Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 4
4 wnmm Fimmtudagur 21. apríl 1994 iteiiiii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Átta þúsund manns á atvinnuleysisskrá Samkvæmt tölum, sem birst hafa í fréttum nú síð- ustu dagana, er atvinnuleysi yfir 6%, sem svarar til þess að 8000 manns séu atvinnulausir. Þessar tölur eru geigvænlegar. Það, sem gerir útlitið enn ískyggilegra, er það að með vorinu bætast þúsund- ir skólafólks á vinnumarkaðinn. Fái það ekki sum- arvinnu, þrengir enn að, því að baki tölunni átta þúsund manns er raunveruleikinn; þetta fólk á heimili og börn, og reynir að lifa lífinu. Sú stefna hefur verið uppi hjá fyrirtækjum að hagræða og reyna að verjast áföllum með því. Sú hagræðing hefur ekki síst verið í því fólgin að fækka fólki, enda eru laun og launatengdar greiðslur stór þáttur í starfsemi fyrirtækjanna. Hagræðingin og endurskipulagningin, sem átt hefur sér stað víða, hefur fækkað störfum verulega. Þetta er staðreynd sem við blasir. Það er ekki hægt að álasa fyrirtækjum fyrir það að draga úr kostnaði. Það stuðlar að betra rekstrarör- yggi og atvinnuöryggi fyrir þá sem halda vinn- unni. Það alvarlega í atvinnumálunum er að nýj- ungar í atvinnulífi, ný framleiðsla, ný fyrirtæki eða aukin starfsemi og nýsköpun starfandi fyrir- tækja hefur hvergi nærri haft undan að fjölga störfum á móti fækkuninni. Opinber stefna í at- vinnumálum hefur allt of einhliða lagt áherslu á samdrátt og hagræðingu og sameiningu fyrir- tækja, án þess jafnhliða að leggja áherslu á og greiða fyrir nýrri starfsemi sem skapar störf í þjóð- félaginu. Það er ekki síst þess vegna sem svo er komið í atvinnumálum að atvinnuleysi er komið í áður óþekktar hæðir. Til þess að bregðast við þessu þarf lausnir bæði til langs og skamms tíma. Islendingar eru þjóð sem vinnur í matvælaframleiðslu framar öðru. Hefur heyrst af öflugu átaki til eflingar henni? Sannleik- urinn er sá að fyrirtæki í matvælaframleiðslu eiga fáar leiðir til fjármögnunar í nýrri starfsemi sem veitir fleiri störf. Sjávarútvegsfyrirtæki berjast í bökkum og eiga ekki aðgang að fjármagni til þess að þróa nýjungar. Nú er miklu fremur útlit á aö fé veröi veitt til þess að kaupa upp húsnæði í fisk- vinnslu og leggja vinnsluna niður. Til þess að bæta ástandiö til skamms tíma hafa ýmsar hugmyndir séð dagsins ljós. Tíminn greindi á sínum tíma frá hugmyndum Stefáns Guðmunds- sonar alþingismanns um að nú í lok fiskveiðiárs- ins fengju aðilar í fiskvinnslu stuðning til þess að kaupa hráefni í auknum mæli til landsins. Taliö var aö yfir tvö þúsund störf gætu skapast af slíkum aðgerðum næstu mánuðina. Tillögur hafa verið fluttar á Alþingi um innkaup opinberra aðila, sem er stýrt hugsunarlaust og beinast í allt of ríkum mæli að erlendum aðilum. Um hugmyndir sem þessar ríkir tómlæti stjórnvalda, því miður. Ein af alvarlegum hliðarverkunum atvinnu- ástandsins er sú, að launafólk í landinu er hægt og sígandi að missa réttindi sín og staða þess veikist. Fjölmörg dæmi má nefna um slíkt, og fer ástandið stöðugt versnandi í þessum efnum eftir því sem at- vinnuleysið vex í landinu. Rækjusalat sjálfstæðismanna „Þorsteinn Pálsson hyggst auka rækjukvótann um 7 þúsund tonn til þess að tryggja þing- meirihluta vib sjávarútvegs- frumvörpum ríkisstjómarinn- ar." Eitthvað á þessa leið hljóð- abi inngangur fréttar í Ríkisút- varpinu í gær af niðurstöðu fundar þingflokks Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál- in, sem haldinn var í fyrra- kvöld. Það var einmitt eftir þann fund, sem Þorsteinn Páls- son kom fram í útvarpi og and- varpaði af feginleik þegar hann sagöi að búið væri að tryggja ríkisstjóminni meirihluta á Al- þingi í sjávarútvegsmálum. Augljóst var á ummælum sjáv- arútvegsráðherrans að hann leit á þennan þingflokksfund sem stjórnarmyndunarviðræöur, enda búinn að lýsa því yfir eftir að fram komu tillögur frá „16- menningunum", sem svo hafa verið nefndir, aö stjómarsam- starfib væri í fullkominni óvissu vegna framgangs þessa máls. Samflokksmenn ráðherrans virðast líka hafa talið þennan fund vera stjómarmyndunar- viðræöur, ef marka má ummæli þeirra að loknum fundinum, því allix töldu sig vera „hund- óánægöa" og hafa miklu fómaö til ab tryggja ríkisstjórninni meirihluta á Alþingi. Hringekjan gangsett enn og aftur Stjórnarmyndunarviðræðumar í þingflokki Sjálfstæöisflokksins gengu eins og alþjóð veit nokk- uð stirðlegar en sá hluti stjóm- armyndunarviðræðnanna, sem laut að Alþýðuflokknum í þessu máli. Það út af fyrir sig er óvenjulegt, að innanflokksátök- in séu hatrammari en átök ólíkra flokka. Hins vegar er það jafnvel enn óvenjulegTa — í það minnsta hér á íslandi — aö rík- isstjóm, sem situr að völdum, skuli þurfa að ganga í gegnum allt stjómarmyndunarviöræöu- GARRI ferlið í hvert sinn sem hún ætl- ar að afgreiða frá sér eitthvert mál. Þetta virðist þó vera orðið að venju hjá ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, því þab liggur við ab sama sé hvaöa mál á að afgreiöa, það þarf að hefja samningavið- ræður og gangsetja „stjórnar- myndunarviðræðuhririgekj- una" — svo notað sé orö úr orbasafni Jón Baldvins — í hin- um smæstu málum jafnt sem hinum stærstu. Landbúnaðar- mál, kalkúnalappir, svína- skinka, útvarpsmál, Evrópumál og nú sjávarútvegsmál em dæmi um þetta, og nú síðast viröist kominn tími á að gang- setja hringekjuna vegna þyrlu- málsins. Dálítið þreytandi stjórnarfar Garri veröur að segja það alveg eins og er að hann kann illa við þetta stjómarfar eilífra stjómar- myndunarviðræðna. Einhvem veginn vantar alla festu og ör- yggi í landsstjómina, þegar eng- inn veit frá degi til dags hvort ríkisstjórnin hefur þingmeiri- hluta eöa ekki. Þó verður ástandið enn óbærilegra þegar ríkisstjómarmeirihlutinn veltur á kvótaviðskiptum meö rækju, þar sem þingmenn em keyptir til fylgilags við stjómina. Sam- kvæmt fyrmefndri frétt í Ríkis- útvarpinu var verðið, sem þing- menn Sjálfstæðisflokks á Vest- fjöröum og Vesturlandi settu upp fyrir smðning sinn, 7 þús- und tonn af rækjukvóta. Pólit- ísk sannfæring þeirra, sem stybja ríkisstjómina, er því met- in á 7 þúsund rækjutonna kvóta. Einhvern tíma hefði það þótt „prinsipplaus pólitík" að selja sannfæringu sína fyrir ör- lítinn rækjukvóta, og slíkt er í sjálfu sér ekki til þess fallið ab auka traustið á þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar. Það verður hins vegar að teljast hreint glap- ræði ef stjómarherramir ætlast til þess að menn hafi tiltrú á rík- isstjóm, sem byggir á auknum rækjukvóta þegar allir vita að enginn hefur getað veitt þann rækjukvóta, sem í boöi er, hvort sem er. Garra er spurn, hvort ríkisstjómin eigi þá eftir að missa meirihlutann, þegar í ljós kemur að hinn aukni rækju- kvóti mun varla duga í rækjusal- at á saltkexið á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins? Garri Aukabúgreinar bankakerfisins Dillibossasýning handa konum, sem fyrir skemmsm var auglýst á borö við framboð til borgar- stjórnar, fór fram í veglegum húsakynnum Búnaðarbanka ís- lands við mikinn fögnuð. Þar fara einnig fram aðrar glæsisýn- ingar, svo sem úrslit feguröar- samkeppni og fleira það sem sérstaldega er til vandáð í menningarlífinu. Hótel ísland er í eigu Búnaðar- bankans og starfa skemmtana- stjóramir í umboöi banka- stjórnar eins og annað starfsfólk fyrirtækisins, en hótelrekstur og skemmtanahald er ein af mörg- um aukabúgreinum bankakerf- isins. Holiday Inn slæddist í eigu ís- landsbanka með bankasamein- ingunni miklu, þegar Útvegs- bankinn sálugi var gefinn nokkmm smábönkum á heljar- þröm. Aldrei hefur verið þörf á því hóteli, fremur en svo mörgu ööm af því sem glámskyggnir bankastjórar hafa verið að lána fjármuni í á undanfömum ár- um. Fyrirtækinu hefur verið haldib gangandi í hálfan áratug í þeirri von að einhver útlend- ingur með fjárráb fengi þá flugu í höfuðið að rekstur stórhótela á íslandi væri gróðavegur. Enginn nógu klikkabur En þar sem svo klikkaður at- hafnamaöur hefur hvergi fund- ist utan landsteinanna, sér bankinn þann kost vænstan að flytja sjálfur í hótelið sitt, fyrst enginn annar vill nýta þab. Nú stendur fyrir dymm að hót- elið verði gert að banka, meira ab segja aðalstöövum íslands- banka. Það fylgir fréttinni aö engu þurfi að breyta. Lúxusinn og óhófib í byggingunni er al- veg nóg fyrir þá starfsemi sem er einkennandi fyrir vandaöan bankarekstur. Þær álmur, sem ekki nýtast höfuðstöðvunum, standa auðar eins og hingab til. Þegar íslandsbanki flytur, verb- ur útibú skiliö eftir í Húsi versl- unarinnar þaöan sem taprekst- urinn er stundaður núna. Af því bákni á bankinn þriðjung og verbur þab rými sett í útleigu, sem væntanlega gengiu: betur en að koma hótelherbergjunum Á yíbavangi í gagniö. Auk húsanna, sem hér em nefnd, á bankinn nokkrar bygg- ingar út um borg og bý, m.a. stórglæsilega, galtóma banka- byggingu, sem ráðleysið veit aldrei hvað á vib að gera. Skemmtanastjórar Samtímis því að Holiday Inn verður innsiglaö og banki settur inn í hluta þess, er verib aö byggja svipuð húsakynni fyrir aldraða út um allt. Alls kyns sjúkrarými bráövantar, og fleira og fleira mætti til telja, sem hót- elið vib Sigtún gæti hentað vel til. Svo er auövitaö verib að byggja fleiri hótel, svo sem í Hafnar- firði. Mikil skrifstofuhúsnæbi em í byggingu á Innnesjum og í næsta námunda viö 14 hæba Hús verslunarinnar standa auð- ir skrifstofutumar, sem bankar eiga miklar vebskuldir í. Þegar hótel þrífst ei í hótel- byggingu, er í sjálfu sér snjallt að gera hana að banka og þar með em hótelvandræöin úr sögunni. En þar sem ekki er víst að húsnæbið, sem bankinn flyt- ur úr, gangi út, fremur en svo margar abrar bankabyggingar, gæti verið fínn bisniss að gera þab að gistiheimili. Það kvað alltaf vera þörf fyrir slíkt hús- næbi, eins og alltaf er mikil hús- næðisekla þegar til kasta ibúðar- hæfra bygginga kemur. Meö því að breyta bönkum í íbúöir, hót- elum í banka og skrifstofubygg- ingum í krár og skemmtanahús ættu dæmin aö fara að ganga upp. Afgreiöslusalir banka gætu sem best þjónaö undir líkams- rækt og í mörgum þeirra em æf- ingarsalir og saunaböb, svo að litlu þarf ab kosta til. Aukabúgreinar bankanna em margvíslegar og em stjómendur þeirra enda orðnir flínkari í flestum öðmm greinum en bankarekstri. Því er vel vib hæfi að starfsemin flytji í flestar byggingar aðrar en þær, sem ætlabar em til peningavib- skipta, og em hótel og skemmt- anahús verbug umgjörö um þau umsvif, sem spaugarar kalla bankastarfsemi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.