Tíminn - 27.10.1994, Page 3
Fimmtudagur 27. október 1994
3
íbúöum borgarinnar vib
Tjarnargötu hefur til
þessa verib rábstafab af
borgarstjóra:
Félagsmála-
stofnun
afhentar
íbúbirnár
Borgarstjóri hefur afhent fé-
lagsmálastofnun íbúbir í eigu
borgarinnar viö Tjarnargötu,
en þær hafa hingab til verib
leigöar út á vegum skrifstofu
borgarstjóra. Kristín A. Árna-
dóttir, abstoöarmabur borgar-
stjóra, segir ab leigusamning-
ur um einbýlishús í Grasa-
garöinum í Laugardal, sem
Arni Sigfússon, fyrrverandi
borgarstjóri, gekk frá daginn
fyrir kosningarnar í vor, hafi
verib tilefni þess ab borgar-
stjóri lét skoba hvaba hús-
næöi í eigu borgarinnar er
leigt út framhjá kerfinu.
Yfirlit borgarlögmanns sýnir
að Reykjavíkurborg á 16 íbúbir í
Tjarnargötu. Nokkrar þeirra eru
þegar leigöar út á vegum félags-
málastofnunar en flestum
hinna íbúöanna hefur hingaö
til veriö ráðstafaö af skrifstofu
borgarstjóra. Borgin á einnig
nokkur hús sem ekki falla undir
félagslega kerfib. Mebal þeirra
er húsiö í Laugardal, húsib Ár-
tún í Elliðaárdal, hús við Leyni-
mýri og húsnæöi vib Hallveig-
arstíg. Borgarstjóri afhenti fé-
lagsmálastofnun íbúbirnar viö
Tjarnargötu til umsjónar í gær
en ekki hefur verib tekin
ákvörðun um hvab gert verði
við annað húsnæði aö sögn
Kristínar A. Árnadóttur. Hún
segir að þaö hafi þótt eðlilegt ab
félagsmálastofnun fengi íbúö-
irnar til umsjónar enda séu
langir biðlistar eftir húsnæöi á
vegum hennar. Starfsfólki fé-
lagsmálastofnunar verði falið
ab meta hvort núverandi íbúar
íbúðanna falli undir þau skil-
yröi sem hún gerir til leigjenda
sinna eba hvort þeim verði sagt
upp leigusamningunum. ■
Húsib í Laugardal sem Árni Sigfússon endurnýjabi leigu á daginn fyrir kosningarnar í vor.
Árni Sigfússon fyrrverandi borgarstjóri:
Gekk frá fimm
leigusamningum
Tímamynd: CS
Kristín A. Árnadóttir, ab-
stobarmabur borgarstjóra,
segir ýmislegt óeblilegt vib
leigusamninginn sem Árni
Sigfússon undirritabi, dag-
inn fyrir kosningar, um hús-
ib í Grasagarbinum í Laugar-
dal. Árni Sigfússon er ósam-
mála því og segir tilganginn
meb umræbunni vera ab ata
sig auri. Komib hefur í ljós
ab Árni geröi fimm leigu-
samninga í tíb sinni sem
borgarstjóri.
Samkvæmt samningnum, sem
Árni Sigfúson framlengdi til
tveggja ára, borga íbúar hússins
í Grasagarði ekki húsaleigu en í
staðinn hafa þeir umsjón og eft-
irlit meö svæðinu á þeim tíma
sem heföbundið eftirlit er ekki.
„Okkur finnst út af fyrir sig
óeblilegt að geröur sé skuld-
bindandi samningur daginn
fyrir kosningar. Sérstaklega í
ljósi þess aö búið var að segja
samningnum upp og garðyrkju-
deildin haföi áhuga fyrir því aö
fá húsiö til afnota. Þaö má vera
ab þaö sé gott að hafa íbúa í
húsinu sem hafi eftirlit með
svæöinu en þaö ætti þá aö vera
Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík:
Kjöt flutt út á Banda-
nkjamarkaö
Frá Þórbi Ingimarssyni,
fréttaritara Tímans á Akureyri.
Nú í vikunni voru send um níu
tonn af ærkjöti frá Húsavík til
Bandaríkjanna og þessa dagana
er unnið aö pökkun á nauta-
kjöti fyrir Bandaríkjamarkað.
Sláturhús Kaupfélags Þingey-
inga hefur leyfi til útflutnings á
kjöti og hafa bændur úr ná-
grannahérubum Þingeyjarsýslu
notfært sér það á liönu hausti
og flutt fé til slátrunar á Húsa-
vík.
Páll Arnar, sláturhússtjóri á
Húsavík, sagði í samtali vib
Tímann aö nýverib hefbu um
níu tonn af ærkjöti verið send á
Bandaríkjamarkaö. Kjötskrokk-
um væri pakkaö saman á ákveö-
inn hátt og settir í kassa að ósk-
um kaupenda. Um væri að ræba
skrokka upp að 23 kílóum og
væri þar mest um aö ræöa kjöt
af tveggja til fjögurra vetra ám.
Um kjöt af veturgömlu fé væri
vart að ræöa því svo mikil eftir-
spurn væri nú eftir því á innan-
landsmarkaði að ekkert væri af-
lögu hjá sláturhúsi KÞ til út-
flutnings. Páll sagði nokkuð
hafa veriö um að sláturhús KÞ
hefði tekið fé til slátrunar úr
öðrum héruðum en af félags-
svæði Kaupfélags Þingeyinga
þegar um væri aö ræða fram-
leiðslu umfram greiðslumörk
bænda sem ætluð væri til út-
flutnings. Þannig hefði slátur-
hús KÞ tekið fé frá Fjallalambi á
Kópaskeri til slátrunar og einnig
nokkuð af fé úr Eyjafirði. Þá
hefði nýlega verið efnt til auka-
sláturdags á Húsavík þar sem
fullorðnu fé af Fljótsdalshéraöi
var slátrað til útflutnings.
Auk útflutnings á kindakjöti er
í undirbúningi ab hefja útflutn-
ing á nautakjöti frá Húsavík.
Þessa dagana er unnið að því að
pakka og merkja nautakjöt fyrir
Bandaríkjamarkað og er gert ráð
fyrir að um fimm tonna til-
raunasending fari á markað þar
fljótlega. Allt kjöt til útflutnings
frá sláturhúsinu á Húsavík er nú
meðhöndlað samkvæmt stöðl-
um um náttúrlegar afurðir og
kvað Páll Arnar sláturhússtjóri
það nauösynlegt til að tryggja
sem best viöskipti með kjötiö. ■
á vegum þeirra sem hafa um-
sjón með garðinum ab öðru
leyti," segir Kristín A. Árnadótt-
ir.
Árni Sigfússon, fyrrverandi
borgarstjóri, er ósammála því
að eitthvaö sé óeðlilegt við
leigusamninginn. „Það er algert
aukaatriði að leigusamningur-
inn skyldi vera endurnýjabur
rétt fyrir kosningar. Samkvæmt
uppsagnarákvæbi áttu íbúarnir
að fara úr húsinu fyrir lok maí-
mánaöar. Þess vegna þurfti að
ljúka málinu fyrir þann tíma.
Eg ákvað að framlengja samn-
ingnum vegna þess að ég mat
hagsmuni þessarar barnmörgu
fjölskyldu, sem hefur búið
þarna um árabil, umfram hags-
muni borgarinnar af því að
nota húsiö fyrir vinnuskúr eða
eitthvað slíkt. Það er mikill
kostur að hafa íbúa í grasagarð-
inum sem hafa umsjón og eftir-
lit með svæðinu. Fólkið fær
engin önnur laun fyrir þetta
hlutverk sem það hefur gegnt í
átta ár. Ég tel ekkert athugavert
aö það sé samið á þennan hátt
en það er greinilegt að það á að
reyna að ata mig auri fyrir þessa
ákvöröun," segir Árni Sigfús-
son, fyrrverandi borgarstjóri.
Kristín A. Árnadóttir segist
ekki þekkja til aöstaeöna fjöl-
skyldunnar í Laugardalnum.
„Það kann vel að vera að hags-
munir fjölskyldunnar hafi verið
brýnni en borgarinnar, ég veit
ekkert um það. Hins vegar er
það á verksviði félagsmálastofn-
unar að meta þörf fjölskyldna
fyrir íbúðarhúsnæði á vegum
borgarinnar og forgangsraða
umsóknum um það. Málefni
þessarar fjölskyldu kom aldrei
til umfjöllunar þar."
Árni segir sama gilda um aðra
leigusamninga sem hann gekk
frá í tíð sinni sem borgarstjóri.
Ekkert sé óeðlilegt við þá. „Mér
sýnast þetta vera fimm mál sem
borgarstjóri er búinn aö finna
ab ég hafi gengið frá. Eitt þeirra
er varðandi hús vib Leynimýri,
þar var framlengt samningi við
aldraðan mann sem hefur búið
þar frá 1986, það var líka endur-
nýjaður samningur um lista-
skemmu við Hallveigarstíg. Mér
skilst reyndar að listamaburinn
sé farinn úr því húsnæði og
annar kominn í staðinn. Núver-
andi borgarstjóri hlýtur að hafa
gengiö frá samningi viö hann.
Eg gekk líka frá samningi um
Ártún við Elliöaár, í því húsi býr
nú þriðji ættliður en þab hafði
aldrei verið gengið frá leigu-
samningi. Þetta eru einstaka
mál sem koma félagsmálastofn-
un ekki við og var ekki óeölilegt
að borgarstjóri annaðist," segir
Árni Sigfússon.
Kirkjuþing:
Kjör séra Döllu gilt
Kjörbréfanefnd á kirkjuþingi
tók ekki undir það sjónarmið
séra Ágústs Sigurbssonar á
Prestbakka að kjör séra Döllu
Þórðardóttur á Miklabæ, sem
fulltrúa á kirkjuþing, væri ógilt.
Kosningar til kirkjuþings fóm
fram síðastliöib sumar. í Húna-
vatns- og Skagafjarðarprófast-
dæmi féllu atkvæði þannig að
séra Dalla var kosin meb sjö at-
kvæöum, séra Ágúst fékk sex at-
kvæöi og séra Gísli Gunnarsson
tvö. Ágúst Sigurbsson kærði kosn-
inguna og krafðist þess að hún
yrði gerð ógild og kosið að nýju.
Ástæðan var sú aö hann taldi at-
kvæði séra Jóns ísleifssonar á Ár-
nesi á Ströndum vera ógilt þar
sem sebillinn hefði veriö „útkrot-
aður .í opnuðum og yfirlímdum
umslögum" eins og fram kemur í
bréfi Ágústs til kirkjumálaráð-
herra. Kjörbréf allra fulltrúa á
kirkjuþingi voru lögð fyrir kjör-
bréfanefnd í gær en hún tók ekki
undir sjónarmið séra Ágústs. ■