Tíminn - 18.08.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.08.1994, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. ágúst 1994 fl-jfmlnm 19 Stefán Ólafur Einarsson Neskaupstaö Fæddur 8. júlí 1899 Dáinn 2. ágúst 1994 Hinn elskulegi afi okkar er dá- inn. Okkur langar að minnast hans í örfáum oröum. Af mörgu er að taka, þar sem hann bjó hjá for- eldrum okkar þar til s.l. sumar er hann fór á elliheimili. Það voru ekki ófáar stundirnar sem hann tók okkur í fangiö, sagði okkur sögur úr sveitinni og fór með vísur. Hann var alda- mótabarn og haföi lifað tímana tvenna. Stálminnugur var hann og íylgdist vel með nútíma þjóð- félagi. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá honum t MINNING hvort heldur voru fréttir af tog- urunum eba af Alþingi. Afi var vel gerður mabur, dug- legur, heibarlegur, örlátur og stutt var í glettnina. Skapmikill var hann, sagði skoöanir sínar hispurslaust og lét verkin tala frekar en orðin tóm. Ofarlega í huga okkar eru minningar úr ferðalögum ua landið með fjölskyldunni, þar sem hann var alltaf með í för. Hann var alltaf tilbúinn að taka upp veskið og kaupa dúkku eða bíl til að gleðja lítil hjörtu. Alla tíb fylgdist hann með okk- ur af áhuga hvort sem heldur var við nám, íþróttir eða ýmis áhugamál. Núna síðustu ár áttu börn okkar hug hans allan og aldrei fóru þau frá honum nema að hafa fengið eitthvað gott í munninn. Afi er farinn, farinn þann veg sem okkur öllum er ætlað. Við fengum góða gjöf aö hafa alist upp með hann inni á heimilinu. Minninguna um hann munum við og fjölskyldur okkar ætíð varbveita í hjörtum okkar. Far þú í fribi, friöur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt. Gekkst þú með Guöi, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Palli, Ingvar, Stebba og Ólína. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk frá 12. tll 18. ágúst er I Brelðholts apótekl og Apótekl Austurbæjar. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Símsvari 681041. Hatnarfjörður: Hafnarfjaróar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apólek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunadima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öórum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opió er á laugardögum og sunnudógum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekió er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR „Hvellurinn mikli Wrinkles in Time eftir George Smoot, ásamt Keay Davidson, 315 bls., Little, Brown, £ 18.99. í Times Literary Supplement 25. febrúar 1994 ritaði Sir Bernard Lowell ritdóm um bók þessa (og þrjár abrar) og fórust svo orð: „Á þriðja áratugnum var (Ge- orges) Lemaitre (belgískur jesú- íti), við nám hjá Eddington í Cambridge, þar sem hann setti fram fyrstu eðlisfræðilegu útlist- unina á útþenslu alheimsins úr upphaflegu þéttu ásigkomulagi. Á grundvelli stærðfræði Fried- manns og athugana Hubbles birti Lemaitre kenningu sína um hina „upphaflegu frum- eind," — upphaflegt ásigkomu- lag alheimsins; upplausn þeirrar frumeindar væri upphafið ab útþenslu alheimsins. Þótt ekki væri talað um „hvellinn mikla" fyrr en tuttugu árum síðar, varð geimlíkan Lemaitre forveri margra síðari kenninga í þessa veru." „Einstein féllst á stærðfræbi Lemaitre, en kvað innsýn hans í eðlisfræöi „forkastanlega". Nú féllst Eddington, kennari Lem- aitre, á þessa útlistun hans á upphafi alheimsins. Eddington áleit, að viðhlítandi yrði kenn- ing um ^ekki of snöggdeyft" upphaf. Ásamt Lemaitre mótaði hann hugmynd á þá leið, að út- þensla alheimsins hefði hafist upp af afmarkabri (finite) stærb fyrir óendanlega löngu ... Þótt (George Smoot) snemma í bók sinni þjappi saman miklu úr sögu geimfræðinnar, ber að fara lofsorðum um hina læsilegu frá- sögn hans af kenningunni um „hvellinn mikla" fyrst í stað ... Eddington reyndi ab sneiða hjá hugmynd um skyndilegan og mjög samþjappaðan uppruna alheimsins eins og Hoyle, Bondi og Gold tuttugu árum Fréttir af bókum síðar. Kenning þeirra um stöb- ugan alheim ásamt hugmynd um viðvarandi myndun (sköp- un) efnis leiddi til harðra og ill- kvittnislegra deilna þeirra vib þá, sem kvábu alheiminrThafa þróast upp úr einstaklega sam- þjöppuðu ásigkomulagi. Sagt er, að Hoyle hafi á orði haft „hvell- in mikla" til háðungar þeirri þróunarkenningu." „Samt sem áður varð kenning- in um stöðugan alheim fyrir bakfalli 1965, þegar numið var baksvið geislavirkni af örbylgj- um utan úr geimnum — að jafndreiföri lághita geislun af „upprunalegri eldkúlu" al- heimsins fyrir tíu til fimmtán milljörðum ára. Völ var ekki á öðrum trúveröugum skýringum á tilvist þeirrar geislunar. í meira en tuttugu og fimm ár frá því, að hún var numin, varð þó enginn ávæningur (greindur) um misfellur í því glatta bak- svibi; og túlkun þess var ekki yf- ir vafa hafin, þar eð til stjarn- þoka þeirra sem nú sjást hlyti aö hafa komib sakir misfellna í baksviðinu í árdaga. Þeir bak- þankar viku í apríl 1992, þegar kunngerðar voru niðurstöður úr COBE- gervihnettinum, „könn- uði geimbaksviðsins". Fundist hafði misræmi í baksviðinu eða sáðkorn stjarnþokanna. — Smo- ot var fyrir starfsliðinu, sem sá um COBE- gervihnöttinn. The Wrinkles in Time (Hrukkur á tímanum) er hans eigin frásögn af hinum sögulega og praktiska aðdraganda að geimskoti gervi- hnattarins 1989 og af greiningu (sendra) gagna, sem af voru numdar misfellur í baksviði ör- bylgjanna." DACBOK Fimmtudagur 18 ágúst 230. dagur ársins -135 dagar eftir. 33.vlka Sólris kl. 5.27 Sólarlag kl. 21.34 Dagurinn styttist um 7 mínútur Ljóbatónleikar Gerbu- bergs endurteknir Uppselt er á Ljóðatónleika Gerðubergs, íslenska einsöngs- lagib, í Borgarleikhúsinu á af- mæli Reykjavíkur fimmtudag- inn 18. ágúst. Landsmenn hafa sýnt íslenska einsöngslaginu mikinn áhuga og var því ákveð- ið að endurtaka tónleikana með sömu dagskrá á mánudag- inn 22. ágúst kl. 20.30. Þaö má teljast sérstakur vibburður á Is- landi ab svo einstakir lista- menn sem Garðar Cortes, Kol- beinn Ketilsson, Kristinn Sig- mundsson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sólrún Bragadóttir og Sverrir Guöjónsson komi sam- an á einum tónleikum til að syngja íslensk einsöngslög. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir um 40 tónskáld s.s. Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinsson, Bjarna Þorsteinsson, Björgvin Gubmundsson, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Helgason, Hjálmar H. Ragnars- son, Inga T. Lárusson, Jón Ás- geirsson, Jón Leifs, Karl Ottó Runólfsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Pál Isólfsson, Sig- valda Kaldalóns, Steingrím Hall, Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Þórarin Guðmundsson o.fl. Jónas Ingimundarson, pí- anóleikari og umsjónarmaður íslenska einsöngslagsins, spilar með á píanó. Ljóðatónleikarnir eru liður í menningardagskrá sem tileink- uð er íslenska einsöngslaginu Félaq eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur kl. 13 í Risinu í dag. 27. ágúst farið um Nesjavelli, Þingvelli og í Básinn í Ölfusi. Mibaafhending til kl. 16, mánudaginn 22. ágúst á skrif- stofu félagsins. Er hægt ab skilja list? Föstudagskvöldið 19. ágúst mun Þorsteinn Gylfason heim- spekingur halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Fyrir- lesturinn nefnist „Er hægt að skilja list?" Enginn aðgangseyrir og Geröuberg stendur fyrir á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Miðasala er nú í fullum gangi í Borgarleikhúsinu og er opið frá kl. 13 til 18. Miðapantanir í síma Borgar- leikhússins 680 680. Danssýning í Árbæjarsafni Danssýning verður fyrir fram- an Dillonshús í Árbæjarsafni sunnudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Rumba og la Samba voru tískudansarnir árib 1944. Dans- skóli Jóns Péturs og Köru munu sýna þessa dansa eins og þeir eru í dag. Fengist verður við skógerð, út- skurð og lummubakstur í Árbæ, gullsmiður veröur í Suðurgötu 7 og gestum gefst færi á að sjá prentara að störfum í Miöhúsi. Karl Jónatansson leikur á harmóniku eftir hádegi og að vanda eru ljúffengar veitingar á boðstólnum í Dillonshúsi. TIL HAMINGJU Gefin voru saman þann 23.07.94 í Háteigskirkju þau Guðrún Jakobsdóttir og Júlí- us Kristjánsson af Séra Sigur- jóni Árna Eyjólfssyni. Þau eru til heimilis að Lindarbergi 28, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND, Hafnarfirbi HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. ágúst 1994. Mánaéargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir ...........................11.096 Full tekjutrygging ellilíleyrisþega..........27.221 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........27.984 Heimilisuppbót................................9.253 Sérstök heimilisuppbót........................6.365 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlag v/1 bams .............................10.300 Mæðralaun/feóralaun v/1 barns.................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ...........11.583 Fullur ekkjulífeyrir........................12.329 Dánarbætur (8 ár (v/slysa)...................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einslaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einsfaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framlæri ....142.80 í águst er greiddur 20% tekjutryggingaraiki (oriofsuppbót) á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisupp- bót TekjutryggingaraJdnn er reiknaður inn í telqutrygging- una, heimilisuppbótina og sérstöku heimilisrppbótina. í júli var greiddur 44.8% tekjutryggingaraugi. Bætur eru því heldur lægri nú en i júlí. GENGISSKRÁNING 17. ágúst 1994 kl. 10,52 Opinb. vlðm.gengi Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandarikjadollar 68,43 68,61 68,52 Sterlingspund ....105,20 105,48 105,34 Kanadadollar 49,73 49,89 49,81 Dönsk króna ....11,047 11,081 11,064 Norsk króna 9,968 9,998 9,983 Sænsk króna 8,662 8,688 8,675 Finnskt mark ....13,217 13,257 13,237 Franskur frankl ....12,789 12,827 12,808 Belgfskur frankl ....2,1291 2,1359 2,1325 Svissneskur frankl. 52,20 52,36 52,28 Hollenskt gyllini 39,08 39,20 39,14 Þýskt mark 43,89 44,01 43,95 itölsk Ifra ..0,04295 0,04309 0,04302 Austurrískur sch 6,236 6,256 6,246 Portúg. escudo ....0,4274 0,4290 0,4282 Sþánskur pesetl ....0,5251 0,5269 0,5260 Japanskt yen ....0,6818 0,6836 0,6827 írsktpund ....103,77 104,11 103,94 Sérst. dráttarr 99,46 99,76 99,61 ECU-Evrópumynt.... 83,39 83,65 83,52 Grfsk drakma ....0,2896 0,2906 0,2901 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRl 96-21715 PÖNTU'M BÍLA ERLENDIS interRent Europcar » r r t r •? t i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.