Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1994, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 14. júní 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Girðingin er tilbúin, en hlibib opib Flokksþing Alþýðuflokksins er afstaðið. Málefnalega hefur ekki mikið frá því heyrst, þar sem allur kraftur fór í átök um forustu flokksins. Öll athygli fjölmiðla beindist að því máli. í formannsslagnum má segja að báðir hafi tapað. Jó- hanna Sigurðardóttir lagði mikið undir og náði ekki fram til sigurs. Hins vegar stendur sú staðreynd eftir þingið, að nær 40% þingfulltrúa voru tilbúnir til þess að skipta um sitjandi formann. Það hlutfall er lágt miðað við þá hefð sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Formaður flokksins stendur veikari eftir. Jón Baldvin lagði höfuðáherslu á Evrópumálin í kosningabaráttu sinni og undirbúningnum fyrir flokksþingið. Hann vildi draga að því athyglina og skapa flokknum og sér sem formanni sérstöðu í því máli, með því að fá samþykkta stefnumótun um að ís- lendingar skyldu sækja um fulla aðild að Evrópusam- bandinu. í þessu máli varð hann að hopa um set og þingið samþykkti loðna stefnumótun í Evrópumálum, sem bar merki málamiðlunar. Það er því ljóst að þrátt fyrir sigurinn í formannskjörinu varð þingið ekki sig- urganga fyrir Jón Baldvin, og það staðfestir sprungu í flokknum, sem ekki hefur náðst saman þrátt fyrir til- raunir í þá átt með því að kjósa Guðmund Árna Stef- ánsson varaformann. Hin mikla áhersla, sem Alþýðuflokkurinn leggur á Evrópumálin, er athyglisverð í ljósi stöðunnar nú. Hún er þannig, að algjör óvissa ríkir um hvaða afstöðu Svíar, Norðmenn og Finnar taka um aðild að Evrópu- sambandinu. Það liggur nú fyrir, að Austurríki mun verða meðlimur. Ofurkapp utanríkisráðherra og for- manns Alþýðuflokksins að fá nú fram stefnumótun um að hag íslendinga sé best borgið innan ESB er mjög einkennilegt í ljósi þessarar óvissu. Hvorki Alþýðu- flokkurinn né formaður hans hafa neinu svarað um það stóra atriði aðildar sem er afsal valds yfir auðlind- um, þar á meðal fiskveiðilögsögunni, sem og stjórnar- skrárþætti þessa máls. í fréttaflutningi frá flokksþings- ályktun Alþýðuflokksins er greint frá því, eins og um málamiðlunaratriði hafi verið að ræða, að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari „að sjálfsögðu fram" um aðild. Datt einhverjum annað í hug? Dettur einhverjum í hug að ísland gerist aðilar að ESB með Norðurlöndin fyrir ut- an? Staðan í þessum málum er óbreytt. Stefnumótun Al- þingis um tvíhliða viðræður, ef aðstæður breytast, liggur fyrir. Það liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hver verður framtíð Evrópska efnahagssvæðisins. Það mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum þjóðaratkvæða- greiðslum á Norðurlöndum á komandi hausti. Þann tíma eiga íslenskir ráðamenn að nota til þess að vinna heimavinnuna sína og reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir því hvert samningsupplegg okkar á að vera í tvíhliða viðræðum, ef til þeirra kemur. Ofurkapp formanns Alþýðuflokksins að girða sig af í þessu máli bar þann árangur á flokksþinginu að girð- ingin er tilbúin, en ákveðið var á síðustu stundu að hafa hliðið opið í hálfa gátt. Þannig leggja kratarnir upp í síðasta ár ríkisstjórnarsamstarfsins. Það kemur síðan í ljós hvaða áhrif þetta hefur á sambúð stjórnar- flokkanna. í ósigri býr sigur og í sign osigur Flokksþing Alþýðuflokksins hefur mikið verið í fréttum yf- ir helgina, enda var fyrirfram búist við að þar færi fram upp- gjör milli Jóhönnu og Jóns Baldvins. Fyrirfram var al- mennt búist við því að Jón Baldvin myndi sigra í for- mannsslagnum, en möguleik- ar Jóhönnu sögðu menn að fælust í því að skapa ágreining við formanninn, kljúfa sig síð- an út úr flokknum og fara í sérframboð. Þannig gæti hún á ný skapað sér þá pólitísku vígstöðu sem hún hefur verið að missa innan flokksins að undanförnu. Spekúlantar sáu fyrir sér að Jóhanna gæti vald- iö miklum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjárlagagerðina seinni part sumars og í haust og síðan sprengt sig út úr henni með látum. jón B. vill í ESB En málin virðast ætla að taka nokkuð aðra stefnu en spá- mennirnir töldu. Á flokkþing- inu var samþykkt loðin álykt- un í Evrópumálum sem bæði Jóhanna og Jón Baldvin telja að sé í samræmi við stefnu sína. En túlkun Jóns Baldvins er sú að hann hafi umboð flokksþingsins til aö sækja um aðild að ESB, enda sé málið á dagskrá, og af sanngirni og lýðræðisást formanns Alþýðu- flokksins er hann jafnvel til- búinn til aö láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þegar þar að kemur. Þessi Evrópusækni er vitaskuld allt annað en það sem ríkis- stjórnin ætlar að gera, og er túlkun Jóhönnu Siguröardótt- ur miklu nær stefnu ríkis- stjórnarinnar í Evrópumálun- um. Sú einkennilega staða virðist því í burðarliðnum að í stað þess að Jóhanna víki úr ríkis- stjórninni verði Jón Baldvin sá sem víkur úr stjórninni. Jón er nefnilega sá sem hrópar á torg- um að aðild að ESB sé á dag- skrá hjá sér og Alþýöuflokkn- um. Því hefur forsætisráðherr- ann og hinn Viðeyjarbróðir- GARRI inn svarað stutt og laggott og sgeir t.d. í DV í gær: „Þetta er einhvers konar málamiðlunar- ályktun sem túlka má í allar áttir. Aðild að Evrópusam- bandinu er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar." Af þessu má sjá að túlkun Jóns Baldvins á ályktuninni fer alls ekki saman við túlkun Davíðs á ályktuninni, og pólitísk dag- skrá Jóns og ríkisstjórnarinnar fer ekki saman. Túlkun Jó- hönnu hins vegar fellur ágæt- lega að stefnu ríkisstjórnarinn- ar, og er ástæða til að rifja upp í því sambandi að bæði Jó- hanna og Davíð eru einmitt nýbúin að lýsa því yfir í fjöl- miðlum að milli þeirra ríki mjög gott trúnaðarsamband. Slíkt samband mun hins vegar ekki lengur ríkja milli Jóns og Jóhönnu eða Jóns og Davíðs. Jóhanna í Delfí Garri hélt satt að segja að Jó- hanna væri eitthvað farin að tapa sér þegar fjölmiðlar birtu eftir henni ummæli þar sem hún talaöi eins og véfréttin í Delfí og sagði að í sigri leynd- ist nú oft ósigur og í ósigri sig- ur og klikkti út á útþvældu slagorðunum „minn tími mun koma." Nú hins vegar er ljóst hvað hún átti við og hversu forspá hún virðist ætla að verða. í ósigri sínum verður hún engu að síður ofan á í stjórnarsam- starfinu en sigurvegarinn á flokksþinginu verður undir í þessu samstarfi, enda ljóst að Jón Baldvin getur lítið beitt sér gagnvart Sjálfstæðisflokknum almennt. Jón hefur vissulega 60% stuöning frá flokksþing- inu en það þýðir líka að 40% flokksmanna eru tilbúnir til að fórna honum. Þar af er vitað hvernig varaformaður flokks- ins er stemmdur, en hann er jafnframt ráðherra í ríkis- stjórninni eins og Jóhanna. Það er því alveg ljóst að þótt tími Jóns Baldvins hafi verið kominn í Keflavík þá er tími Jóhönnu kominn í stjórnar- samstarfinu á meðan þessi stjórn lafir í embætti. Garri Pólitísk paradís Moggans Sjálfstæðisflokkurinn er sigur- vegari sveitarstjórnarkosning- anna um land allt og í Reykja- vík voru það hugsjónir og stefnumál sjálfstæðismanna sem öfluðu R- listanum meiri- hlutafylgi til að hann hefði bolmagn til að fella íhalds- meirihlutann. Þetta og margt fleira skemmtilegt gefur að líta í Reykjavíkurbréfi Mogga, þar sem stjórnmálin eru gerð upp eftir kosningarnar. Bréf aöal- ritstjórans er samfelld lofgjörð um það pólitíska miðjumoð sem þjóðmálin snúast um nú á tímum. Allir flokkar hafa sömu markmið og dilkadrátt- ur í .hægri og vinstri er úrelt fyrirbæri. Marx-lenínisiminn framfylgir markaðsstefnu og gömlu kommarnir í gömlu kommalöndunum vilja ólmir inn í Nató og framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins á íslandi í utanríkismálum. Andi sjálfstæðis- stefnunnar Enginn vinstri flokkanna boöar þjóðnýtingarstefnu en allir leggja áherslu á „gömul markmið og stefnuskráratriði Sjálfstæðisflokksins um einka- rekstur í sem flestum mynd- um og minnkandi fyrirtækja- þáttöku ríkisins sem hvar- vetna hefur leitt til hruns..." Síðar kemur að því hve alir eru lukkulegir með að sveitarfélög hætti atvinnurekstri í anda Sjálfstæðisflokks og allra hinna flokkanna. Breyting á rekstrarformi Strætisvagna Reykjavíkur hef- ur algjörlega farið framhjá höfundi bréfsins og þar með sá áherslumunur sem R-listinn og íhaldið lögðu á það mál. Hins vegar má til sanns vegar færa að sjálfstæðismenn sýndu hug sinn í verki til R- listans með því að færa hon- um þaö góða mál til að afla at- kvæöa meðal borgarbúa. Enginn meiningarmunur er um velferðarkerfið sem allir vilja vernda og samkeppnin er það leiðarljós sem alir fylgja. „Það er sem sagt rótgróin sjálf- stæðisstefna sem er ríkjandi markmið allra flokka í versl- unar og viðskiptamálum og er ánægjulegt til þess að vita." Þar sem R-listinn er orðinn boðberi sjálfstæðistefnunar er Á víbavangi það Mogga mikið ánægjuefni að hann felldi íhaldsmeiri- hlutan og í ljósi þess að eng- inn munur er orðinn á flokk- um er skiljanlegt að íhald og allaballar myndi meirihluta í sveitarstjórnum hvar sem þeir eiga nokkra möguleika á. Málgagn rauðra penna Einn er samt sá höggormur í hinni pólitísku paradís Mogga sem hvorki bregður vana sín- um né illsku. Það eru vinstri- sinnaðar bókmennta- og menningarklíkur sem hamast við að níöa alla menningu nema þá sem ber blóðrauöan menningarstimpil marxism- ans, en hygla öllum þeim sem honum eru merktir. En umburðarlyndi Mogga er takmarkalaust og er hefð- bundið menningarstrit kommanna kallað „úrelt pólit- ík sem er orðinn kækur og hjá- kátleg klíkustarfsemi. Kannski bara stundum hagsmunapot." !!! Hér er einhver tvískinnungur á ferð þar sem moggaritstjóri leikur Dr. Jenkyll og Mr. Hyde og fer álíka illa með bæði hlut- verkin. Morgunblaðið er höf- uðmálgagn rauðra penna sam- tímans og sá vettvangur þar sem þeir lyfta hver öðrum á stall og fá borgaraskapinn til að líta upp til sín með tilhlýði- legri virðingu. Guðbergur talar um að Þjóð- viljinn hafi bætt á sig andleg- um aukahölum sem sökktu honum í þagnardjúpið. Þá fór halinn í næstum einu lagi yfir á Moggann, segir sá skarpi mannlífsrýnir. Það er Morgunblaðið sem nærir það „andlega ilsig" sem er oflof og níð rauðu penn- anna sem fjalla um menning- una, enda spyr Guðbergur hvort fyrirbærið sé málgagn eða ógagn. Þar sem hægri og vinstri eru ekki lengur til, aðeins mein- ingarlaust og slappt miðju- moð sem væfiast um með stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins aö markmiði, er pólitíkin orð- in svo steingeld að hún er ekki á vetur setjapdi, hvað svo sem við kann að taka. Nema að svo ólíklega vilji til að Moggi hafi ekki rétt fýrir sér og aö sjálfstæðisstefna sé ekki eins sigursæl og hann heldur í allri sinni tvöfeldni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.