Tíminn - 19.07.1994, Side 6
6
Þri&judagur 19. júllT1994
Bandaríkin fagna nýjum valdhöfum:
Þjóbfrelsisfylking
Rúanda lýsir yfir
sigri í borgara-
styrjöldinni
Coma, Nairobi, Washington, Reuter
Þjóöfrelsisfylking Rúanda, sem
er aö mestu skipuö Tútsímönn-
um, lýsti í gær yfir sigri í borg-
arastyrjöldinni sem staðið hefur
yfir í um þrjá mánuði. Nýskip-
aður forseti er af ættbálki Hútú-
manna.
í gær var aftur farið að flúga
með mat og hjálpargögn til
Goma í Zaire eftir að flugvöllur-
inn var opnaður að nýju. For-
mælendur sögöu þó verulega
hættu á að fólk sylti í hel í stór-
um stíl.
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, lýsti
því yfir í gær að einu jákvæðu
fréttirnar frá Rúanda væru tíð-
indin af valdatöku Þjóðfrelsis-
fylkingar Rúanda.
Christopher sagði að Clinton
Bandaríkjaforseti heföi gefið
leyfi til að nota bandarískar
vöruflutningaflugvélar til að
flúga með mat og hjálpargögn
til flóttamannabúða í Zaire.
„Eina tilefnið tii bjartsýni er að
svo virðist sem Þjóöfrelsisfylk-
ingin hafi sigrað og fulltrúar
hennar séu að koma á fót stjórn
sem Hútumenn eiga einnig að-
ild að.
Talið er aö hátt í ein milljón
manna hafi veriö drepin frá því
Vísindamenn
segja mexí-
kóskan mat
að borgarastyrjöld braust út.
Frakkar hafa skotið skjólshúsi
yfir fyrrverandi rábamenn af
ættbálki Hútúmanna. Þeir eru
taldir bera ábyrgð á flestum
þeim voðaverkum sem unnin
hafa verið að undanförnu.
Frönsk stjórnvöld hafa hótað
Þjóðfrelsisfylkingunni öllu illu
ef þeir geri tilraun til að hand-
taka fyrrverandi stjórnarliða á
yfirlýstu verndarsvæbi franska
hersins. ■
Reuter
Á myndinni sést hluti þeirra hundruöþúsunda flóttamanna sem fiúib hafa frá Rúanda til Zaire á undanförnum dög-
um. Formœlandi Flóttamannahjálpar Sameinubu þjóbanna segir ab smitsjúkdómar breibist út mebal fólksins og ef
ekki berist hjálp á næstu dögum muni þab kosta mörg þúsund mannslíf.
Tímamót í skipasmíöaiönabi:
Samkomulag um
að hætta ríkisstyrkjum
Um helgina gerðu nokkur ríki
Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar í París, OECD, sam-
komulag sín á milli um ab
hætta öllum styrkjum og nið-
urgreiðslum til skipasmíöa-
iönaðarins.
Meðal ríkjanna sem undirrit-
uðu samkomulagið eru
Bandaríkin, Japan, Suður-Kór-
ea, Evrópusambandsríkin og
Norðurlönd önnur en ísland.
Til að samkomulagiö taki gildi
samkvæmt áætlun 1. janúar
1996 verða öll þau ríki sem
undirrituðu að hafa samþykkt
það heima fyrir.
Samkvæmt frétt norska dag-
blaðsins Aftenposten fagna
forsvarsmenn norskra skipa-
smíðastöðva samkomulaginu
og telja það bæta samkeppnis-
stöbu sína í framtíöinni.
Didrik Schnitler, fram-
kvæmdastjóri skipasmíða-
stöðvarinnar í Kvaerner, segir
samkomulagið enn eitt lóðið á
vogarskálar Evrópusambands-
aðildar Noregs. Hann segir ab
með aðild að ESB geti Norð-
menn betur notfært sér kosti
samkomulagsins og hafi um
leið betri aðstöðu til að fylgj-
ast með því að önnur ríki
standi við loforð um aö hætta
ríkisstyrkjum í skipaiðnaöi.
Forsvarsmenn íslenskra
skipasmíðastöbva hafa lýst yf-
ir ánægju sinni með sam-
komulagið en benda á að Pól-
land eigi ekki aðild aö sam-
komulaginu og þar í landi hafi
skipasmíöastöðvarnar verið
hvað harðastar í að undir-
bjóða verk með aðstoð ríkis-
ins.
Halastjarna
rekst á Júpíter
heilsuspillandi
Washington, Reuter
Fyrst var þab kínverskur matur,
svo ítalskur, þá poppkorn og nú
er röðin komin að mexíkóskum
mat.
í gær var birt niöurstaða Mið-
stöðvar vísinda í almannaþágu
úr rannsókn á efnainnihaldi
þess sem veitingahús sem
kenna sig við Mexíkó bjóða upp
á.
Michael Jacobson, fram-
kvæmdastjóri miðstöövarinnar,
sagöi af því tilefni aö matargerð
mexíkóskra matsölustaða væri
fyrir margar sakir aðfinnslu-
verð. Samanburðurinn væri
kínverskum og ítölskum veit-
ingahúsum í hag þó að þau
væru sjaldnast neitt til að hrópa
húrra fyrir.
Jacobson sagði að hlutfall
mettaðrar fitu í matnum væri
alltof hátt. Hann sagði ab flest-
um stærstu mexíkósku veitinga-
húsunum hefði verið skrifað
bréf þar sem þau væru beðin um
að taka aukið tillit til heilsu við-
skiptavina sinna. ■
Creenbelt, Reuter
í gær þeyttist enn eitt brotið
úr halastjörnunni Shoemaker-
Levy á reikistjörnuna Júpíter.
Það var stærsta brotið úr hala-
stjörnunni sem lent hefur á
Júpíter hingab til. Vísinda-
menn hafa beðið spenntir eft-
ir árekstri halastjörnunnar við
reikistjörnuna og náðu varla
andanum af hrifningu þegar
brot úr Shoemaker-Levy, sem
gengur undir nafninu G, lenti
meö 250 milljóna megatonna
krafti á yfirborði Júpíters.
Áreksturinn varð um klukkan
hálf átta í gærmorgun ab ís-
lenskum tíma og mældist 25
sinnum öflugri en árekstur
annars hluta halastjörnunnar
og Júpíters sem varð á laugar-
daginn.
Birtan af árekstrinum í gær
var svo mikil að við lá að hlut-
ar stjörnusjónaukans á Mauna
Kea fjallinu á Hawaii eyöilegð-
ust. Ljósmagnið af árekstrin-
um var ámóta mikið og sú
birta sem Júpíter gefur venju-
lega frá sér.
Júpíter er fimmta reikistjarn-
an frá sólu og stærst þeirra
stjarna sem eru í sólkerfi okk-
ar. Hún er rúmlega 140.000
km í þvermál en talið er að
þvermál G hafi verið um þrír
og hálfur kílómetri.
Von er á enn stærri árekstr-
um næstu daga. Brot G var
það sjöunda í röðinni en alls
mun 21 brot úr Shoemaker-
Levy rekast á Júpíter áöur en
yfir lýkur.
Fríöarviörœöur í Austur-
löndum nœr:
Deilur og átök
brátt á enda
Aqaba, (erúsalem, Reuter
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, heldur
því fram að brátt verði endir
bundinn á deilur og átök ríkja
og þjóða í Austurlöndum nær.
Christopher tekur nú þátt í
viöræðum rábherra ísraels,
Jórdaníu og háttsettra fulltrúa
Frelsissamtaka Palestínu, PLO.
Einnig á aö reyna að koma á
viðræðum ísraela og Sýrlend-
inga.
Fulltrúar ríkisstjórna ísraels og
Jórdaníu tókust í gær í hendur á
landamærum ríkjanna en það
hefur hingaö til verið ógerlegt
vegna gaddavírsgirðinga og
jarðsprengna.
Báðir aöilar spáðu því að þessi
athöfn táknaði að bráðlega yrði
gengið frá friðarsamkomulagi
ríkjanna. Formlega hafa þau átt
í stríði síðastliöin 46 ár. ■
Skrifstofa gybinga í
Argentínu sprengd í loft upp
(erúsalem, Buenos Aires, Reuter
Tólf manns létu lífið þegar öflug
sprengja lagöi skrifstofu stærstu
samtaka gyðinga í Argentínu í
rúst í gær.
„Óbreyttir borgarar hafa enn
einu sinni orðiö fórnarlömb djöf-
ullegra hryöjuverka - í þetta skipt-
ið skrifstofur gyðingasamtakanna
í Argentínu sem eru enn ab ná sér
eftir árás hryöjuverkamanna á
sendiráð ísraels [fyrir tveimur ár-
umj," sagbi Rabin, forsætisráð-
herra ísraels í yfirlýsingu vegna
atburbarins. ■
Barnsræningi bibur foreldra afsökunar
London, Reuter
Konan sem rændi nýfæddu
stúlkubarni af sjúkrahúsi í
Nottingham fyrir hálfum
mánuði, hefur beöiö foreldra
Abbiar Humphrie, stúlkunnar
sem var rænt, opinberlega af-
sökunar.
Julie Kelley, 22 ára að aldri,
var í gær ákærð fyrir að hafa
numib Abbie á brott af sjúkra-
húsinu aðeins nokkrum
klukkustundum eftir fæðingu
hennar. Breska lögreglan hóf
þegar leit að barninu sem bar
loks árangur á laugardaginn
var.
Unga konan sem hafbi barn-
ib á braut hafði á síðustu mán-
uðum látið eins og hún væri
ófrísk. Nágrannar hennar
komu af fjöllum þegar þeir
fengu að vita að hún væri sú
sem leitað hefði verið að.
Eiginmaður ungu konunnar
varð fyrir áfalli en hann hafði
eins og nágrannarnir haldið
að Julie væri ófrísk og taldi
barnib skilgetið afkvæmi sitt
og eiginkonunar. ■