Tíminn - 17.03.1994, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.03.1994, Blaðsíða 22
22 wtmnm Fimmtudagur 17. mars 1994 STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1995 þurfa að berast Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fyigja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars ertilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember næstkomandi. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi. Það skal tekið fram að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lán- takendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lán- töku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS ALFA LAVAL VORUR Er nokkuð skrítið að staðan sé eins og hún er? í viðbót við að fram- leiða 4000 lítra af mjólk á ári verður júgrið fyrir raka, hitasveiflum, drag- súgi og óhreinindum. Bakteríur bíða reiðubúnar til árásar. En sem betur fer átt þú kost á að búast til varnar. ALFA LAVAL hefur yfir að ráða fjölbreyttu úrvali af rekstrarvörum, sem þú getur nýtt þér til þess að verjast þessum árásum. JUGURÞRIF Sýnikanna Tvíbytta Klæðis júgurklútur 26x35 cm (100% baðmull). Nýjung Klórtöflur ALFA blue rakur júgurklútur ALFA sept handáburður ALFA blue júgursmyrsl ALFA blue júgursmyrsl með sólvörn ALFA sept júgurfeiti, bakteríuhemjandi ALFA sept piparmyntuáburður ALFA sept piparmyntuolía ALFA sept sárasmyrsl ALFA blue hreinsiefni á sár Plástur á spena. Nýjung JÚGURHREINLÆTI EFTIR MJALTIR Dýfuflaska Sérstök dýfuflaska ALFA blue úðaflaska (úðinn beinist upp!) MAGNUM úðabyssa ALFA TEST til að kanna gerlafjölda Leitið nánari upplýsinga í ALFA LAVAL landbúnaðarvörulistan- um eða hjá neðangreindum aðilum. Globus h/f. ALFA LAVAL þjónustufulltrúum Globus h/f. ALFA LAVAL umboðsmenn um allt land G/obusi Lágmúla 5, s:681555 Viö ræktun veðreiðastökk- hesta og veðreiðabrokkara koma arabískir hestar mikið við sögu. Þá gerist vart þörf að kynna en hreinræktun araba hefur gengið frekar illa nú á síðari tímum. Arabískir hestar eru þrekmiklir og þolnir en að öðru leyti hitta þeir fyrir ofjarla sína í öðrum hrossa- kynjum þótt þau hrossakyn hafi flest hver einhverntíma verið kynbætt með arabanum. Trakehner hestar eru fríðir og fagurskapaðir, þeir eru af- skaplega hæfir og þolnir keppnishestar í hestaíþróttum, t.d. hindrunarstökki. Knabstruphesturinn er ekki algengur nú orðið, hann var ræktaður í Danmörku fyrr á öldum og stóð sú ræktun með mestum blóma á nítjándu öld. Knabstruphesturinn er auð- þekktur af litnum, dropa- skjóttur. Hann var t.d. vinsæll sirkushestur. New Forest hestar sem eru afar knáir og traustir víða- vangshlaupahestar eiga sér afar sérstæða ræktunarsögu sem ekki verður rakin hér en ræktun á víðavangshlaupa- hestum og veiðihestum er ekki mikið stunduö á Norðurlönd- um. Dráttarklárar mega muna fíf- il sinn fegri en þó eru ymis dráttarhestakyn enn þá til á Norðurlöndum og væri sjónar- sviptir ef þau hyrfu. Tröll- auknastir eru belgísku og jósku dráttarhestarnir og Ardenahesturinn sem ræktað- ur var hvað mest í Svíþjóð af Norðurlöndunum. Þessir hest- ar eru holdgervingar aflsins og festunnar. Jóski dráttarhestur- inn er auðþekktur af miklu hófskeggi er prýðir fætur hans og minnast margir þess að jósku dráttarhestarnir voru notaðir til að draga ölvagna um götur Kaupmannahafnar. Þá eru til ymis léttari og smærri dráttarhestakyn svo sem Haflinger hestar eða þá „fjölhæf" vinnuhestakyn t.d. Norðurlandshestar. í Noregi hefur verið ræktað upp prýðisgott brokkhestakyn, norður-norska brokkhestinn, úr einni ættlínu Dalahestsins. Dalahesturinn á sér töluvert merka ræktunarsögu og er hér um að ræða „alhliða" brúkun- arhest. Norður-norski brokk- hesturinn hefur mikið verið notaður til kynbóta við rækt- un norðursænska brokkhests- ins og eru þeir reyndar báðir kallaðir Norðurlandsbrokkarar í töflunum hér að framan. í sambandi við „fjölhæf" vinnuhestakyn má einnig geta Fjarðarhestsins og Finnlands- hestsins. Þá eru Connemara hestar sem eru írskir að upp- runa, töluvert sérstakir í sinni röð. Þeir eru fremur smávaxnir en hafa náð töluverðum vin- sældum sem keppnishestar, einkum þó fyrir unglinga. íslenski hesturinn nýtur síð- an sívaxandi vinsælda sem reið- og keppnishestur á Norð- urlöndum og er óþarft að ræöa það frekar hér. Eiginleg smáhestakyn eru ýmis til á Norðurlöndum. Smæstir eru Hjaltlandshestam- ir. Þá má og geta velskra smá- FÉLAGSKERFIÐ í HROSSARÆKT 2. mynd. Félagskerfið í hrossaræktinni. Hrossarækt - Hrossabúskapur Lengi var nokkurt hjarðmennskusnið á hrossahaldi landsmanna en á þessari öld hefur hrossabúskapurinn smám saman breyst úr hjaröabúskap í ræktunar- búskap, þó að hið fyrrnefnda þekkist enn. Reiðhrossarækt er höfuðmarkmið en kjötframleiösla kemur til þó aö ekkert sé sérstaklega lagt fram til hennar. Kjötið var áður fyrr allverömæt afurö en á nú við vaxandi samkeppni og minnkandi vinsældir að etja þó aö hér sé um gæba- fæbu að ræöa. Aðrar aukaafurðir sem nýta má eru blóö úr fylfullum hryssum til lyfjagerðar, húðir og jafnvel hrosshár og kaplamjólk. Ræktunarbúskapur er forsenda fyrir arbsemi í hrossabúskap eins og í öðmm greinum landbúnaðar. Almenn þátttaka í kynbótastarfseminni; skýrsluhald og sýningar kynbótahrossa, em mikilvægasti þátturinn en auk þess þarf að koma til rétt meðferð hrossanna í uppeldi sem í tamningu og þjálfun. Þar er fóbmnin og beitin mikilvæg. Stórefla þarf rannsóknir á sviði fóðmnar, meöferöar og heilsu- fars hrossa. Hin meginforsendan fyrir arbsemi í hrossabúskap er markaðssetning afurð- anna. þar er bæði um ab ræba sölu á reibhrossum innanlands og úr landi og einnig kjötsölu. Mest af kjötinu er selt til Japans en lítið fæst fyrir aðrar aukaaf- urðir en kjöt. Síðustu ár hafa um 2000 hross verið seld úr landi á ári. Á árinu 1993 óx útflutningur hrossa enn ab höföatölu til en á árinu vom flutt 2485 úr landi, 86 stóðhestar, 1235 hryssur og 1164 geldingar. Helstu markaðslönd vom Þýskaland með um 51% af sölunni og Svíþjóö með nær 18% en þar hefur salan þó dregist mikið saman en aukist í bæði Danmörku og Noregi. Nokkur en þó of lítil hreyfing er á útflutningi hrossa til nýrra markabslanda. Erfið ytri skilyrði bæði hér heima og erlendis og mikiö offramboð af ýmisskonar hrossum setur jafnframt mark sitt á afkomuna í greininni. Mikil verðlækkun á hrossum er enda staðreynd og er verðlækkunin enn meiri að því er virbist á kaupverðinu til útflutnings en á söluverðinu erlendis. Jafnframt sem eftirspum eftir ódýmm og þá um leiö lítið ræktuðum hrossum hefur aukist meira en eftir þeim betri og dyrari. Offramboðiö af hrossum er auk þess mest í lágu verðflokkunum. Verðþróun á innanlandsmarkaði hefur verið mjög svipuð og í útflutningn- um. Innanlandssala er lauslega áætlub um 1500 geltir reiöhestar á ári en auk þess þarf hross til ab endumýja undaneldishross og smalahross landsmanna. Þrátt fyrir þá þróun sem rakin hefur verið hér að ofan og felur í sér bæði tekju- og eignarýmun í greininni er engin bein vá fyrir dymm og helgast það mest af því hve lítið skuldsett greinin er auk þess sem staðan er kynbótalega séð mjög sterk í greininni og því em mikil sóknarfæri til stabar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.