Tíminn - 02.07.1994, Síða 5
Laugardagur 2. júlí 1994
fflmhm
5
íslenskt þjóðarþel
Haraldur Ölafsson skrifar
Um langan aldur hafa menn skemmt
sér við að skilgreina sjálfa sig og eig-
in þjóð, og einkum þó aðrar þjóðir
og aðra menn. Algengast er að ætla öörum
þjóðum og fólki af öðrum kynþætti aðra og
oftast lakari eiginleika en eigin þjóð. í af-
káralegustu mynd kemur þetta fram sem
mont og ofmat á eigin ágæti, en hættulegt
verður þetta mat þegar skipulega er reynt
að útrýma öðru fólki til að „hreinsa til" í
veröldinni. Dæmi hins fyrra eru í flestum
tilfellum aðhlátursefni, en verður þó að
hafa allan vara á vegna þess að stutt getur
verið í óæskilegri afstöðu til annarra.
Á síðari tímum eru þekktustu dæmin
um tilraunir til aö útrýma öðru fólki vegna
kynþáttar, skoðana eða áhrifa dauðabúðir
Þjóðverja þar sem ekki aðeins fólk af gyð-
ingaættum var drepið heldur einnig fólk af
tilteknum trúarhópum eða meðlimir vissra
stjórnmálahópa, t.d. Vottar Jehóva, komm-
únistar og aðrir andstæðingar stjórnvalda.
Annaö þekkt dæmi er „hreinsunin" í
Kambodíu þar sem marxísk stjórnvöld
undir forustu Pol Pot létu útrýma allt að
einni milljón manna á skömmum tíma. I
báðum þessum tilfellum var verið að greiða
framtíðarríkinu braut. „Hið illa" stóð í veg-
inum fyrir því að framtíðarríkið gæti risið,
þúsundáraríki hinna vitru og góðu.
Þetta eru aðeins tvö dæmi. Fjölmörg
önnur mætti rekja frá vorri öld. Oll hafa
þau endaö með ósköpum.
Hugmyndir um eigiö ágæti og illvilja
annarra leiða sem betur fer ekki til slíkrar ó-
hæfu nema til valda komist þeir sem raun-
verulega eru trúaðir á að þeir geti dæmt um
hvaö sé rétt og hvað sé rangt og viti hvern-
ig eigi að skipa málum í veröldinni. Ekkert
hefur valdiö slíkum hörmungum í veröld-
inni á tuttugustu öldin sem trúin á „hina
sögulegu nauðsyn" annars vegar og trúin á
að einn kynþáttur sé öðrum hæfari til þess
að ríkja yfir jörðinni hins vegar.
Hér er ekki verið að draga úr gildi þjóö-
ernistilfinningar. Hverjum manni er stuðn-
ingur að því að finna til stolts yfir uppruna
sínum og þeirri menningu sem hann elst
upp viö. Sjálfsmynd hvers og eins mótast
af umhverfinu og því sem á hátíölegu máli
er kallað menningararfurinn. Þaö er auð-
velt að láta sér fátt um finnast þótt þruglað
sé í dagblööum um ágæti „norræna kyn-
stofnsins", eða einhverja óljósa eðlisþætti
íslendingsins. Menning á Islandi er ekki
bundin viö kynþátt heldur er hún undin úr
mörgum þáttum og undir áhrifum frá öðr-
um þjóðum og öörum tímum.
Eðlisþættir, þjóðarþel, er ekki eitthvað
sem erfist heldur mótast af umhverfi,
menningu. íslensk tunga er öflugasti miðill
menningar á íslandi. Hún leggur þjóðinni
til þau orð sem hún notar til þess aö lýsa
sjálfri sér vegna þess að hún flytur boðskap
liðinna kynslóða til okkar sem nú eru á
dögum. Við erum íslendingar af því aö við
tölum íslensku en ekki af því að viö erum af
norrænu kyni.
Sjálfsmynd íslendinga
Það er hins vegar fróðlegt aö kanna
hvað íslendingar álíta um sjálfa sig. Hvað
telja þeir kosti sína, og hvaða galla nefna
þeir einkum til þegar talið berst aö því sem
betur mætti fara. Spurningin gæti hljóðað:
Hver er sjálfsmynd íslendinga?
íslendingar eru rúmlega 250 þúsund að
tölu. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund ein-
staklingar hafa hver sín sérkenni. Hvernig
er unnt að finna einhvern samnefnara fyr-
ir allan þann hóp? í bókstaflegum skilningi
er það ekki hægt. En með því að kanna
hvernig landsmenn tala um sig og aðra er
etv. hægt að fá hugmynd um helstu þætt-
ina í sjálfsmynd lands-
manna.
í allvíðtækri könnun
sem gerð var fyrir
nokkrum árum meðal
nokkurra þjóða, þar á
meðal íslendinga, kom í
ljós, að við (íslendingar)
teljum okkur fremur
hamingjusama, og reynd-
ust fleiri hér á landi á-
nægðir með sitt en tíðkaðist með þeim
þjóðum sem borið var saman við.
Þetta kom flatt upp á ýmsa sem talið
höfðu að landsmenn hefðu það heldur
skítt. Það er erfitt að meta hvort íslending-
ar eru hamingjusamir eða ekki. Engri
mælistiku verður brugðið á svo huglægt
fyrirbæri. Hins vegar er engin ástæða til
annars en aö taka því sem sannleika að
meirihluti íslendinga telji sig hamingju-
sama. Vilji menn forvitnast nánar um
þessa þjóð íslendinga, þá dugar skammt aö
telja bara hve margir segjast vera ham-
ingjusamir. Hugtakiö hamingja er langt frá
því að hafa sömu merkingu í munni allra.
Orðið hamingja er ekki einfalt orð sem
þýðir ákveðinn hlut eða fyrirbæri. Hver og
einn gefur því merkingu í samræmi við það
ástand sem hann telur samsvara því. Það
sem einum finnst tilefni til aö segjast vera
hamingjusamur er öðrum til ama. Sá sem
segist vera hamingjusamur og notar orðið
telur það duga til að lýsa því sem hann er
ánægður með eða finnst hann eigi að vera
ánægður með.
Umræður um þjóðareinkenni, þjóðar-
þel, hugsunarhátt þjóða og hópa eru oftast
umræður um það sem aðrir hafa sagt eða
það sem fólk telur sér trú um að sé al-
mennt. Þessvegna er það umræðan sem er
fróðleg. Þær niðurstöður sem hver og einn
kemst að gefa til kynna hvað það er sem ís-
lendingar telja einkenna íslenskt þjóðar-
þel. Bandarískur mannfræðingur dvaldist
hér á landi fyrir nokkrum árum og kenndi
meðal annars við barnaskóla úti á landi.
Hann kannaði einmitt ummæli íslendinga
um sjálfa sig og það sem þeir töldu ein-
kenna þjóðarþeliö. Hann las ekki verk ís-
lenskra skálda, né heldur útleggingar bók-
menntafræðinga og rithöfunda á verkum
hverra annarra. Aðferö hans var sú aö hann
lét börnin skrifa niöur það sem fullorðna
fólkið, foreldrar, afar og ömmur og aörir
nánir ættingjar sögðu þeim af sínum up-
vexti og hvað börnunum var sagt úr sögu
þjóðarinnar. Þar taldi hann sig fá fram þau
atriði sem fólk taldi eftirminnilegust og
það sem því fannst nauðsynlegt að börnin
vissu.
Bandaríkjamaður-
inn, sem les og skilur ís-
lensku ágætlega, las
jafnframt minningar-
greinar og afmælis-
greinar í blöðum og
kannaði hvaöa eigin-
leikar það voru sem
framliönum og afmæl-
isbörnum var helst talið
til tekna. Þau orð sem
oftast voru notuð væru þá vísbending um
hvað landsmenn teldu einkenna þá sem
þeir mátu mikils, og þeir eiginleikar sem
þeim voru ætlaðir sýndu hvaö landsmenn
álíta einkennandi fyrir allmarga.
Þessi aðferð er í sjálfu sér ekki fullnægj-
andi en hún gefur þó frekari upplýsingar
um þá sjálfsmynd sem íslendingar hafa
heldur en mismunandi illa rökstuddar full-
yrðingar um almenn þjóðarsérkenni.
Þjóðernisvitund er hluti af sjálfsmynd
hvers og eins. Þjóðerniskennd er hverjum
manni holl, svo fremi aö hún nærist ekki á
andúð á öðrum þjóðum, annarri menn-
ingu, öðrum hugsunarhætti. Eigin lands-
menn hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, fremur
en við sem einstaklingar höfum það.
Brengluð sjálfsímynd er skaðleg hvort
heldur hún er byggð á ofmati á eigin þjóð
eða vanmati. Það er freistandi að varpa
fram snjöllum fullyrðingum um aö íslend-
ingar séu svona eða hinsegin en slíkar yfir-
lýsingar tjá þá ímynd sem viðkomandi tel-
ur æskilega eða óæskilega. Sú orðræða er
grundvöllur rannsóknar á sjálfsmyndinni,
en rannsakandinn leggur ekki mat á hvort
fullyrðingin stenst eða ekki.
Orb og vibbrögb
lýsa fólki
Fátt segir meira um hvað talið er æski-
legt í samfélagi en auglýsingar. Þar birtast
naktar staðreyndir um hvað það er sem
auglýsendur telja að höfði til væntanlegra
viðskiptavina, og hvað það er sem hönnuð-
ir auglýsenda álíta einkenna það fólk sem
reynt er að hafa áhrif á.
Ræður eru einnig fróðlegar, og við-
brögð við áreiti lýsa því hvaö menn telja
sér samboðiö og hvað ekki. Lesendabréf,
þjóðarsálir, aðsendar greinar í blöðum, for-
síður glanstímaritanna, viöfangsefni grín-
þáttanna, allt þetta sýnir marga þætti þjóð-
arþelsins, en ekkert af því gefur endanlegt
svar við spurningum um sérstök einkenni
íslendinga.
En vonandi höldum bæði viö sjálfir og
erlendir menn að tala um þjóðareðli ís-
lendinga og halda þannig við umræðu sem
dýpkar þekkingu okkar á íslenskri menn-
ingu. Það er umræðan sem er fróðleg, hin-
ar margvíslegu ályktanir eða fullyrðingar
okkar sjálfra og annarra sýna hve vonlaust
er að segja: svona eru íslendingar, svona
erum við.
Stjórnarstefnan
gjaldþrota?
í blaðafréttum er greint frá því að
næstu fjárlög verði hugsanlega afgreidd
með allt að tuttugu milljarða króna halla.
Það þýðir aukna skuldabyrði, og á einhvern
hátt verður einnig að hamla gegn þessum
geigvænlega halla með álögum á skattborg-
arana. Hinn mikli halli á fjárlögum ár eftir
ár vekur þá spurningu hvort ekki sé tími til
kominn að stokka spilin og gefa upp á nýtt.
Mörg fyrirtæki hafa leitast við að hagræða
starfseminni, draga úr kostnaði og auka
hagkvæmni. Hví skyldu ekki íslensk stjórn-
völd leita svipaðra leiða. Ef svo heldur fram
sem horfir verður ísland fátæktarríki innan
fárra ára og kjör alls þorra landsmanna að
versna verulega. Núverandi ríkisstjórn ræö-
ur ekki viö vandann. Hana skortir bæði
samstöðu og ráð. Það á að kjósa í haust og
láta raunhæft mat ráða stefnu en ekki ósk-
hyggju. Eftir vítahring verðbólgunnar eru
íslendingar að lenda í vítahring tvískinn-
ungsins, þar sem fræöikenningar kæfa
raunhæft mat á veruleikanum. ■