Tíminn - 03.09.1994, Síða 15
Laugard&gúr 3. septértibér 1994
©JUtfw*
15
Hermann Þorsteinsson
frá Langholti, Hraungeröishreppi
Fæddur 16. júní 1903
Dáinn 22. ágúst 1994
Daubinn gerir ekki boö á und-
an sér, og þó aö von sé á hon-
um, bregöur manni alltaf viö
þegar hann bankar á dyr. Ég
vissi alltaf innst inni aö hann
afi minn, Hermann Þorsteins-
son, myndi láta undan að lok-
um og fara yfir í annan heim,
hlutverk hans hér á jöröu yröi
senn á enda.
Þegar ég fékk hringinguna um
aö afi væri dáinn, fannst mér
þaö óréttlátt. Af hverju þurfti
hann að vera næstur? spurði ég
sjálfa mig og upp í huga mér
komu allar þær samverustundir
sem ég átti með afa.
Efst í huga mér eru dagarnir
sem ég átti uppi í Langholti á
vorin, í þeim tilgangi aö hjálpa
til viö sauðburðinn. Eflaust hef-
ur afa þótt ég þvælast meira fyr-
ir en að ég geröi eitthvað að
gagni.
Skemmtilegast fannst mér þeg-
ar vib fórum í fjárhúsin aö gá aö
nýbornum kindum. Því aldrei
var afi ánægöari en þegar hann
fann nýborna kind. Afi gekk
alltaf meb staf. Þetta var enginn
venjulegur stafur í augum 10
ára barns, þetta var stafur sem
var boginn í annan endann. Eft-
ir eina ferö í fjárhúsiö vissi ég til
hvers hann var. Hann var til
þess að afi gæti náö nýfæddum
lömbunum. Hann notabi
bogna endann til aö krækja um
hálsinn á lömbunum og togaði
þau varlega til sín, þar sem
hann eyddi dágóöum tíma í aö
bjóöa þau velkomin í þessa
framandi veröld sem beiö
þeirra.
Afi haföi alltaf nóg aö gera og
meðan heilsan leyfði sá hann
um kindurnar sínar, sem voru
honum allt; prjónabi sokka og
vettlinga handa hinum og þess-
um, og þegar hlé varö á prjóna-
skapnum stytti hann sér stund-
irnar og lagði kapal. Ég var
t MINNING
nokkuð stolt yfir því að eiga afa
sem kunni aö prjóna!
Afi lét aldrei fara mikið fyrir
sér; sagöi fátt, en samt stafaði af
honum einhver hlýja og öryggi,
sem ekki er hægt að tjá meö
oröum. Alltaf var stutt í brosið
hjá afa, ég man í raun aldrei eft-
ir honum öðruvísi en meö góöa
skapiö meðferðis. Hann tók því,
sem ab höndum bar, á þann
hátt sem honum einum var lag-
iö.
Það brást aldrei aö þegar maö-
ur kom blaðskellandi inn í
Langholtib og tilkynnti komu
sína meö tilheyrandi látum, þá
heilsaöi afi bara brosandi. Sat
hann þá oftast í stólnum sínum
við gluggann, annað hvort
prjónandi eöa leggjandi kapal.
Jú, stundum svaf hann, en það
var aldrei lengi! Og var hann þá
vanur aö segja á sinn rólega
hátt: „Nei, ert þú komin?"
Þab veröur tómlegt aö koma aö
Langholti í dag, vitandi þaö að
þar verður enginn afi sitjandi
við gluggann til aö heilsa og
spjalla viö um allt og ekkert, eöa
bara vera til staðar og hlusta.
Þaö, sem ég sé mest eftir, er
hversu sjaldan tími gafst til aö
fara upp aö Langholti. Maður
var alltaf á leiöinni eða færi bara
um næstu helgi, spáöi ekkert í
þaö aö einn daginn yrði afi ekki
þar lengur. Manni fannst afi
alltaf eins, og því var eins og
maður ætlaöist til þess að hann
yrði áfram á sínum stað. Og eft-
ir situr maður og nagar sig í
handarbökin. En ég hugga mig
við þá hugsun aö afi hafi veriö
hvíldinni feginn, hann var ekki
maöur til aö liggja inni á spít-
ala, háöur hjálp annarra. Var þá
ekki betra aö leggja af staö yfir
móöuna miklu?
Sama hversu mörg ár eiga eftir
að líða, þá mun ég aldrei
gleyma þér, afi minn. Þú munt
alltaf vera ofarlega í minning-
um mínum, sami gamli, góöi af-
inn sem tókst því sem aö hönd-
um bar meö mikilli þrautseigju.
Ég veit aö þér líður betur hvar
sem þú ert á þessari stundu
heldur en liggjandi inni á
sjúkrahúsi, kannski með þá
vissu í huga að þú kæmist aldrei
aftur heim. Ég veit að þér verður
vel tekiö hinum megin og megi
góður guð styrkja ömmu í sorg
sinni, því þab nær enginn að
fylla tómiö sem þú skildir eftir.
Guðbjörg
Dagur er aö kvöldi kominn.
Löngu ævistarfi hans afa er lok-
ib og hvíldin er komin. Her-
mann Þorsteinsson, eöa afi í
Langholti eins og viö systurnar
kölluðum hann, lést þann 22.
ágúst sl. í hárri elli.
Þaö er ótal margt sem kemur
upp í hugann, þegar ég hugsa
um þann tíma sem ég þekkti og
var samferða afa. Hann lifbi
tímana tvenna og ólst upp á
þeim tímum þegar tæknin var
hér óþekkt á íslandi, og þurfti
því snemma aö byrja að vinna.
Síöar breyttist þetta allt og bú-
skapurinn varð meira og meira
tæknivæddur. Afi fylgdist vel
með og hann var alltaf meö á
nótunum þegar rætt var um vél-
ar og önnur tækniatriði.
Þegar ég var að alast upp, var
þaö alltaf fastur liöur í tilver-
unni aö fara nokkra daga á
hverju vori til afa og ömmu í
Langholt og hjálpa til í sauð-
burðinum, þó ég vilji nú ekki
fullyrða hvort meira var gagniö
eða ógagniö í krakkaorminum.
Þrátt fyrir að ég hafi sjálf búið í
sveit, voru þessar vikuferðir í
Langholt nauðsynlegar og alltaf
var viss stemmning yfir því aö
vakna eldsnemma á morgnana,
fara meö afa og sækja mjólkina
og svo í fjárhúsin. Afi var mjög
rólegur maður og hafði mjög
gaman af sínu starfi. Alltaf gaf
hann sér tíma til að taka upp
litlu lömbin, tala viö þau og
knúsa.
Eitt atvik er mér sérstaklega
minnisstætt, þegar ég rifja upp
mínar dvalir í Langholti. Viö
vorum á leiö í fjárhúsin og
þurftum aö koma grasköggla-
poka meb okkur. Þar sem hvor-
ugt okkar kunni aö keyra trak-
tor, þá dundabi afi sér íengi við
aö binda reipi vel og vandlega
um pokann, skellti honum svo
á bakið og rölti á stað sínum ró-
legu skrefum, sem einkenndu
hann. Þrátt fyrir að þrír synir
byggju þarna á bæjarhlaöinu,
auk annarra sem heföu auðveld-
lega flutt pokann fyrir hann, þá
vildi hann „ekki vera ab ónáöa
þá", eins og hann orðaði það.
Aö bera hálfan pokann í einu,
nei þab kom ekki til greina.
Þannig var hann, bjargaði sér
sjálfur og hugsaði sjálfur um
sínar kindur, sem voru honum
einkar hugleiknar, eins lengi og
honum entist heilsan.
Afi var framsóknarmabur í húð
og hár og var ekkert aö leyna
DACBOK
IVAAAAAAAAAAAAJI
Lauqardaqur
3
september
246. dagur ársins -119 dagar eftir.
35.vika
Sólrís kl. 6.15
sólarlag kl. 20.37
Dagurinn styttist um
7 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og ná-
grenni
Á morgun, sunnudag, er brids-
keppni, tvímenningur, kl. 13. Fé-
lagsvist kl. 14.
Dansab í Goðheimum, Sigtúni
3, kl. 20 á sunnudagskvöld. Ath.
ekki dansaö í Risinu.
Frá Kvenfélaginu
Freyjunni
Kvenfélagið Freyjan verður meö
félagsvist mánudaginn 5. sept. kl.
20.30 að Digranesvegi 12. Allir
velkomnir. Molakaffi.
Lýöveldisganga
Utivistar:
Áriö 1974: ísland 1100 ára - Eld-
fjallastöð - Hringvegurinn
í Lýbveldisgöngunni sunnudag-
inn 4. september er Útivist kom-
ib aö atburðum ársins 1974. Á
því ári var m.a. haldið upp á ell-
efu hundruð ára afmæli íslands-
byggöar, hringvegurinn opnaöur
og Norræna eldfjallastöðin tók til
starfa.
Þessir þrír atburöir veröa aðal-
þema göngunnar. Farið veröur að
venju frá Ingólfstorgi kl. 10.30,
þaðan gengiö um borö í
skemmtiferðaskipiö Árnes og
siglt út Kollafjöröinn og vestur
fyrir Gróttu; síðan til baka inn á
Reykjavíkina. Lagst verður aö
Miðbakka og gengið upp Grófina
suður ab bæjarstæðum Víkur.
Á leiöinni segir Þorleifur Einars-
son jaröfræöingur frá því hvernig
umhorfs var á Reykjavíkursvæð-
inu áriö 874 og á fyrstu árum ís-
landsbyggðar.
Úr Kvosinni verður gengið með
Tjörninni og um Háskólahverfið
suður í Skerjafjörö og með strönd
Fossvogs upp á Veðurstofu. Þar
mun Páll Halldórsson eðlisfræö-
ingur sýna þátttakendum jarb-
eölissviö Veðurstofunnar.
Aö því loknu veröur gengið nib-
ur Klambratún ab Vegagerö
ríkisins. Einar Haukur Kristjáns-
son skrifstofustjóri fjallar þar um
gerö hringvegarins kringum
landiö.
Aö lokum veröur gengið meb
ströndinni vestur á Ingólfstorg.
Lýbveldisgöngunni lýkur þar á
milli kl. 16 og 17. Þátttökugjald
1000 kr., siglingin innifalin. Állir
velkomnir.
Vetraropnun í Lista-
safni Sigurjóns Ólafs-
sonar
Frá og meö 1. september breytast
opnunartímar safnsins: Á tíma-
bilinu 1.09. 1994 til 31.05. 1995
er safnið opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan
opin á sama tíma. Tekib á móti
hópum eftir samkomulagi utan
opnunartímans.
Hátíöarsýning í tilefni af 50 ára
afmæli lýðveldisins, „íslands-
merki og súlur Sigurjóns", stend-
ur til áramóta.
Fræbsludeild kirkj-
unnar:
Leikmannaskólinn ab
hefjast
Eins og undanfarin ár veröur
Leikmannaskóli þjóökirkjunnar
starfræktur á vetri komanda.
Skólinn starfar á vegum Fræbslu-
deildar kirkjunnar í samvinnu
viö Guöfræöideild Háskóla ís-
lands.
Leikmannaskólinn býður upp á
fjölbreytta fræbslu fyrir almenn-
ing um kristna trú.
Meginnámskeib vetrarins verö-
ur meö sama sniöi og undanfarin
ár. Kennslugreinar veröa:
Þjónusta leikmannsins í kirkj-
unni, inngangsfræði Gamla
testamentisins, inngangsfræöi
Nýja testamentisins, trúfræöi,
helgisiðir og táknmál kirkjunnar,
kirkjusaga, siöfræöi og sálgæsla.
Kennsla hefst 14. september
næstkomandi og veröur á miö-
vikudögum kl. 20-22 í Odda,
kennsluhúsnæöi háskólans,
stofu 101.
Auk þessa samfellda námskeibs,
sem tekur yfir haust- og vormiss-
eri, veröur boðið upp á styttri
námskeiö um kvennaguðfræði,
hugmyndir um Jesú frá Nasaret í
nútímanum, leiösögn viö lestur
Biblíunnar og kirkjudeildafræöi
— íslenskar kirkjur og trúfélög.
Innritun og nánari upplýsingar
á Biskupsstofu, Suöurgötu 22, s.
91-621500 og 91-12445.
Kynningardagar í
Gjábakka
Senn er sólríkt sumar á enda og
haustiö á leiðinni meö alla sína
náttúrulegu litadýrð. Á haustin
er jafnan tími til að huga aö starfi
vetrarins — hvað er hægt aö gera
sér til gagns og gleði.
Dagana 6., 7. og 8. sept. verður
kynning á vetrarstarfi sem eldri
borgurum í Kópavogi gefst kostur
á aö stunda á vegum Gjábakka,
en Gjábakki er eins og flestir vita
félagsheimili eldri borgara í
Kópavogi.
Kynningin hefst kl. 14 þ. 6. sept.
meö því ab gönguhópur, sem
gengið hefur sér til glebi, gengur
frá Gjábakka. Öllum er frjálst aö
slást í hópinn. Um kl. 14.45
kynnir forstööumaöur Gjábakka,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, starf-
semi Gjábakka í stórum dráttum.
Aö því loknu kynnir Aöalbjörg
Lúthersdóttir, yfirmaður öldrun-
armála í Kópavogi, starfsemi
því. Mikiö leið honum illa ef
Mogginn var inni í hans húsi,
og mikið var hann feginn þegar
amma var búin aö lesa hann og
henda. Hann var vel aö sér í
stjórnmálum og þjóðmálum.
Þrátt fyrir að hann sæti tímun-
um saman og prjónaöi eba legði
kapal og allir héldu aö hann
væri alls ekkert að fylgjast meö
umræðunum, þá átti hann til
að hlæja sínum smitandi hlátri
og koma meö hnyttnar athuga-
semdir sem hittu beint í mark.
Afi þurfti alltaf eitthvaö aö hafa
fyrir stafni, leggja kapal eöa
prjóna, en þaö fannst mér alltaf
svo skrítið sem lítil stelpa, aö
hann afi kynni aö prjóna.
Á kvöldin sátu þau afi og
amma oftast saman og prjón-
uöu sokka og vettlinga. Þaö
voru ófáar sendingarnar sem
komu til okkar og þá iöulega á
alla fjölskylduna, enginn var
skilinn útundan.
Afi hafði stórt hjarta og ung-
viöi heillaði hann. Alltaf sagöi
hann eitthvaö fallegt viö barna-
og barnabarnabörnin, þegar
þau trítluöu til hans þar sem
hann sat við gluggann og fylgd-
ist meö tilverunni. Gott dæmi
um hjartahlýjuna var aö iðulega
ávarpaöi hann ömmu meb orð-
unum „góöa mín".
Afi var stoltur og sjálfstæður,
vildi alls ekki vera upp á abra
kominn og vildi ekki sjá ab fara
á einhverja stofnun. Því eyddi
hann ævikvöldinu ásamt
ömmu í gamla bænum í Lang-
holti, utan síöustu mánuöina,
en þá lá hann á Sjúkrahúsi Suð-
urlands. Afi hefur lokið sínu
ævistarfi og veriö kallaöur til
annarra starfa.
Ég þakka afa samfylgdina og
óska honum alls hins besta á
nýjum staö.
Elsku amma, guö styrki þig á
sorgarstundu.
Hvíl í friði,
Hrafnhildur
öldrunardeildar bæjarins. Félag
eldri borgara í Kópavogi mun síö-
an kynna starfsemi félagsins, en
félagið starfar nú af miklum
krafti.
Miövikudaginn 7. sept. veröur
hægt aö fylgjast með sundleik-
fimi kl. 9.30 fyrir eldri borgara í
Sundlaug Kópavogs og síðan
verður opib hús í Gjábakka ab
venju frá kl. 13 til 17. Þar kynna
hinir ýmsu hópar sína starfsemi
og má þar nefna Frístundahóp-
inn Hana-nú og Nafnlausa leik-
hópinn.
Fimmtudaginn 8. sept. frá kl. 14
til kl. 16 veröa kynnt námskeið á
vegum Gjábakka. Innritað veröur
á námskeibin aö kynningu lok-
inni.
Þess má geta að eldri borgarar
geta haft mikil áhrif sjálfir á þá
starfsemi sem er í boöi á vegum
Félags- og tómstundastarfsins. í
Gjábakka er hugmynda- og óska-
banki, sem öllum er frjálst aö
leggja í sínar hugmyndir og ósk-
ir. Rétt er aö nota þetta tækifæri
og þakka eldri borgurum fyrir
góöar ábendingar sem varöa
starfsemina í Gjábakka. Þaö er
kærkomið fyrir starfsmenn í þess-
ari þjónustu aö geta orðið vib
óskum eldri borgara sjálfra.
Hér má geta þess aö heitt er á
könnunni og heimabakað meö-
læti alla daga frá kl. 9 til kl. 17 í
Gjábakka og eru veitingar seldar
á vægu veröi.
Nú þegar liggur frammi dagskrá
fyrir hvern dag í Gjábakka og eru
eldri borgarar hvattir til aö verba
sér úti um eintak. ■