Tíminn - 27.10.1994, Qupperneq 10
10
Fimmtudagur 27. október 1994
I luktum heimi
— skaldsaga eftir Friöu
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér nýja skáldsögu eftir Fríðu
Á. Sigurðardóttur, í luktum
heimi. Á bókarkápu segir meðal
annars:
Hann heitir Tómas, er tæplega
fimmtugur og áleitnar spurn-
ingar sækja að honum: Hvað er
þaö sem gefur lífinu gildi?
Hvaöa stjórn hefur einstakling-
urinn á örlögum sínum? Ást-
inni? Hamingjunni? Eða eru ást
og hamingja kannski bara orðin
tóm; slitgjarnt haldreipi hins
A. Siguröardóttur
örvæntingarfulla manns sem
kominn er af léttasta skeiöi?
í luktum heimi er skáldsaga
sem ekki bregst lesendum Fríöu;
hér má glöggt þekkja höfundar-
einkenni hennar um leið og
hún sýnir á sér nýjar hliðar. Sag-
an er í senn átakanleg og sorg-
leg, en í stílnum býr jafnframt
leiftrandi kímni og djúpur
mannskilningur.
Ný bók frá Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur er mikill viðburður á
bókmenntasviðinu. Fríða er
meðal fremstu rithöfunda á ís-
landi. Hún hefur hlotið marg-
víslegar viöurkenningar fyrir rit-
störf sín og verk hennar hafa
verið þýdd á fjölda tungumála.
Síðasta skáldsaga Fríöu, Á með-
an nóttin líður, sló með eftir-
minnilegum hætti í gegn og
hlaut bæði íslensku bók-
menntaverölaunin og Bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs.
í luktum heimi er 281 bls. að
stærð og kostar 3.380,- kr. ■
Fríba Á. Sigurbardóttir
Kvennaguðfræði Auðar Eir
Fyrsta bókin um kvennaguö-
fræði, sem skrifuð hefur verib
á íslensku, er komin út. Höf-
undur er séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir.
Bókin heitir Vinátta Gubs. í
henni er fjallað um kristna trú
út frá sjónarmiði kvenna. Rætt
er um mikilvægi þess að Guö
er eins móðir okkar og faðir,
hún er vinkona okkar sem
vinnur með okkur í daglegum
störfum. Fjallað er um rætur
kvennaguðfræðinnar í Biblí-
Fréttir af bókum
unni og sögunni og spurt
hvort karlmaöur geti verið
frelsari kvenna eða hvort við
þörfnumst yfirleitt frelsara.
Áhersla er lögð á sjónarmið
kvennaguðfræðinnar um
sjálfsmyndina og hugmyndir
hennar um syndina og frelsið,
vináttuna og völdin. Einnig er
fjallað um hvernig trúin mótar
lífið og lífið trúna. í lokakafla
bókarinnar er fjallað um ein-
manaleika, ótta, sektarkennd
og reiði og þá möguleika sem
kristin trú gefur fólki til að
stjórna eigin lífi.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdótt-
ir hefur lagt stund á rannsókn-
ir í kvennaguðfræöi í 15 ár. í
bók sinni miðlar hún af sjón-
armiðum erlendra kvennaguð-
fræbinga og kemur fram með
sína kven-naguðfræöi sem hún
hefur mótað m.a. með samtöl-
um í fjölmörgum kvennahóp-
um og í prédikunum sínum.
Bókin kemur út í tilefni þess
að nú eru 20 ár síðan séra Áuð-
ur Eir vígðist sem prestur, fyrst
kvenna á íslandi. Kvennakirkj-
an gefur bókina út með stuön-
ingi frá Lúterska heimssam-
bandinu og íslensku þjóðkirkj-
unni. Bókin er 163 bls. og er
prentuð í G.Ben./Eddu prent-
stofu hf.
Séra Aubur Eir Vilhjálmsdóttir.
Ný skáldsaga eftir
Gubberg Bergsson
Komin er ut ný skáldsaga eftir
Guðberg Bergson, Ævinlega. Á
bókarkápu segir meðal annars
um efni hennar:
Vífill gullsmiöur er ókvæntur
maður á miðjum aldri sem hef-
ur ekki gengið í hjónaband af
því aö hann þráir aö elska
manneskju aðeins einu sinni,
ævilangt á meðan lífið endist,
en ekki fundið hana, eins og
segir í sögunni. Dag einn þegar
Vífill er á gangi á Laugaveginum
birtist ljóslifandi konan sem
hann hafði geymt í hjarta sínu í
fjömtíu ár. Það virðist deginum
ljósara að fundur þeirra tveggja
er upphaf að hamingjuríkri
sambúð og ævilöngu hjóna-
bandi.
Guðbergur lýsir samskiptum
og sambúð kynjanna. En ekki er
allt sem sýnist og á bak við grín-
ið og hábið leynist saga af leit
manneskjunnar að ást og ham-
Cubbergur Bergsson
ingju.
Gubbergur Bergsson hefur fyr-
ir löngu tryggt sér sess sem einn
frumlegasti og áhrifamesti rit-
höfundur okkar. Verk hans
marka tímamót í íslenskum
bókmenntum og honum hefur
tekist að halda ferskleika í skrif-
um sínum í rúma þrjá áratugi.
Guðbergur hefur þann hæfi-
leika að koma lesandanum stöð-
ugt á óvart með efniviði sínum
og efnistökum og svo er einnig
um þessa nýju bók.
Þá má geta þess að skáldsaga
Guðbergs, Svanurinn, hlaut Is-
lensku bókmenntaverðlaunin
og var tilnefnd til Bókmennta-
verölauna Noröurlandarábs
1992, hefur fengið frábærar við-
tökur erlendis, mebal annars í
Danmörku, Svíþjóð og Tékk-
landi, og nýlega hefur verið
gengib frá útgáfusamningi um
franska þýöingu Svansins hjá
hinu virta franska útgáfufyrir-
tæki Gallimard.
Ævinlega er 153 bls. aö stærð
og kostar 2.980,- kr. ■
jóhann Sigurjónsson.
Ljóðabók Jóhanns
Sigurjónssonar
Frá Heimili og skóla, landssamtök-
um foreldra grunnskólanemenda
Landssamtök foreldra, Heimili
og skóli, lýsa ánægju sinni með
þá ákvörðun menntamálaráð-
herra að taka mark á ábending-
um foreldra og skólafólks í þá
veru ab fjölga vikulegum
kennslustundum grunnskóla-
nemenda. Samtökin hafa ítrek-
ab bent á nauðsyn þess að nýta
skólaárið betur og einsetja skól-
ana.
Það að nemendum sé skilab
aftur þeim kennslustundum
sem skornar voru nibur í „band-
orminum" er hinsvegar svo
sjálfsagt að ekki er hægt að telja
það sérstaklega þakkarvert.
Þvert á móti hefði, í kjölfar vax-
andi umræðu um stöðu grunn-
skólans undanfarin misseri,
mátt reikna með meiri fram-
kvæmdagleði og stórhug af
hálfu yfirvalda menntamála.
Eitt eru orb og annað eru efnd-
ir. Í nýframkomnu fjárlaga-
frumvarpi er því mibur ekki að
sjá að fylgja eigi eftir fögrum
markmiðum um einsetningu
skóla. Einsetinn skóli er ekki
eingöngu húsnæðisvandamál
sem sveitarfélög þurfa að leysa.
Meginforsenda einsetningar
byggist á nýjum samningum
við kennara og fjölgun stöðu-
gilda í kennslu og ekkert vottar
fyrir slíku í fjárlagafrumvarpinu.
Þab er verulegt áhyggjuefni ab
þeir sem þjóðin hefur falið að
fara meö forsjá skólamála skuli
enn um sinn ætla að spara eyr-
inn og kasta krónunni. Þetta
lýsir sér meðal annars í því að
áfram veröa of margir of stórir
bekkir í grunnskólum og fram-
lög til endurmenntunar kenn-
ara eru skorin við nögl. Samtök-
in Heimili og skóli halda því aft-
ur af hrifningu sinni þar til rík-
isstjórnin hefur á sannfærandi
hátt sýnt að hún er tilbúin til að
axla fjárhagslega ábyrgð á
menntastefnu sinni. ■
Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)
hlaut alþjóðahylli fyrir skáldskap
fyrstur Islendinga eftir höfunda
fornsagnanna. Hann var leikrita-
skáld en þau fáu ljóð sem hann orti
urðu mörg hver dáðar perlur í ís-
lenskri ljóðagerð og leiðarljós ann-
arra skáida. Ljóbabók Jóhanns Sigur-
jónssonar er heildarsafn þeirra ljóða
sem Jóhann orti sem fullþroska
skáld og inniheldur 68 ljóð. Eiríkur
Hreinn Finnbogason sá um útgáf-
una og ritar eftirmála um skáldið og
verk hans. Bókin er í ritrööinni Sól-
stöfum, en áður hafa komib út í
sömu ritröð Hver er sinnar gœfu
smiður eftir Epiktet í umsjá Brodda
Jóhannessonar og Ferskeytlan í sam-
antekt Kára Tryggvasonar.
Bókin er innbundin og er 127
blaösíbur. Almenna bókafélagið
gefur bókina út og Prentsmiðjan
Oddi hf. sá um prentun. Verð bók-
arinnar er 1.490 kr. ■