Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 4
4
ttMmi
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 105 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmi&ja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Samskipti ríkis
og sveitarfélaga
Þaö vakti nokkra athygli á þingi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga sem nú er nýlokiö aö félags-
málaráöherra lýsti yfir þeirri stefnumörkun aö al-
mennt eigi tekjustofnar sveitarfélaga aö vera rúm-
ir. Ráöherra sagöi m.a. um þetta mál í ræöu sinni á
þinginu: „Þar er engin þörf á gólfi, og þakiö á aö
liggja hátt. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eiga
aö hafa svigrúm til skattlagningar og bera ábyrgö á
þjónustu og framkvæmdastigi og standa og falla
meö þeim ákvöröunum á fjögurra ára fresti. Valdi
fylgir ábyrgö, þannig er lýöræöiö."
Þessi orö ráöherrans bera vott um stefnubreyt-
ingu í félagsmálaráðuneytinu. Þaö eru ekki nema
nokkrir mánuöir síðan lágmarksútsvarsálagning
var lögfest á Alþingi aö frumkvæöi Jóhönnu Sig-
uröardóttur, forvera Guðmundar Árna. Væntan-
lega hefur sú lagasetning átt að samræma nokkuð
útsvarsálagninguna hjá einstökum sveitarfélögum
og koma í veg fyrir mikið misræmi.
Þetta mál snertir almennt samskipti ríkis og sveit-
arfélaganna og er þaö álitamál hvað ríkið á aö reka
mikla forsjárhyggju gagnvart sveitarfélögunum.
Þaö er æskilegt að svigrúm sveitarfélaganna sé sem
mest, en þó verður ekki hjá því komist að ríkis-
valdiö setji ákveðnar viðmiðanir í hinum ýmsu
málaflokkum til þess aö koma í veg fyrir mjög mis-
munandi kjör þjóðfélagsþegnanna.
Þetta er og hefur veriö deilumál, en félagsmála-
ráöherra hefur þarna boðað mjög veigamikla
breytingu í frjálsræðisátt fyrir sveitarfélögin, og
hann hefur þá um leið í raun lýst því yfir að aö-
gerð ríkisstjórnarinnar í vor aö setja löggjöf um
8.4% lágmarksútsvar hafi verið óþörf.
í samskiptum ríkis og sveitarfélaga er nauðsyn aö
trúnaður ríki. Misbrestur hefur verið á slíku, og nú
virðist enn eitt deilumáliö vera upp komið milli
ríkisvaldsins og sveitarfélaganna. Gert var ráð fyr-
ir aö 600 milljóna króna greiðsla sveitarfélaga í At-
vinnuleysistryggingasjóö, sem var framhald af
svokölluðum „löggukskatti", yrði ekki innheimt á
næsta ári. Félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra
skrifuðu undir samning um þetta mál fyrir síöustu
áramót. Ekki hafa komið afdráttarlaus svör um
þaö frá ríkisstjórninni hvort efna eigi samninginn,
og látiö hefur veriö aö því liggja að innheimta eigi
einhvers konar gjald áfram. Sveitarstjórnarmenn
sáu ástæöu til þess aö samþykkja um þetta sérstaka
ályktun á þingi sínu á Akureyri, þar sem sagt er aö
ekki komi til greina aö framlengja greiðsluna.
Þaö kann auövitaö ekki góöri lukku aö stýra aö sí-
fellt sé verið aö efna til nýrra árekstra milli ríkisins
og sveitarfélaganna. Af því leiðir vont andrúmsloft
í samskiptum, en þaö er aldrei nauðsynlegra en nú
aö þau séu meö skikkanlegum hætti. Fram undan
eru veigamiklir samningar við ríkið um flutning
grunnskólans, tilraunasveitarfélög og um áfram-
haldandi verkefnatilfærslu. Þaö skiptir afar miklu
máli aö vel takist til og allar þessar breytingar verði
til farsældar. Sífelldir árekstrar í tengslum viö gerö
fjárlaga mega ekki setja þær í voða.
WlHÍIHI Laugarda'gUt 3‘. septéitibeH994
Birgir Cuömundsson, skrifar:
Svart/hvítar hetjur
Talsverð umræða hefur í vik-
unni spunnist um rekstur ríkis-
útvarpsins í kjölfar samantektar
sem ungir sjálfstæðismenn
kynntu og afhentu fjármálaráð-
herra og kölluöu „svart/ hvítan"
lista yfir vel og illa rekin ríkis-
fyrirtæki. Hér verður ekki lagður
dómur á þau vinnubrögð sem
ungir sjálfstæðismenn viðhöfðu
við gerö þessa lista enda hefur
undirritaður ekki kynnt sér það
aö neinu gagni. Hins vegar
vakna óneitanlega ýmsar spurn-
ingar þegar menn fara að velta
fyrir sér tilganginum með svona
reikniæfingum og sú sem fyrst
vaknar er að sjálfsögöu sú hvort
ungir sjálfstæbismenn séu ekki
meb þessa uppákomu eingöngu
til ab vekja athygli á sér. For-
maðurinn vilji fyrst og síðast slá
pólitískar keilur í innanflokks-
framapoti og jafnvel í leiöinni
vekja athygli á einhverjum
fundum sem framundan eru.
Fyrir okkur sem vinnum hér á
Tímanum, blaði sem orðað hef-
ur veriö við félagshyggju, komu
fréttir af svart-hvíta listanum
nokkub á óvart þrátt fyrir ab
flestir fjölmiðlar aörir en Tím-
inn (nema e.t.v. ríkisfjölmiðl-
arnir) virðist hafa verið boðaðir
til kynningarfundar um málið
þar sem ráðherra var afhentur
listinn. Óhjákvæmilega fær
maður það á tilfinninguna að
nærveru Tímans hafi ekki verib
óskað þegar fagnaðarerindi
sjálfstæðisdrengjanna var boð-
ab. Það er þá svipab og hjá
Benny Hinn sem bannaði öðr-
um en réttrúuðum fjölmiðlum
aögang að trúarsamkomunni í
Hafnarfirði á dögunum enda
efasemdarmenn til þess eins
fallnir að varpa skugga á dýrð
málstaðarins.
Bobskpurinn
opinberabur
Morgunblaðið og Stöö 2 sáu
hins vegar um að upplýsingarn-
ar streymdu frá pólitískri trúar-
vakningu SUS til landsmanna
og satt ab segja hljóta menn að
setja spurningamerki við þá
umfjöllun sem Stöð 2 hafði af
þessu máli. Enginn velktist í
vafa um að þessir tveir miðlar
voru í hlutverki Omega fyrir
ungliðatrúbobið, enda tengsl
SUS við Moggan vel þekkt og
formaður SUS gegnir trúnabar-
störfum í Menningarsjóði út-
varpsstöbva fyrir Stöð 2. Þessi
augljósu tengsl SUS inn á Stöb 2
gefa ein og sér tilefni til þess að
menn tortryggi niburstöður
SUS um ab Ríkisútvarpið sé óal-
andi og óferjandi fjölmiðill
hvað reksturinn varðar. Slíkum
efasemdum var þó ekki fyrir aö
fara í fréttum Stöðvarinnar af
málinu og sú stabreynd að
fréttastofan marg tuggði sömu
hlutina úr þessum svart/hvíta
lista í fréttatímum sínum án
allra fyrirvara veldur óneitan-
lega vonbrigðum. Vonbrigðin
verba sínu meiri vegna þess að
þessi fréttastofa hefur gefið út
ab hún líti hagsmunatengsl svo
alvarlegum augum ab frétta-
maður beinlínis var rekinn fyrir
að taka sæti í stjórn fyrirtækis-
ins fyrir hönd starfsmanna. Þá
var talaö um — að hugsanlega
gætu einhverntíma í framtíð-
inni skapast hagsmunaárekstrar
milli fréttamannsins og stjórnar
fyrirtækisins. Að bera síðan á
borð sem hinn endanlega sann-
leik yfirlýsingar formanns SUS,
sem reynist líka vera fulltrúi
Kristján
55S
i\ »•>
V, ímorgun j
: m J
X augWs
óðturi'
bitV
1»
Keflavikur
strákar
- siá bls. 26
Lánþegum
fiölgaráný
Ríl
JSZ.5T 'rnr
: P Veltafyrírsér í
Stöbvar 2 í Menningarsjóði, um
slæman rekstur hjá RÚV er auð-
vitab ekkert annab en hjákát-
legt. En þó fréttastofa Stöðvar 2,
sem rekur fólk fyrir hugsanleg
hagsmunatengsl, virki kindar-
leg í þessu svart/hvíta SUS máli
þá er ekki þar með sagt að ekkert
geti verið athugavert við rekstur
Ríkisútvarpsins og þá hug-
myndafræði sem RUV byggir á.
Hallæris viöbrögb
RÚV
Ríkisútvarpiö er vissulega
gagnmerk stofnun sem lands-
menn eru flestir mjög ánægðir
með og þess vegna var þab ekki
síður hallærislegt ab heyra
hvernig sú stofnun brást við
SUS skýrslunni. Að fá fjármála-
stjóra RÚV í viðtal í RÚV til að
spyrja hann hvort RÚV væri
nokkuö illa rekið, eru full „sov-
éskir" tilburðir til að hljóma
sannfærandi á íslandi! Sannleik-
urinn er auðvitað sá ab þaö er
löngu tímabært ab hefja skyn-
samar umræbur um hvar og
hvernig Ríkisútvarpiö getur afl-
að sér tekna. RÚV er í bullandi
samkeppni á auglýsingamark-
aðinum og það sem RÚV tekur
til sín á þeim vettvangi fer ekki
til annara fjölmiðla. Hlutverk
ríkisútvarpsins er ab standa
vörð um menningalega fjöl-
miðlun og tryggja að lands-
menn hafi abgang að góðu út-
varps- og sjónvarpsefni á ís-
lensku. Öryggishlutverk Rúv er
auðvitað eitthvað en trúlega of-
metið á seinni árum. Enginn
dregur í efa að Ríkisútvarpið
sinnir þessum skyldum sínum.
Hins vegar er spurning hvort
ekki sé hægt aö sinna þessu með
ódýrari hætti og hvort sú stað-
reynd að risastofnun eins og rík-
isútvarpið hafi ekki á umliðnum
árum sölsað til sín svo stóran
hluta af tekjumöguleikum ann-
ara fjölmiðla í krafti öflugs
dreifingarkerfis og nefskatts að
RÚV sé beinlínis að vinna
menningarlega skemmdar-
verkastarfsemi og vinni þar með
gegn skilgreindu hlutverki sínu.
Slík skemmdarverkastarfsemi
fælist þá í því ab þessi ríkisfjöl-
miðill tekur undir sig gríðar-
stóra sneið af heildar auglýs-
ingatekjum fjölmiðla sem þýöir
ab minna er til skiptanna fyrir
abra og fjölmiðlaflóran fátæk-
legri og blaðamennskan veikari.
Umræöan á
rétt á sér
Svart-hvítir listar frá ungum
sjálfstæðismönnum eru þó tæp-
lega sá grundvöllur sem hægt er
að byggja á umræbu um hlut-
verk og skyldur Ríkisútvarpsins.
Frjálshyggjumenn undangeng-
inna ára og markaðsséníin í SUS
hafa haft það fyrir eftirlætisiðju
lengi að sparka í RÚV. Þau spörk
hafa hins vegar verið ungæð-
ingsleg og mörkuð hugmynda-
fræðilegum trúarsetningum,
þannig að það eitt aö selja eða
leggja niður ríkisútvarpið hefur
orðið að eins konar lausnarorði
í mannkynsfreslun ungra sjálf-
stæðismanna.
Umræðan um umgengni ríkis-
fjölmiðla um auglýsingamark-
aðinn á engu að síbur erindi,
því hún er að öbrum þræði um-
ræba um frjálsa fjölmiðlun og
möguleika fjölmiðlunar í land-
inu almennt. Þegar eru dæmi —
átakanleg dæmi — um úrræði
sem blöö, tímarit og útvarps-
stöðvar grípa til í því skyni aö
ná sér í auglýsingar. Eitt slíkt var
til umfjöllunar í DV í gær þar
sem pólitískir samningar viö
Hafnarfjarðarkrata virðast hafa
ráðið því að Alþýðublaðið gat
klippt út auglýsingar úr öbrum
blöðum frá Hafnarfjarðarbæ, og
birt án þess að biðja sérstaklega
um leyfi. Slík vinnubrögð eru
sem betur fer einsdæmi og krat-
arnir hafa enn einu sinni brotiö
blað og að þessu sinni ljáð orð-
inu „sjálftökulið" nýja merk-
ingu. Samkvæmt einhæfum
mælikvörðum markabshyggj-
unnar á svart/hvítum SUS list-
um myndi þessi sjálftaka vænt-
anlega flokkast undir „góban
rekstur" því verið er að ná
fjármagni inn í fyrirtækið.
Það skyldi þó aldrei vera ab
Ámundi Ámundason, fram-
kvæmdastjóri Alþýðublaðsins
með meiru, verði á endanum
svart/hvíta hetjan ungra sjálf-
stæðismanna. ■