Tíminn - 27.10.1994, Page 9
Fimmtudagur 27. október 1994
9
UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . ..
Mozambique:
Kosningar
í dag og á
morgun
Búist er viö aö fyrstu fjölflokka-
kosningarnar og forsetakosn-
ingarnar sem haldnar eru í Afr-
íkuríkinu Mozambique muni
ganga eftir áætlun, en kosið
veröur í dag og á morgun. Að
sögn eftirlitsmanns Sameinuöu
þjóðanna, Aldo Ajello, sem var
einn helstu milligöngumanna
Sþ þegar samiö var um friö í
landinu, virðist ekkert óvænt
hafa komiö upp og útlitið því
nokkuð gott.
Joaquim Chissano, sem verið
hefur forseti í landinu, lýsti því
yfir í gær að hann væri sann-
færbur um ab vinna stóran sig-
ur í forsetakosningunum, en
mótframbjóbendur hans gáfu
lítið fyrir slíkar yfirlýsingar. ■
Indland:
Eldsvoði
í lestar-
vagni
Að minnsta kosti 28 manns lét-
ust þegar eldur kviknaði í lest-
arvagni í austurhluta Indlands í
gær. Upptök eldsins voru ekki
ljós í gær og eldurinn náði ekki
til annarra vagna í lestinni. ■
Vopnahlé
rofið í
Afganistan
Sólarhringsgamalt vopnahlé
milli stríðandi skæruliðasamtaka
í Kabúl í Afganistan var rofið í
gær þegar mikill skotbardagi meb
stórskotaliðsvopnum braust út í
höfuðborginni. Það voru íranir
sem höfðu náð ab miðla málum
og koma á vopnahléinu. Að sögn
lækna höfbu að minnsta kosti 2
látist og 50 særst. ■
Flugrœningjar fá lausn-
argjald í Kákasus:
Sleppa
gíslum
smám
saman
Rússnenskur gagnnjósnaforingi
upplýsti það síðdegis í gær að
stjórnvöld hefðu greitt flug-
ræningjum lausnargjald fyrir
aö þeir frelsuðu gísla sem ræn-
ingjarnir héldu um borb í far-
þegaflugvél í norðurhluta Kák-
asushéraðs. Þegar síðast fréttist
var ekki ljóst hvort flugræn-
ingjarnir voru búnir ab sleppa
öllum gíslunum í vélinni en
vitað var með vissu um 13 gísla
sem leystir höfðu verið úr
haldi. Lausnargjaldið sem ræn-
ingjunum var greitt nam 2
milljónum dollara. ■
A meban Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, flytur ræbu sína vib undirritun fribarsamninga milli ísraels og jórdaníu ígœr, líta Rabin, forsœtisrábherra
ísraels, og Hussein jórdaníukonungur hvor á annan þar sem þeir sitja hvor sínu megin vib auban stól bandaríkjaforseta.
Friðarsamninffarnir
voru undiritaöir 1
eyðimörkinni
Arava, á landamærum Israels
og Jórdaníu - Reuter.
Mikið var um dýrðir á landa-
mærunum þegar Jórdanir og ísra-
elar sömdu um frib, en ríkin hafa
ekki barist síðan í stríðinu 1967.
Fallbyssudrunur léku um hátíðar-
svæöið til að fagna friði en ekki
sem merki um stríbsátök eins og
jafnan áður þegar hleypt var af á
þessum slóðum.
Vib athöfnina sagði gamla stríðs-
hetjan Rabin, forsætisráðherra
ísraels, að ósk hans væri sú ab
með samkomulaginu væri tryggt
að afkomendur þeirra sem þarna
voru mundu aldrei þurfa að upp-
lifa stríð á milli þjóðanna og
mæður þyrftu ekki að syrgja börn
sín.
Þúsundir ísraelskra og jórd-
anskra hermanna vom í nágrenn-
inu suöur af Dauðahafi sem tákn
um að friður væri tryggbur. Jórd-
anskur öryggisvörður hafbi húfu
á höfði sem á stóö á hebresku:
„Blessaðir séu friðflytjendur".
Hann sagbi höfuðfatið gjöf frá
ísraelskum hermanni.
Kliður fór um mannfjöldann
þegar Hillary Clinton birtist í kjól
sem bar sama lit og klæðnaður
Noor Jórdaníudrottningar. Þar
meb var því slegib föstu aö túrkis-
blátt væri litur fribarins.
Einkennisklæddir hermenn úr
herjum beggja þjóöanna stóöu
hlið vib hlið og lúðrasveitir léku
þjóðsöngvana sameiginlega.
Tvær stúlkur, barnabörn her-
manna beggja þjóbanna sem féllu
1967, afhentu heiðursgestinum
Bill Clinton blómvendi.
Lesið var upp úr versum Kóran-
ins og úr Davíðssálmum.
Fribarsamningana undirritubu
jórdanski forsætisráðherrann, Ab-
dul- Salam al-Majali, og Rabin,
forsætisrábherra ísraels. Hjá þeim
stób Clinton Bandaríkjaforseti
sem vitni að undirskriftum.
Yfirmenn herjanna skiptust á
gjöfum og tíu þúsund blööum í
litum þjóbfána ríkjanna var
sleppt. ■
Hætt viö að
olían berist út í
Barentshafið
Moskvu - Reuter
Olía flæðir nú út í fljótið Pec-
hora og er hætt við því að hún
streymi síðan út í Barentshaf.
Þetta fullyrðir Valentina nokkur
Semyashkina, sem er formaður
náttúruverndarsamtaka á svæð-
inu, en hún segir jafnframt aö
þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
slíkt eigi sér stab. Fregnir af olíu-
lekanum stangast nokkuð á.
Bandarískir sérfræðingar em æf-
ir og segja að þetta umhverfis-
slys geti haft geigvænlegar af-
leiðingar á viðkvæmt
náttúrufar norður vib heim-
skaut.
Orkumálaráðherra Bandaríkj-
anna, Bill White, segir ab olíu-
lekinn, sem á upptök sín þús-
und kílómetrum norðaustur af
Moskvu, sé átta sinnum meiri
en Exxon-lekinn í Alaska fyrir
fimm ámm, en rússneska sjón-
varpið sagði frá því í gær að við
hreinsunarstörf á hinu meng-
aða landsvæði, sem er um 68
ferkílómetrar, séu nú 140
manns með skólpfötur og léttan
dælubúnað.
Nikolai Balin, sem er umhverf-
ismálastjóri í Komi-héraði þar
sem olíuleiðsla rofnaði og or-
sakaði lekann, viðurkennir ab
vanrækt hafi verið að gera vib
leibsluna þótt hún sé orðin
gömul og léleg. Talsmabur
Greenpece heldur því fram að
leiöslan sé eins og gatasigti, en
hlutverk hennar er aö leiða olíu
frá norðurhéruðunum til olíu-
hreinsunarstöðva sem flestar
eru inni í miðju landinu. Þessu
þverneitar fyrirtækib Transneft,
sem hefur umsjón með leiðsl-
unni. Varaumhverfismálaráð-
herra Rússlands, Viktor Kostin,
viðurkennir að alvara sé á ferð-
um en segir ab því fari fjarri ab
hægt sé að tala um stórkostlegt
umhverfisslys.
Vestrænir olíusérfræðingar
hafa lengi vitab að olíumengun-
arvarnir í Rússlandi em í lama-
sessi og ætla þeir að allt ab 10%
af allri olíu þar fari til spillis.