Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1994, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. maí 1994 11 Þaö eru skiptar skoöanir á þeirri frestun sem er á úrslitakeppninni í handknattleik karla. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals: Þ j álfarar ekki spurðir álits — „Frestunin markaöslegs eölis," segir Þorgeir Haraldsson, formaöur handknatt- leiksdeildar Hauka Nokkuð skiptar skoðanir eru hjá forvígismönnum innan hand- boltans vegna þeirrar frestunar sem gerð var á úrslitakeppninni í karlaflokki. Undanúrslitunum lauk á miðvikudaginn var, en úrslitaleikir Hauka og Vals hefjast ekki fyrr en föstudaginn kemur, eöa níu dögum seinna. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti fyrsti úrslitaleikurinn að hefjast í gær og keppninni að Ijúka 11. maí. Ljóst má vera að líklegasta ástæðan fyrir þessari seink- un sé sú að Stöð 2, sem sýnir frá leikjunum í læstri dagskrá, nái inn góðum tekjum vegna áskriftargjalda. Þriðji leikurinn fer ekki fram fyrr en 13. maí og þurfa áskrifendur Stöðvar 2 því að vera búnir að verða sér úti um nýtt lykilnúmer, ef þeir ætla að sjá leikina heima í stofu. Finnst sumum ab sjónvarpsstöbvamar séu famar að rába heldur miklu í þessu sambandi. Samkvæmt ömggum heimildum Tímans borgar Stöb 2 vel á aðra miljón króna fyrir aö fá ab sýna leikina beint. Öll libin, sem komust í 8- liða úrslit, fá einhverja upphæb, en Haukar og Valur fá mest, enda komin í úrslit. Þá fær HSÍ einnig sinn skerf af upphæð- inni. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagöi í samtali við Tímann þá frestun, sem orðin er, vera slæmt mál og þab vera furðulegt hvers vegna þjálfarar libanna skyldu ekki vera með í ráðum þegar leik- dagar vom ákveðnir. „Það vom fyrst og fremst formenn þessara átta félaga, sem komust í úrslita- keppnina, ásamt HSÍ sem réðu samningagerðinni vib Stöð 2. Við þjálfararnir vom hins vegar ekk- ert spurðir áiits, sem mér finnst tvímælalaust að hefði átt að gera. Þetta hlé, sem gert er á keppn- inni, hefur ekki góð áhrif og spennan, sem hefur verið aö magnast upp allt mótib, dettur svolítið niður. Þetta hefur líka áhrif á leikmennina á þá vegu að tempóiö dettur niöur. Svo er líka annað atriði að einn leikmanna minna, Júlíus Gunnarsson, verð- ur ekki með í öllum leikjunum, því hann var búinn að skipu- leggja fram í tímann eftir planinu frá því í haust ab fara til útlanda og getur því miður ekki breytt þeirri ákvörðun núna. Þetta kem- ur hrikalega illa út og hefði hrein- lega ekki mátt gerast, öðmvísi en að hafa fullt samráb við þjálfara og leikmenn, sem ég veit að ekki hefur verið gert. Formaöur okkar kom meb þá tillögu, þegar for- menn þessara átta liða ræddu samninginn við Stöð 2, að þjálf- arar yrbu hafðir með í ráðum. En það taldi enginn hinna formann- anna neina þörf á því. Það finnst mér alveg hreint furðulegt," sagði Þorbjöm. Ekki semja um alla leikina strax „Mér finnst líka að í átta liða úr- slitum eigi einungis að semja um þann pakka. Síðan, þegar fjögur lib em eftir, ætti líka að semja um þann pakka. Þegar í úrslitaleikinn væri komið, ættu formenn þeirra félaga að koma saman með þeim, sem hafa áhuga á að sýna frá keppninni, og semja um þann pakka sérstaklega. Það getur nefnilega komið upp sú staða að það sé verið aö semja strax í upp- hafi um eitthvað sem kannski formenn þeirra liða, sem komast í úrslitaleikina, hafi ekki veriö sáttir við, en þurfi að sitja uppi með í restina vegna þess að þeir vom í minnihluta í upphafi. Þetta er því líka svolítið furðu- legt, að mínu mati. Það virðist því vera þannig í hreyfingunni hjá okkur, að við þurfum að reka okkur illilega á hlutina til að taka á þeim." Þorbjörn tekur undir það að lík- legasta ástæðan fyrir þessu hléi sé sú að gefa Stöð 2 tíma til að ná inn áskriftargjöldum. „Það má alls ekki gerast að allt gangi út á það hvað hentar sjónvarpsstöðv- unum. Þetta verður náttúrlega að ganga út á íþróttina sem slíka. Botninn getur því við þetta hlé dottið úr úrslitakeppninni," sagði Þorbjörn Jensson að lokum. Frestunin markaðs- og fjárhagslegs eðlis Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka og einn af þeim sem stóðu að samn- ingagerðinni við Stöð 2, sagði í samtali við Tímann að upphafið aö frestuninni hafi helst verið markaðs- og fjárhagslegs eblis. „Frestunina tel ég ekki vera til trafala fyrir keppnina og þegar á heildina er litið munar aðeins sex dögum á því hvenær keppninni lýkur núna og í upphaflega plan- inu, ef til fimmta leiksins kemur. Liðin, sem spila í undanúrslitun- um, vita það ekki fyrr en þau klára þá leiki hvort þau komast áfram eöur ei. Það þarf að vinna mörg handtök á fáum dögum. Til Þorbjörn jensson, þjálfari Vals, er ekki mjög ánœgöur meö aö hafa ekki veríö meö í ráöum þegar leikdagar úrslitakeppninnar voru ákveönir. að félögin hafi sem mest út úr þessu peningalega og geti mark- aðssett þetta almennilega, þá þarf góðan tíma. Ef fyrsti leikurinn hefði t.d. farið fram í gær, þá hefði Valur aðeins haft tvo daga, fimmtudag og föstudag, til að ganga frá sínum málum, eins og selja auglýsingar á gólfið, prenta leikskrár o.s.frv. í mínum huga veitir ekkert af þessum tíma, enda er markmiðið a.m.k. frá okkar bæjardyrum séö að gera þessa leiki ógleymanlega og kynna þetta almennilega, annars er ekkert variö í þetta. Þaö, sem liggur líka á borðinu, er að við er- um aö reyna ab selja þessa íþrótt sem markaðsvöru og þab þýbir að við þurfum að fá eins mikla pen- inga út úr þessu til aö geta rekið deildirnar og þarafleiðandi að íþróttin sé boðleg markaðsvara. Hvab það varðar að leikimir séu sýndir einhverjum dögum frá upphaflegu plani, þá er það svo mikið til framdráttar fyrir hand- knattleikinn að sýna leikina í sjónvarpi að við hljótum að reyna að hlibra þaö mikiö til. Þetta er bara smámál miðað viö það sem við höfum þurft að láta yfir okkur ganga, eins og að þurfa ab fresta mörgum leikjum vegna landsliðsins. Peningalega er þessi samningur við Stöð 2 ásættanlegur. Það var enginn sem bauð neitt nálægt því sem Stöð 2 bauð. Það má svo koma því að, ab við buðum RÚV samning sem hljóðaöi þannig að þeir gætu tekið upp alla þá leiki sem þeir vildu og gert hvað sem er við þá nema sýna þá beint. Viö fómm fram á að þeir borguðu okkur 250 þúsund krónur, en þeir höfnuðu því. Svo þykjast þeir vera sjónvarp allra lands- manna. Mér finnst þab ekki vera spurning um hvort sjónvarps- stöbvarnar ráði of miklu í hand- boltanum í dag, heldur að það náist samvinna við sjónvarps- stöðvarnar um að markaðssetja handknattleikinn þannig að það verði beggja hagur. Auðvitað er þetta ekkert annað en viöskipti af hálfu Stöðvar 2 og það væri æski- legt aö RÚV gæti litiö líka á þaö þannig og sinnt þessu sem slíku," sagöi Þorgeir Haraldsson að lok- um. ■ Hugmyndir eru uppi um aö byggja SOm innisundlaug í Laugardal, en sundmenn óánœgöir meö aö ekki skuli gert ráö fyrir þaki á laugina strax. Sœvar Stefánsson, varaformaöur SSÍ: Þreyttir á loforðum Nokkrar umræbur hafa átt sér stað um ab byggja 50m inni- sundlaug í Laugardalnum, sam- hliða viðgeröum á útilauginni sem líklega eru fyrirhugabar seint á næsta ári. Verði þetta að veruleika, þá er búið ab leysa vandamálið meö innisundlaug fyrir Smáþjóbaleikana hér á landi 1997. Samkvæmt heimild- um Tímans er kostnaöur áætl- abur með þaki og áhorfendaab- stöðu um 200 miljónir. „Hugmyndin hefur verið sú að byggja 50m sundlaug fyrir sunn- an Laugardalslaugina og hugsuð þannig að hægt væri að byggja yf- ir hana seinna meir. Hugmyndin tengist viðgerðaráætlun um Laug- ardalslaugina og er búiö að vinna mikið að þessu, en það vantar bara hvenær á ab hefjast handa. Þegar búib væri ab gera viö gömlu laugina, þá gæti þessi nýja laug nýst áfram fyrir æfinga- og keppn- isfólk og einnig fyrir skólasundib. Síban væri hægt að byggja yfir hana. Allt er þetta bara spurning um peninga og vilja," sagði Ómar Einarsson hjá íþrótta- og tóm- stundaráöi þegar Tíminn innti hann eftir þessu máli. Sævar Stefánsson, varaformaður Sundsambands íslands, segir hug- myndina vera góöa, en sund- menn séu orðnir langþreyttir á loforðum yfirvalda um innisund- laug. Hann segir að önnur útilaug leysi engan vanda, sem sund- menn em í hvað varðar aðstöð- una. „Hugmyndin er að byggja 50m laug og er gert ráð fyrir því að þakib komi seinna. Það er bara ekki það sem við viljum og höfum alls ekkert gagn af einni 50m úti- laug í vibbót. Við sitjum í ná- kvæmlega sömu spomm. Eftir því sem Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands og borg- arráðsmaður, segir, þá er áætlaö að setja þarna 50m laug, síöan eigi aö brjóta gömlu laugina upp og byggja hana gjörsamlega upp á nýtt. Þá loksins á þakið að koma á nýju laugina þegar búið að opna gömlu laugina aftur. Þannig aö það veröur langt í að innisund- laug verði að vemleika. Miðað vib þennan framkvæmdahraða em engar líkur á því að þessi laug verbi tilbúin með þaki þegar Smá- þjóðaleikamir fara fram hér á landi 1997. Alþjóba Ólympíu- nefndin hefur komið og skobað mannvirki vegna þessara leika eft- ir þrjú ár og gerði þá athugasemd við sundaðstöðuna og sagöi hana mjög bágborna og skildu ekkert í öllu því afreksfólki í sundi sem við ættum miðab við þessar s'löku ab- stæður. Alþjóðanefndin tjáði okk- ur að þeir ætluðu að styöja okkur siðferðilega, ef vib þyrftum að ganga eftir innisundlauginni við yfirvöld. Þeir em aðeins farnir að ljá þessu máls hjá Ólympíunefnd íslands að bygging innisundlaug- ar sé það sem þurfi að gerast, en það virðist enn einu sinni ætla ab gerast að farið sé vitlaust ab mál- inu, þ.e. að styðja það ekki að þab komi þak strax. Ég hef sagt við mitt fólk að miöaö viö þetta fáum við ekki þak á þessari öld. Þessar hugmyndir um 50m innilaug hafa verib lengi í umræðunni, en það er núna fyrst sem þeir hjá borginni ljá máls á því að það sé þörf á þessu. Þetta er einfaldlega enn ein kosningabrellan og enn eitt loforðib, sem við emm orbnir þreyttir á að sé aðeins loforð. Það, sem yfirvöld virðast ekki skilja, er að þab er ekki einungis verið að byggja þetta fýrir sundíþróttina, heldur líka fyrir skólasundið og ýmislegt annab. Næsta skref hjá okkur er að þrýsta á að þetta mál gangi upp, því ef þakið á að koma seinna þá vitum vib alltaf hvað það þýðir, seint og síðar meir. Við getum ekki búist við því að sund- fólk verbi svona framarlega áfram, ef aðstaban breytist ekki. Miöað vib abrar þjóðir aðstööulega séð, þá emm við hreinlega á miðalda- stigi," sagöi Sævar ab lokum. Brasilía og ísland mœtast í vináttulandsleik í knatt- spyrnu á morgun: Sterkt lands- lib íslands Brasilía og ísland mætast í vin- áttulandsleik í knattspyrnu á morgun í Florianopolis í Brasilíu. íslenska landsliðið er mjög sterkt, en mun þó varla eiga mikla möguleika gegn knattspyrnu- þjóðinni miklu. Þegar er uppselt á leikinn, en völlurinn tekur um 22 þúsund manns. Þórður Gub- jónsson er meiddur og leikur því ekki með, en íslenski hópurinn lítur annars svona út: Birkir Krist- insson Fram, Kristján Finnboga- son KR, Rúnar Kristinsson KR, Izudin Daði Dervic KR, Sigur- steinn Gíslason ÍA, Ólafur Þórb- arson ÍA, Sigurður Jónsson ÍA, Hlynur Stefánsson Örebro, Amór Gubjohnsen Örebro, Þorvaldur Örlygsson Stoke, Eyjólfur Sverris- son Stuttgart, Arnar Gunnlaugs- son Feyenoord, Bjarki Girnn- laugsson Feyenoord, Kristján Jónsson Bodö/Glimt, Amar Grét- arsson UBK, og Þormóður Egils- son KR, en hann var kaiiaður í hópinn í staðinn fyrir Þórð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.