Tíminn - 23.09.1994, Side 11

Tíminn - 23.09.1994, Side 11
Föstudagur 23. september 1994 n Benedikt F. Þórðarson Benedikt Finnbogi Þórðarson fœddist 18. september 1917 að Klúku, Miðdal, Steingrímsfirði. Hann lést 28. ágúst síðastliðinn í Landakotsspítala. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson bóndi á Klúku og kona hans Guðrún Finn- bogadóttir. Hann var annar í röð- inni af sex systkinum. Elsfur var Aðalbjöm Þórhallur, f. 28. júlí 1916, d. 7. desember 1950; þá Benedikt; Valdís, f. 27. júní 1920; Sigurrós Guðbjörg, f. 3. febrúar 1924; Sigríður, f. 9. desember 1930; og Guðrún Sesselja, f. 9. desember 1930. Þann 1. desember 1946 kvœntist Benedikt eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jónu Guð- nýju Jónsdóttur frá Skálholtsvík, Hrútafirði, f. 24. janúar 1923. Þau eignuðust fimm böm: Jón Ág- úst, f. 29. september 1947, d. 5. mars 1948; Aðalheiður, f. 31. janúar, maki Hörður Ámason; Jón Ágúst, f. 18. september 1954, maki Jónína Sigurðardóttir; Guð- rún Þóra, f. 14. apríl 1957, maki Hjörtur Erlendsson; og Þórður, f. 2.7. apríl 1961, maki Krístín Unn- ur Þórarinsdóttir. Bamabömin em sjö. Benedikt ólst upp á Klúku og vann þar við almenn störf til sjós og lands. Bamaskólamenntun hlaut hann í Heydalsárskóla og var síðar tvo vetur í Reykholts- skóla. Benedikt og Guðný bjuggu fyrst á Akranesi og fluttust síðan til Reykjavíkur 1948 og hafa búið þar síðan. Benedikt vann við ýmis störf til 1956 og starfaöi síðan sjálfstcett sem bifreiðastjóri á Nýju sendibílastöðinni til ársins 1993. Útfór hans fór fram frá Kóþavogskirkju 7. september sl. t MINNING Tengdafabir minn, Benedikt Þóröarson, er látinn eftir erfiö veikindi. Veikindunum tók hann af miklu jafnabargeöi og reyndi ab láta þau hafa eins lítil áhrif á fjölskyldu sína og honum var framast unnt. Er honum þar rétt lýst aö setja ætíö hag ann- arra ofar sínum eigin. Veikind- um var hann ekki ókunnugur. Ungur ab árum veiktist hann al- varlega og þaö, auk annarra erf- iðleika, hefur vafalítib mótaö af- stööu hans til lífsins seinna meir. Hann var mjög nægjusam- ur og naut þess helst að sjá fólk- iö sitt ánægt. Fjölskyldan sat æ- tíö í fyrirrúmi hjá honum, enda hefur hann, ásamt tengdamóbur minni, komið upp stórri og sam- hentri fjölskyldu, sem á sinn fasta samastað í Álftamýrinni. Benedikt var yfirvegaður og ró- legur maður. Hann var glettinn og haföi gaman af því að gantast viö barnabörnin sín, og þeir ótalmörgu, sem hann var sam- tíða, muna eflaust eftir því hve stutt var í brosið. Fátt gladdi hann meir en að hjálpa öörum, þegar þess var þörf, og var hann ætíö reiðubúinn með stuttum fyrirvara. Ófá brotin eöa biluð leikföng hafa barnabörnin borið til hans og beðið um viögerö og lagfæringar og var hann ætíö jafn ánægður að geta aðstoðað þau. Þegar barnabörnin komust á þann aldur ab geta leikið sér á hjólum, brást það ekki að þeirra beið nýuppgert hjól. Fyrst þrí- hjól og síðar tvíhjól með hjálp- ardekkjum. í mörg ár hefur fjölskyldan haft þá góbu venju ab fara saman í eina eba tvær vikur á hverju sumri í sumarbústað og vom þessar ferðir mjög ánægjulegar og mikils viröi fyrir alla í fjöl- skyldunni. Sérstaklega em minnisstæð tvö sumur er vib dvöldum í Hrísey. Þessar vikur voru einstaklega ánægjulegar fyrir margra hluta sakir. Húsið var stórt og rúmgott og um- hverfið einstakt. Þarna var sam- ankomin öll fjölskyldan ásamt mörgu tengdafólki og þegar mest var gistu í húsinu rúmlega 20 manns. Þarna fannst honum gott að vera í rólegheitum og notaöi hann tímann til að iag- færa ýmislegt sem betur mátti fara. Benedikt vann alla tíð langan vinnudag og átti hann trausta vibskiptavini, sem hann ók fyrir árum saman. Það var honum mikils virbi að geta unnib allt fram á síðasta ár. í frístundum naut hann þess ab lesa og hlusta á tónlist. í mestu uppáhaldi voru kórar og ein- söngvarar. Þrátt fyrir að vitað væri ab hverju dró, þá andaðist hann fyrirvaralítib en meö reisn í faðmi fjölskyldunnar. Ég biö æbri máttarvöld að styrkja Guðnýju og fjölskylduna alla í sorg þeirra og þakka jafn- framt Benedikt þann hlýhug og góbvild sem hann ætíð sýndi og er öðrum til eftirbreytni. Hjörtur Erlendsson Ástkær tengdafaðir minn, Bene- dikt F. Þórbarson, er látinn. Undanfarna mánuði háði hann harba baráttu vib óvæginn og illskæðan sjúkdóm, en þann 28. ágúst síðastlibinn lauk síðan þeirri ójöfnu baráttu og Bene- dikt fór til fundar við Drottin. Þeir, sem þekktu Benedikt, vita að þar fór einstakur maður, hann var kærleiksríkur, ósérhlíf- inn, lítillátur og umfram allt sannur. Það er margt sem kemur upp í huga manns, þegar mabur kveð- ur góban vin, og þá er erfitt að koma því frá sér. Hann var sá klettur sem ávallt var til stabar og innan handar ef eitthvab bjátaði á, alltaf reibubúinn að hjálpa. Þó okkur unga fólkinu finnist 76 ár löng ævi, fannst manni Benedikt ekki gamall, enda var alltaf stutt í kímnina og léttleikann. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar mik- ið, en öll kvebjum við ab lokum. Ég þakka fyrir að hafa átt sam- leið með svo stórkostlegum manni sem tengdafaðir minn var. Ég lifi í Jesú nafhi, í Jesú nafhi ég dey, þó heilsa og líf mér hafhi, hraeðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: kom þú scell þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Guðný mín, Alla, Jón, Gunna og Tóti. Ég votta ykkur og fjölskyld- unni allri mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja ykkur. Þín tengdadóttir, Jónína Sigurðardóttir Hann elsku afi okkar í Álfta- mýri er búinn að kveðja okkur. Það er söknuður í hjörtum okk- ar, en vib vitum að honum líður betur núna. Það er margs að minnast, þeg- ar við hugsum til hans afa. Allt- af var hann tilbúinn ab leika vib okkur og ef þurfti að laga dótið okkar eða hjólin, þá var hann afi alltaf tilbúinn til þess. Vib viljum þakka afa allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Vib munum sakna hans sárt. Blessuð sé minning hans. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sœludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness) Elsku amma, megi Guö styrkja þig í sorg þinni. Bamaböm Heimsmeistaramótiö í Albuquerque: Undanrásum í opnum flokki lýkur í dag Nú stendur yfir heimsmeist- aramót í Albuquerque í Banda- ríkjunum og taka 16 íslenskir spilarar þátt í mótinu. íslend- ingarnir taka þátt í þremur keppnum; paratvímenningi, sveitakeppni í opnum flokki og sveitakeppni kvenna. Paratví- menningnum er lokið og kom- ust 3 pör í 180 para úrslit en þar náðu Bragi Hauksson og Sigríður Sóley Kristjánsdóttir bestum árangri, eða 71. sæti. Glæsilegur árangur Þorláks Jónssonar og eiginkonu hans, Jaquie McGreal, vakti hins vegar verðskuldaða athygli en þau sigruðu undankeppnina nokkuð örugglega. Þau náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir í úrslitunum. Enn er allt opið í opnum flokki og kvennaflokki en ein sveit frá íslandi berst í hvorum flokki um að komast í úrslitin. í karlaflokki veröur ljóst í dag hvort Islendingarnir komast í 64-liða úrslitin en staðan í kvennaflokknum skýrist ekki fyrr en á morgun. Þeir sem spila f)Tir íslands hönd í opna floknum eru Björn Eysteinsson og Aðalsteinn Jörgensen og hins vegar Matthías Þorvalds- son og Jakob Kristinsson. í kvennaflokknum spila Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Bald- ursdóttir og Anna ívarsdóttir og Jaquie McGreal. Meb heilladísirnar í farteskinu Bridgefélag kvenna stóð fyrir silfurstigamóti um síðustu helgi. Lítum á eitt skemmtilegt spil úr þessu móti. Röð tilviljana olli því að Sig- urði Vilhjálmssyni og Hrólfi Hjaltasyni tókst að segja -og vinna þrjú grönd í spili dagsins sem er úr ofangreindu móti: Vestur gefur/allir ♦ T93 ¥ ÁKD ♦ DT96S + KC A ÁKG864 ¥ 932 ♦ 32 + T8 N V A S 7 CT84 KG4 ÁD943 A D32 ¥ 765 ♦ Á87 * 7652 c Þorlákur jónsson náöi glœsilegum árangri í paratvímenningnum meb konu sinni jaquie McGreal en þau sigrubu undankeppnina í Albuquerque. Þannig gengu sagnir: Vestur Norbur Austur Subur 24 dobl pass 2 grönd pass 3 grönd allir pass Útspil 48 Sagnir krefjast útskýringa! Tveir spaðar vesturs voru veikir tveir í spaða, dobl norðurs var úttekt og 2 grönd Sigurðar voru Lebensohl, þ.e. báðu um betri láglit hjá Hrólfi. Hrólfur var hins vegar nýbúinn að horfa upp á makker sinn, Sig- urð Vilhjálmsson, fara nibur á 50% 5 spöðum og ákvab að „gambla" á geimið. Spilið lítur hreint rosalega út fyrir sagnhafa. T.d. fær vörnin 11 slagi með laufútspili og allt annaö en spaði heldur sagn- hafa í 4-5 slögum. En heilladís- irnar voru meb NS þegar vestur valdi einmitt lítinn spaða, væntanlega í von um að mak- ker ætti tvílit og gæti stungiö honum inn síðar í spilinu. Sig- urður drap á drottningu heima og spilaði hjarta. Síðan kom lít- ill tígull úr borði, lítið, sjöa lít- ið. Wúpps. Þar með var komin von í spilið og Sigurður var vandanum vaxinn. Tók tígulás og tvo efstu í hjarta og henti síðan austri inn á tígulkóng- inn. Endaspilið var því óum- flýjanlegt og spilib vannst. Eins og lesendur sjá væntan- lega verður austur ab leggja gosann á tígulinn sem spilað er úr borði til ab hnekkja spilinu eftir útspilið. Vetrarmltchell BSÍ Föstudaginn 16. sept. 1994 tóku 22 pör þátt í vetrarmitc- hell BSÍ. Efstir urðu: NS: 1. Þórbur Sigfússon-Dan Hansson 361 2. Vignir Hauksson-Haukur Harbarson 306 3. Magnús Torfason-Gubmundur Pét- ursson 298 4. Sigrún Jónsdóttir-Ingólfur Lillienda- hl 270 5. Maria Ásmundsdóttir-Steindór Ingi- mundarson 268 AV: 1. Dagur Halldórsson-Björn Stef- ánsson 312 2. Hjalti Bergmann-Stefán Ólafsson 301 3. Agnar Kristinsson-Cecil Haraldsson 286 4. Andrés Ásgeirsson-Ásgeir Sigurbsson 283 5. Gublaugur Sveinsson-Magnús Sverr- isson 280 Firmakeppni BSÍ1994 Firmakeppni Bridgesambands íslands verður haldin í Sigtúni 9, helgina 1.-2. október nk. Spiluð er sveitakeppni, u.þ.b. 100 spil. Keppnin er opin öll- um fyrirtækjum af öllu land- inu sem sannarlega hafa kepp- endur á launaskrá. Þetta er létt og skemmtileg keppni, keppnisgjald er 15.000 kr. á sveit og spilað er um gull- stig í hverjum Ieik. Verðlauna- bikarar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin en auk þess fá sigur- vegararnir farandbikar til varð- veislu næsta árið. Byrjað verbur ab spila kl. 11 báða dagana. Skráning er hafin á skrifstofu Bridgesambands ís- lands í síma 91-619360. íslandsmótib í einmenningi íslandsmótið í einmenningi verbur haldið helgina 8.-9. okt. nk. Mótið verður spilað eins og undanfarin ár. Húsfyllir hefur verið í þetta mót, þannig að betra er að skrá sig tímanlega. Kerfið verður sent til keppenda þannig ab þeir hafi tíma til að lesa það yfir. Keppnisgjald er kr. 2500 á mann og er skráb á skrifstofu BSÍ. Frá Paraklúbbnum Næsta þribjudagskvöld hefst þriggja kvölda tvímenningur hjá Paraklúbbnum og er spilað í Sigtúni 9 kl. 19.30 á þriðju- dagskvöldum. S.l. þriðjudag var spilaður eins kvölds tví- menningur. Lokastaða 4 efstu paranna: 1. Gubný Gubjónsdóttír-Jón Hjaltason 203 2. Gubrún Jóhannsdóttir-Sigurbur B. Þorsteinsson 194 3. Gunnlaug Einarsdóttir-Hrólfur Hjaltason 194 4. Andrés Ásgeirsson-Jóna Jóns. 182.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.