Tíminn - 24.08.1994, Síða 1

Tíminn - 24.08.1994, Síða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Miðvikudagur 24. ágúst 1994 156. tölublað 1994 Svar viö fyrirspurn um sumarfrí borgarstjóra: Hefur sama rétt og fyrri borgarstjórar „Gera veröur ráð fyrir að launa- deild og starfsmannahald borg- arinnar sé fullfært um að af- greiða orlofsmál þessara tveggja einstaklinga í samræmi við þær reglur og venjur um þau mál sem gilda í borgarkerfinu," segir í svari borgarstjóra við fyrir- spurn borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um sumarleyfi borgarstjóra og aðstoðarmanns hans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins spurðu hvort borgarstjóri og aö- stoðarmaður hans hefðu sent skriflega tilkynningu um launa- laust leyfi til starfsmannahalds borgarinnar þann tíma sem þær voru í sumarleyfi. í svarinu kem- ur fram að slík tilkynning hafi ekki verið send, enda hafi starfs- mannastjóra, sem öðrum, verið ljóst að umræddir starfsmenn voru í sumarleyfi. Borgarstjóri hafi væntanlega sama rétt og fyrrverandi borgarstjórar og að- stoðarmaður hans sama rétt og aðrir opinberir starfsmenn. ■ Landssamband sauöfjárbœnda á aöalfundi: Óbreyttur kvóti Frá |óni Danielssyni, fréttaritara Tím- ans í Hrútafirbi: Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda að Reykjum í Hrútafirði samþykkti í gær Vel gengur aö ráöa kennara alls staöar á landinu: Leiðbein- endum fækkar enn Tiltölulega vel hefur gengið að ráða í kennarastöður fyrir skólaárið sem hefst í næsta mánuði alls staðar á landinu. Hlutfall kennara meö réttindi hefur hækkað undanfarin ár og ber flestum saman um að það veröi svipaö eöa hærra í ár en það var í fyrra. Á fræðsluskrifstofum landsins fengust þær upplýsingar að bú- ið væri að ráöa í flestar kennara- stöður þótt víða eigi enn eftir að ganga frá ráðningu stunda- kennara í einstakar greinar. Hlutfall kennara með réttindi hefur víðast hvar hækkað und- anfarin ár og þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir varðandi næsta skólaár telja flestir að það verði svipað eða hærra en í fyrra. Hlutfallið er lægst í Vest- fjarðaumdæmi eöa um 65-70% en þar hefur það samt hækkað mikið frá því fyrir nokkrum ár- um þegar um helmingur var með réttindi. Á Norðurlandi vestra er hlutfalliö um 72-73% og hefur verið það frá árinu 1991 þegar það hækkaði um heil tíu prósent á milli ára. Á Austurlandi, Suburlandi og Vesturlandi er hlutfall kennara með réttindi á bilinu 80-90% og alls staðar hefur leiðbein- endum fækkað ár frá ári. Á Reykjanesi manna kennarar með réttindi flestar stöbur í öllu umdæminu. ■ að mæla með óbreyttum framleiðslurétti fyrir haustið 1995, þrátt fyrir þá hækkun greiðslumarks sem Tíminn greindi frá í gær. Fari landbúnaðarráðherra að tillögum fundarins verður þannig úthlutað alls 7.400 tonna framleiðslurétti til bænda fyrir verðlagsárið 1995- 1996. Þessi tala er óbreytt frá þeim framleiðslurétti sem gildir nú í haust þótt reiknað greiðslu- mark hafi hækkað um 150 tonn á milli ára. Ástæðan fyrir þessari tillögu fundarins er einkum sú að kjötbirgðir eru enn of miklar, þótt þær hafi minnkað um 100 tonn frá því í fyrra. Fundurinn var raunar ekki sammála um þessa niður- stöðu. Karl Sigurður Björns- son, bóndi í Hafrafellstungu í Öxarfirði, lagði til að úthlutað yrbi 7.500 ton'num, en breyt- ingartillaga hans var felld með 8 atkvæðum gegn 19. ■ Um þessar mundir er veríb ab vinna vib dcelustöbina íÁnanaustum í Reykjavík, en eins og kunnugt er hefur mikib átak stabib yfir f frárennslismálum borgarinnar undanfarin misseri. Hér má sjá Hösk- uld Eyfjörb vib vinnu sína í góba vebrinu ígcer og ekki er annab ab sjá en honum faríst smíbin býsna vel úr hendi. Tímamynd C S Otvegsmenn og ráöherrar funda á Akureyri um framhald úthafsveiöa í Barentshafi. Fulltrúum sjómanna ekki boöiö: Úthafsveiöar virðast vera einkamál útgerba Stjóm LIÚ, útgerðarmenn út- hafsveiðiskipa ásamt utanrík- isráðherra og sjávarútvegsráð- herra hittast á sameiginlegum fundi um framtíð fiskveiöa í Barentshafi á Akureyri í dag, klukkan 10. Athygli vekur aö á fundinn var ekki boðaður neinn fulltrúi frá hagsmuna- samtökum sjómanna. Óskar Vigfússon, formabur Sjó- mannasambands íslands, segir að það sé hálfskrýtið, svo ekki sé meira sagt, að forystumönnum sjómanna skuli ekki hafa verið bobiö ab fylgjast meb úthafs- veiðifundinum sem fram fer á Akureyri í dag. Hann segir ab samkvæmt því virðist sem sjó- menn eigi engra hagsmuna að gæta varðandi úthafsveiðarnar, en hátt í 500 sjómenn eru í áhöfnum úthafsveiðiskipanna þar nyrðra. Óskar segir ab þegar á reyni, virðist sem það séu að- eins útgerðarmenn sem standi í eldlínunni í Barentshafi, þótt stjórnmálamenn og aðrir láti einatt í veðri vaka ab þar séu líka sjómenn. Sveinn H. Hjartarsson, hag- fræbingur LÍÚ, segir ab fundur- inn á Akureyri sé stjórnarfundur LÍÚ og á þann fund hafi verið boðaðir fulltrúar útgerða út- hafsveiðiskipa til skrafs og ráða- geröa ásamt ráðherrum utanrík- ismála og sjávarútvegar. Hann býst við að fundinn muni sitja 40 - 50 manns, en hann verbur haldinn í Alþýðuhúsinu þar nyrðra. Á þessum fundi munu útvegs- menn krefja ráðherrana m.a. svara um hvers sé ab vænta af hálfu stjórnvalda varöandi út- hafsveiðarnar, réttarstöðu ís- lendinga á Svalbarðasvæðinu og hvort vísa eigi fiskveiðideilunni til Alþjóðadómstólsins í Haag eða reyna enn frekar að fá Norð- menn að samningaboröinu. Auk þess er viðbúið að menn muni skiptast á skoðunum um það hvort Islendingar eigi að marka sér ábyrga fiskveiðistefnu í Barentshafi með því að ákveða einhliða hversu mikið þeir eigi að veiða þar af þorski til að koma í veg fyrir ofveiöi. Þá er líklegt að meðal útgerbarmanna úthafsveiðiskipa veröi rætt hvort hagsmunum þeirra sé bet- ur borgib með stofnun sérstakra samtaka. Ab sama skapi er vib- búið að á fundinum verbi reifuð sú hugmynd hvort reyna eigi enn frekar á réttarstöðu Norð- manna á Svalbarðasvæðinu með því að senda þangað togara til þess eins að láta Norðmenn taka hann og færa til hafnar. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.