Tíminn - 23.09.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 23.09.1994, Qupperneq 5
Föstudagur 23. september 1994 5 Wmúms. Ingibjörg Pálmadóttir: Nýjum lyfjalögum verður ab breyta strax Ríkisstjórnartlokkarnir keyrðu í gegnum Alþingi á sl. vori mein- gölluð lyfjalög, þrátt fyrir að- varanir stjórnarandstöðuflokk- anna. Við lokaafgreiðslu máls- ins var lögð fram tillaga sem þingmenn Framsóknarflokks- ins höfðu forystu um, sem var um aö vísa málinu til ríkis- stjórnarinnar til frekari endur- skoðunar. Öll stjórnarandstað- an studdi þá tillögu. Hún var borin fram í von um að augljósa galla, sem voru á frumvarpinu, mætti lagfæra. Sjálfstæöismenn voru ekki einu sinni tilbúnir til að ræða þessa tillögu, hvað þá heldur ab styðja hana. Kappið var svo mikið að afgreiba þetta mál fyrir vorið, enda greinilega samkomulag milli Alþýbuflokks og Sjálfstæðisflokks þar að lút- andi. Hvers eiga bændur ab gjalda? Nú er að koma í ljós, ab hinar miklu breytingar á löggjöf varð- andi sölu dýralyfja þýða veru- legt óhagræði og kostnaðarauka fyrir bændur, og í sumum til- vikum hagar þannig til að vart er hægt að framfylgja lögunum. Til þessa hafa héraðsdýralæknar selt dýralyf, en nú mega allir dýralæknar kaupa lyf í heild- sölu, sem er til hagsbóta, en sala lyfjanna er aðeins bundin við svokölluð bráðalyf. Þaö þýbir, strangt til tekið, að dýralæknar geta ekki selt t.d. bóluefni eða önnur fyrirbyggjandi lyf og ekki lyf til framhaldsmeðferðar. Þetta kemur ekki að sök þar sem stutt er í lyfjaverslun, en víða er langt í slíka þjónustu. Því er það ljóst að mikið óhagræði fylgir „Augu margra þing- manna, sem studdu frumvarpið, hafa nú opnast fyrir því, að þama var um slys í laga- setningu að ræða og því áríðandi að taka málið upp að nýju. Það er út af fyrir sig þakkarvert, ef þingmenn stjómarflokk- anna hafa loksins vakn- að til vitundar um að nýju lyfjalögin munu ekki einungis hækka lyfjaverð á landsbyggð- inni, heldur einnig rýra þjónustuna." því að sækja öll lyf til lyfjaversl- unar, ef það er þá framkvæman- legt. Auk þess hefur þetta nýja fyrirkomulag mikinn kostnað- arauka í för með sér fyrir bænd- ur. Þessir ágallar kalla á endur- VETTVANGUR skoðun Iaganna þegar í stað. Það sannast enn og aftur að lyfjamálið var ekki nægilega vel unnið, eins og svo oft var bent á af hálfu þeirrar er þetta ritar. Batnandi mönnum er best ab lifa Augu margra þingmanna, sem studdu frumvarpið, hafa nú opnast fyrir því, að þarna var um slys í lagasetningu ab ræða og því áríðandi ab taka málið upp að nýju. Þab er út af fyrir sig þakkarvert, ef þingmenn stjórnarflokkanna hafa loksins vaknað til vitundar um að nýju lyfjalögin munu ekki einungis hækka lyfjaverb á landsbyggð- inni, heldur einnig rýra þjón- ustuna. Það er fleira í þessum lögum, sem á eftir að koma til fram- kvæmda og er landsbyggöinni mjög óhagkvæmt. Þar á ég við m.a. nánast óheft frelsi til að opna lyfjaverslanir, sem án efa mun hafa það í för meö sér að lyfjaverslunum mun fjölga á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en fækka á landsbyggöinni. Sú óheillaþróun má ekki verða. Því þarf ekki einungis að endur- skoba þann þátt laganna er snýr að sölu dýralyfja, heldur þarf að endurskoða málib í heild. Við, sem greiddum atkvæði gegn lyfjafrumvarpinu, fögnum því ab stjórnarlibar eru vaknaðir af dvala og vonumst eftir góðu samstarfi vib breytingar á lög- unum. Höfundur er alþingismaöur. I austurveg hetjur Snemma sumars árib 1989 varb nokkur hreyfing meðal stúdenta austur í Peking. Töldu þeir orðið tímabært, að þeir fengju að draga andann hver meö sínum hætti. Þeir vildu meb öðmm orðum ekki una því lengur, að orö þeirra og athafnir allar væm háb vilja leiðtoga' kommúnistaflokksins. Þessu til áréttingar þyrptust stúd- entarnir út á Torg hins himneska friðar. Þar höföust þeir við í nokkra daga, bám fram kröfur sínar um lýbræbi og höguðu sér í alla staði prúömannlega, rétt eins og þeir væm staddir á málfundi í menntaskóla norbur á íslandi. Því miður var prúðmennskan í þessu máli aöeins á aðra hliðina. Hinir sjálfskipuðu alþýöuleib- togar í forystusveit kommúnista- flokksins litu á stúdentana sem skítapakk og stórhættulega þar ab auki. Því fór þab svo, ab þann 4. júní siguðu þeir á þá einkenn- isklæddum villimönnum á skrið- drekum. Er ekki að orðlengja það, nema hvað strákarnir á skriödrekunum völtuðu yfir skólakrakkana, svo úr varö kjöt- kássa upp á einhver tonn. Ekki em nú liðin nema fimm ár frá þessum fjöldamorðum, sem vitanlega vom fordæmd út um allan hinn „siðaða heim". Menn létu stór orð falla í þá vem, að ekki væri oröum eyðandi á stjórnarherrana í Peking. En hálf- ur áratugur er langur tími, þegar margt ber til tíðinda. Og menn em fljótir að gleyma. Mig minnir, að Árni Johnsen hafi fyrstur íslenskra stjórnmála- manna tryllt austur til Kína eftir sumarib góða 1989. Erindið var víst ab selja staðarmönnum lakkrís. Næstur held ég svo að Jón Baldvin Hannibalsson hafi verið í röðinni. Skilst mér, aö honum hafi legið á að fá sér síb- degisgöngu á Kínamúrnum. Telst slík ganga þörf ibja roskn- um mönnum. Og í þessum mánuði gerði Svav- ar Gestsson sér ferð á hendur austur til Kína, til ab opna þar sýningu þrjátíu íslenskra mynd- listarmanna. Heiður sé öllu þessu fólki, stjórn- málamönnunum og myndlistar- fólkinu, fyrir snögg vibbrögb vib breyttum aðstæöum í austurvegi. En hvað hefur breyst? Jú, það er búib að skafa kjötkássuna, sem eitt sinn var frelsiselskandi ung- SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON lingar, undan skriðdrekabeltun- um á Torgi hins himneska friöar. Vestræna sjónvarpsliðið er farið á braut. Hitt er óbreytt, að sömu skepnurnar og fyrirskipuðu ung- lingamoröin árið 1989 sitja sem fastast á sínum veldisstólum. Á þessum böðlum og hinum, sem stjórnuðu Þriðja ríkinu þýska fyrr á öldinni, er ekki minnsti eðlismunur. Valdið er þeim allt — skömm og heibur óþekkt hugtök, eins og raunar víbar í stjórnmálaheiminum. Hverfum nokkra áratugi aftur í tímann og virkjum hugmynda- flugib svolítið í leiðinni. Hugsum okkur ab Hitler og kónar hans hafi unnið sigur í síðari heims- styrjöldinni. Vib getum einnig gert okkur í hugarlund, að böð- ulsverkum þeirra í Auschwitz eða héldu á öðmm „himneskum friöartorg- um" nasista hefði verið sjón- varpab beint inn á hvert heimili á Vesturlöndum, líkt og gert var þegar stúdentakjötkássan í Pek- ing var snyrtilega borin á borð Vesturlandabúa og raunar fleiri sumarib 1989. Segjum að fimm ár væru liðin frá heimsstyrjöld- inni og þeir Árni, Jón Baldvin og Svavar, væru að vasast í pólitík hér heima. Skyldi Árni þá hafa fariö til Hitlers-Þýskalands til að treysta viðskiptaböndin? Ætli Jón Baldvin hefði brugðið sér til Berlínar og fengið sér skemmti- rölt á Unter der Lindpn? Eða skyldi Svavar hafa látið sig hafa það, að fara þangab með í hóp myndlistarmanna, sem fengið hefðu leyfi doktors Göbbels til að sýna staöarmönnum snilli sína? Sennilega. Og það hefði víst engu breytt, þótt allir hefðu vit- að allt um Auschwitz. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að þá hefbu fundist þrjátíu íslenskir listamenn, sem hefbu verið nógu miklir vesalingar til að hrækja á minningu fórnar- lambanna í Auschwitz ofan af penum sýningarveggjum Göb- bels. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES HEIMSVIÐSKIPTI OG HÆKKUN í HAFI Kunningi pistilhöfundar sigldi lengi um höfin sjö og hafði frá mörgu ab segja. Bæbi af kjöt- kveðjuveislum í Ríóborg og þús- und og einni nótt í Arabíu. Sjórán- um á Kínahafi og stolinni gjafa- skreið í Nígeríu. Samt eru þessi ævintýri vinarins ekki efst í huga pistilhöfundar, þegar hann rifjar upp sögurnar nú löngu seinna. Heldur hitt: Vinurinn sagbist aldrei hafa komið í svo ómerkilegan hafnarbæ að ekki fengist þar bæbi danskur bjór og svínakjöt. Hins vegar fór ekki mörgum sög- um af íslenskri framleibslu í hnatt- reisum vinarins og því mibur. Nema í Hong Kong fannst Svali Sparkling Water frá Davíð Schev- ing í Sól hf. á lúxushótelinu Mand- arin Oriental og því ekki seinna vænna ab sjóbakerfib tók í taum- ana og hirti fyrirtækib af Davíb. Hér á landi er mönnum bannab ab njóta eldanna sem kveikja þá. Pistilhöfundur heldur því fast vib þá skobun sína ab útflutningsversl- un hefjist á byrjunarreit og ekki ab stytta sér leib. Islendingar eiga strax ab hrinda í framkvæmd áætlun um ab mennta og þjálfa ungt fólk í öbr- um löndum til sölustarfa. Það verbi stutt til ab sækja mennta- skóla í helstu vibskiptaríkjum okkar og vænlegum vibskiptalöndum. Vaxi þannig úr grasi í þessum löndum og kynnist þjóbháttum og neysluvenjum. Stundi siðan há- skólanám í helstu verslunarskólum ríkjanna, innan um verbandi lykil- menn í vibskiptalífi þeirra. Á þennan hátt eignast íslending- ar brátt stóran hóp af úrvalsfólki, sem kann ab selja afurbir landsins um allan heim og hefur réttu sam- böndin til ab greiba fyrir vibskipt- unum. Og ekki nóg meb þab. íslendingum hefur gengib illa ab fá erlenda framleibendur til ab fjárfesta hér á landi og áratugir eru síðan þab hefur borib ávöxt. Sig- hvatur Björgvinsson vibskiptaráb- herra hefur hins vegar tekib málib fastari tökum en ábur hefur þekkst og vænta má árangurs von bráb- ar. En okkur vantar fólk sem kann til verka á þessu svibi, og ekki dug- ir lengur ab skipa flokkshestana Pétur og Pál í stjórnir flókinna ibju- vera. Jafnvel þó þeir séu fæddir ebalkratar eba venslamenn. íslendingar urbu illa fyrir barbinu á Álsviss og voru hlunnfarnir um milljarba meb hækkunum í hafi. Þegar íslendingar skrifubu undir samninginn um álverib í Straums- vík, átti þegar í stab ab kosta hóp af ungu fólki til ab læra allt sem lært verbur um álvinnslu og sölu meb skólagöngu og vinnu í grein- inni. Ab því búnu var fólkinu ekk- ert ab vanbúnabi ab taka ab sér trúnabarstörf í álibnabinum hér á landi af einhverju viti og meb fullri reisn. Setjast í stjórn Álfélagsins og gegna lykilstöbum í álverinu og þeim stjórnardeildum sem álvib- skipti falla undir. Þá hefbu íslendingar sjálfir haft þá þekkingu sem þarf til ab halda sínum hlut og ekki þurft ab leita á nábir bókhaldara í Lundúnum til ab frétta hvort þeir séu hlunnfarnir í hafi eba ekki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.