Tíminn - 18.03.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. mars 1994 Witmwn 3 Davíö undirbýr ferb til Brussel án samráös viö Jón Baldvin. Ólafur Ragnar: „Ríkisstjórnin hætt að starfa sem ríkisstjórn" Leiötogar stjómarandstöö- unnar telja mikilvægt aö ís- lensk stjómvöld hefji sem fyrst tvíhliöa viöræöur viö Evrópusambandiö. Þeir lýsa yfir undmn sinni á því aö for- sætísráöherra hafi ekki undir- búiö för sína til Bmssel í sam- ráöi viö utanríkisráöuneytiö og utanríkisráöherra. Davíö Oddsson forsætisráö- herra sagöi frá því í fyrirspum- artíma á Alþingi í vikunni aö veriö væri að undirbúa heim- sókn hans til höfuðstööva ESB í Brussel, þar sem hann muni kynna vÚja íslendinga til tví- hliöa samninga viö sambandiö. Þaö vaktí athygli aö Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra frétti fyrst af fyrirhugaöri för Davíðs Oddssonar úr ræöustóli Alþingis. Steingrímur Her- mannsson segist imdrast þetta sambandsleysi ráðherranna. „Ég tel nauösynlegt aö forsætis- ráöherra fari tíl viöræöna til Brussel. Þaö kemur hins vegar undarlega fyrir sjónir að hann skuli ekki fara í samráði viö ut- anríkisráðherra, því þeir þurfa auðvitað báöir aö leggjast á eitt. Ég tel að það beri að leggja áherslu á aö viðræöur um tví- hliða samning hefjist strax þannig aö hann geti verið tílbú- inn ef hin Noröurlöndin sam- þykkja í þjóöaratkvæðagreiðslu aö ganga inn. Þaö hefði verið ákaflega mikilvægt aö viö ís- lendingar værum búnir að gera okkur glögga grein fyrir hvað viö viljum, ég tel þaö mun mik- ilvægara en athugun á kostum og göllum ESB aðildar. En ég fagna því að forsætisráöherra ætli aö fara út og koma þessu strax af staö þótt mér sé ekki ljóst að undirbúningur sé nógu góöur." Steingrímur Hermannsson Ólafur Ragnar Grímsson tekur í sama streng og Steingrímur. Hann segir tímabært aö ESB sé kynnt afstaöa íslands. „Mér Ólafur Ragnar Grímsson finnst í sjálfu sér ágætt að for- sætisráðherra fari til Brussel. Al- þingi ályktaöi í maí á síðasta ári að stefna íslands væri aö gera tvíhliða samning við Evrópu- sambandiö og ríkisstjóminni var faliö að undirbúa slíkan samning. Hún hefur reyndar ekki gert mikiö í því en betra er seint en aldrei að forsætisráö- herra fari og kynni afstöðu ís- lands sem samþykkt var ein- hljóða á Alþingi. Hitt er sér- kennilegt aö utanríkisráöherra skuli ekki vera kunnugt um áform forsætisráðherra fyrr en hann tilkynnti um þau á Al- þingi. Forsætisráðherra geröi jafnframt grein fyrir því aö hann væri aö láta „sína menn" undirbúa þessa heimsókn þann- ig aö utanríkisráðuneytið hefur greinilega ekkert komiö aö því. Ríkisstjóm þar sem utanríkis- ráðuneytið og utanríkisráöherra vita ekkert um mikilvægustu heimsókn forsætísráöherrans er í raun hætt aö starfa sem ríkis- stjóm." -GBK ASÍ blaes til sóknar í atvinnumálum. Taliö er aö fjöldi atvinnulausra sé 12-13 þúsund og skapa þurfí 22 þúsund ný störffram aö aldamótum: Fjölga þarf vel- launuðum störfum „Okkar verkefni er einfald- lega aö breyta þeim efnahags- legu forsendum sem í dag liggja tíl gmndvallar fímm ára spá Þjóöhagsstofnunar. Þaö má ljóst vera aö þrátt fyr- ir aö almenn efnahagsskilyröi séu hagstæö þá duga þau okk- ur ekki ein ef okkur á aö tak- ast aö vinna bug á atvinnu- leysinu," segir Benedikt Dav- íösson, forsetí ASÍ, á fundi samtakanna í gær, þar sem lögö vom drög aö stefnumót- un verkalýöshreyfingar í at- vinnu- og kjaramálum fram til aldamóta. Þar er öllum frjálshyggjulausn- um á atvinnuleysi vísað á bug, bæöi í auknum sveigjanleika í launamyndun og ráöningarskil- yrðum. Þess í staö er lögö höf- uöáhersla á aö skapa atvihnu- legar forsendur fyrir því að fjölga vellaunuöum störfum án þéss að gengið sé á félagsleg réttindi launafólks. Gylfi Ambjömsson, hagfræð- ingur ASÍ, segir aö samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar sé áætl- að að á þessu ári verði í boði á vinnumarkaðnum um 123 þús- und störf sem þýöir aö 12-13 þúsund manns verði aö jafnaði án atvinnu í ár en ekki rúm 7 þúsund. Til aö halda í við íbúa- fjölgunina frá 1988 til 1994 þyrftu á þessu ári að vera 135 þúsund störf á vinnumarkaði og 144 þúsund störf fram aldamót- um. Gylfi segir að miöað viö mann- fjöldaspá Hagstofu íslands þurfi aö skapa allt að 22 þúsund ný störf fram að aldamótum til þess aö takast á við núverandi atvinnuleysi og væntanlega fjölgun landsmanna. Aöalskýringin á þessum mikla mun á fjölda atvinnulausra, eöa sem nemur 5-6 þúsimd manns, er að atvinnuþátttaka lands- manna hefur minnkað verulega á liönum ámm og þá einkum meöal kvenna og hjá ungu fólki sem áður vann með námi. Gylfi segir að þessir hópar séu ýmist farnir af vinnumarkaöi eöa hættir aö leita sér aö vinnu vegna atvinnuástandsins. Bene- dikt Davíösson, forseti Alþýöu- sambands íslands, segir að aöal- verkefni verkalýöshreyfingar í þessum málum sé aö skapa for- sendur fyrir fjölgun góöra starfa sem tryggja hátt launastig. Hann hafnar frjálsri launa- myndun og svokölluöum sveigjanleika að bandarískri fyr- irmynd sem þar hefur alið af sér töluverðan fjölda illa launaöra starfa meö tilheyTandi launa- misrétti, fátækt og félagslegu óöryggi. Forseti ASI segir aö atvinnu- leysisvandi íslensks launafólks tengist hmni fiskistofna, skipu- lagi veiða, vinnslu og fjárfest- ingum fremur en skipulagi vinnumarkaöarins. Hann segir verkalýöshreyfinguna engan áhuga hafa á því að fóma félags- legum réttindum og öryggi launafólks í skiptum fyrir mörg en illa launuö störf í keppni við asísk launakjör. Til að snúa vöm í sókn telur forseti ASÍ að þurfi m.a. að byggja stööugt á meiri fram- Benedikt DavíÖsson í rœbustóii í gœr. leiðni meö betri menntun og þjálfun starfsmanna, stjóm- enda, eflingu nýsköpunar og aukinni notkun nýrrar tækni og orku á sem hagkvæmastán hátt. í þessu sambandi þarf einnig aö leggja þunga áherslu á aö fram- leiða stööugt verömætari vörur en áður. En til að takast á viö núverandi atvinnuleysisvanda telur forseti ASÍ að verkalýöshreyfingin Tímamynd: CS þurfi aö þrýsta á stjómvöld til aö grípa til beinna aðgeröa. í því sambandi þurfa stjómvöld að standa viö þaö samkomulag sem gert var við gerð síðustu kjarasamninga sl. vor og við endurskoðun samninga í nóv- ember sl. En síðast en ekki síst þarf aö nýta vel þaö mikla svig- rúm sem árangur í stjóm efna- hagsmála hefur gefiö í staö að- gerðaleysis. -grh Átta prestar sóttu um prestsstööu í Cautaborg: Séra Jóni Dalbú hefur verib veitt staðan í Gautaborg Sérajóni Dalbú Hróbjartssyni, sóknarpresti í Laugames- kirkju, var í gær veitt staöa prests í Gautaborg. Átta prest- ar höföu sótt um þegar um- sóknarfrestur rann út þann 15. mars. Biskup íslands aug- lýsti stööuna og veitti hana í samráöi viö forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem greiöir hluta af kostnaöinum. í fréttatilkynningu frá Biskupi íslands segir aö starf séra Jóns Dalbú í Gautaborg felist í þvi aö annast sálgæslu og aðstoð við íslendinga, sem bíöa líffæra- flutninga á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þar í borg, auk þess sem hann muni annast þjónustu við fjölmenna íslendingabyggð í Gautaborg og nágrenni og einnig líkum störf- um í Osló. Reiknaö er með aö hann taki viö þessu nýja starfi í haust og mim þá fá launalaust leyfi frá embætti sínu viö Laug- ameskirkju. Séra Jón lauk prófi frá guð- fræðideild HÍ áriö 1973 og var vígður til prestsþjónustu 1974. Hann hefur stundaö framhalds- nám við Modum Bads stofnim- ina í Noregi, þar sem séö er um sjúklinga og aöra þá sem að- stoðar þurfa við og er sálgæslan stunduð bæöi af læknum og prestum. Og áriö 1983 lauk hann námi frá þessari stofnun í prestsþjónustu viö sjúkrahús og aðrar stofnanir. Aörir umsækjendur um stöö- una vom séra Ágúst Sigurðsson á Prestsbakka, séra Baldur Krist- jánsson á Höfn, séra Hannes Bjömsson á Patreksfiröi, séra Flosi Magnússon prófastur á Bíldudal, séra Hjörtur Magni Jó- hannsson á Útskálum, séra Ing- ólfur Guðmundsson héraös- prestur og séra Þórhallur Heim- isson framkvæmdastjóri Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. -HEI Séra jón Dalbú Hróbjartsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.