Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 23. september 1994 Olíufurstar Arabíu vilja sem flestar fcebingar, afótta vib innflytjendur, ent.d. Indónesía og íran reyna ab draga úr fólksfjölg- un Sheik Abd el-Aziz bin Baz, æðsti trúarleiðtogi Saúdi-Ar- abíu, komst svo að orði um fólksfjöldaráöstefnuna í Kaíró, sem nýlokið er, að hún væri „ill- kvittin árás á íslam, tilraun til að breyta samfélagi íslams í samsafn öfughneigðra kynbrjálæðinga, siðlausra með öllu og hrjáðra af sjúkdómum." í Al-Ahram, eitt þekktasta blað Egyptalands, skrifaði nýlega Fahme Huwei- deh, trúaöur múslími og at- kvæðamaður um félagsmál: „Þar sem vestrænn hugsunarháttur ríkir, er látið eins og Guð sé ekki til. Það gera líka skipuleggjendur ráðstefnunnar í Kaíró ..." Vera má að í Páfagarði hafi menn hugsað eitthvað svipað um ráðstefnu þessa og víst er um það, að á henni var viss samstaða með fulltrúum páfa og bókstafs- sinnuðum og íhaldssömum múslímum, enda þótt þessir aðil- ar séu harðir keppinautar um sál- ir mannkynsins. En í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að benda á, aö því fer fjarri að íslamsheimur sé allur í einum anda viðvíkjandi fólksfjölgunarmáium og ráðstöf- unum þeim viðvíkjandi. Stefnubreyting viö lát Khomeinis Súdan, írak, Líbanon, hinn mik- ilsvirti egypski háskóli Al-Azhar og fleiri stofnanir tóku undir for- dæmingu áðurnefnds saúdiarab- ísks sjeiks og forsætisráðherra hins veraldlega sinnaða (á ís- lamskan mælikvarða) Tyrklands hætti við að sækja fólksfjöldaráð- stefnuna. Eigi að síður hafa ýmis íslömsk ríki um nokkurt skeið gert ráðstafanir til að draga úr fólksfjölgun og sum þeirra hafa þegar náð talsverðum árangri í þeim efnum. Þeirra á meðal er bókstafstrúar- ríkið íran, og hefði einhver kannski búist við öðru þaðan. Islamskir bókstafssinnar (hér í Alsír) eru ekki á einu máli um rábstafanir í fólksfjöldamálum. íslam ekki einsleitt í fólksfj öldamálum Ráðamenn þar virðast hafa tekið upp nýja stefnu í þessum málum þegar eftir lát Khomeinis aya- tollah 1989. Stjórnin þar hvetur nú foreldra til að eignast færri börn, hefur séð til þess að al- menningur á auðveldara en áður með að ná í getnaðarvamir og gert ráðstafanir til aukinnar menntunar fyrir ljósmæður og félagsráðgjafa. Aö sögn stjórnar- innar var meðaltala barna á konu í landinu 6,4 1988, en var s.l. ár 4,3. Dregið hefur úr fólks- fjölgun í íran, samkvæmt tölum frá S.þ., og er hún nú 2,7% á ári. Aðalástæðan til þessarar stefnu- breytingar íransstjórnar em vandræði í efnahagsmálum. Samkvæmt fólksfjöldaspám veröa íbúar írans, sem nú em 63 milljónir, orðnir helmingi fleiri árið 2020. Landið er stórt, en til- tölulega lítill hluti þess ræktan- legur og því fer þegar víðs fjarri BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON að það sé sjálfu sér nógt um mat- væli. Drjúgan meirihluta þess matar, er landsfólk neytir, verður að flytja inn. Allir fylgjast meö öllum Langt er síðan Indónesía, sem er fjölmennast allra íslamsríkja, hóf ráðstafanir til að takmarka stærð fjölskyldna. Það þarf kannski síð- ur að koma á óvart en með íran, því að indónesískt íslam er all- langt frá Vestur-Asíu, ekki mjög innilegt hjá allmörgum og mjög blandið siðum og hugmyndum frá trúarbrögðum er þar vom fyr- ir, er íslam gekk í garð. Suharto Indónesíuforseti hefur sjálfur beitt sér mjög fyrir áminnstum ráðstöfunum í fjölskyldu- og fólksfjöldamálum. Á rúmum 20 ámm hefur meðaltala barna á konu þar lækkab um næstum helming, úr 5,6 1972 í 2,9 s.l. ár. Ráðstafanir indónesískra stjórn- valda til að takmarka fjölda fæð- inga kunna sumar að koma Vest- urlandamönnum spánskt fyrir sjónir. Samkvæmt Udvikling, blaði danska utanríkisráðuneyt- isins, er algengt að stilla upp á áberandi stað í indónesískum þorpum spjaldi með nöfnum allra heimila í þorpinu. Þar stendur jafnframt hverskonar getnaðarvarnir hver hjón í þorp- inu noti og einnig er gefið upp á spjaldinu hvaba hjón eiga barn í vændum. Þannig em hver hjón undir eftirliti heildarinnar, sem leggur að þeim að gæta þess aö eignast ekki mjög mörg börn. DV fær viöurkenn- ingu fyrir auglýs- ingahönnun DV hefur fengib viburkenningu frá Newspaper Association of America fyrir auglýsingahönn- un, í annab sinn á tveimur ár- um. Auglýsing DV um bókina og kvikmyndina Óttalaus var ein þeirra 100 auglýsinga sem fengu viðurkenningu NAA í ár. Auglýs- ingin var að öllu leyti unnin hjá útgáfufyrirtæki DV, Frjálsri fjöl- miölun hf. Hönnun annaöist Ing- ólfur P. Steinsson auglýsinga- stjóri, en tölvuvinnsla var í hönd- um Ingva Magnússonar og Guð- mundar Þ. Egilssonar í Prent- smiöju Frjálsrar fjölmiblunar hf. í Newspaper Association of Am- erica em um 1000 blöð í 27 löndum, en DV hefur verið í þessum samtökum síban 1989. Auk annarrar starfsemi heldur NAA árlega ráðstefnu og auglýs- ingasýningu, sem í ár var haldin í San Francisco 17. til 20. júlí. Fé- lögum í samtökunum er boðið að senda auglýsingar á sýning- una, einni úr hverjum flokki auglýsinga eftir nánari skilgrein- ingu. 100 bestu auglýsingarnar fá síðan sérstaka viburkenningu. Á 15. hundrab auglýsinga voru sendar á sýninguna nú í sumar. Ein þeirra 100 auglýsinga, sem fengu sérstaka viöurkenningu, var auglýsing úr DV, þar sem auglýst er bók Frjálsrar fjölmiöl- unar hf., Óttalaus eftir Rafael Yg- lesias, og samnefnd kvikmynd sem sýnd var í Sambíóunum í mars á þessu ári. Auglýsingin verður birt, ásamt öðmm sem viburkenningar hlutu, í árlegri Sales & Idea Book NAA, sem kem- ur út með haustinu. Þetta er í annað sinn sem DV tekur þátt í þessari auglýsinga- samkeppni. I fyrra skiptið var Indónesískir ráðgjafar um fjöl- skylduáætlanir og fólksfjöldamál starfa nú í 73 þróunarlöndum. Þrátt fyrir umræddar rábstafan- ir er búist við að íbúar Indónesíu verði 218 milljónir árið 2000, eða helmingi fleiri en þeir vom 1960. Meira að segja eitt íslamskt ríki, Túnis, hefur frjálsar fóstureyð- ingar. Brúökaupsgjöf Gagnstæba afstöbu í þessum efn- um hafa m.a. olíuríkin á Arabíu- skaga. Þau vilja ab fólk þeirra fjölgi sér sem mest sem allra fyrst. Það stafar af því að í Saúdi- Árabíu, Bahrain, Sameinuðu ar- abafurstadæmunum og Kúveit em innfæddir víbast eða alstabar færri en innflytjendur, sem þangað hafa streymt vegna mik- illar atvinnu, er í boði er vegna efnahagsþenslunnar á gmndvelli olíunnar. Ráðamenn ríkja þess- ara líta á innflytjendafjöldann mikla sem ógnun við öryggi ríkj- anna. í Kúveit fær hvert ungt par sem svarar 900.000 ísl. krónum í gjöf frá ríkinu, þegar það giftir sig, og um 11.000 kr. í viðbót á mánuði fyrir hvert barn. Sé annað hjóna annarrar ættar en kúveitskrar, fá þau hinsvegar enga slíka brúð- kaupsgjöf og ekki heldur neitt fyrir börnin. Sumar þeirra íslömsku ríkis- stjórna og þjóða, sem ekki hlusta á tillögur um ab takmarka fjölda fæðinga, kunna ab hafa tileinkað sér þá afstöðu af þjóðernislegum ástæðum fremur en trúarlegum. Þannig hefur því verib haldib fram að Palestínumenn á Vestur- bakka og í Gaza heyi „lýðfræði- legt stríb" gegn ísrael. Á fyrr- nefnda svæðinu er fólksfjölgun- in 4% á ári, á því síðarnefnda 5%. Heyrst hefur að svipuð við- horf séu ofarlega meðal Kúrda, sem losna vilja við yfirráð Tyrk- lands, íraks, írans og Sýrlands. Tölum um fjölda þeirra ber ekki saman, en þær benda frekar til þess ab þeim hafi fjölgað allmjög á síðustu áratugum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.