Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.04.1994, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 21. apríl 1994 Frá Jóhönnu Engilbertsdóttur og Magnúsi Bjarnasyni: Ár fjölskyldunnar Mótlæti og upplausn í mörgum löndum varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gera árið 1994 að ári fjölskyldunnar. Við blasir víða um lönd að þegar fjölskyldur flosna upp og fjölskyldubönd- in bresta, þá lamar það og gegnsýrir allt þjóðfélag- ið. Ungt fólk flosnar upp frá heimilum sínum og fer jafnvel á vergang. Það hverfur frá námi, en hefur ekki að neinu að hverfa, þar sem atvinnuleysi er víðast hvar. Áfengis- og vímuefnaneysla eykst og í kjölfarið leiðist fólk til afbrota. Þetta er dökk mynd af ástandi sem þekkist alltof víða og við, hið svokallaða allsnægtaþjóðfélag, erum farin að finna smjörþefinn af þessu geigvæn- lega alþjóðlega vandamáli. Við þurfum ekki að leita lengur út í heim til að finna ömurleg dæmi um skort, vímuefni og afbrot. Við höfum of mörg dæmi hér heima. Mörg samfélagsslys má rekja til þess að staða og samheldni fjölskyldunnar hefur veikst. Margt kem- ur til, en þó vegur atvinnuleysið hvað þyngst. Mis- skipting auðs hefur vaxið og hópur þeirra fátæku hefur stækkað. Það er ekki síst ömurlegt fyrir það að samfélagið er sífellt að verða flóknara og vanda- samara á mörgum sviðum. Kröfur og skyldur aukast á hendur öllum þegnum, jafnframt minnkandi tekjum hjá of mörgum. Hraðinn og streitan hjá þeim, sem hafa vinnu, hefur einnig aukist og lífsgæðakapphlaupið ræður of mikið daglegu lífi. Jafnvel er teflt á tæpasta vað hjá þeim sem þó hafa vinnu. Þetta gegnsýrir allt samfélagið og spennan veikir hornsteinana, sem eru fjölskyldurnar. Skortur og spenna magnast upp í gegnum allt okkar sífellt flóknara samfélag. Sálarró og gleði eru undirstaða þægilegs lífs og eru skilyrði þess að fólk lifi ánægjulegu og hamingju- sömu lífi. Fátt er hættulegra fjölskyldunni en skort- ur og atvinnuleysi. Þá fer allt úr böndunum. Það vantar ekki að fjölbreytt framboð er af tóm- stundagamni og afþreyingu, en þegar of stór hópur líður skort vegna atvinnuleysis þá verður þess ekki notið af öllum. Flest af því, sem gert er sér til gam- ans og þroska, kostar einhverja peninga. Fólk vill geta lifað eins og aðrir í kringum það. Of mörg þjóðfélagsmein eiga rætur að rekja til skorts og fátæktar. Eins og mál standa nú, er það stærsta skyldan að ráðast gegn atvinnuleysinu á ári fjölskyldunnar. Það er að sjálfsögðu ekki auðvelt verk, en þó má leita fjölmargra ráða. Þetta er að miklu leyti stjórnunarvandamál bæjarfélaga og rík- is. Jafnframt baráttunni gegn atvinnuleysinu þarf að stórauka hverskonar fjölskylduráðgjöf. Fólk þarf fjárhiagslegar leiðbeiningar og aðstoð við að leysa skuldbindingar sínar, ef þess er nokkur kostur. í sumum tilfellum þarf miklu meira til; andleg upp- bygging einstaklinga og fjölskyldna, sem þurfa að éndurheimta sjálfstraust sitt og reisn, er oft nauð- synleg eftir langvárandi erfiðleika. Það má ekki líta framhjá aðsteðjandi vanda. Það þarf bæði pólitískar og félagslegar lausnir. Skemmtifundur Fram- sóknar í Hafnarfiröi Jóhanna Engilbertsdóttir flutti ávarp á skemmtifundinum. ramsóknarflokkurinn í Hafnarfiröi hélt skemmtifund í veitinga- húsinu Hraunholti 12. april s.l. Hvetjandi ávarp flutti Jó- hanna Engilbertsdóttir, sem skipar 1. sæti framboöslist- ans í komandi bæjarstjómar- kosningum. Gestur fundarins var Gubni Ágústsson alþingismaöur, sem flutti hressilegt upp- örvandi ávarp. Spiluö var fé- lagsvist, en í boöi vom glæsi- leg verölaun. Aö lokum var stiginn dans til miönættis. Ávarp Jóhönnu Eng- ilbertsdóttur á skemmtikvöldi Fram- sóknarflokksins í Hafnarfirbi 12. apríl s.l. Ágætu gestir. Nú er mikill hugur í okkur framsóknarfólki. Okkur finnst tími til kominn aö raddir okk- ar heyrist í stjóm bæjarins. Þaö hefur veriö haft á oröi að viö séum kjarkað fólk, sem bjóöum okkur fram fyrir Framsóknarflokkinn. Já, okkur skortir hvorki kjark né þor. Er það ekki einmitt þaö sem vantar? Fólk meö kjark og þor? Ég býö mig fram til bæjar- stjórnar vegna þess að ég trúi því að ég geti unnið til góðs fyrir bæjarfélagið. Ég vona að þið séuð mér sammála. Það hafa ýmsir straumar og stefnur leikið um mig í lífinu. En það er öfgalaus manngild- isstefna Framsóknarflokksins sem hefur reynst mér best. Öfgar eru aldrei til góðs, í hvaöa mynd sem þær em. Við viljum lýðræði, en er það lýð- ræði í raun þegar einn flokkur stjómar í langan tíma? Það er einkennilegur boð- skapur til bæjarbúa að þaö sé eðlilegur hlutur að offjárfesta og eyða um efni fram. Þetta er verðbólguhugsunarháttur, sem er úreltur. Þaö er einmitt hann sem hefur valdið þvf, aö fjölskyldur og fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota í stómm stíl með öllum þeim mannlega harmleik sem því fylgir. Viö emm dugleg þjóö. Við viljum vinna. Atvinna fyrir allar vinnufúsar hendur hlýtur að vera markmiðið til þess aö fólk haldi sjálfsvirðingu sinni. Þaö skiptir máli hvemig fólki líður. Við veröum að vinna að forvörnum í ýmsum málum. Þannig aö fólk hafi greiðan aðgang að leiðbein- ingum áður en allt er komið í óefni. Þá á ég bæði við í fjár- málum og mannlegum sam- skiptum. Þaö skiptir okkur máli hvemig staðið er að bæjarmál- um, svo sem atvinnumálum, umhverfismálum, félagsmál- um og hvernig spilað er úr okkar sameiginlega sjóöi. Okkur kemur þetta við. Nú er rétti tíminn til að stokka upp spilin. Það er áríð- andi að spila rétt úr þeim í orðsins fyllstu merkingu. ■ Gubni Agústsson alþingismabur vargestur skemmtikvöldsins. Vib hlibina á honum á myndinni má sjá Bjöm Ingvarsson. Einhugur og stemning var á fundi framsóknarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.