Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.10.1994, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 25. október 1994 Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland, Faxaflói, Subvestur- og Faxaflóamib: Norbaustan kaldi eba stinningskaldi. Skýjab meb köflum en úrkomulaust. • Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Norbaustan stinningskaldi og él. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra, Vestfiarba- og Norb- vesturmib: Norbaustan kaldi en stinningskaldi á miounum. Slyddu- eba snjóél. • Austfirbir og Austfjarbamib: Norblæg átt, allhvasst eba hvasst á mibum en hægari til landsins. Slydda eba rigning. • Subausturland og Subausturmib: Norbaustlæg átt, allhvasst eba hvasst austan til á mibum en annars stinningskaldi. Skýjab meb köflum en ab mestu leyti þurrt. Slysavarnafélag íslands: Nýr deildarstjóri rábinn Páll Ægir Pétursson, kennari í Stýrimannaskólanum, hefur veriö rábinn deildarstjóri björgunardeildar Slysavarna- félags íslands. Páll Ægir er rábinn í stab Hálfdanar Henrýssonar sem sagt var upp störfum í síbustu viku. Samkvæmt heimildum Tímans átti uppsögn Hálfdanar sér lang- an aðdraganda og hefur hann hvab eftir annab fengib áminn- ingu vegna ágreinings vib stjórnendur félagsins og sam- starfsöröugleika. Síðan Esther Gubmundsdóttir varö fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins munu þessir öröugleikar vegna starfa Hálfdanar hafa far- iö vaxandi, en þegar hún var ráðin sótti Hálfdan einnig um stööuna. ■ Hverageröi: Einbýlishús eybilagbist Gamalt einbýlishús vib Heib- mörk í Hveragerbi eybilagbist í eldsvoba síödegis á laugardag. Fyrir liggur ab eldurinn kvikn- aöi af manna völdum. Ab sögn Hergeirs Kristgeirssonar hjá lögreglunni í Árnessýslu, voru fjórir tíu ára drengir innan dyra í húsinu ab leika sér meb kerti síb- degis á laugardag, skömmu ábur en húsib varb alelda. Því væru málsatvik nokkub ljós. sbs, Seifossi Engar breyting- ar hjá BM Vallá Gubmundur Benediktsson, stjórnarmabur í BM Vallá, ber til baka sögur þess efnis ab Víg- lundur Þorsteinsson sé aö hætta störfum sem forstjóri fyrirtækis- ins. „Ég hef heyrt kjaftasögur um væntanlegar mannabreyt- ingar hér en þær eru ekkert annaö en gróusögur sem eiga ekki viö rök ab styöjast. Þaö standa engar breytingar til hérna," segir Gubmundur Benediktsson. ■ Dœmi eru til um alvarleg ofbeldisverk íslenskra barna gegn félögum sínum. Arthur Morthens: Sífellt yngri börn beita grófu ofbeldi „Hér hafa gerst alvarlegir atburb- ir í líkingu vib þann sem gerbist í Noregi. Börn beita hvert annnab sífellt grófara ofbeldi og vib sjá- um yngri börn en ábur beita of- beldi," segir Arthur Morthens, formabur Barnaheilla. Hann segir ástandib hér á landi engu betra en í nágrannalöndunum. Samtökin Barnaheill hafa fylgst meb ofbeldi barna gagnvart börn- um allt frá stofnun samtakanna fyr- ir fimm árum. Arthur Morthens segir aö ofbeldi barna hafi farib vax- andi þann tíma. „Ofbeldi hefur vaxið, það er orðið miklu harðara en áöur og auk þess sjáum vib sífellt yngri börn beita hvert annað of- beldi. Viö fáum núna sex ára börn inn í grunnskólana í Reykjavík sem eru mjög hömlulaus og beita fyrir sig spörkum í ríkari mæli en ábur." Mat Arthurs er ab ástand þessara mála hér á landi sé engu betra en í nágrannalöndunum. „Við höfum bent á að hér hafa gerst alvarlegir atburðir þótt þeir hafi ekki farið hátt. M.a. er til íslenskt dæmi þar sem ungur drengur er talinn hafa valdið dauða tveggja bama meb því að koma þeim fyrir í Glerá á Akur- eyri. Þótt abeins annab atvikib hafi sannast ab fullu segir það ýmislegt um ástand mála hér á landi. Auðvit- ab eru til fleiri slæm dæmi hér á landi þótt þau séu ekki jafn hörmu- leg. í raun getum við sagt aö allt sem hefur gerst erlendis getur gerst hjá okkur og hefur meira og minna gerst. Ef til vill erum við frábrugðin hinum Norburlöndunum aö því eina leyti ab foreldra ungra barna vinna lengri vinnudag hér á landi með þeim afleiðingum sem það hef- ur í för með sér." Barnaheill hafa ítrekab sent frá sér ályktanir um ab flýtt verði setningu laga um eftirlit meö kvikmyndum, myndböndum og tölvuleikjum. Telur Arthur að ofbeldismyndir og leikir séu helsta orsök þess að of- beldi barna hafi aukist? „Ég held aö þetta sé samsettur vandi. Fjölskyld- ur eru í upplausn. Foreldrar hafa minni tíma aflögu til að sinna börn- unum sem aubvitað bitnar á upp- eldinu. Annar þáttur er mjög vax- andi ofbeldi í kvikmyndum og tölvuleikjum. Frumvarp um hertar reglur um ofbeldismyndir hefur ekki hlotið samþykki á Alþingi. Fyr- ir tveimur árum var einnig lofað að sett yrðu lög um ofbeldi í tölvuleikj- um og sölu á þeim en það hefur ekkert sést til þeirra ennþá." Einn af þeim tölvuleikjum sem fæst á íslandi gengur út á að fletta konu klæðum og enda á að nauðga henni. Barniö, eða hver sá sem leik- ur leikinn, er þá í hlutverki nauðg- arans. Sams konar leikir eru til þar sem markmiðiö er ab beita annars konar ofbeldi. „Ég hef heyrt af þess- um naubgunarleik og sannleikur- inn er því miður sá að það er hægt að fá nánast allt héma. Kvikmynda- húsin hafa heldur ekki verið nægi- lega dugleg vib ab bægja börnum og ég að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað ofbeldismyndir og leikir hafa mikil áhrif á börn. Við höfum bent á ab börn eru farin að beita spörk- um og kýlingum í ríkari mæli en áð- ur og alveg eins og í Noregi höfum við orbiö vitni að því að sex og sjö ára börn hafa skallaö félaga sína í andlitib og sparkað í þá án þess að þau átti sig á alvöru þess sem er að gerast." Arthur telur að fleira þurfi ab koma til en hert lög til að vinna bug á vandanum. „Þab þarf að upplýsa foreldra, því það eru auðvitab þeir sem fyrst og fremst þurfa að taka á málunum. Það þarf einnig að fara fram almenn umfjöllun um þessi mál í þjóöfélaginu. Ekki síst þarf síðan að taka þetta upp í skólum í miklu ríkari mæli, þ.e. fræðslu um hvaða siðareglur gilda og um sam- skipti barna í milli." ■ Arthur Morthens. unglingum frá myndum sem em bannaðar bömum. Almennt held Cubrún Ebba Ólafsdóttir, varaformabur KÍ: Heföbundinn áróbur ab byrja „Myndin af opinbera starfs- manninum sem hangir aðgerö- arlaus í vinnunni og bíbur eftir ab komast á háá lífeyrinn á milli þess sem hann leikur á spillt launakerfib, verbur ljós- lifandi ab nýju," sagbi Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformab- ur Kennarasambands íslands, vib setningu 37. þings BSRB í gær. Hún sagði aö þessi mynd af op- inbera starfsmanninum væri dæmi um þann hefðbundna áróbur sem ætíb væri hafður uppi þegar drægi að gerö kjara- samninga. Ab sama skapi þætti það við hæfi af hálfu stjórnvalda ab aflýsa kreppunni þegar stutt er til næstu alþingiskosninga, auk þess sem stjórn peninga- og ríkisfjármála er einnig sögð vera í betra horfi en áður, samkvæmt upplýsingariti fjármálaráöuneyt- isins. Hún sagði aö opinberir starfs- menn vissu manna best hvað þeir hefðu í laun og því mættu þeir ekki láta blekkjast þegar áróðurshríöin verður hvab dekkst. Gubrún Ebba skorabi á launafólk ab standa saman og styöja hvort annað í baráttunni fyxir bættum kjörum og að sér- staba hvers félags yröi virt við samningaborðið. Varaformaður KÍ gagnrýndi harblega efnahagsstefnu ríkis- stjórnar og framkomnar hug- myndir fjármálarábherra um breytingar á starfsmannastefnu ríkisins. í stað frelsis, jafnréttis og bræðralags, væm einkunnarorð ríkisins framleibnsluaukning, hagræbing og einkavæðing. Hún sagbi ab í stab þess að láta þá tekjuháu borga hlutfallslega hærri skatta en láglaunafólkið þá væri stefnt að því að draga úr þjónustu við unga fólkið, niður- skurði í heilbrigöiskerfinu en síð- ast en ekki síst að fækka starfs- mönnum hjá hinu opinbera. í því skyni að gera opinberar stofnanir samkeppnishæfar á al- mennum markabi em boðaðir nýir kjarasamningar með launa- kerfi sem byggjast ekki á starfs- reynslu og menntun, heldur frammistöðu, framleiðni og ábyrgð. Varaformaður KÍ segir að þessi boðaða breyting muni leiða til enn meira launamisréttis en þegar er við lýði. Hún segir að þab eigi vissulega ab meta ábyrgb og frammistöðu til launa, en ekki á kostnað menntunar og starfs- reynslu. ■ Vindar blása nú um Slysavarnafé- lagib í kjölfar brottrekstrar deildar- stjóra þar í vikunni. aTímamynd BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.