Tíminn - 17.03.1994, Síða 4
4
WMttUWtl
Fimmtudagur 17. mars 1994
Páll Pétursson, bóndi á HöUustöbum og alþingismaöur, segir ríkjandi
neyö á mörgum heimilum til sveita:
Leggur til útflutn-
ingsbætur á
kjöt að nýju
Páll Pétursson alþingismabur
leggur til ab sauöfjárbændum
verði heimilab ab framleiba til
útflutnings og ab útflutnings-
bætur verbi teknar upp ab
nýju. Þetta sé einfaldasta og
ódýrasta leibin út úr þeirri
kreppu sem ríki í landbúnabin-
um. Hann útilokar ekki ab pól-
itískur vilji gæti myndast fyrir
þessari stefnubreytingu. Núver-
andi ástand sé óbærilegt.
Páll segir að stjómvöld verbi
aö grípa til einhverra ráöa til að
koma í veg fyrir hmn til sveita
áöur en þaö veröi of seint.
Hann leggur til að útflutnings-
bætur veröi ákveðin prósenta
af skilaverði á kjöti, þannig aö
þær virki sem hvatning á sölu-
aöilann til þess að fá sem hæst
verö á erlendum markaði.
„Þaö horfir í neyð á fjölda-
mörgum heimilum til sveita,"
segir Páll. „Skerðingin hjá sauö-
fjárbændum er geigvænleg.
Þeir sem máttu hafa 400 fjár
viö upphaf búvömsamningsins
veröa komnir niöur í 260 viö
næstu áramót. Það lifa augljós-
lega engar fjölskyldur af svo-
leiðis búum. Menn em sem óö-
ast aö éta upp eigur sínar og
safna skuldum.
Fólk til sveita hefur ekki aö
neinu ööm að hverfa á meöan
atvinnuástand í landinu er jafti
slæmt og raun ber vitni. ís-
lenskir sauðfjárbændur kunna
að framleiða kjöt og geta aukið
framleiösluna með litlum til-
kostnaöi. Fjárfestingamar em
fyrir hendi. Það sem á vantar er
að fjölga sauðfé aftur, sem
hægt er að gera víöa án þess að
ganga of nærri beitilandi."
Of margir í
feröaþjónustu?
Hvaö með nýjar búgreinar?
„Það hafa átt sér stað mistök
viö uppbyggingu nýbúgreina.
Afkoman í loðdýraræktinni
hefur að vísu batnaö vemlega.
Ógæfan þar var sú ab stofn-
kostnaöur varð of mikill til þess
aö þessi bú gætu borið sig. Síð-
an hrapaöi skinnaverðið og
greinin hrundi. Nokkrir bænd-
Páll Pétursson, alþingismaður og
bóndi á Höllustööum.
ur þraukuðu sem betur fer.
Loðdýraræktin getur þróast
smám saman og orðið land-
búnaðinum til styrktar, en það
er ekki hægt að treysta á að hún
gæti orðið eitthvert bjargráð til
frambúðar.
Litla/stóra alvöru
Vacuumpökkunarvélin
fyrir minni framleiöendur
Ýmsir hafa komiö meö litlar ódýrar vélar fyrir
minni framleiöendur og stór heimili. Flestar
þessara véla hafa veriö án lofttæmihólfs og
meö um eöa innan viö 90% lofttæmingu
sem er gagnslaus! Henkelman sem er
einn stærsti og
virtasti framleiöandi
vacuumpökkunarvéla,
hefur nú komiö meö
litla og ódýra alvöruvél.
Henkovac Junior,
sem lofttæmir 99,5%
sem þýöir geymsluþol
eins og stóru vélarnar.
Nokkrar vélar til
á kynningarverbi
75.000.- + vsk.
Krókhálsi ó • Simi: 67 1900
fgggSBSSSMM—M BB "" 1 mb "”i—
„Eigi oð afla markaöa edendis þarfaö tryggja stööugt framboö."
Hrossaræktin hefur gefið dá-
lítið af sér, en hún skilar bænd-
um ekki nægilega miklu. Milli-
liðir hafa haldið veröi á líf-
hrossum niðri. Menn hafa ver-
ið að láta sæmileg hross fyrir
sáralítið verð. Einstaka menn
hafa komist upp á lag með að
selja sjálfir og hafa sæmilega af-
komu.
Feröaþjónusta hefur verið
vaxandi atvinnugrein meðal
bænda og allmargir hafa fjár-
fest verulega í henni. Ég óttast
hins vegar að framboðiö sé orð-
ið of mikið til þess aö hún geti
gefið hverjum og einum nógu
mikið af sér.
Ég held ab eina leiðin út úr
þeirri kreppu sem ríkir í land-
búnaðinum sé að leyfa sauð-
fjárbændum að framleiða til út-
flutnings. Nú hefur það sýnt
sig að það er hægt að fá tölu-
vert verb fyrir íslenskt lamba-
kjöt erlendis. Söluaöilar hafa
tekið kjöt sem er framleitt um-
fram kvóta í svokallaða um-
sýslusölu. Fyrir þetta kjöt hafa
bændur verið að fá 160-200
krónur á kíló. Þetta verð er of
lágt, en það er þó styrkur af því.
Uflutningsbætur eru ódýrasti
kosturinn. Þjóðin myndi ekki
sætta sig við að bændafólk og
aðrir sem byggja afkomu sína
beint eða óbeint á landbúnaði
yrði látið drepast úr hungri. Ef
landbúnaðurinn kæmist í þrot
lentu þeir sem af honum lifa á
framfæri þess opinbera með
einum eða öörum hætti."
Fimm milljöröum lægri
framlög
„Framlög ríkisins til landbún-
aöarmála eru fimm milljörðum
lægri á fjárlögum núna heldur
en þau voru þegar búvöru-
samningurinn var geröur. Þessi
skeröing er mun meiri en á öðr-
um liðum fjárlaganna og eðli-
legt að hún veröi að einhverju
leyti leiðrétt.
Þá er einnig athugandi hvort
því fé sem varib er til landbún-
aðarmála sé rétt varið. Hluta
þess er rennur í Framleiðnisjóð
mætti t.d. nota til útflutnings-
bóta. Bændur eru látnir greiða í
Atvinnuleysistryggingasjóð en
eru nánast útilokaðir frá því að
fá bætur úr honum. Hingað til
hafa einungis fimm bændur
fengið atvinnuleysisbætur. Ef
útflutningsbætur yrðu teknar
upp mætti líta á að þær kæmu í
stab atvinnuleysisbóta til
bænda."
Er nokkur vilji til þess að hefja
greiðslu útflutningsbóta að nýju?
„Mönnum kann að þykja
þessi hugmynd nokkuð fram-
andi. Fólk var búib ab bíta það í
sig að þab væri ekkert vit í að
flytja út dilkakjöt, en það er
bara allt annað viðhorf í dag
heldur en þegar útflutnings-
bætumar vom afnumdar. Nú
höfum við von um nýja mark-
aði sem gætu skilað betra verði
en áöur og við höfum fengið
vottorð frá Bandaríkjamönn-
um um að íslenska kjötið sé
vistvænt og heilbrigt. Þama
liggja vafalaust einhverjir
möguleikar, það hafa margir
unnið stórmerkilegt starf á
sviði markaösmála. Ég nefni
þar sem dæmi Erlend Garöars-
son, hjá Kaupsýslunni hf. og
Félag matreiðslumanna. Þá er
rétt ab leggja áherslu á að ekki
er nóg að flytja út einhvern
umframleiðslukúf. Eigi að afla
markaða þarf að tryggja stöð-
ugt framboð."
Svartsýni og
vonleysi
Vceri ekki eðlilegra að krafa um
úrbcetur í málefnum bœnda vceri
að frumkvoeði baenda fremur en
stjómmálamanna?
„Ég er vel að merkja sjálfur
bóndi. En það er eölilega ríkj-
andi afar mikil svartsýni og
vonleysi meðal margra bænda
út af ástandinu í greininni. Mér
finst eins og menn séu hættir
að þora að gera kröfur, eða fara
yfirleitt fram á einhverja hag-
ræöingu og fyrirgreiðslu. Það er
hins vegar mjög hættulegt ef
stéttin berst ekki fyrir sínum
hagsmunum. Það er veriö að
opna fyrir innflutning land-
búnaðarafurða í stómm stíl,
með EES og GATT. Aðrar þjóðir
hika ekki við að greiöa sína
landbúnaðarframleiöslu niöur.
Einn af brestunum í okkar
landbúnaöarpólitík er að hún
tekur ekkert mið af því sem er
að gerast í löndunum í kring-
um okkur."
Nú hefur þú aldrei stutt núver-
andi búvörusamning á þingi, en
er pólitískur meirihlutavilji fyrir
einhverjum breytingum á stjóm
landbúnaðarmála?
„Ég hef alla tíb haft efasemdir
um núverandi landbúnaðar-
pólitík og það er nauösynlegt
að falla frá henni áður en það
verður of seint. Pólitískur vilji
fyrir breytingum gæti hæglega
myndast.
Eg greiddi ekki búvömsamn-
ingnum atkvæði á sínum tíma
og treysti mér ekki heldur til að
styðja búvömlögin 1985 vegna
þess ab þau buðu upp á að þró-
unin yrði sú sem raun hefui
oröib, þ.e.a.s. að skerðingin
yröi svo sár að hún yrbi óbæri-
leg. Þab gat aldrei gengið upp
að setja framleiðslutakmarkan-
ir á eina kjöttegund. Það væri
allt annaö ef hægt hefði verið
aö koma framleiðsustjómun á
alla kjötframleiðslu. Markaðs-
hlutdeild lambakjöts hefui
hrapað miðað við aðar kjötteg-
undir, skerðingin hefur orðið
meiri og það er alls ekki séð fyr-
ir endann á henni."
-ÁG