbu til þess að gera mikiö úr þeim, en um hinn þribja, Hannes Hólm- hafa játaö þegnskap Ottó I, keisara Þýskalands (entered into a subordinate relationship with the German emperor Otto I). Uppreisn gerbi hann eftir dauba Ottós 973 og ári síöar beið hann ósigur við Dana- virki, danskan vamargarð í Jót- landi sunnanverðu, sem að austanverðu tengdist hinum merka Heiðabæ. Reism Þjób- verjar þá vamarvirki (urbs) á mörkum landanna, sem Danir tóku og brenndu 983, og mun sú atlaga nær áreiðanlega hafa tengst hinni miklu uppreisn stein, gegndi nokkuð öðm máli. Þar reyndist afrekaskráin svo margþætt og umfangsmikil að þegar orðabunan hafði staðið um hríb út úr Hannesi án þess ab nokkurt lát virtist ætla að verða á, fór eg að efast um að þátturinn allur entist honum til þess að tíunda og útlista afrekin. Þeir em nú orönir æði margir, sem komið hafa fram í þessum Vikulokaþáttum Páls Heiðars, en fullyrða má ab aldrei hefur slíkan „afreksmann" sem Hann- es Hólmstein rekið á fjömr hans, hvorki fyrr né síðar, og LESENPUR vantar þar mikið á. En þó að Hannes Hólmsteinn hefbi þannig þvínær einn haft orðið það sem af var þættinum, þá nægði honum þab náttúrlega ekki. Öðrum venjubundnum spumingum Páls Heiðars þurfti hann náttúrlega að svara í margfalt lengra máli en hinir þátttakendumir. Og fæm þeir að tæpa á einhverjum svömm slafa eftir dauða Ottós II keis- ara. Slafar á austurmörkum Þýskalands vom eðlilegir bandamenn konungsættarinn- ar í Jelling og Haraldur mun hafa tekið sér til konu dóttur Mistivojs af ættflokki Abódr- íta." Svo hljóða upphafsorð bókarinnar. Bókin er yfiriit yfir það, sem vitað er um Knút ríka, og mun mörgum áhugamanni um nor- ræn fræði þykja hún athyglis- verð, ekki síst annar kapítuli, sem greinir frá ritheimildum, aöallega breskum. vib spumingum stjómandans, þá var vísast ab Hannes Hólm- steinn gripi fram í fyrir þeim og tæki raunvemlega af þeim orb- ib. Og auðvitað þurfti svo þessi sjálfumglaði málrófsmaður ab nota aðstöðu sína til þess ab hreyta úr sér ónotum í fjar- stadda menn. Það hlýtur að vekja furöu að Páll Heiðar skyldi leyfa þessum manni ab eyðileggja svo gjör- samlega þáttinn, auk þeirrar óvirðingar sem öðmm þátttak- endum er sýnd meb svona framkomu. Og þó að eg nefni sérstaklega þennan þátt, þá er hann enganveginn sá eini þar sem samskonar „slys" hafa hent. Eg lít svo á að þeir, sem stjóma þáttiun sem þessum, séu eins- konar fundarstjórar. Þeim ber að gæta þess, að þátttakendur hlíti eðlilegum og sjálfsögöum leikreglum. Ætli einhver orba- belgur að vaba yfir abra þátttak- endur, þá á stjómandinn hik- laust ab taka í taumana. Magnús H. Gíslason Fundarstjómin brást

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.