Tíminn - 18.08.1994, Page 5
Fimmtudagur 18. ágúst 1994
5
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra:
Sanngirniskröfur eða
„sögulegur réttur"
íslendingar reisa ekki kröfur um
veiðiheimildir á Barentshafi á
grundvelli úreltra sjónarmiða frá
nýlendutímabilinu um „söguleg-
an rétt", heldur sem aðildarríki
Svalbarðasamningsins á gmnd-
velli ákvæða hans um ab
„jafnræbisreglan" verði virt vib
framkvæmd samkomulagsins,
sem og sameiginlegur réttur abild-
arríkjanna til veiða.
Bretar byggðu baráttu sína
gegn rétti strandríkja til út-
færslu fiskveiðilögsögu í 200
mílur á grundvelli hugtaksins
um „sögulegan rétt" þeirra til
veiba upp undir fjörusteina
ýmissa strandríkja. Bretar,
Þjóðverjar, Spánverjar, Portú-
galir, Belgar, Hollendingar og
Norðmenn, hafa allir gert kröfu
til veiða á íslandsmiðum á
grundvelli „sögulegs réttar".
„Sögulegur réttur"
Staðfesting Hafréttarsáttmálans,
og gildistaka hans nú í nóvember
sem ríkjandi þjóðarréttar, táknar
hins vegar að dagar hins
„sögulega réttar" eru taldir, innan
200 mílna lögsögu strandríkja.
Hafréttarsáttmálinn byggir ekki á
„sögulegum rétti" heldur er hann
þvert á móti til kominn í krafti
þess, ab hinum sögulega rétti
hefur verið hnekkt. Hvergi
nokkurs stabar í hafréttar-
sáttmálanum fyrirfinnst hug-
takið „sögulegur réttur". Þótt
Norðmenn hafi mokab upp síld
upp undir fjörusteinum íslend-
inga áratugum saman, geta þeir
ekki lengur haldið fram þeim rétti
sínum á grundvelli „sögulegs
réttar". Hvers vegna ættu þeir þá
aö halda því fram að „sögulegur
réttur" skuli einn gilda innan 200
mílna kringum Svalbarba?
„Forréttindi eða
ívilnanir"
íslendingar byggja rétt sinn í
þessu máli á grundvelli
Svalbarðasamningsins sjálfs. í
2. gr. samningsins er kveðið
skýrt og ótvírætt á um það að
allir þegnar og skip frá að-
ildarríkjunum skuli njóta sama
réttar til veiöa á eyjunum og í
landhelgi þeirra. Noregi er
samkvæmt sömu grein heimilt
að gera ráðstafanir til að
vernda auðlindir á landi og í
landhelgi Svalbarða. En þær
ráðstafanir skulu ávallt eiga
jafnt við um alla þegna
samningsaðilanna „án
nokkurra undantekninga,
forréttinda eða ívilnana, sem
eru beint eða óbeint til
hagsbóta fyrir einhvern
þeirra". Samkvæmt þessu
ákvæði er Noregi því algjörlega
óheimilt að taka sér þar nokkur
„forréttindi eða ívilnanir". Það
er nákvæmlega þetta sem
Norðmenn hafa gert: þeir hafa
í framkvæmd brotið jafnræöis-
reglu Svalbarðasamningsins.
Sanngirniskröfur
Aðalatriðið er því skynsamleg
túlkun á jafnræðisreglu
Svalbarðasamningsins sjálfs en
ekki einhver „sögulegur réttur"
sem úthýst hefur verib í
VETTVANCUR
gildandi þjóðarrétti í allri
umræöu um réttindi
strandríkja. Þess vegna er
eblilegt að hafa hliðsjón af
öðrum mælikvöröum á veiði-
rétti þeirra sem á annað borö
njóta hans, samkvæmt 2. gr.
Svalbarðasáttmálans.
í fyrsta lagi ber að meta ástand
fiskistofna. Ástand fiskistofna á
Barentshafi er gott og fer
batnandi. Það eina sem ógnar
því, ef marka má norskar
fréttafrásagnir, er ofveiði Rússa í
stórum stíl, umfram umsamdar
veibiheimildir.
í annan stað ber að meta
nálægö þjóða vib fiskimiðin.
Þab mat þýðir ab hlutur
Norðmanna og Rússa hlðtur ab
vera stór, þótt ekki sé þar með
sjálfgefið að þeir geti einir
aðildarþjóða úthlutað sjálfum
sér 96% heildaraflans.
í þribja lagi ber að meta
mikilvægi fiskveiða varbandi
efnahagsafkomu aöildarsamn-
ingsþjóða. Samkvæmt þeim
mælikvarða ætti hlutur íslands
að vera meiri en hvort heldur er
Rússa eða Norðmanna. Þjóðar-
hagsmunir Norðmanna byggja
meir á olíu- og gasauðlindum
en fiskveibum og fiskvinnslu.
Olía og gas
Það er mat sérfróðra manna ab
í landgrunni Svalbarðasvæð-
isins kunni að leynast miklar og
verömætar auðlindir af olíu og
gasi. Telja Norbmenn ab þeir
geti á grundvelli Svalbarða-
samningsins helgað sér einum
allan yfirrába- og nytjarétt að
þeim auðlindum? Séu þeir í
vafa um að alþjóðadómstóll
muni stabfesta sjálftökurétt
þeirra varbandi fiskverndar-
svæðið, vilja þeir þá taka þá
áhættu að alþjóðadómstóll
hnekki þessum sjálftökurétti,
ekki aðeins varðandi fiskveibar
heldur landsgrunnsréttindin
líka? x
Væri það þá ekki meira í
samræmi við norska þjóöar-
hagsmuni ab leita samninga um
málið, við íslendinga jafnt sem
aðrar þjóðir, fremur en að taka
þá áhættu að alþjóöadómstóll
kollvarpi öllu þeirra regluverki
um Svalbarbasvæöib? Eg held
að þeir ættu að hugleiða
vandlega að fórna ekki minni
hagsmunum fyrir meiri, hvaö
svo sem líður öllum kosn-
ingasótthita.
■
Höfiindur er utanríkisrádherra og formadur
Jafnadarmannafiokks fslands
Ovinsæl flokksforusta
Jóhanna Siguröardóttir hefir
lengi gegnt því hlutverki í Al-
þýöuflokknum ab halda utan
um fylgi óánægðra flokksmanna
með virkri andstöðu gegn Jóni
Baldvin. Ella væri hætta á að
hinir óánægbu yfirgæfu flokk-
inn með öllu. Guðmundur Árni
Stefánsson gegndi sama hlut-
verki á undan Jóhönnu, en hann
þagnaði þegar hann fékk ráð-
herrastöðu. Bæði Gubmundur
Árni og Jóhanna stóbu fyrir ým-
is konar tilburbum á flokksþing-
um.
Nýlegar skobanakannanir sýna
stöbugt rýrnandi fylgi Alþýbu-
flokksins. Nálega þriðjungur
þess styður Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem nú lætur sverfa til
stáls. Sumir stubningsmenn
hennar eru raunar taldir koma
úr röðum annarra flokka, enda
ná óvinsældir Jóns Baldvins
langt út fyrir raðir eigin .fjokks.
Því veldur óþjóbholl afstaða
hans í Evrópumálum.
Persónufylgi Jóhönnu stafar
alls ekki af stjórnmálaafrekum
hennar, heldur einungis af sér-
stöbu hennar. Hún stóð sig eng-
an veginn sem félagsmálaráð-
herra. Nánast öll verk hennar
mega teljast mistök. Fyrsta alvar-
lega villan var að innleiða hús-
bréfin. Meb þeim gerbi hún
íbúðarbyggjendur að skattgreið-
endum verbbréfabraskara. Afföll
húsbréfa urbu brátt 25%. Sá, sem
hlaut kr. 4 millj. íbúðarlán, fékk
kr. 3 millj. í eigin vasa til íbúðar-
kaupanna, en kr. 1 millj bættust
vib vextina. Reynt hefir verib á
þessu ári að lækka afföllin og þar
meö vaxtabyrðina með því að
láta Seölabankann kaupa hús-
bréf fyrir tugi milljarða króna. Sú
ákvörbun kom í kjölfar laga, sem
bönnuðu Seðlabanka að lána
, ríkissjóbi. Húsbréfakaupin voru
Lesendur skrifa
jóhanna Sigurbardóttin
þó vissulega lán frá bankanum
til ríkissjóös í því skyni aö halda
vöxtum niðri.
Sjálf hefir Jóhanna hækkað
vexti af félagslegum íbúðarlán-
um verulega. Hún hefir jafn-
framt Tiækkaö afskriftarprósent-
una af félagslegum íbúðum.
Hvorttveggja hefir aukið
greibslubyrbina tilfinnanlega.
Hún er að sliga fjölda heimila.
Jóhanna hefir reynt að létta
undir með lágtekjufólki meb því
að borga svonefndar vaxtabætur
og ennfremur húsnæbisbætur úr
opinberum sjóðum. Þar með
hefir hún í raun réttri sagt þess-
um aðilum til sveitar.
Kaupleiguíbúðir leysa engan
vanda. Þær eru flókið og dýrt
kerfi, sem á ekkert erindi á ís-
lenskan markað.
Loks hefir Jóhanna gengib
lengra en aðrir ráðherrar í því að
, hrúga öldruðum í risabjokkir.
íbúbir þeirra eru rándýrar.
Gamla fólkið, sem selur einbýlis-
hús sitt, nær ab kaupa þar 2ja
herbergja íbúð. Þessi meðferö á
eldri borgurum er að leggjast
niður í menningarlöndum. Þeir
eiga ab blandast öðrum aldurs-
hópum, sem er heilsu þeirra og
líðan fyrir bestu.
Húsnæðismálin öll eru í mesta
ólestri. Stórfellt átak þarf til að
kippa þeim í lag og þar með rík-
isfjármálum. Þab veröur ekki
gert í stuttum pistli.
Þá kröfu verður að gera til ráð-
herra, að hann kunni aö
minnsta kosti að velja sér ráð-
gjafa. Það gerir Jóhanna ekki.
Annað dcgmi um stjórnmálask-
ussa, sem sækir visku til fávísra
nefnda, er Ólafur G. Einarsson.
Þab sýna gönuhlaup hans í
skólamálum ab ógleymdu út-
varpi.
Gitmjgrr