Tíminn - 18.03.1994, Page 7
Föstudagur 18. mars 1994
sat’—t.----
7
Listi Schindlers
hlutverki hrottans Amon
Goeth. Túlkun hans á þessu ill-
menni er ógleymanleg og til-
nefning hans til Óskarsverö-
launa fyrir hana er auðskiljan-
leg.
Steven Spielberg hefur tekist
aö gera mjög áhrifaríka og eftir-
minnilega kvikmynd. Hann
hefur hingaö til verið þekktari
fyrir afþreyingu og ævintýri en
sýnir með Lista Schindlers getu
sína í aö gera alvarlegri verk af
listfengi. ■
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
(Neeson) og gyöinga, sem unnu
fyrir hann. Schindler kemur til
Kraká í Póllandi eftir hemám
nasista, tekur yfir verksmiöju og
ræöur gyðinga í vinnu viö aö
framleiöa potta fyrir þýska her-
inn. Hann ræöur bókhaldarann
Itzhak Stem (Kingsley) til aö
stjóma öllu saman og græöir á
tá og fingri. Schindler vingast
viö helstu forkólfa nasista á
staðnum og greiöir þeim mútur
fyrir að fá að starfrækja verk-
smiðjuna. Einn þeirra er morö-
óöa skrímslið Amon Goeth
(Fiennes), yfirmaður Plaszow
vinnubúöanna. Þegar Schindler
sér aö leysa á „gyðingavanda-
máliö" fyrir fullt og allt semur
hann viö Goeth um aö fá aö
færa verksmiöju sína og starfs-
menn til Brinnlitz. Schindler
og Stem skrifa á lista nöfnllOO
gyðinga, „Schindlerjuden", sem
flytja skuli til Brinnlitz en það
gengur síður en svo áfallalaust
fyrir sig. Schindler leggur sig í
gríöarlega hættu til að reyna
bjarga starfsmönnum sínum,
sem að öðram kosti era allir á
leið til Auschwitz.
Spielberg segir þessa sögu af
miklu raunsæi og dregur ekkert
úr hrottaskapnum sem gyðing-
um var sýndur. Hún er tekin í
svart/hvítu og tökuvélinni beitt
líkt og um heimildarmynd væri
aö ræða, sem gerir frásögnina
trúveröugri og beinskeittari.
Þetta virkar eins og maður sé að
horfa á myndir, sem raunvera-
lega vora teknar á tímum
seinna stríös. Öll umgjörö
myndarinnar er frábærlega
unnin, allt frá búningum til
leikmynda af ýmsum stæröum
og gerðum. Greinilegt að vand-
að hefur veriö til verka í hví-
vetna. Dæmi um þetta era at-
riöin, sem gerast eiga í
Auschwitz, sem era mjög áhrifa-
rik og ógleymanleg hverjum
sem þau sjá. Eini eftirtektar-
verði löstur myndarinnar er
helst til mikið tilfinningaflóö í
enda hennar en þaö er léttvægt
þegar á heildina er litib.
Liam Neeson leikur Oskar
Schindler mjög vel ef á heildina
er litiö en hann virkar stöku
sinnum dálítiö stiröur í túlkun
sinni. Ben Kingsley gerir Itzhak
Stem mjög góð skil enda ekki
við öðra aö búast frá þeim frá-
bæra leikara. Það er hins vegar
Ralph Fiennes sem slær í gegn í
(Schindler's List) *-★*-*-
Handrít: Steven Zaillian. Byggt á bók
Thomas Keneallys.
Framleibendur: Steven Spielberg, Cer-
ald R. Molen og Branko Lustig.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
Abalhlutverk: Liam Neeson, Ben
Kingsley, Ralph Fiennes, Caroline
Goodall, jonathan Sagalle og Embeth
Davidtz.
Háskólabíó.
Bönnub innan 16 ára.
í þessu magnaða verki Steven
Spielbergs er saga helfararinnar
sögö frá sjónarhóli stríösgróða-
braskarans Oskar Schindlers
Dreggjar
dagsins
(The Remains of the Day) **r-*1/2
Handrít: Ruth Prawer Jhabvala. Byggt á samnefndri skáldsögu
Kazuo Ishiguro.
Framleibendun Mike Nichols, john Calley og Ismail MerchanL
Leikstjórí: James Ivory.
Abalhiutverk: Anthony Hopkins, Emma Thompson, james Fox,
Christopher Reeve, Peter Vaughan og Hugh Crant.
Stjömubíó.
Öllum leyfb.
Hr. Stevens (Hopkins) hefur haft það aö höfuö-
markmiði í lífi sínu að þjóna húsbónda sínum,
Darlington lávarði (Fox), eftir bestu getu sem bryti
á setri hans. Á millistríösárunum er lávarðurinn
eitt helsta peð nasista á Englandi en það kemur Hr.
Stevens ekki viö. í hans starfi er ekkert pláss fýrir
skoöanir, tilfinningar eöa einkalíf. Ungfrú Kenton
(Thompson) er ráöskona á setrinu í nokkum tíma,
sem hrífst af Hr. Stevens og á erfiöara meö aö
halda aftur af tilfinningum sínum en hann. Hún
reynir hvað hún getur til að brjótast inn fyrir
brynju hans en gefst að lokum upp. Sagan hefst
einmitt á því að Hr. Stevens er aö hugsa til baka
eftir lát lávarðarins og hyggst loksins reyna aö
bæta fyrir mistök sín og sjálfsblekkingu.
James Ivory, Ismail Merchant og Ruth Prawer
Jhabvala hafa starfað saman aö kvikmyndagerö
meö hléum í 30 ár. Þau hafa löngum einbeitt sér
aö kvikmyndun fagurbókmennta eins og t.d.
skáldsagna E.M. Forsters, Howard's End og A
Room with a View. Myndir þeirra eru yfirleitt
mjög vandaðar þótt ódýrar séu, a.m.k. á banda-
rískan mælikvaröa. Dreggjar dagsins er engin
undantekning. Erfítt er að koma svo margbrotnu
verki í kvikmyndabúning svo vel fari en Jhabvala
hefur reynsluna til að bera sem handritshöfundur
og leysir verk sitt vel af hendi. Þeir fjölmörgu, sem
lesiö hafa sögu Ishiguros, ættu ekki að veröa fyrir
vonbrigöum. Þetta er áhrifarík og lítriö eitt sorgleg
saga með persónum sem era ógleymanlegar í með-
förum frábærra leikara, Anthony Hopkins og
Emmu Thopipson, sem af.augljósum ástæöum era
bæöi tilnefnd til Óskarsverölauna. Brytinn, Hr.
Stevens, vekur upp trega hjá áhorfendum þar sem
hann vinnur verk sín af kostgæfni fyrir húsbónd-
ann en gefur sjálfum sér aldrei tækifæri á aö lifa
sínu eigin lífi. Ungfrú Kenton er vorkunn jafnt í
baráttu sinni við eigin tilfinningar og harðan
skráp Hr. Stevens. í smærri hlutverkum era einnig
góöir leikarar eins og Fox, Vaughan og Grant, sem
gera allir vel, og sömu sögu er að segja af
Christopher Reeve en hann hefur ekki fengið jafn
bitastætt hlutverk í mörg ár.
Dreggjar dagsins er mjög vönduö kvikmynd, þar
sem listrænn metnaður er í fyrirrúmi hjá öllum
aðstandendum hennar. LeiÚist á heimsmæli-
kvarða og frábær umgjörö gerir þessa mynd veru-
lega eftirminnilega.
ERTU I ATVINNULEIT?
ERTU I ATVINNULEIT?
RJUJ ATVJNNULEJ
i Ti yTgi:i íTTfiTTTi ri
á aldrinum 16 til 25 ára?
Notaðu tímann
til að auka þekkingu þína
Misstu ekki af lestinni
Iþrótta- og tómstundaráð og Hitt Húsið bjóða ungum Reykvíkingum upp á tvö
þriggja vikna námskeið 5. apríl - 22. aprfl og 25. apríl - 13. maí þeim að
kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru sniðin að þörfum og áhugamálum ungs fólks og vel til þess
fallin að auka hæfni þess á atvinnumarkaði. Hluti af þessum námskeiðum
verður metinn til styttingar á biðtíma eftir atvinnuleysisbótum skv. lögum nr.
93 frá 30. júní 1993.
Meðal þeirra námsgreina sem boðið verður uppá eru:
íslenska, Félagsfræði daglegs lífs, Skyndihjálp, Hagnýt stærðfræði,
Persónuleg viðskipti, Tölvunám, Listir og menning í dag, Tungumál,
Hljóðversvinna, Myndbandagerð, Dulspeki oil. ofl.
Einnig verða kynntar námsleiðir og atvinnulíf í samvinnu við sérskóla,
verkalýðsfélög, fyrirtæki og stofnanir.
Skráning frá 17. - 25. mars í Hinu Húsinu kl. 13-19. Uppl. í síma 62 43 20
Jg
InlU'
BRAUTARHOTI 20
SÍMI624320
IÞROTTA- OG
TOMSTUNDARÁÐ
REYKJAVIKUR
NAMSKEIÐ FYRIR ÞIG!