Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 2
2
mmmm
Þri&judagur 25. október 1994
Er grunnskólinn á Islandi þjób-
hættulega lélegur, eins og Þór-
arinn V. Þórarinsson hefur hald-
i& fram?
Gu&rún Ebba Ólafsdóttir,
varaforma&ur K.í.
„Nei, hann er þaö ekki í dag.
Hins végar vitum viö ekki hva&a
afleiöingar niöurskuröur í grunn-
skólunum undanfarin ár mun
hafa í framtíöinni. Þaö er búið aö
fækka kennslustundum, fjölga
nemendum í bekkjardeildum og
skera niður fé til Námsgagna-
stofnunar, svo eitthvaö sé nefnt.
Grunnskólinn er stór og viö-
kvæmur málaflokkur og veröi
þessari þróun ekki snúiö viö, er
ómögulegt að segja hverjar af-
leiðingarnar verða."
Hjálmar Árnason,
skólameistari Fjölbrautaskóla
Suöurnesja
„Nei, grunnskólinn er ekki þjóö-
hættulega lélegur, en hann er
heldur ekki fullkominn. Honum
eru búin mjög slæm starfsskilyrði
og auk þess er mikil upplausn í
þjóðfélaginu. Foreldrar vinna
mikið utan heimilis og börn
ganga meira og minna sjálfala.
Þau sitja yfir myndböndum og
ofbeldisleikjum og síðan er
grunnskólanum ætlað að taka
viö þeim, en honum eru ekki
búnar aöstæöur til þess."
Aslaug Brynjólfsdóttir,
fræðslustjóri í Reykjavík
„í gegnum árin hafa grunnskól-
anum veriö búin léleg skilyrði á
sama tíma og á hann er hlaðið
aukinni ábyrgö og fjölþættari
verkefnum. Viö ættum aö þakka
guöi fyrir þann skóla sem viö þó
höfum þrátt fyrir vanræksluna,
enda eru kennarar og skólamenn
almennt séö úrvals starfskraftar.
Sívaxandi launavinna foreldra
utan heimilis kemur hiklaust illa
viö nemendur og eykur á ábyrgð
skólans. í anda Þórarins mætti
e.t.v. spyrja hvort þaö sé ekki
launastefna vinnuveitenda sem
knýi á um alla þessa vinnu og
skapi þjóðhættulegt ástand gagn-
vart æskunni."
Fiskúrgangur frá skipum og bátum. Fiskiþing:
Saxabur í fóbur nytjafiska
Fiskiþing viil aö kannaöur
verbi sá möguleiki aö fiskúr-
gangur veröi saxaöur um borö
í skipum og bátum og honum
komiö aftur í sjóinn sem fó&ur
handa nytjafiskum, í staö þess
aö skipum sé gert skylt aö
koma meö úrganginn aö landi,
óháö því hvort þaö sé hag-
kvæmt eba ekki.
Til aö svo geti orðið beinir þing-
iö því til sjávarútvegsráöuneytis-
ins að þaö taki til athugunar
hvort ekki sé skynsamlegt aö
breyta lögum frá 1992 og 1993,
sem skylda fiskiskip að koma
með fiskúrgang að landi.
í rökstuðningi meö þessari til-
lögu, sem tækninefnd Fiskiþings
lagði fram til samþykktar, kemur
m.a. fram að nýjar rannsóknir
benda til þess aö hugsanlega sé
hægt aö koma því svo við aö
þessi úrgangur nýtist sem fóður
fyrir nytjastofna á íslandsmiö-
um. Af þeim sökum þykir rétt aö
þetta veröi kannað og viðkom-
andi lögum verði breytt í sam-
ræmi viö niðurstöður þeirrar
könnunar, ef ástæöa þykir til.
Þessi tillaga kom upphaflega frá
Fjóröungsþingi Fiskifélagsdeild-
ar Austurlands og er til komin um Björns Björnssonar fiski-
vegna rannsókna á fæðuvali fræðings í Stöðvarfiröi fyrr á
þorsks, svo og fóðrunartilraun- þessu ári. ■
Nám um sjávarútveg
eflt í grunnskólum
Lagt er til ab námsframbob á
svibi sjávarútvegs verbi eflt í
grunnskólum, í áliti nefndar
um endurskoöun sjávarút-
vegsnáms. Nefndin leggur
jafnframt til ab 30 tonna rétt-
indanám á grunnskólastigi
verbi fært á æbra skólastig.
í nefndarálitinu segir aö rétt-
indanám til siglinga á skipum
upp aö 30 tonnum aö stærð,
sem fariö hefur fram í grunn-
skólum, nái til stööugt færri
nemenda, auk þess sem einnig
sé boöiö upp á það annars staö-
ar. Lagt er til að þessu námi
veröi hætt í grunnskólum, en
þeir verði jafnframt hvattir til
að veita nemendum almennari
fræöslu um sjávarútveg. Til-
gangur námsins yröi aö opna
augu nemenda fyrir mikilvægi
sjávarútvegs á íslandi og helstu
úrlausnarefnum sem viö blasa á
því sviði. Nefndin gerir tillögur
um námsgreinar sem hefðu yf-
irskriftirnar: fisktegundir
veiddar við ísland, veiðiaöferö-
ir, vinnsluaðferðir, kaupendur
og markaösfræöi sjávarútvegs-
ins. Útbúa þyrfti námsefni á
þessu sviöi og bjóða kennurum
upp á námskeiö í greininni.
Framtíb Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirbi er nú í algerri óvissu og nýlega
sagbi Sigurbur Haraldsson skólastjórí í samtali vib Tímann ab hann vissi
ekki hvab tœki vib eftir áramót. Nú hafa nýjar tillögur verib vibrabar um
skólann.
Nefnd um endurskobun sjávarútvegsnáms:
Matvælaskóli
í Hafnarfirði
Ein af tillögum nefndar um
endurskobun sjávarútvegs-
Frœbslumiöstöb sjávarútvegsins:
Sveigjanlegt starfsnám
Fræbslumibstöb sjávarútvegs-
ins, sem hafi þab hlutverk ab
tryggja frambob sveigjanlegr-
ar starfsmenntunar á svibi
sjávarútvegs, er eitt af því
sem nefnd um endurskipu-
lagningu sjávarútvegsnáms
leggur til ab verbi komib á
laggirnar.
Samkvæmt tillögum nefndar-
innar ætti fræðslu'miðstöðin aö
annast námskeiðahald fyrir
sjávarútveginn, þ.e. fyrir sjó-
menn, verkafólk, stjórnendur
og aöra þá sem við greinina
starfa. Nefndin segir í greinar-
gerö sinni að hefðbundið skóla-
starf nái sjaldnast aö bregöast
nægilega hratt við kröfum fyr-
irtækja um menntun og því
muni sveigjanleg starfsmennt-
un í formi stuttra námskeiða
fyrir starfsfólk í sjávarútvegi
gegna veigamiklu hlutverki fyr-
ir greinina í fyrirsjáanlegri
framtíð.
Ekki er gert ráð fyrir að
fræðslumiðstöðin hafi eigið
kennsluhúsnæði, heldur standi
hún fyrir námskeiðahaldi um
allt landið í samvinnu við fyrir-
tæki og hagsmunaaðila á hverj-
um stað. Miðstöðin yrði rekin
með sem minnstum föstum til-
kostnaði og námskeiðsgjöld
látin standa undir kostnaði við
hvert námskeiö. Fræðslumið-
stöðin veröi einnig vettvangur
til að koma nýjungum á fram-
færi, s.s. með útgáfu á fræðslu-
og kynningarefni sem erindi á
til sjávarútvegsins. ■
~/>á SÉRÐ BfiRA £/A/A/ T/UNDR
/?F JFKANUM, BOGG/ M/NN !
náms er ab nám í Fiskvinnslu-
skólanum í Hafnarfirbi veröi
sérhæft matvælafræbinám
meb áherslu á vinnslu sjávar-
afuröa.
Nefndin vill að nám skólans
verði endurskipulagt í samráði
við hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi og lög um skólann verði
endurskoðuð. í greinargerð með
tillögunni kemur fram að braut-
skráningum frá Fiskvinnsluskól-
anum hefur ekki fjölgað hin síð-
ari ár, sem er ekki í samræmi við
þá þróun sem ætla mætti að at-
vinnulífið hefði þörf fyrir.
Nefndin styður þá ákvörðun
Menntamálaráðuneytisins að
taka ekki við nemendum skóla-
árið 1994-95.
Nefndin leggur ekki fram til-
lögur í smáatriðum um hvernig
starfsemi skólans skuli háttab,
en leggur til að hann veröi fyrst
og fremst matvælaskóli meö sér-
stakri áherslu á fiskvinnslu.
Skólanum er einnig ætlað veiga-
mikið hlutverk sem verkþjálf-
unarsetur sjávarútvegsbrautar-
innar í Reykjavík. Jafnframt á
hann að starfa sem sjálfstæður
framhaldsskóli fyrir nemendur
sem hafa lokib námi á sjávarút-
vegsbraut. ■
Umsóknir
um laus
prestaköll
Umsóknarfrestur um Desjamýrar-
prestakall í Múlaprófastsdæmi og
Hvanneyrarprestakall í Borgar-
fjarðarprófastsdæmi er runninn
út. Einn umsækjandi var um De-
sjamýrarprestakall, Þórey Guö-
mundsdóttir guðfræðingur. Um
Hvanneyrarprestakall sóttu
fimm: Oskar Ingi Ingason guð-
fræöingur, Sigríður Guðmunds-
dóttir guöfræðingur, séra Sigurð-
ur Kr. Sigurösson, séra Önundur
Björnsson og einn umsækjandi
sem óskar nafnleyndar. ■