Tíminn - 02.07.1994, Síða 4

Tíminn - 02.07.1994, Síða 4
4 Wimmn Laugardagur 2. júlí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavfk Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiöja Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Þrír afreksmenn Á háskólahátíð fyrir viku voru fimm menn sæmdir nafnbót heiöursdoktors. Tveir voru erlendir menn sem á ýmsan hátt hafa verið íslenskum vísindamönnum og háskólanum sem stofnunar innan handar við þörf verkefni. Þremur íslenskum mönnum voru þökkuð merkileg störf með því að sæma þá þessari nafnbót. Þessir þrír menn hafa starfað á ólíkum sviðum. Einn hefur um langt skeið verið prófessor við háskólann, annar var prestur í prestakalli úti á landi um árabil, og hinn þriðji hefur stundað bókagerð og bókaútgáfu um áratugi. Allir eiga það sameiginlegt að hafa hver á sínu sviði unnið að menningarmálum og auðgað þjóð sína og samtíð. Dr. Þórir Kr. Þórðarson er arftaki Haralds Níelssonar og Ásmundar Guðmundssonar á stóli prófessors í gamlatestamentisfræðum og helsti sérfræðingur landsins i semískum málum og gyðinglegum fræðum. Verulegur hluti íslenskrar menningar á rætur í þessum fræðum, og kristindómur verður ekki skilinn nema með hliðsjón af þeim. Þórir hefur því í raun verið að fást við snaran þátt íslenskrar menningar þótt fræðasviðið séu textar sem urðu til fyrir þúsundum ára. Þórir hefur sett sterkan svip á háskólann með starfi sínu og þeim blæ húmanískrar menntunar og glæsimennsku sem einkennir allt hans fas. Séra Sigurjóri Guðjónsson var lengi prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og er ekki að vita nema dvölin þar hafi vakið áhuga hans á sálmakveðskap. Sálmar séra Hallgríms Péturssonar eru einhver merkilegasti skáldskapur á íslensku og Saurbæjarpresti hefur væntanlega oft orðið hugsað til hins orðhaga forvera síns á Hvalfjarðarströndinni. En séra Sigurjón hefur ekki verið við eina fjölina felldur. Hann hefur auk stórmerkilegra rannsókna á sálmum kynnt íslendingum finnska menningu með þýðingum á sögum og ljóðum finnskra rithöfunda og fyrirlestrum um finnskar bókmenntir og sögu. Hafsteinn Guðmundsson er hinn þriðji í þessum hópi. Um áratuga skeið hefur hann unnið að því að hanna bækur og gert það með ágætum. Smekkvísi hans og næmi á form og línur gerir margar bækur hans að listaverkum. Hann hefur einnig unnið það stórvirki að gefa út merkilegustu þjóðsagnasöfn íslendinga og hafa þau jafnan tiltæk. Hafsteinn fékk hina færustu menn til að annast þessar útgáfur og eru þær þannig úr garði gerðar að auðvelt er að nota þær til vísindalegra rannsókna, en jafnframt ágætlega hentugar til lestrar. Ennfremur hratt hann af stað stórvirkinu íslensk þjóðmenning þar sem ætlað er að gefa yfirlit um alla helstu þætti menningar og samfélagshátta á íslandi frá landnámstíma til upphafs tuttugustu aldar. Einkenni lifandi menningalífs er fjöl- breytni. Þremenningarnir sem hér hafa verið nefndir eru hver með sínum hætti fulltrúar lifandi menningarstarfs. Viðskiptafræði náttúruverndarinnar eru angi af þessu máli, þar sem mjög greinilega kemur í ljós ab fyrirtæki stjórnast ekki af hug- sjónamennskunni einni saman þegar þau vilja láta fé af hendi rakna til umhverfismála. Og vib því er vitaskuld ekki ab búast, allra síst þegar abrir í vibskipta- heiminum baba sig í dýrbinni og velviljanum sem umlykur umhverfismálin í þjóbfélaginu, þó þeir leggi engu meira fé fram. Ab vera góbur og græba á því Án þess ab verib sé ab kasta nokkurri rýrb á þau fyrirtæki, sem notab hafa sér þessa leib í auglýsingamálum sínum, þá er ekki hægt ab neita því ab þessi auglýsingamennska er almennt heldur ógebfelld. Þab hefur ekki þótt kórrétt siöfræbi aö gera góbverk til aö hagnast á því sjálfur, enda er þá ekki um góö- verk aö ræöa lengur. En auglýs- ingamennska af þessu tagi mun þó alls ekki hverfa, þvert á móti má búast viö aö hún sé komin til aö vera. Spurningin hlýtur því að vera sú hvort þeir, sem láta þetta fara í taugarnar á sér eba hafa lent upp á kant viö þessa þróun, eins og t.d. Land- vernd meö pokasjóðinn, verði ekki einfaldlega að kyngja því og leita leiða til að ná því út úr stöðunni sem mögulega er hægt. Það er auðvitað ekki allt slæmt við þaö aö fyrirtæki leggi umhverfismálum lib, þó þau geri það á forsendum eigin hags- muna. Frekar en að hrökkva í vörn og blása í herlúðra, er brýnt ab staldra vib og athuga hvort ekki sé hægt ab sveigja þróunina í jákvæða átt. Sann- leikurinn er nefnilega sá ab aug- lýsingasérfræðingar eiga eftir að finna það út eftir einhvern tíma ab áhrifin af umhverfismálun- um séu ekki eins líkleg til aö laða ab viðskiptavini og áður, og þá munu fyrirtækin snúa sér annað. ■ Birgir Guömundsson skrifar Ab berast á umhverfisbylgjunni Til að fyrirbyggja misskilning, þá stendur ekki til að Tíminn fari út í að auglýsa með þessum hætti. Hins vegar eru auglýsing- ar, sem byggja á því ab fyrirtæki eru að kaupa sér ímynd meö því ab auglýsa sjálf sig í tengslum vib eitthvaö sem þjóöarsátt ríkir um, alltaf ab færast í vöxt. Á seinni árum hefur náttúruvernd hvers konar átt auknu fylgi ab fagna og þaö er alveg óhætt aö fullyrða að hvorki bankar né ol- íufélög hafa þar til á allra síðustu misserum haft minnsta áhuga á umhverfismálum yfirhöfub. Sama má segja um vakningu í heilbrigöri ættjarðarást þar sem sagan og menningararfleiðin er í forgrunni, en tengist umhverfis- málavakningunni vegna þess ab í báðum tilfellum er landið sjálft og virbingin fyrir því í aöalhlut- verki. Núna hins vegar hefur samkeppni hvers kyns stórfyrir- tækja snúist upp í þaö ab eigna sér sem flestar og bestar sneiðar af umhverfismálaflórunni. Fyr- irtækin keppast um ab baöa sig í ljómanum, sem stafar af um- hverfismálum og íslenskri menningararfleifö, og nýta sér þennan ljóma til ab skapa sér ímynd, sem skilar þeim á end- anum meiri viöskiptum. Náttúruvernd skipt milli fyrirtækja Þannig er búiö aö gera þessi gildi, sem okkur eru flestum kær, ab hálfgerðu herfangi í viö- skiptaheiminum, herfangi sem ✓ I tímans rás lýöveldisári sem allir góbir ís- lendingar sækja heim vegna ættjaröarástar sinnar. Bankarnir eiga líka sinn skerf: íslandsbanki er umhverfisbankinn og Búnaö- arbankinn stendur fyrir því að vorið komi og náttúran vakni og bendir því fólki á að ganga vel um landið. Auk þess er Búnaðar- bankinn líka með einhverjum óskilgreindum hætti tengdur Sigríði í Brattholti, sem bjargaði Gullfossi með því að berja í borðið hjá sjálfum Sveini Björnssyni! Búnabarbankinn á semsé Gullfoss eöa næstum því og hver veit nema Sigríöur í Brattholti hafi einmitt boröaö fljótlegu „1944- Lasagna"-rétt- inn frá SS, sem er sérstaklega hannaður fyrir „sjálfstæða Is- lendinga" eins og segir í sjón- varpsauglýsingum nú á lýb- veldisafmælisári? Þessi auglýsingastefna fyrir- tækja, að tengja sig einhverjum jákvæöum fyrirbærum í því skyni aö bæta ímynd sína, er ekki ný af nálinni. Hins vegar verður ab segjast eins og er aö hún hefur beinlínis blómstrað að undanförnu og oröið til þess að pirra marga. Slíkur pirringur er mjög skiljanlegur og getur jafnvel haft ýmsar óæskilegar af- leiðingar. Deilumál Landvernd- ar og Hagkaupa um pokasjóöinn Síöustu daga og vikur hef ég stundum velt því fyrir mér hvab yrði sagt, ef dagblaðið Tíminn tæki upp á því aö birta sjón- varpsauglýsingu þar sem fólk væri hvatt til að fylgjast vel með því sem frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, væri að gera og segja, því öll hennar skilaboð ættu einmitt brýnt er- indi við þjóðina. Auglýsingin sýndi síðan Vigdísi við hin ýmsu störf og kannski birt brot úr einhverri minnisstæðri ræðu sem hún hefur flutt, svona til að undirstrika hversu merkilegt allt er, sem hún segir. í leiðinni væri undirstrikað hversu glæsilegur þjóöhöfðingi og foringi þar færi. I lok auglýsingarinnar kæmi síð- an undirskrift blaðsins, þar sem skrifað yrði á sjónvarpsskjáinn eitthvað á þessa leið: „Tíminn — blaðið sem kemur skilaboðum forsetans á framfæri". Eflaust yrði fjöldi manns reiöur yfir því smekkleysi að nota for- setann í auglýsingaskyni og þætti það ekki samboðið virð- ingu embættisins, auk þess sem menn myndu efast um hvaða hvatir lægju að baki slíkri aug- lýsingu. Og auðvitaö þjónaöi slík auglýsing fyrst og fremst þeim tilgangi aö tengja blaðið vib nafn forsetans, láta það fá hlutdeild í þeim ljóma, sem um- lykur frú Vigdísi, og gefa í skyn að þar væru einhver sérstök tengsl á milli. Hins vegar væri það ekkert flókið mál ab verja auglýsingu af þessu tagi, því gagnrýnendur hlytu að verða spurðir á móti hvort þeir telji að hver sem er megi ekki hæla forsetanum í sjónvarpi og skora á abra að hlusta á hana! fyrirtækin skipta upp á milli sín í auglýsingaskyni. Það nægir að fara í huganum yfir einn eða tvo auglýsingatíma í sjónvarpi til að sjá hvernig þetta er orðið. OIís á íslenska landgræbslu, Skeljung- ur á íslenska skógrækt, Esso og Mjólkursamsalan eiga ísland á

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.