Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 8
8 WímtoM Þribjudagur 3. maí 1994 Andreas Papandreú, forsœtisrábherra Crikklands, og eiginkona hans: ESB telur ab mœlirínn sé fullur. S febrúar s.l. bannaði Grikk- land Makedóníu afnot af höfninni í Þessaloníku. Það jafngildir nánast fullu við- skiptabanni á Makedóníu, sem ekki hefur aðgang aö sjó. Makedónía, sem áður var lýð- veldi í sambandslýðveldinu Júgóslavíu, mun að vísu vera í sæmilegu vegasambandi við nýju Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallaland), en vegna við- skiptabannsins á því ríki er lít- ið um viðskipti þá leiðina. Þar að auki eru Grikkir og Serbar að vissu marki bandamenn í yfirstandandi deilum á Balk- anskaga. Og hætt er við að Serbar líti makedóníska lýð- veldið fremur illu auga. Evrópusambandið svaraði viðskiptabanni Grikkja meö því að kæra þá fyrir Evrópu- dómstólnum. Af ESB-ríkjum er Grikkland án efa það sem minnstra vinsælda nýtur inn- an þess bandalags. Ástæður til þess eru einkum að Grikkland fær miklar fúlgur úr sameigin- legum sjóðum ESB, en nýtir það fé illa, að mati ESB, og yf- irleitt er mál manna í aðal- stöövum ESB og í höfuðborg- um norðlægari aðildarríkja a.m.k. að stjórnun fjár- og efnahagsmála hjá Grikkjum sé með forkastanlegra móti. í breskum blöðum hefur und- anfariö verið gefið í skyn, und- ir rós a.m.k., að vel færi á því aö víkja Grikklandi úr ESB; ekkert í reglum bandalagsins banni þaö beinlínis. Tækju Grikkir sig á eftir brottrekstur, mætti alltaf hleypa þeim inn aftur. Grískættaöir Bandaríkjamenn Ætla má að með viðskipta- banni Grikkja á Makedóníu þyki mörgum í öðmm ESB- ríkjum að mælirinn sé fullur, hvað Grikki varðar. Ekki síst vegna þess, að löngum hefur verið hætta á því aö ófriðurinn í Króatíu og Bosníu breiddist út til annarra hluta Balkan- skaga. Grikkir færa fram sér til rétt- lætingar í deilunum við Make- dóníu að ástæða sé til að ætla aö það ríki hafi í hyggju að innlima stórt svæði af Norður- Grikklandi, sem einnig heitir Makedónía. Þótt svo væri, mætti kannski ætla að Grikk- land, ríki með um tíu milljón- ir íbúa og bæði í ESB og Nató, gæti sofið rólega fyrir hugsan- legum útþenslutilhneigingum lýðveldisins Makedóníu, sem hefur um tvær milljónir íbúa og er sárfátækt. Eigi að síður telja ýmsir að Grikkir hafi nokkuð til síns máls í deilun- um viö hið nýtilkomna ríki við norðurlandamæri sín (það varð sjálfstætt 1991), og kem- ur það ekki síst fram í banda- rískum blöðum. Bandaríkin eru Grikkjum ekki eins and- hverf í máli þessu og Vestur- Evrópuríkin, og þakka ýmsir eöa kenna um þaö áhrifum grískættaðra Bandaríkja- manna. Stjarnan frá Vergína í grein í Time nýlega er því t.d. haldið fram aö í stjómar- skrá makedóníska lýðveldisins sé ekki útilokaö að það kunni að færa út kvíamar, að stjórn þess hafi haft á prjónunum að láta slá mynt með mynd af Hvítaturni í Þessaloníku, þekktri byggingu þar, og að jafnvel hafi verið gefnir út í lýðveldinu bæklingar fyrir tú- rista, þar sem makedónískar baðstrendur séu lofaöar. Bað- strendur, sem hægt er að telja til Makedóníu, eru varla nema í grísku Makedóníu. Þá eiga í makedóníska lýðveldinu að hafa verið gefin út landabréf, þar sem gríska Makedónía er sýnd sem hluti landsins. Enn- fremur gramdist Grikkjum mjög er makedóníska lýðveld- ið tók upp í fána sinn 16 geisla stjörnuna frá Vergína, sem fannst í gröf Filippusar Make- dóníukonungs, föður Alex- anders mikla. Sú stjarna er þegar orðin heil- agt tákn Grikkjum. Ríki þeirra feðga, Filippusar og Alexand- ers, náöi yfir Makedóníu bæði sunnan og norðan núverandi ✓ I deilu Crikklands og Makedóníu koma m.a. viö sögu gríska borg- arastríbiö 1946- 1949 og þeir feögar Filippus og Alexander mikli BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON norðurlandamæra Grikkiands. í augum Grikkja er makedó- níska lýðveldið, með því að eigna sér Vergínastjömuna, að gera tilkall til ekld einungis grísku Makedóníu, heldur og áðumefndra frægra feöga. Hið síðamefnda upplifa Grikkir líklega sem sérlega ögrun og móðgun. Þeir líta með mikl- um rétti á þá feðga sem Hell- ena og trúlega finnst þeim úr hófi keyra að slavneskir Make- dónar, afkomendur fólks sem ekki kom á þær slóðir fyrr en fyrir svo sem 1400 ámm, dirf- ist að eigna sér þessa frægöar- menn grískrar fornsögu. í áðurnefndri Time-grein er ennfremur gefiö í skyn, að með stofnun makedóníska lýðveldisins hafi vaknað með Grikkjum endurminningar frá borgarastríði þeirra 1946- 1949. Grískir kommúnistar höfðu þá einkum ítök í norð- urhluta landsins og nutu stuðnings frá Tito, þáverandi valdhafa Júgóslavíu. Grikki a.m.k. gmnar að Tito hafi meb þeim stuðningi stefnt að því að ná grísku Makedóníu í ríki sitt og einkanlega Þessaloníku, mikilvægri hafnarborg við Eyjahaf. Upphafið ab núver- andi makedónísku ríki má rekja til ársins 1945, er Tito gerði júgóslavneska hluta Makedóníuher hinn nýi flaggar meb stjörnunni frá Vergína. Makedóníu að lýöveldi í júgó- slavneska sambandsríkinu. Því hefur verið haldið fram að það hafi sá gamli gert með það fyr- ir augum að ná undir Júgóslav- íu þeim hlutum Makedóníu sem em innan landamæra Grikklands og Búlgaríu. Ótti við „íslamskt belti" En eins og sakir standa ættu Grikkir ekki að þurfa að óttast að hin nýja Júgóslavía Serba og Svartfellinga taki upp hanskann fyrir makedóníska lýöveldið (sem Grikkir foröast aö kalla Makedóníu, heldur kenna það við höfuðborg þess, Skopje). Meira áhyggjuefni er Grikkjum trúlega að Tyrkir hafa sýnt makedóníska lýö- veldinu talsverðan áhuga. Makedóníska stjórnin, í óöf- undsverðri klemmu milli Grikkja og Serba, tók því a.m.k. um hríð ekki ólíklega. Þab ýtti undir ugg Grikkja og Serba um að „íslamskt belti" þvert yfir sunnanverðan Balk- anskaga, frá Istanbúl til Otr- antosunds, veröi að vemleika á ný. Það svæði var hluti Tyrkjaveldis þangab til í Balk- anstríðunum 1912-1913. Á vesturenda þess er Albanía (sem einnig á tíð Hoxha hélt við vinsamlegum samböndum vib Tyrkland) og Aibanir, að miklum meirihluta til íslamsk- ir, em ekki aðeins þorri íbúa í Kosovo, heldur og fimmtung- ur eða e.t.v. fjórðungur íbúa makedóníska lýðveldisins. í Búlgaríu em fjölmennir ís- lamskir minnihlutar. Með hliðsjón af þessu mætti ætla að bæbi Grikkjum og Makedónum væri kappsmál að leysa þann nýja Gordíons- hnút, er fréttamenn sem vilja teljast orðheppnir em farnir að kalla deilu Grikklands og „Skopjelýbveldisins". Og í þetta sinn ekki meb sveröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.