Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 3
Þri&judagur 25. október 1994
3
Verk fyrir 400
milljónir án útboðs
Verkefnum fyrir um fjögur
hundruö milljónir króna hefur
veriö úthlutaö framhjá stjórn
Innkaupastofnunar Reykjavík-
urborgar, á árinu 1993 án þess
aö verk væru boöin út, eins og
reglur kveöa á um. Aö beiöni
Innkaupastofnunar vinnur
Borgarendurskoöun nú aö út-
tekt á innkaupum og útboöum
á vegum borgarinnar. Niöur-
stööu er aö vænta í byrjun
næstu viku.
Einkum hafa þau verkefni sem
hér um ræöir veriö á vegum
Hitaveitu Reykjavíkur, fyrir
næstum 280 milljónir, en einn-
ig á vegum annarra veitustofn-
ana, að því er heimildir Tímans
segja.
Nokkur brögö munu vera aö
því að reglur Innkaupastofnun-
ar Reykjavíkurborgar um útboð
séu beinlínis sniðgengnar þann-
ig aö verktakar og viðskiptaaöil-
ar sitji ekki við sama borð.
Formabur bœjarrábs um greibslur vegna Listahátíb-
ar Hafnarfjarbar:
Engin spurning
að Guðmundur
Árni gaf fyrirmæli
„Þaö er engin spurning, það var
auövitað þáverandi bæjarstjóri,
Guðmundur Árni Stefánsson,
sem gaf fyrirmæli um þessar
greiöslur til Arnórs Benónýs-
sonar," segir Magnús Gunnars-
son, formaöur bæjarráös í Hafn-
arfirði. „Bæjargjaldkeri heföi
heföi aldrei greitt þessa peninga
án þess aö hafa um þaö fyrir-
mæli frá sínum yfirboðara, sem
var bæjarstjórinn," segir Magn-
ús.
Ákvörðun um framhald máls-
ins hefur enn ekki veriö tekin,
aö sögn Magnúsar, en stjórn
bæjarins er nú aö láta athuga
lögformlegar forsendur þess. í
því sambandi er ábyrgö Arnórs
Benónýssonar, sem ráðinn var
af Guðmundi Árna Stefánssyni
til þess að sjá um listahátíð fyrir
hönd Hafnarfjarðarbæjar, ekki
eini flötur málsins, heldur kem-
ur líka til ábyrgö hlutafélagsins
Listahátíð í Hafnarfirði, sem
gagngert var stofnað til þess að
sjá um framkvæmd hátíöarinn-
ar.
Friðrik fær
verðlaun og
viðurkenningu
Friörik Erlingsson rithöfundur
hefur hlotiö verðlaun í hand-
ritasamkeppni Evrópskra sjón-
varpsstöðva, svo og sérstaka
viöurkenningu dómnefndar í
keppninni. Friörik er í Genf til
að veita þessum viöurkenning-
um móttöku, en í fyrra hlaut
hann starfslaun ásamt níu öðr-
um ungum handritshöfundum.
Starfslaunin vom 25 þúsund
svissneskir frankar, en verö-
launin sem Friörik hlýtur nú
nema 5 þúsund frönkum, eða
andviröi 165 þúsund íslenkra
króna.
Þaö var Manuela Fresil frá
Frakklandi sem að þessu sinni
hlaut aðalverðlaun í handrita-
keppni þessari, en hún fer
þannig fram að tíu höfundar
hljóta starfslaun til ab fullvinna
handrit aö sjónvarpsleikriti eöa
leiknum sjónvarpsþáttum. Að
ári liðnu eru síöan veitt verö-
laun fyrir besta handritiö af
þessum tíu.
Frá BSRB-þinginu ígœr. Tímamynd cs
Allar kerfis- og skipulagsbreytingar veröur aö skoöa meö tilliti til at-
vinnustigsins. 37. þing BSRB:
Hafnar
tilrauná
hyggjunnar
þátttöku í
ibúi frjáls-
Ögmundur Jónasson, formabur
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, varaöi viö bobubum kerf-
isbreytingum ríkisins í málefn-
um opinberra starfsmanna í
setningarræöu sinni viö upphaf
37. þings bandalagsins í gær.
Hann sagöi að samsvarandi
breyting sem framkvæmd hefði
veriö í Svíþjóö, hefði haft í för
meö sér aukið atvinnuleysi meöal
opinberra starfsmanna, aukinn
launamun og aukið bil á milli
karla og kvenna.
Þess í stað þyrfti að huga að nýj-
um leiðum í samningum til að
tryggja betri kjör fyrir taxtavinnu-
fólk almennt. Jafnframt þyrfti aö
finna leiöir sem sameinuöu kosti
miðstýröra samninga og vald-
dreifingar. Hann sagbi að BSRB
legði höfuðáherslu á að allar kerf-
isbreytingar og skipulagsbreyt-
ingar yröi að skoöa með tilliti til
atvinnustigsins og það þyrfti aö
ráðast í kerfisbreytingar sem
stuöluöu ab aukinni atvinnuþátt-
töku.
Ögmundur sagði að það væri
vegið aö verkalýðshreyfingunni í
heild sinni og þeim gildum sem
hún vildi hafa í heiðri. Hinsvegar
ættu samtök launafólks framtíö-
ina fyrir sér, einfaldlega vegna
þess að þau væm hornsteinn nú-
tímaþjóðfélaga sem byggja á fjöl-
þáttalýbræði. Aftur á móti væri
þaö nauðsynlegt fyrir samtök
launafólks að snúa bökum saman
og standa vörð um þau gildi sem
þau vilja varðveita.
Formaður BSRB sagbi aö opin-
berir starfsmenn óttuöust ekki
nýjar hugmyndir en lagði jafn-
framt áherslu á nauðsyn þess að
pólitískar kenningar yröu skoöað-
ar með rannsóknarljósi reynsl-
unnar. Hann lýsti ennfremur yfir
áhuga opinberra starfsmanna á aö
finna nýjar lausnir, enda væru
þeir reiðubúnir til að ganga for-
dómalaust á vit nýrra tíma.
Fjölmörg mál og ályktanir liggja
fyrir þinginu og m.a. tillaga um
breytingar á lögum BSRB. Þær
breytingar miöa aö því ab opna
bandalagib og abildarfélög þess
fyrir starfsmönnum fyrirtækja
eða stofnana sem kunna aö verða
til vegna einkavæöingar í opin-
berum rekstri.
Meðal gesta sem voru við setn-
ingu þings BSRB í gær var m.a.
formaöur Stéttarsambands
bænda, en þetta mun vera í fyrsta
skipti sem forustumanni samtak-
anna er boöiö aö vera vib setn-
ingu BSRB-þings. ■
Hagfrœöideild Seölabanka spáir 7,5% hcekkun framfcersluvísitölu
mifii ára 1993-94:
Stööugleiki er staöfestur
Hagfræöideild Seölabanka
Islands spáir því aö fram-
færsluvísitalan hækki aö
meöaltali um 1.5% frá því í
fyrra og ef mælt er frá upp-
hafi ársins til loka ársins
verbi hækkun vísitölunnar
1.3%. Hagfræbideildin telur
í spá sinni aö verbstöbug-
leikinn sem verib hefur hér á
landi þetta árib sé stabfestur.
Á fyrri hluta ársins spáöi hag-
fræðideildin um 1,5% hækk-
un framfærsluvísitölunnar á
milli ára og um 1% hækkun
yfir árið. Nú er útlit fyrir aö
þessar spár muni standast í
grófum dráttum, nema hvað
hækkun framfærsluvísitöl-
unnar yfir árið veröur íviö
hærri en þá var spáö. Þaö má
rekja til þess aö gengi krón-
unnar er nú tæplega 0,9%
lægra en það var seinni hluta
síöasta vetrar, og að samið var
um eingreiöslu til launafólks
vegna bættra viöskiptakjara,
sem greidd var í júní sl.
Samkvæmt upplýsingum úr
hagfræðideild Seðlabankans
stefnir nú í að lánskjaravísital-
an hækki um rétt tæplega 2%
milli ára og tæplega 1,5% frá
upphafi árs til loka þess. í þess-
ari spá felst nokkuð frávik frá
fyrri spám á árinu og er þetta
frávik meira en það var varö-
andi spár um framfærsluvísi-
töluna. Þab kemur til af því ab
gengissigið og eingreiðsla
launa hefur meiri áhrif á láns-
kjaravísitöluna en framfærslu-
vísitöluna. Til viðbótar þessu
hækkar lánskjaravísitalan
meira en framfærsluvísitalan
vegna ófyrirséðra hækkana
byggingarvísitölunnar á vor-
mánuðum. ■
©
KÍSILIÐJAN VIÐ MYVATN
NÝTING NATTÚRUAUÐLINDA I ÞÁGU ÞJÓDAR
Framkvæmdastjóri
Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir ab rába fram-
kvæmdastjóra
Kísilibjan hf. starfrækir verksmibju, sem frameibir síunar- og fylli-
efni úr kísilgúr, aballega til útflutnings. Sala og markabssetning á
útflutningsmörkubum er í höndum Celite Corporation, stærsta
framleibanda á kísilgúr í heiminum. Starfsmannafjöldi er 45-50.
Afkoma félagsins er gób og eiginfjárstaba er mjög traust. Abal-
eigendur Kísilibjunnar hf. eru Ríkissjóbur íslands (51 %) og
bandaríska fyrirtækib Celite Corporation (48,56).
Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt og er aðallega fólg-
ið í stefnumörkun, áætlanagerð og framkvæmd mark-
miða vegna námavinnslu og frameiðslu, ásamt stjórn-
un, framkvæmd og daglegum rekstri félagsins. Fram-
kvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gætir
hagsmuna þess út á vib. Búseta í Reykjahlíð er skilyrði.
Félagib leitar eftir aðila með haldgóða reynslu í fyrir-
tækjastjórnun, sem er tilbúinn ab takast á við krefjandi
stjórnunarstarf. Vibskiptafræbimenntun eða sambæri-
leg menntun æskileg. Gób enskukunnátta er skilyröi.
Skriflegum umsóknum um starf framvæmdastjóra,
ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal
skila á íslensku og ensku og merkja stjórn félagsins og
berast Kísiliðjunni hf., 660 Reykjahlíð, fyrir laugardag-
inn 12. nóvember 1994.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Friörik Sigurbsson, framkvæmdastjóri, sími 96-44190
og Pétur Torfason, stjórnarformaður, sími 96-22543.
Farið verbur meb allar umsóknir sem trúnaðarmál og
þeim svarað.