Tíminn - 23.03.1994, Síða 6
6
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Túskildingsóper-
an frumsýnd
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
frurasýndi Túskildingsóperuna
eftir Berthold Brecht og Kurt
Weill, 19. mars sl. Leikstjóri er
Inga Bjamason.
Leikritib er fyrst og fremst
skemmtiverk um afskaplega rot-
ið fólk, sem gerir hvað það get-
ur til að klekkja hvert á öðru.
Leikendur eru rúmlega 20
ásamt fjögurra manna hljóm-
sveit. Með helstu hlutverk fara
þau Baldur Grétarsson, Sigur-
laug Gunnarsdóttir, Guðlaug
Ólafsdóttir, Alfreð Alfreðsson
og Einar Rafn Haraldsson. Sýnt
er í Hótel Valaskjálf.
Á myndinni gefur að líta leik-
arana Kristján, Sigurgeir, Þráin
og Jón Helga í hlutverkum sín-
um.
Björgunarsveitin
ísólfur byggir
slysavarnahús
Björgunarsveitin ísólfur á Seyð-
isfirði hefur tekið í notkun nýja
björgunarstöö að Hafnargötu
41, fyrir starfsemi félagsins. Að
sögn Guðjóns Jónssonar, félaga
í björgunarsveitinni, er þö ekki
stefnt að vígslu fýrr en á næsta
ári, þar sem enn vantar fjár-
magn til að fullklára húsið.
Áður hafði sveitin ekki neinn
fastan samastaö, en hafði feng-
iö inni hjá ýmsum aðilum í
bænum. Félagar í sveitinni hafa
lagt fram mikla sjálfboðavinnu
í húsið og Slysavarnafélag ís-
lands hefur styrkt svéitina
vegna byggingarinnar, en SVFÍ
styrkir deildir í landinu árlega,
vegna ýmissa verkefna. Að sögn
Guðjóns er búiö að ganga frá
húsinu að utan og einangra að
innan. Stærö þess að gmnnfieti
er u.þ.b. 190 rúmmetrar, en
helmingur þess verður á tveim-
ur hæðum. Uppi veröur salur,
en búningsaöstaða, stjórnstöð
o.fl. nibri.
Sveitin hefur sótt um styrk til
Atvinnuleysistryggingasjóðs að
upphæð einnar milljónar
króna, svo hægt verbi að halda
áfram vib bygginguna. Stefnt er
að því að ráða smiöi til að inn-
Hús Björgunarsveitarinnar ísólfs
stendur vib Hafnargötu á Seybis-
firbi. Meb tilkomu hússins ætti
starfsemi félagsins ab verba mun
aubveldari en veríb hefur.
rétta húsið.
Ein helsta tekjulind sveitar-
innar er að sjá um akstur
sjúkrabílsins um kvöld og helg-
ar, þegar þess er óskað. Önnur
veigamikil starfsemi sveitarinn-
ar fer í að aðstoða vegfarendur
sem leið eiga um Fjarðarheiði
yfir vetrarmánuðina, en til þess
notar sveitin öflugan Unimokk
trukk sem hún á.
Úíkurtalafrcí
HUSAVIK
Gefur eina millj-
ón til líknarmála
Krabbameinsfélag S-Þingeyinga
hefur ákveðið að færa sjúkra-
deild Sjúkrahússins á Húsavík
500.000 krónur aö gjöf til
kaupa á hjálpartækjum. Einnig
hét félagið á norðlenska hesta-
menn, sem söfnubu fé meö
áheitareið frá Húnavatnssýslu
til Reykjavíkur á dögimum. Fé-
lagiö mun gefa búnað í eina af
fjómm íbúbum Krabbameinsfé-
lags íslands fyrir hálfa milljón
króna. íbúðir félagsins eru í
Reykjavík og ætlaðar sjúkling-
um utan af landi, sem þurfa aö
leita sér lækninga, og aðstand-
endum þeirra.
Safnahúsib fékk
sædjöful og slím-
ál ab gjöf
Framhaldsskólinn
vill byggja heima-
vist
Nú er ljóst ab Hótel Húsavík
mun ekki endurnýja samning
við Framhaldsskólann á Húsa-
vík um leigu á hluta hótelsins
undir heimavist fyrir nemendur
skólans. Skortur á heimavistar-
rými stendur skólanum fyrir
þrifum, þörf er fyrir byggingu
heimavistar við Framhaldsskól-
ann.
Stjóm skólans hefur sent sveit-
arfélögúm í Þingeyjarsýslu bréf,
þar sem bent er á aö tímabært
sé að hefja undirbúninng að
byggingu heimavistar fyrir
a.m.k. 50 nemendur. Skólinn
óskar eftir því að sveitarfélögin
fjalli um þetta mál og knýi á
um byggingu heimavistar á
Húsavík með ályktunum til við-
eigandi stjómvalda.
Jttft 1 ■j B]
VESTMANNAEYJUM
Safnahúsinu á Húsavík eru
stöðugt að berast gjafir. Oft em
þetta gamlir gripir og hinir feg-
urstu. En á dögunum fékk
Safnahúsið aö gjöf fyrirbæri
sem em ekki beinlínis fögur, en
merkileg engu að síður. Þetta
vom tveir uppsettir fiskar sem
áhöfnin á Akureyrinni EA 110
gaf safninu, sædjöfull og slím-
áll.
Sædjöfullinn (Ceratias holbo-
elli) er 116 cm langur, en fiskur-
inn getur mest orðið 120 cm.
Þetta er sérkennilega ljótur fisk-
ur, hrygna og með hálfgerða
veiðistöng á hrygg meö ljósfær-
um. Þetta er einhver voðalegasti
kvenréttindafiskurinn í veröld-
inni, hængarnir lifa eins og
sníklar á hrygnimni, og fleiri en
einn á hverri.
Slímállinn (Myxine glutinosa)
fannst fyrst við ísland árið
1977. Slímállinn er tvíkynja.
Hann er illræmdur fyrir að
sníkja á fiskum, t.d. í netum.
Borar hann sig þá inn um rauf-
ina á t.d. ýsu eba þorski og étur
innyfli eða vööva.
Safnahúsið er nú komið með
vísi að fiskasafni, því auk þess-
ara tveggja þá á safnið albínóal-
ax og urriða, metfisk sem Gúst-
af Guðmundsson veiddi í Litluá
í Kelduhverfi.
Höfubkúpa í
trollib
Fyrir viku fékk Baldur VE höf-
ubkúpu af manni í trollið inn af
Eyjum.
Baldur var að toga umjjrjár
mílur frá Bjamarey.
Höfuðkúpan var send til
Reykjavíkur til rannsóknar.
Lögreglan telur ómögulegt aö
segja hvort nokkurn tímann
upplýsist af hverjum höfuðkúp-
an er.
Hópslagsmál
framan vib Höfb-
ann
Um næstsíðustu helgi kom til
hópslagsmála fyrir utan
skemmtistabinn Höfðann.
Að sögn lögreglu lenti áhöfn á
aökomubáti í slagsmálum við
hóp heimamanna. Lögreglan
kom á staðinn og skakkaöi leik-
inn. Fjarlægbi hún einn heima-
manninn og fékk hann að gista
fangageymslu lögreglunnar um
nóttina. Einu eftirmálar lögregl-
unnar voru að vélarhlíf á leigu-
bíl dældaðist, en aðilar gengu
ósárir frá orrustuvellinum.
Sædjöfullinn er ekki par fríbur.
M Iðvikuíagur ^STmars 'f$$4
Ökuskírteini gildir sem „grœnt kort" dagana 28.-30.
mars í strœtó á Reykjavíkursvcebinu og Akureyri:
Ótrúlegt en satt:
frítt í strætó með
ökuskírteini
Gegn framvísun ökuskírteinis
getur fólk ferbast frítt í öllum
strætisvögnum á höfuðborgar-
svæðinu og Akureyri í páska-
vikunni, dagana frá 28. til 30.
mars, þ.e. síbustu þrjá virka
daga fyrir páskafríið.
„Tilgangurinn með þessari til-
breytingu er ab freista þeirra, sem
að stabaldri aka í einkabílum, að
sannreyna hagkvæmni og þæg-
indi strætisvagnaþjónustunnar.
Fyrir fjöldamarga er þetta spurn-
ing um að losna úr viðjum van-
ans og prófa eitthvað nýtt. Ótrú-
legt en satt," segir í tilkynningu
frá Almenningsvögnum bs., SVR
hf. og Strætisvögnum Akureyrar.
Þessa þrjá daga getur því ökuskír-
teinið verib lykill að nýjum
ferðamáta fyrir marga.
-HEI
Hœstaréttardómur í máli Þýsk- íslenska gegn ríkissjóbi:
Ríkissjóöur
greiöi 900 þús.
í skaöabætur
Hæstiréttur hefur dæmt ríkis-
sjób til að greiba fyrirtækinu
Þýsk-íslenska 900.000 krónur í
skaðabætur, þar sem beitt hafi
verið röngum abferbum við
stöbvun atvinnurekstrar fyrir-
tækisins 19. júní 1989. Hæsti-
réttur staðfesti þann úrskurö
Héraðsdóms að ríkissjóði bæri
ekki aö endurgreiöa Þýsk-ís-
lenska 22,5 milljóna króna
söluskatt.
Hæstiréttur kvað upp dóm í
málinu síðastliðinn fimmtudag.
Aðdragandi málsins er að á árinu
1985 kom upp grunur um ab
skattskyldar tekjur og eignir fyrir-
tækisins væru rangt taldar fram
og misfellur væru á bókhaldi
þess. Mál fyrirtækisins vom enn í
rannsókn, þegar ákvebib var í
fjármálaráðuneytinu ab hefja
hertar innheimtuaðgerðir vegna
vanskila á söluskatti um allt land
þann 19. júní 1989. Skyldi fyrir-
tækjum skuldara lokaö fyrirvara-
laust og lögtak gert um leib. í
samræmi við þessa ákvöröun var
Þýsk-íslenska lokað meb lög-
regluvaldi ab morgni hins 19.
júní 1989 meb því að húsnæði
þess var innsiglað. Forsvarsmenn
fyrirtækisins greiddu umkrafið
sölugjald tveim dögum síbar og
var innsiglið þá numib brott.
Þýsk-íslenska fór fram á það fýr-
ir dómi að fá endurgreiddan
söluskatt sem það greiddi eftir ab
rannsókn málsins hófst, þar sem
lögmæt ákvörðun skattayfirvalda
hafi ekki legib fyrir. Hæstiréttur
hafnaði þessari kröfu og staðfesti
þar meö úrskurb Héraðsdóms.
í öðru lagi gerði Þýsk-íslenska
kröfu um skababætur fyrir fjár-
tjón og miska vegna lokunar fyr-
irtækisins dagana 19.-21. júní
1989. Hæstiréttur samþykkti
þessa kröfu, en Héraösdómur
hafði áöur hafnab henni. í
dómnum er bent á að rannsókn
málsins hafi staðið yfir á fjórða
ár, þegar gripið var til lokunar-
innar. Eins og samskiptum aðila
hafi veriö háttað heföu forsvars-
menn fyrirtækisins mátt vænta
þess að fá tilkynningu um lokun,
ef ákveðið yrði að beita henni. Þá
hafi yfirvöld brotib þá grundvall-
arreglu stjómarfarsréttar ab gæta
hófs í vali milli úrræða og velja
vægasta úrræðið sem geti komið
að gagni. Hæstiréttur taldi að
hæfilegar bætur væm 900.000 kr.
og var ríkissjóöi einnig gert að
greiða málskostnab Þýsk-íslenska
fyrir Hæstarétti.
-GBK