Tíminn - 03.09.1994, Qupperneq 10
10
■^rr-
QDfHiH
Laugardagur 3. september 1994
Bændur stunda skóg-
rækt í vaxandi mæli
jón Loftsson skógrœktarstjóri.
S
trúlega stórstígar fram-
farir og breytingar hafa
orbib í skógrækt hér á
landi síöustu fimm árin. Má þar
nefna að plöntuframleiðsla hef-
ur vaxið stórlega, farið úr einni
og hálfri milljón á ári í sex
milljón plöntur sl. ár. Land-
græðsluskógaátakið, sem hófst
fyrir þrem árum, er orðið að
þjóðarvakningu. Á vegum Hér-
aösskóga eru gróðursettar ár-
lega um milljón plöntur og áð-
ur en margir áratugir líða verð-
ur Upphérað að miklu leyti
vaxið samfelldum skógi. Bænd-
ur víða um land vinna að skóg-
rækt í stórum stíl. Félög, fyrir-
tæki og einstaklingar í þús-
undatali leggja skógrækt lið
með fjárframlögum og vinnu.
Það er því ekki úr vegi að taka
þann mann tali, sem mesta yf-
irsýn hefur um framkvæmdir í
skógrækt nú og í næstu fram-
tíð. Jón Loftsson skógræktar-
stjóri svarar nokkrum spurn-
ingum fyrir Tímann.
■ Hvab er framundan hjá
Skógrækt ríkisins á allra
næstu árum?
„Meginverkefnin eru að sjálf-
sögðu að halda áfram því, sem
viö erum að gera, og gera að-
eins betur. Það eru miklar
breytingar að eiga sér stað ein-
mitt núna. Ein er sú að bændur
eru í mjög vaxandi mæli farnir
að taka þátt í skógrækt, og ég
held að sú þróun haldi áfram
og er líklega lengst komin hér á
Héraði í sambandi við verkefni
Héraösskóga. Nú er unnið aö
því að koma á svipaðri áætlun
annars staöar og nú þegar er
stunduð nytjaskógrækt á bú-
jörðum víða um land, þó það
sé ekki í jafn stórum stíl og
ekki á nákvæmlega sömu for-
sendum og Héraðsskógaáætl-
unin er. Þetta þýðir um leið
breytingar fyrir Skógrækt ríkis-
ins. Henni er lögð sú skylda á
herðar að sjá um áætlanagerð,
eftirlit og fræöslu varðandi
þessar framkvæmdir, eða þaö
sem ég hef kallað skógarþjón-
ustu Skógræktar ríkisins. Það
kemur til með að veröa miklu
víðtækara verkefni hjá Skóg-
ræktinni í framtíðinni, þó ég
hafi þá trú að enn um langt
skeiö verði Skógrækt ríkisins
líka að vera öflugur fram-
kvæmdaaðili. Við höfum yfir
ab rába mörgum af helstu
skóglendum landsins. Við höf-
um fagfólk, við höfum þekk-
ingu og eigum að baki 90 ára
sögu í skógrækt, þannig ab
auðvitað verða skógræktar-
menn að leita í smibju til Skóg-
ræktarinnar um framkvæmdir
og þar viljum við vera reiðu-
búnir til aðstoðar.
Ég skipti gjarnan starfsemi
okkar í þrjá geira. Það er í fyrsta
lagi það sem ég kalla fram-
kvæmdadeildir, sem eru skógar-
varðaumdæmin sem sjá um
skóglendin og gróbrarstöðvar
og sinna framkvæmdum. Þar
með talið er móttaka ferba-
manna. Þaö hefur orbib mikil
áherslubreyting á síbustu árum
í því að opna skógana. Þaö verö-
ur annaö hlutverk ríkisskóganna,
sem eru jú eign okkar allra, að sjá
til þess aö allir hafi aö þeim
Viötal vib \ón
Loftsson skóg-
rœktarstjóra
greiðan aögang og geti dvaliö þar
aö vild.
Annar hluti okkar starfs er
skógarþjónustan, sem er hugs-
uð þannig að í hverjum lands-
fjórðungi verði starfandi skóg-
ræktarrábunautur. Þeir eru nú
þegar hér á aðalskrifstofu á Eg-
ilsstöðum, á Mógilsá og ég
vona ab á þessu ári taki einn til
starfa fyrir Norburland og strax
á næsta ári einn fyrir Suður-
land. Þeir sinna fyrst og fremst
áætlanagerð og eftirliti meb rík-
isstyrktri nytjaskógrækt á bú-
jöröum, meðfram því að vinna
fyrir skógarverði Skógræktar-
innar. Þetta álít ég mjög mikils-
verðan þátt. Ég sé þessa skóg-
ræktarráðunauta í nánu sam-
starfi vib búnaðarsamböndin,
en samstarf Skógræktar ríkisins
og búnabarsamtakanna hefur
verib með ágætum. Skógræktar-
ráðunautar sinna fræbslu og
leibbeiningum fyrir almenning
í landshlutanum.
Þriðji þátturinn er svo rann-
sóknir. Þeirra hlutverk er að
tengja þetta allt saman og þær
eru sá grunnur sem allt starfið
byggist á. Þar eigum við mjög
öflugt lib við rannsóknarstöð-
ina á Mógilsá. Þaban fara sér-
fræðingar og stunda rannsóknir
í tilraunareitum okkar, sem eru
um allt land. Einmitt þessvegna
eru þetta dýrar rannsóknir, því
þeim fylgja mikil ferðalög og
kostnabur. Þetta er ramminn
sem við störfum eftir og ég álít
að rannsóknir, skógarþjónustan
og þab að gera skóglendin aö-
gengileg fyrir alla verði stærra
hlutverk í framtíðinni en verið
hefur. Áherslan hefur lengst af
verið á framkvæmdum og því
eru til þessir ungskógar sem við
eigum núna."
■ Hve stór eru þau svæbi
sem talin eru vænleg til
skógræktar og hvaba teg-
undir henta best á hverju
fyrir sig?
„Áður en ég svara þessari
spurningu vil ég ræða um þab
hvernig viö skiptum gjarnan
skógræktinni í þrjá mismun-
andi þætti, þ.e. nytjaskógrækt,
landgræðsluskógrækt og úti-
vistarskógrækt. Þetta eru hug-
tök sem hafa fest í hugum
manna, en ég hef sjálfur verib
að reyna ab koma því á aö þetta
verði kallab einu nafni fjöl-
nytjaskógrækt. Landgræðslu-
skógur, sem upphaflega er
ræktabur til að byggja upp og
binda jarbveg, getur seinna
orðib útivistarskógur og jafnvel
enn síðar og jafnframt nytja-
skógur. Hallormsstabarskógur
er gott dæmi um þetta. Hann
var í upphafi þessarar aldar ab-
eins fáir hektarar, en síðar var
hann friöaður og var náttúran
lengi vel látin sjá um stækkun-
ina. Þab tekur auðvitað lengri
tíma. Hann var síðan og er not-
aður til útivistar og nú er þetta
orðinn nytjaskógur. Þar er unn-
inn borðviður, arinviður og í
skjóli birkiskógarins eru ræktuð
jóíatré.
En að því er varðar þetta með
vænlegustu svæði fyrir skóg-
rækt, þá hefur verið gerð úttekt
sem liggur fyrir í skýrslu land-
nýtingarnefndar. Hún byggir á
gögnum sem Haukur Ragnars-
son skógarvörður gerði, þar
sem hann leggur fyrst og fremst
veðurfarslega þætti til grund-
vallar, hitastig og úrkomu.
Þannig mat hann hversu stór
svæði það væru þar sem við
gætum ræktað mismunandi
skóga. Og þaö liggur aiveg Ijóst
fyrir aö við getum ræktaö skóg
hvar sem er á ísiandi. En timbur-
skóg ræktum við á miklu minni
svæðum.
Stærsta samfellda nytjaskóga-
svæöið er á Suöurlandi. Fljóts-
dalshérað er stórt svæði, svo og
innsveitir í Eyjafiröi og inndalir
á Norður- og Vesturlandi. Á
Suburlandi höfum við miklu
minni reynslu í skógrækt en
t.d. á Héraöi. Þó að veðurfars-
legar forsendur séu taldar
heppilegar þar, þá er sú reynsla,
sem við höfum, fengin undir
hálendisbrúninni í Haukadal,
Laugardal, Þjórsárdal. Þab eru
vissulega allt önnur skilyrði
þegar kemur niður á sléttuna, í
Flóa og þar niður frá, þar sem
vindur gnauðar. Vindálagið er
kannski erfibasti þátturinn sem
við er að berjast í upphafi. En
það er líka bara upphafsþáttur.
Þegar við höfum byggt upp
skjól með skjólbeltum, á ég von
á að draumurinn rætist um að
stærsti samfelldi skógur lands-
ins verði á Suðurlandsundir-
lendinu.
Svo er þetta alltaf spurning
um landnytjar. Þab er verib að
nýta þetta land á annan hátt í
dag. Beitin er vissulega einn
sterkasti landnýtingarþátturinn
ennþá. Þab er líklegasta eitt-
hvert það gleöilegasta, sem
gerst hefur hér í tengslum við
Héraðsskógaáætlunina, ab við
erum að ná því markmiði að
Fljótsdalshérað veröi friðað að
mestu leyti frá fjöru til fjalls.
Innan þessa friðaða svæðis hafa
menn sinn búsmala, hver sem
hann er, í girtum hólfum, en
landinu er að stærstum hluta
ráðstafab til skógræktar. Og þá
er þab ab náttúran hjálpar okk-
ur mikib. Hér eru stór svæbi þar
sem er ab vaxa upp náttúrlegur
birkiskógur, en víðikjarr kemur
í votlendisjöðrum. Þetta verður
til þess, ásamt hinum plantaða
Hérabsskógi, ab gera heildar-
myndina af Héraðinu miklu
eðlilegri og vinalegri en gerist
þar sem eingöngu er um að
ræða ræktaðan skóg í beinum
röðum. Þessi náttúrlega upp-
græðsla verður vegna þess ab
við erum búin ab ná tökum á
beitarmálunum. Þannig munu
verba til mjög skemmtileg
skóglendi á Héraði."
■ Hverjar eru aðaltegundir
trjáa fyrir hvern landsfjórb-
ung?
„Það er mismunandi eftir
landsháttum. ísland er stórt
land meb ólíkar aðstæður. Trjá-
tegundir til ræktunar hér sækj-
um vib víösvegar að af norð-
lægum slóðum á hnettinum. Ég
get nefnt hér abaltegundir fyrir
hvert svæði. Hér á Hérabi hefur
lerki frá Rússlandi verið aðal-
tegundin fram ab þessu, en ler-
kið er frumherji og inn í það
viljum vib blanda öðrum teg-
undum sem njóta þá skjóls af
lerkinu. Á Suðurlandinu er
sitkagreniö abaltegund. Þab
þarf mikla úrkomu. Á Vestur-
landi er þab stafafura sem hefur
verið hvab vænlegust, hún er
nægjusamari en grenið. Sem
aðaltegund fyrir Norðurland
væri það kannski það sem við
köllum sitkabastarð, sem er
blendingur af sitkagreni og
hvítgreni. Hann þarf ekki eins
mikinn raka og sitkagreni, en er
nægjusamari hvað varðar jarð-
veg. Það passar mjög vel um
mörg svæði fyrir norðan. En
auðvitab teljum við að þetta
verði allt meira og minna
blandaðir skógar, þegar tímar
líða. Það er aðeins spurning um
ab byrja með rétta tegund til að
mynda skjól, en þegar það er
komið er ekkert í veginum fyrir
því ab aðrar og kröfuharbari
tegundir komi á eftir."
■ Og þá er þessi spennandi
spurning um hvort viö get-
um átt von á ab sjá nýjar
tegundir í ræktun hér í
framtíbinni.
„Nú eru komnar yfir hundrað
tegundir, sem hafa verið reynd-
ar hér í skógrækt. Af þeim eru
kannski tíu sem hér eru not-
hæfar sem raunveruleg skógar-
tré og einhverjar tegundir bæt-
ast sjálfsagt við. En fyrst og
fremst erum við að leita aö
heppilegri kvæmum af þeim
tegundum sem eru efnilegastar
hér, með því aö sækja fræ af
öðrum svæðum en áður.
Við getum tekið birkið okkar
sem dæmi. Það er mjög ólíkt
innbyrðis eftir því hvar það
vex. Ékki þó þannig að við get-
um ekki notað til dæmis Bæjar-
staðabirkið fyrir norðan, en það
hefur aðra eiginleika. Þó getum
við grætt vissa hluti með því að
sá fræi úr Bæjarstaðaskógi á
Vöglum. Bæjarstababirkiö hefur
lengri vaxtartíma, en það getur
þó lent í því að hafa ekki búið
sig undir vetur, þegar hann
skellur þar á fyrirvaralaust, og
heldur ab enn sé nóg sumar eft-
ir. Þannig eru tegundir sífellt ab
aðlaga sig staðbundnum að-
stæbum."
■ Hérabsskógar, eigum vib
kannski ab koma frekar ab
þvf?
„Já, það verkefni hefur gengið
vonum framar. Ég er mjög
ánægður að sjá það sem er ab
gerast hér. Þetta var eins og
draumsýn þegar við vorum að
byrja á þessari vinnu. Það eru
nú að verða tíu ár síðan þessari
hugmynd var varpað fram, og
þab tók nokkur ár ab koma
þessu af stað. Og þaö sem mér
finnst ánægjulegast er hvaö þátt-
taka bænda í verkefninu er mikil
og jákvæö. Maöur átti vissulega
von á ab sumir myndu taka
þessu sem fjarlægum skýja-
borgum, en sú varö ekki raun-
in. Það eru sífellt aö koma
fleiri bændur inn í áætlunina
og taka miklu meiri þátt í
gróbursetningu en við bjuggr
umst vib. Þab var reiknað með
að það þyrftu ab vera starfandi
vinnuflokkar sem sæju um alla
gróbursetningu, en bændur
meb sínu fólki hafa séð um
hana sjálfir, hver á sinni jörð.
Unglingar fá þarna vinnu tvo
mánuði eba svo á sumri.
Skemmtilega og mannbætandi
vinnu. Þessar fimmtíu milljón-
ir, sem koma inn í Héraðs-
skóga árlega, skapa þannig
mikla atvinnu. Ekki kannski