Tíminn - 14.06.1994, Síða 2

Tíminn - 14.06.1994, Síða 2
2 tfitotnn Þri&judagur 14. júní 1994 Tíminn spyr... Á ab finna nýja lób undir hús Hæstaréttar? Gubrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurl- istans: „Þaö væri mjög æskilegt. Ég er ein af þeim sem hafa verið á móti stabsetningunni. Mér finnst vera mjög aðþrengt aö húsinu og þaö eru greinilega margir um þá skoöun. Þaö hef- ur verið talaö um eina lóö á Lindargötu baka til þar sem Hæstiréttur er núna. Þaö mætti skoða þann möguleika og fleiri auövitaö líka." Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæbis- flokksins: „Já, ég tel aö það ætti aö finna nýja lóö. Þrátt fyrir aö menn segi aö Reykjavíkurborg líti út eins og borg sem hafi lent í loft- árás vegna þess aö það er svo mikiö aö auðum lóðum út um allt þá held ég aö húsiö mundi njóta sín betur annars staöar." Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Já, ég mundi mæla meö því. Þaö eru líklega til hentugri lóö- ir." Eyjafjallajökull Minni virkni Eyjafjallajökull hefur haft til- tölulega hægt um sig undan- farna daga, samkvæmt mæling- um Veöurstofunnar. Gunnar Guömundsson jaröeölisfræö- ingur segir að mælar næstir upptökunum hafi bilaö sem geti valdið því aö litlir skjálftar komi ekki fram. Hann reiknar þó með að virknin hafi minnk- aö frá því sem mest var. Þrír skjálftar mældust á laugardag- inn og á sunnudag var einn skjálfti að stæröinni tveir á Richter. Einn skjálfti mældist í tgærmorgun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: Veröld kvenna önnur en karla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, segir ab megin- verkefni nýrrar borgarstjórnar verbi skóla-, leikskóla- og at- vinnumál. Hún segist ætla ab setja sitt mark á embætti borg- arstjóra og telur ab ásýnd þess verbi öbruvísi þegar kona gegnir því en karlar. „Ég mun auövitað setja mitt mark á borgarstjóraembættið eins og þeir hafa gert sem hafa gegnt því á undan mér. Ég get ekki gengið inn í embættið eins og fyrrverandi borgarstjórar hafa mótað þaö. Það leiðir af sjálfu sér aö ásýnd þess verður öðruvísi en í tíö forvera minna, af því aö ég er kona. Veröld kvenna er önnur en veröld karla og með konum kemur annaö sjónarhorn á hlutina og annar starfsstíll," segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Ingibjörg Sólrún segir aö hún hafi ekki aö fullu áttaö sig á þeim breytingum sem borgar- stjóraembættið hafi fyrir hana og hennar verksvið. „Ég þekki auðvitað borgarkerfiö eftir aö hafa starfað þar í sex ár á sínum tíma. Þaö hefur í sjálfu sér ekki mikil breyting orðiö á því frá þeim tíma. Þaö er hins vegar al- veg ný staöa fyrir mig aö vera í meirihluta sem gefur mér eðli- lega rneiri möguleika og tækfæri til aö koma mínum málum fram. Þannig aö ég vonast sann- arlega til að geta verið skapandi í þessu starfi og mig hefur lengi langaö til þess." Brýnasta verkefni nýrrar borg- arstjórnar segir Ingibjörg vera aö gera sér grein fyrir fjárhags- stööu borgarinnar. „Það hafa verið talsverðar aukafjárveiting- ar úr borgarsjóði á undanförn- um mánuðum. Viö þurfum að gera okkur glögga grein fyrir því hvernig staðan er núna og hugs- anlega aö endurskoöa fjárhags- áætlun borgarinnar í framhaldi af því. Þar fyrir utan eru brýn- ustu verkefnin að hrinda þeim málum í framkvæmd sem viö settum á oddinn í kosningabar- átttunni. Þaö eru mál sem lúta aö næstu fjárhagsáætlun borg- arinnar, skólamálin, leikskóla- málin og ekki síst atvinnumálin en þar getum viö tekiö til hend- inni strax. En viö erum auðvitað bundin af þeim fjárframlögum sem borgin hefur skuldbundið íslendingar flytja tillögur um breytta stefnu / mebferö kjarnorkuúr- gangs. Magnús Jóhannesson: Vilja auka þrýsting á Breta og Frakka Ársfundur abildarríkja Parísar- sáttmálans um varnir gegn mengun sjávar frá landstöbv- um hófst í Karlskróna í Svíþjób í gær. Þar munu ríkisstjórnir ís- lands, Danmerkur, írlands og Noregs leggja fram tillögur sem fela í sér ab endurvinnsla kjarnaúrgangs verbi dæmd skableg umhverfinu og þar meb ónothæf abferö. Magnús Jóhannesson rábuneytisstjóri segir tillöguna m.a. flutta til ab auka þrýsting á Breta og Frakka um ab breyta um stefnu í þessum málum. Á ársfundinum verður fjallaö um framtíö endurvinnslu á kjarnaúrgangi. Parísarnefndin, sem er framkvæmdaaðili ákvæða sáttmálans, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því aö end- urvinnsla kjarnaúrgangs muni standa í vegi fyrir því aö fram- kvæmdaáætlun nefndarinnar nái fram aö ganga. Samkvæmt henni em aðildarríkin skuld- bundin til að „draga úr og koma í veg fyrir losun geislavirkra efna í hafið". Á ársfundinum í Berlín í fyrra samþykktu aðildarríkin tilmæli þess efnis aö endurvinnsla kjarnaúrgangs yröi metin í ljósi annarra valkosta fyrir meðferð á geislavirkum úrgangi. Fundurinn benti á nauðsyn þess aö metin yrðu umhverfisáhrif kjamorku- endurvinnsluversins THORP í Sellafield áöur en það yröi gang- sett. Fundurinn fór einnig fram á aö bresk stjórnvöld ráðfæröu sig viö Parísarnefndina áöur en THORP fengi starfsleyfi. Breska ríkisstjórnin ákvaö að hunsa til- mæli ársfundarins og veitti THORP starfsleyfi síðastliðinn vetur. Aö sögn Magnúsar Jó- hannessonar má búast viö því að ef tillögurnar sem nú eru lagðar fram fengjust samþykktar myndi þaö fyrst og fremst hafa áhrif á framtíöiria !ög k'áhiá í veg fyrir frekari uppbyggingu í líkingu viö þaö sem við þekkjum frá THORP. Hins vegar segir hann þaö e.t.v. óraunhæft aö búast viö stefnu- breytingu frá Bretum og Frökk- um í þessu máli en ef þau veröa einu ríkin til aö greiða atkvæði gegn þesu aukist mjög hinn al- þjóölegi þrýstingur á þau. Aö- spuröur um hvort þetta þýddi aö íslendingar væm búnir að sætta sig við THORP sem orðinn hlut sagði Magnús aö fáir kostir væru í stöðunni. Lagalega ættum við erfitt um vik en ef mælingar sýndu mikla aukningu geisla- virks úrgangs í hafinu myndum viö bregaðst við slíkum mæling- arniðurstööum. Magnús kannað- ist hins vegar viö óstaðfestar fréttir um að THORP hafi ekki verið í gangi nema 2-3 daga vegna bilana, en hann vildi ekki ræða um þaö á þessu stigi. ■ Alþýbubandalagib reibubúib til umraebna um nýsköpun stjórn- mála: Hvetur til þingkosn- inga í haust Alþýbubandalagib hvetur til þess ab þingkosningar verbi haldnar eigi síbar en í sept- ember n.k. svo ab nýtt þing meb nýrri ríkisstjórn geti komið saman þann 1. októ- ber næstkomandi. Þá er al- þýbubandalagsfólk reiðubúib til ab taka þátt í umræbum um nýsköpun stjórnmála í landinu. Þetta kemur m.a. fram í álykt- un miðstjórnarfundar Alþýðu- bandalagsins sem haldinn var um sl. helgi á Hótel Loftleiðum. í ályktuninni er fagnaö sigrum G-lista um land allt í nýaf- stöðnum sveitarstjórnarkosn- ingum, auk þess sem miö- stjórnin telur aö Reykjavíkurl- istinn feli í sér viöbrögð við kröfum nýrra tíma. „Draumur- inn um stóran flokk félags- hyggjuaflanna á sér djúpar ræt- ur í hreyfingu íslenskra jafnaö- armanna. Alþýöubandalagið er sprottið úr þeim jarðvegi. Al- þýðubandalagiö er reiöubúið til að taka þátt í umræöum um ný- sköpun stjórnmálanna." Miöstjórnarfundurinn hvetur forsætisráöherra til aö horfast í augu viö raunveruleikann og biöjast lausnar sem fyrst, enda sé öllum ljóst aö ríkisstjórnin hafi misst öll tök á stjórn lands- ins. AB telur aö hver dagur sé þjóöinni dýr á meöan stjórnin situr aögerðalaus og ráölaus gagnvart stórauknu atvinnu- leysi og öörum meinsemdum. Fundur miðstjórnar AB telur aö lausn viö aökallandi vanda- málum felist ekki í aöild að ESB heldur í því aö efla atvinnuþró- un og styrkja efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæöi þjóð- arinnar. Samstarf fjármálastofnana vegna debetkortakerfisins stríbir í mörg- um atribum geng markmibum laga ab mati Samkeppnisstofnunar: Tenging tékka vib debetkort skoðub Samstarf fjármálastofnana vegna debetkortakerfisins stríbir í mörgum atribum gegn markmibi samkeppnislaga og ákvæbum þeirra um bann vib verbsamrábi, ab mati Sam- keppnisstofnunar. i fréttabréfi stofnunarinnar kemur fram ab hún hefur mælst til ab vib- skiptabankar og sparisjóbir láti af þessum brotum. Sam- keppnisstofnun fer fram á: Aö samningi viðskiptabanka og sparisjóða um raðgreiðslur á sölustað veröi breytt þannig að atriði er lúta aö verölagningu falli brott. Að samstarfshópar viðskipta- banka og sparisjóöa sem fjalla um kostnaöargreiningu, gjald- skrármál og markaðsmál verði lagöir niöur. Aö sameiginlegri kynningu viö- skiptabanka og sparisjóða, þar sem fram’ kofna upplýsingar um verö og kostnaö, veröi hætt. Að sameiginlegar reglur og skil- málar vegna debetkortaþjónustu verði endurskoðaðar. Og síöast en ekki síst, aö bank- ar og sparisjóðir endurskoöi áætlanir sínar um aö tengja gjaldtöku vegna tékkaviðskipta við gjaldtöku vegna debetkorta. Samkeppnisstofnun gerir at- hugasemd við aö bankar tengi útbreiöslu á debetkortum viö hækkun á gjöldum eba nýja gjaldtöku vegna tékkareikninga. Og jafnframt viö auglýsingar bankanna um að debetkorta- notkun sé ódýrari en tékkanotk- un. „Vegna hinna ríku viðskipta- hagsmuna sem í húfi em í máli þessu var ofangreind bráða- birgðaákvöröun tekin á grund- velli 8. greinar samkeppnislaga," segir m.a. í fréttabréfi stofnunar- iririári1 ' .. lubnabíicía Samkeppnisyfirvöldum var ekki gerö grein fyrir efni þess samkomulags sem forsvarsmenn banka og sparisjóða ásamt greiösluviötakendum kynntu á blaðamannafundi í apríl. „Mið- aö viö þær upplýsingar sem fram komu á fyrrnefndum blaöa- mannafundi er meö samræmd- um hætti búiö aö ákveöa verö- lagningu og kostnaðarskiptingu á þeim þætti debetkortaviö- skipta sem lýtur aö greiösluvið- takendum. Þannig er búib ab ákveða lágmarksverö (6 kr. á hverja færslu) og hámarksverö (110 kr. á færslu)". Samkeppnis- stofnun segir hér um aö ræöa brot á bannákvæðum sam- keppnislaga við verbsamráði hvaö sem formi samkomulags- ins líður. Ljóst sé ab þetta sam- ráö sé til þess fallið ab draga úr virkri samkeppni í viöskiptum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.