Tíminn - 02.07.1994, Page 2

Tíminn - 02.07.1994, Page 2
2 Laugardagur 2. júlí 1994 Kínverskir sérfrœbingar um nýtingu sjávarfangs sýna Islendingum fram á ýmsa nýja möguleika: Vilja fá íslendinga til að borða þörunga Xin jia Chen kynnir niburstöbur íslandsheimsóknarinnar. Tímamynd cs Verði skylt aö geyma eggíkæli Efla ber til muna eftirlit meö því að ákvæðum reglugerðar um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla sé fram- fylgt á almennum neysluvör- um, innlendum sem erlendum. Þetta var samþykkt á 30. lands- þingi Kvenfélagasambands ís- lands sem haldið var fyrir skömmu. Landsþingskonur telja brýnt að lögfesta að ná- kvæm vörulýsing á íslensku skuli fylgja öllum matvörum þ.m.t. grænmeti og ávöxtum. Þá kemur fram í samþykktinni að skylda beri framleiðendur brauðs til að merkja umbúðir með framleiðsludagsetningu. Að skylda beri þá sem selja kjöt- vörur til að gefa neytendum upp rétta innihaldslýsingu á um hvaöa vöru sé að ræöa og þá sem framleiða, dreifa og selja egg til að geyma þau í kæli. ■ Uppsagnir hjá Heklu Hekla hf., sem lengi hefur verið einn umsvifamesti bílainnflytj- andi landsins, hefur sagt upp um 20 starfsmönnum, aö því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Helstu umboö Heklu eru Volkswagen og Mitsubishi. Með breytingum í rekstri er fyr- irtækið að bregðast við sam- drætti í sölu bíla, þungavinnu- og bátavéla sem komið hefur niöur á fyrirtækinu. Þá hefur deildum í fyrirtækinu verið fækkað auk þess sem ákveðiö hefur verið að lækka laun stjórnenda fyrirtækisins og komast þannig hjá frekari uppsögnum, að því er segir í til- kynningunni. ■ íslandsheimsókn tveggja kín- verskra sérfræbinga í nýtingu sjávarfangs, sem staðið hefur í tvo mánuði, hefur opnað augu ís- lenskra sérfræðinga fyrir ýmsum möguleikum sem hafa ekki þekkst hér áður. Kínverjarnir Xin Jia Chen og Yun Zhi Zhou hafa ferð- ast um landiö aö undanförnu og heimsótt fyrirtæki í sjávarútvegi. Mennirnir eru staddir hér á landi á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og Háskólans á Ak- ureyri. Þeir komu hingað á sumar- daginn fyrsta og hafa farið um landið í fylgd með Gunnari Ólafs- syni þörungafræbingi. Grímur Valdimarsson, forstjóri R.F., segir að Chen og Zhou hafi opnab augu íslendinga fyrir ýmsum möguleikum varðandi nýtingu sjávarfangs sem þeir hafi ekki þekkt áður. Meðal fyrirtækja sem þeir hafa heimsótt er Skelfiskur hf. á Flateyri en þar vakti kúfiskur athygli þeirra. Kúfiskurinn er gott dæmi um hvernig hægt er aö líta á ólíkan hátt á sama hráefnið. Kú- fiskur getur orðiö yfir 200 ára gamall. Hér á landi hefur gamall kúfiskur þótt lítils virði enda tal- inn verba seigur meb aldrinum. í Kína eru dýr sem verða mjög gömul hins vegar talin búa yfir sérstökum krafti og afurbir þeirra eru mjög verðmætar. Kúfiskurinn er eitt þessara dýra. Gunnar Ólafsson þörungafræð- ingur segir að hvað þörunga varö- ar sé helsti árangurinn af heim- sókn þeirra Chen og Zhou að þeir hafi sýnt fram á að hér við land séu þörungategundir sem hægt sé að nýta til manneldis. „Aðalatrið- ið er að hér er mjög gott hráefni og ég tel líklegt að það muni borga sig að vinna þab. Það er enginn markaöur fyrir þörunga til manneldis hér á landi en viðtök- urnar sýna að það er hægt að byggja hann upp. Chen mælir Bíódagar ★ ★★★ Leikstjóri: Fri&rik Þór Fri&riksson Handrit: Fri&rik Þór Fri&riksson og Einar Már Gu&mundsson Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Kvikmyndataka: Ari Kristinsson A&alhlutverk: Örvar jens Arnarsson, Orri Helgason, Rúrik Haraldsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jón Sigbjörnsson, Gu&- rún Ásmundsdóttir Framlei&endur: Fri&rik Þór Fri&riksson, Peter Rommel og Peter Aaæbæk Jensen Þá hefur Friörik Þór Friðriksson enn sannaö ab hann er kvik- myndaleikstjóri á heimsmæli- kvarba, en kvikmyndin Bíódag- ar var frumsýnd í Störnubíói í fyrrakvöld. Bíódagar er ekki síðri mynd en Börn náttúrunn- ar, síðasta mynd Friðriks, en myndir þessar eru um margt líkar en þó ólíkar. Bíódagar greina frá stuttu tímabili í ævi Tómasar, tíu ára íslensks drengs, árið 1964. Sögusvið myndarinnar er ann- ars vegar Reykjavík og hins veg- ar sveitin í Skagafirði. Áhorf- endur fylgjast með Tómasi, sem á einu sumri gengur í gegnum menningarleg átök milli borg- arsamfélags í mótun annars vegar og kyrrstæðs sveitasælu- þjóbfélags hins vegar. Bíó og Kanasjónvarpið er sú dýnamík sem drífur áfram hugmynda- flug og heimssýn Reykjavíkur- drengjanna, en þegar Tómas kemur í sveitina kynnist hann drifkraftinum sem býr í þjóð- sögum og ævintýraheimi sögu- þjóöarinnar. í Bíódögum tekst Friöriki að tefla þessu tvennu saman með sérstaklega skemmtilegum hætti, en kímni og næmi fyrir hinu spaugilega í tilverunni er mjög áberandi einkenni á myndinni. Þemað er gamalkunnugt, átök sveitar og borgar, og gengur að vissu leyti aftur frá því í Börn- um náttúrunnar þar sem líka verður vart við þessa trega- blöndnu hlýju í garð sveitar- meb því ab við byrjum á fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað og förum síðan fljótlega að reyna fyrir okkur á heilsumörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Mér finnst þetta skynsamleg ráðlegg- innar. Raunar gengur þetta þema enn lengra aftur og Frið- rik Þór gerir sér far um ab skír- skota aftur til sögu Indriða G. um Land og syni, en í þeirri mynd lék Indriði einmitt prest, rétt eins og hann gerir meö ágætum líka í Bíódögum. Þetta er því hið stóra samhengi í söguþræðinum. Sjálf sagan er hins vegar einföld og fjallar um strák í Reykjavík sem á venju- lega fjölskyldu og er sendur í sveit til föburbróður síns í Skagafiröi. Hann er sendur á „ættaróðalið", að „kynnast stab sem mér er kær" eins og pabbi hans orðaði þab í myndinni. Öll tilþrif, persónusköpun og umgjörðin í lífi Tómasar mótast af eins konar raunsæisstefnu, sem gengur svo langt ab mynd- in í heild sinni hlýtur að hafa mikið gildi sem heimilda- og kennslumynd um líf barna- og unglinga á íslandi fyrir 30 ár- um. En þab er líka þetta ofur- raunsæi með óteljandi trúverö- ugum og ljúfsárum myndum úr fortíöinni, sem gefur myndinni sjarma, stíl og tilgang. Umgerö myndarinnar er góð og sama má segja um leik leik- aranna. Sérstök ástæða er til aö ing enda er erfitt að reyna fyrir sér erlendis ef maður hefur ekkert í höndunum." Gunnar segir að áð- ur en Chen og Zhou haldi heim- leiðis verði skrifað undir viljayfir- lýsingu um frekara samstarf við rannsóknir. Hann segir að Chen telji æskilegt að næsta skrefib verði ab íslenskir sérfræðingar endurgjaldi heimsókn þeirra og fari til Kína til að styrkja persónu- leg tengsl og miðla upplýsingum. „Hann tekur með sér ýmis sýni, m.a. þörungasýni, bæði til að at- huga gæði þeirra sem matvæla og sýni af kvoðuefnum í þörungum. Eins fer hann með ígulkerahrogn til vinnslu á lyfjum, þorsk- og lúöuheila, sundmaga, lýsi og fiskimjöl. Þetta er sem sagt bæði vannýtt sjávarfang eins og þör- ungar og heilar úr fiskum og eins hefðbundnar afurðir sem ætlunin er að athuga hvort hægt sé að finna nýjan markað fyrir." Gunn- ar segir að Chen og Zhou hafi lýst yfir áhuga á að stofna fyrirtæki á Islandi sem yrði í eigu bæði ís- lendinga og Kínverja. Hann segir að viðræður um það muni halda áfram þótt þeir fari af landi. ■ nefna góðan leik Örvars Jens Arnarssonar, sem leikur Tómas, þótt allir skili sínum hlutverk- um vel, en atvinnuleikarar eru í flestum þýöingarmiklum hlut- verkum. Einnig má nefna, að öbrum aðstandendum ólöstuð- um, að handritsgerð þeirra Frib- riks og Einars Más Guðmunds- sonar afsannar að þar liggi veik- leiki í íslenskum kvikmyndum og tónlist Himars Arnar veldur ekki vonbrigðum. Veikleiki myndarinnar er e.t.v. sá að atburðarásin er hægari en gengur og gerist í bíómyndum nú til dags, einkum framan af. Hins vegar eykst dramað og myndin nær sér vel á strik þeg- ar Tómas er kominn í Skaga- fjörðinn. Endirinn er sterkur þar sem myndin frýs á mynd- ramma þar sem Tómas hreint og beint starir á hvíta tjaldið. Baráttu menningarheimanna um Tómas litla er lokið með sigri bíósins og borgarinnar á þjóðsögunum og sveitinni. Myndin sem drengurinn er að horfa á gefur fyrirheit um menningu framtíðarinnar: „The Crawling Hand" eða „Höndin skríðandi". Birgir Guðmundsson Auglýsing um starfslaun listamanna til 3ja ára Þeir einir koma til greina við veitingu starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavík- ur, hinn 18. ágúst, og hefst greiðsla þeirra 1. septem- ber eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila menningarmála- nefnd Reykjavíkurborgar, að Kjarvalsstöðum, fyrir 1. ágúst n.k. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar. Laugardalshreppur Staða skólastjóra við leikskólann á Laugar- vatni er laus tíl umsóknar. Fóstrumenntunar er óskað. Ráðningartími er frá 1. september 1994. Laun samkvæmt launakjörum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Skriflegar umsóknir berist oddvita Laugar- dalshrepps fyrir 31. júlí 1994. Oddviti Laugardalshrepps. Bíódagar reynast bíósigur Úr Bíódögum. Tómas klórar frænda sínum á bakinu í sveitinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.