Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 21. aprfl 1994 15 Magnús Bjarnason: Atvinnulífið í lag Til þess aö hægt verði að skapa nægjanlega mörg störf í Hafnarfirði, þarf að laga almenn rekstrarskilyrði fyr- irtækja meö því að lækka álögur og beina fjármagni til nýsköp- unar og stuðnings við starfandi fyrirtæki. Á undanfömum ámm hefur hallað undan fæti í atvinnumál- um landsmanna. Hafnarfjörður er þar engip undantekning. Nú eru 500 einstaklingar skráöir at- vinnulausir og efnahagsspár gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti, sem leiðir af sér auk- ið atvinnuleysi. Framsóknarflokkurinn sættir sig ekki við það ástand, sem nú ríkir í atvinnumálum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé viðurkennt hagstjómartæki í Evrópu, mun 260 þúsund manna þjóð með ó- nýttar auðlindir og ótal tæki- færi, sein byggjast á aögangi aö fiskimiðum, ódýrri orku, hreinu landi og vel menntuðu vinnu- afli, sætta sig við það ástand VETTVANGUR sem nú ríkir? Sveitarfélög verða að bregðast rétt viö vandanum með stefnumótandi áætlana- gerð, þannig að kraftar atvinnu- lífsins, einstaklinga og bæjarins miði að því að ná því sameigin- lega markmiöi aö það sé næg at- vinna fyrir alla. Á næstu ámm munu sveitar- félög á íslandi keppa um at- vinnutækifæri, á nákvæmlega sama hátt og Evrópuríki hafa keppt um það að ná til sín nýj- um fyrirtækjum til þess að draga úr atvinnuleysi. Til þess að hægt veröi að skapa nægjanlega mörg störf í Hafnarfirði, þarf að bæta almenn rekstrarskilyrði fyrir- tækja með því að lækka álögur og beina fjármagni til nýsköp- unar og stuönings við starfandi fyrirtæki. Með því að lækka rafmagns- verð, fasteignagjöld og sérstak- an skatt á iðnaðar- og verslunar- húsnæði er hægt að bæta rekstr- arskilyrðin. Þetta er langtímaað- gerð, sem mun skila sér í aukn- um umsvifum í bænum og betri afkomu hjá fyrirtækjunum. Stofnað verður félag, sem mun útfæra stefnu bæjarstjóm- ar í atvinnumálum og meta fag- lega fjárfestingarmöguleika í at- vinnulífinu. Viðskiptaráðið mun starfa í nánu samstarfi viö atvinnulífiö, verkalýðsfélög, fyrirtæki og stofnanir í bænum. Jafnframt mun félagið aðstoða einstaklinga við að koma hug- myndum um stofnun nýrra fyr- irtækja í framkvæmd. Með skynsamlegum aðgerð- um er hægt aö auka samkeppn- ishæfni hafnfirskra fyrirtækja. Á tímum atvinnuleysis er þetta forgangsverkefni. Ef atvinnulíf- ið er ekki í lagi, mun félagsstarf- semi og fjölskyldumar veikjast svo mikið að tap samfélagsins verður óbætanlegt. Forgangs- verkefni framsóknarmanna er aö bæta rekstrarumhverfi fyrir- tækjanna og setja kraft í ný- sköpun. Höfundur er rekstrarhagfræbingur og skipar annab sætib á lista framsóknar- manna í Hafnarfirbi í vor. Veit enginn hvaö fullveldi er? Morgunblaðið birti 13. apríl s.l. grein undir nafninu Fullveldið og ESB. Höfundurinn heitir Ólaf- ur Þ. Stephensen og er sagður „stjórnmálafræöingur og legg- ur stund á framhaldsnám í al- þjóðastjómmálum í London". Það er skemmst frá að segja að höfundi finnst tómt mál að tala um fullveldi, þar sem sér- hver þjóð verði nú með ýmsu móti að taka tillit til annarra. Slíkt sé alltaf skerðing á full- veldi. Helst er svo að skilja að höf- undur telji að þetta hafi verið öðmvísi á fyrri tímum. Fróð- legt væri ef hann gæti bent okkur á það hvenær frelsi ein- staklings eða fullveldi þjóðar var þannig háttað að ekki þurfi aö taka tillit til annarra. Hvar nema hvergi, sagði Gunnlaugur ormstunga. Niðurstaða stjómmálafræð- ingsins í framhaldsnáminu virðist helst vera þessi: „Ef fullveldi er gott, en engu að síður er ógerlegt að öðlast það við nútímalegar kringumstæð- LESENDUR ur —- jafnvel óæskilegt — hvaða gagn er þá að fullveldis- hugtakinu í umræðum um stefnumótun íslendinga varð- andi aðild að Evrópusamband- inu? Það verða andstæðingar ESB-aðildar að útskýra, vilji þeir vera teknir alvarlega." Þennan sama dag, 13. apríl 1994, birti Mbl. viðtal sem þaö átti við Rögnvald Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í Bergen. Fyrirsögn þess er: Að- ild að ESB sviptir Norðmenn yf- irráðum yfir fiskimiðunum. Þar kemur fram að sigrar Norðmanna í viöræöum um ESB em þeir að frestað er um nokkur ár að taka af þeim yfir- ráðin. Rögnvaldur segir m.a.: „Hins vegar hefur ESB mótað stefnu í stjómun fiskveiða til ársins 2002, sem er á þann veg að aflakvótum er úthlutað á gmndvelli fyrri veiða og eins eiga strandríki sérstakan að- gang að miðum innan 12 Halldór Kristjánsson. mílna. Til skamms tíma, eða til 2002, breytist lítið sem ekk- ert í fiskveiðistjóminni við Noreg. En svo er spumingin hvað þá gerist, þegar þessi stefna verður endurskoðuö. Yfirráðin em þá komin úr höndum Norðmanna og ákvarðanimar verða teknar í Brussel." Frelsi okkar er þannig háttað að okkur kann stundum að finnast aö í raun eigum við ekki margra kosta völ. Samt viljum við fá að ráða því sjálfir hverjum kostum við tökum. Eins er það fyrir hönd þjóöar- innar. Enda þótt við verðum að taka tillit til annarra þjóða, viljum við ekki láta fmmburð- arréttinn fyrir baunadisk. Við viljum að fiskveiðum á ísland- smiðum verði stjórnað frá ís- landi, en ekki að Spánverjar og Portúgalar stjómi þeim frá Bmssel. Hvort Ólafur Stephensen tek- ur slíkt alvarlega eða ekki, er önnur saga. Þetta virtist þó ekki þurfa að vera mjög tor- skilið. Fullvalda þjóð ræður um hvað hún semur og hverj- um kostum hún tekur, þó að mjög kunni aö bresta á að hún fái það sem hún vildi helst. Halldór Kristjánsson DAGBOK Fimmtudagur 21 apríl 111. dagur.ársins - 254 dagar eftir. 16. vika Sólris kl. 5.35 sólariag kl. 21.20 Dagurinn lengist um 8 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvíinenningur, kl. 13 í dag í Risinu, Hverfisgötu 105. Félagsvist í Risinu kl. 14 föstudaginn 22. apríl. Félag eldri borgara Kópavogi Sumarvaka veröur í Fannborg 8 (Gjá- bakka) í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Húsib öllum opib. Spilub verbur félagsvist og dansab í Félagsheimili Kópavogs, annarri hæb, föstudaginn 22. apríl, kl. 20.30. Húsib öllum opib. Vorhátíb — blómamessa í Víbistabakirkju í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14, verbur gubsþjónusta í Víbistaöakirkju í Hafnarfiröi. í tilefni af sumarkomu verbur kirkjan skreytt hátt og lágt meö blómum. Blómasalan, Blóma- miöstööin og Blómabúbin Dögg hafa veitt ómetanlega abstob viö útvegun á blómum, en Ásmundur Jónasson blómaskreytingameistari og starfsfólk Blómabúbarinnar Daggar önnuöust gerö skreytinga. Sr. Sigurbur Helgi Guömundsson mun messa, en kór og organisti kirkj- unnar, ásamt fleiri listamönnum, annast söng og hljóöfæraleik. Systra- félag Víöistabasóknar mun ab vanda selja sumarkaffi ab guösþjónustu lok- inni, en svo hefur verib gert frá því fyrsta skóflustimga ab kirkjunni var tekin á sumardaginn fyrsta 1981. Sérstakar vorhátíöir, sem gjaman eru tengdar páskum, hafa víöa tíökast og sumstabar veriö efn| til samkeppni í blómaskreytingum af því tile/ni. Meb þessari vorhátíb vill sóknamefnd Víbistaöakirkju fagna sumarkomu, minnast upphafs kirkjubyggingarinn- ar og gefa kirkjugestum kost á ab glebjast yfir fegurb þeirra blóma- skreytinga sem munu prýba kirkjuna í dag. Silkiskop í Hlabvarpanum í dag, sumardaginn fyrsta, opnar Hap- hazard-hópurinn frá Finnlandi sýn- ingu á verkum sínum í Hlaövarpan- um, Vesturgötu 3. í hópnum em þrjár listakonur: Jóhanna Brnun, Maikki Harjanne og Eppu Nuotio. Þab var í febrúar 1993 sem þær Maikki og Epu hittust og hugmyndin ab kvenímyndinni og hvunndags- hetjunni Haphazard kviknaöi. í apríl hóf kvennatímaritib Me Naiset ab birta skopmyndarabir meö texta eftir Eppu og myndskreyttar af Maikki. En þær stöllur létu ekki þar vib sitja — hugmyndin ab halda sýningu á Hap- hazard lét þær ekki í fribi. Myndarab- ir, silki, applikering, risastór verk, lita- gleöi og góblátlegt grín; eitthvaö sem vikiö gæti burtu gráma hversdagsleik- ans. I júní orbabi Maikki þennan draum viö Jóhönnu Bmun, sem sam- stundis hreifst af hugmyndinni og varö ein af hópnum. í nóvember 1993 opnubu þær síöan sýningu í Nytja- listasafninu í Helsinki og nú, um sum- armál 1994, er sýningin komin til ís- lands. Norræna húsib: Sýning á vegum gesta- nemenda vib MHI í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 13 veröur opnub sýning í anddyri Nor- ræna hússins á verkum gestanemenda vib Myndlista- og handíöaskóla ís- lands. Nemendumir em 18 talsins og koma frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Sví- þjób, Litháen og Þýskalandi. Þau hafa öll stundab nám vib MHÍ sem Erasm- us- og Nordplus-skiptinemar í vetur og sýna hér smá sýnishom af því, sem þau hafa verib aö gera í myndlistar- námi sínu hér á landi. Verkin á sýningunni em mjög fjöl- breytt og er beitt margvíslegri tækni. Þama má sjá málverk, grafík, teikn- ingar, keramík, textíla/prjónles, inn- setningar o.fl. Sýningin verbur opin kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga kl. 12-19. Henni lýkur 4. maí. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i Reykjavik frá 15. til 21. april er i Borgar apóteki og Reykjavíkur apóteki og frá 22. til 28 apríl i Holts apóteki og Laugavegs apóteki. Það apótek sem fyrr cr nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar i síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórtiátiðum. Simsvarí 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek eni opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og ti skiptis annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. llpplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, ti kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðnim timum er lyfjafræðingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavikur Opið viríca daga frá kl. 900-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-1100. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá Id. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu mili kl. 1230-14.00. Selfoss: Setfoss apótek er opiö ti kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga ti Id. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rírmhelga daga Id. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANHATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. april 1994. Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (gnjnnllfeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir ...........................11.096 Full tekjulrygging eHilífeyrisþega...........22.684 Full tekjubygging öttrkullfeyrisþega.........23.320 Heimilisuppbót..................;........... 7.711 Sérstök heimilisuppbót............1..........5.304 Bamallfeyrir v/1 bams...................... 10.300 Meðlag v/1 bams ........................... 10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Maaðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkllsbætur 12 mánaða ............11.583 Fullur ekkjullfeyrir.........................12.329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)................_.15.448 Fæðingarstyrkur.............................25.090 Vasapeningar vistmarma ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæöingardagpeningar................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 20. apríl 1994 Id. 10.56 Opinb. vidm.gengl Gengi Kaup Saia skr.fundar Bandarikjadollar 71,97 72,17 72,07 Steriingspund.._ ....106,73 107,03 106,88 Kanadadollar. 51,90 52,08 51,99 Dönsk króna ....10,803 10,835 10,819 Norsk króna 9,765 9,795 9,780 Sænsk króna 9,044 9,072 9,058 Finnskt mark ....13,021 13,061 13,041 Franskur franki ....12,341 12,379 12,360 Belgískur franki ....2,0592 2,0658 2,0625 Svissneskur frankl. 49,94 50,08 50,01 Hollenskt gyllini 37,77 37,89 37,83 42,43 42,55 42,49 .0,04413 0,04427 0,04420 Austumskur (ch__. ...6,031 8,049 6,040 Portúg. escudo ....0,4145 0,4159 0,4152 Spánskur pesetl ....0,5176 0,5194 0,5185 Japansktyen ....0,6964 0,6984 0,6974 103,63 103,97 103,80 SérsL dráttarr. ....101 j>7 101,37 101Í22 ECU-EvrópumynL._. 81,86 82,12 81,99 Grísk drakma ....0,2896 0,2906 0,2901 KROSSGÁTA 1 2 3 1 r 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 1 17 18 19 61. Lárétt 1 flokk 4 síðan 7 súld 8 bolur 9 sveiabi 11 fjör 12 kyrrðin 16 reku 17 rengi 18 fiskur 19 auðn- aöist Lóðrétt 1 skipshlið 2 öslubu 3 greinar- kom 4 viöunandi 5 klæði 6 mundi 10 skinnpoki 12 forsögn 13 svik 14 forföður 15 egg Lausn á síðustu krossgátu Lárétt 1 ólm 4 smá 7 mey 8 kýs 9 agnú- ast 11 dif 12 skurfum 16 víg 17 ana 18 oft 19 rit Lóðrétt 1 óma 2 leg 3 myndugt 4 skaffar 5 mýs 6 ást 10 úir 12 svo 13 kíf 14 Uni 15 mat

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.