Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 11
Firrimtudagur 3. nóvember 1994
*WmS ¦ •¦¦•ii-éi fifi t/
imiiiiMBi
11
70 ára:
Siguröur Blöndal
Sigurour Blöndal, frændi
minn, er oröinn sjötugur og
sestur aö á Hallormsstað í
þrioja sinn á lífsleiðinni. Nær
væri aö segja að hann hafi að-
eins skroppið þaðan um stund
á meðan hann gegndi starfi
skógræktarstjóra syðra 1977-
1989. Á Hallormsstað ólst
hann upp í Húsmæðraskólan-
um hjá foreldrum sínum, Sig-
rúnu Pálsdóttur Blöndal, sem
stofnaði skólann, og Benedikt
Magnússyni Blöndal búfræð-
ingi. Þau höfðu áður verið
kennarar á Eiðum, en fluttu
þaðan í Mjóanes, eignarjörð El-
ísabetar Sigurðardóttur, ömmu
okkar Sigurðar. Þar stofnuðu
þau einkaskóla 1924 og síðan
kvennaskóla, sem þau ráku fyr-
ir eigin reikning með búskap
uns Húsmæðraskólinn á Hall-
ormsstað tók til starfa 1930. í
Mjóanesi fæddist Sigurður 3.
nóvember 1924.
Föður sinn missti Sigurður
þegar hann var 15 ára. Bene-
dikt varð úti í ársbyrjun 1939
skammt frá Hallbjarnarstöðum
í Skriðdal eftir ferð yfir Þórdals-
heiði. Sigrún féll einnig frá fyr-
ir aldur fram árið 1944, aðeins
sextug. Þessi áföll bæði eru
greypt í minningar frá æskuár-
unum, en eftir stóð einkason-
urinn Sigurður, þá í sjötta bekk
Menntaskólans á Akureyri það-
an sem hann lauk stúdents-
prófi vorið 1945. Með honum
var vænn hópur Austfirðinga,
sem þá og lengi síðar sóttu í
framhaldsnám til Akureyrar.
Þessi ár gerðust tíðindi mikil og
stór heima og erlendis. Það var
því ab vonum mikill stjórn-
málaáhugi meðal nemenda í
MA og margir Austfirðinganna
urðu róttækir og fylgdu sósíal-
istum að málum. I þá sveit
skipaði Sigurður sér og hefur
fylgt henni síban. Ekki dofnaði
þjóðmálaáhugi hans við það
að starfa sem þingskrifari á Al-
þingi veturinn 1945-46 á
blómaskeibi nýsköpunar-
stjórnarinnar og áhugi hans og
næmt auga fyrir persónum
hefur trúlega skerpst á þessum
sérkennilega vinnustað.
Haustiö 1946 lá leið Sigurðar
til Noregs í skógræktarnám yið
landbúnaðarháskólann á Ási
þaðan sem hann útskrifaðist
1952. Með því var stefnan tek-
in á það sem varð ævistarf Sig-
urðar og samtímamenn hans
ARNAÐ HEILLA
þekkja. Hitt vita færri hversu
mótdrægt það var ráðamönn-
um vegna pólitískra fordóma
að veita honum skógarvarðar-
stöðu á Hallormsstaö eftir
Guttorm móðurbróður sinn ár-
ið 1955. Angar McCarthyism-
ans teygðu víða anga sína á
þessum árum. Vegna góðrar
menntunar Sigurðar og hæfi-
leika var ekki auðvelt að snið-
ganga hann og ýmsir góðir
menn lögðust á árar honum til
stuðnings.
í störfum sínum sem skógar-
vörður á Hallormsstað 1955-
1976 reyndist Sigurður afar far-
sæll og ávann sér hylli sam-
verkamanna. Hann naut þar í
senn þeirrar undirstöðu, sem
námið í Noregi veitti honum,
og þekkingar sinnar á staðnum
og íslenskri náttúru. Byggt var
á þeirri reynslu, sem fengin var
á Hallormsstað, og aukið við
hana í stórum stíl, m.a. með
landnámi utan birkiskógarins.
Lerkiteigarnir út með Fljóti í
landi Mjóaness og aðliggjandi
jarða eru ef til vill ljósasti vitn-
isburðurinn um árangurinn af
starfi Sigurðar, en ótal margt
fleira er í uppvexti frá þessu
skeiði. Friðlandið var líka
stækkað til muna með girðingu
um Ása að Gilsá við Skjögra-
staði.
Sem fræðari og leiðbeinandi
um skógrækt varð Sigurður
brátt landsþekktur á skógar-
varðarárunum. Hann er al-
þýðufræðari í bestu merkingu,
bregöur á leik með sögum um
„nafntogaða og einkennilega
menn", eins og þeir voru flokk-
aðir í þjóðsögum, og endur-
vakti trú manna á tilvist Lagar-
fljótsormsins. Hann var
stundakennari við Húsmæðra-
skólann um tíma og vinsæll af
því starfi. Jafnframt kom hann
víða að skólamálum hér eystra,
m.a. sem formaður bygginga-
nefndar barrta- og unglinga-
skólans á Hallormsstab, for-
maður nefnda vegna undir-
búnings að menntaskóla á
Austurlandi 1963-72 og um
skeið formaður skólanefndar
Alþýðuskólans á Eiðum.
Siguröur kvæntist 1954 Guð-
rúnu Siguröardóttur, ættabri úr
Núpasveit, um það leyti sem
hann tók við skógarvarðar-
starfinu. Hún hefur verið hon-
um traustur förunautur. Móðir
Gubrúnar var Halldóra Frið-
riksdóttir frá Efrihólum og fað-
ir hennar Sigurbur Björnsson
frá Grjótnesi á Sléttu. Guðrún
og Sigurður fluttu í fallegan bú-
stað á Akurgerði í túnfæti
gamla bæjarins á Hallormsstað.
Þangað var ánægjulegt að
koma og oft orðið framorðið
þegar menn felldu talið. Börn
þeirra eru þrjú: Benedikt starfs-
maður hjá Skógræktinni, Sig-
rún kennari viö Menntaskól-
ann á Egilsstöðum og Sigurður
Björn tónlistarmabur.
Þótt röskur áratugur skilji okk-
ur frændur, hafa Ieiðir víða leg-
ið saman og áhugamálin fallið
í svipaðan farveg. Sigurður
styrkti mig í þeim ásetningi að
leggja stund á náttúrufræði og
hann brýndi fyrir mér að fara í
stærðfræðideild á sínum tíma,
minnugur glímunnar við staf-
róf raungreina á háskólaárum.
Ég réð hinsvegar nokkru um
það að hann tók árið 1971
sæti, sem ég hafði skipað 1967
ofarlega á framboðslista Al-
þýðubandalagsins á Austur-
landi. Hann var varamabur
Lúðvíks Jósepssonar og Helga
Seljan í tvö kjörtímabil og tók
nokkrum sinnum sæti á Al-
þingi. Sigurbur gegndi auk þess
ýmsum trúnabarstörfum fyrir
Alþýðubandalagið og ritaði
fjölda greina í málgögn þess.
Auk þess aö vera skarpur penni
er hann góður ljósmyndari og
fylgja myndir oft greinum
hans og fræðsluerindum.
Náttúruverndarmenn hafa átt
hauk í horni þar sem Sigurður
er. í Náttúruverndarsamtökum
Austurlands var hann drjúgur
liðsmaður og átti sæti í Nátt-
úruverndarráði 1978-1984.
Hafði hann þá m.a. forystu í
Skaftafellsnefnd ráðsins og
ferðaðist um landið á þess veg-
um, komst meira að segja um
Miðhálendið, en hafði áður
mestan part haldið sig neðan
skógarmarka. Sigurður er víð-
förull innanlands og utan og er
enn að víkka sjóndeildarhring-
inn. Hann er jafnframt einn
fjölmenntaðasti náttúrufræð-
ingur landsins, áhugamaður
um flest fræðasvið auk víð-
feðmrar þekkingar á öllu sem
að skógi lýtur.
Það var stór ákvörðun hjá Sig-
urði að sinna kalli og taka við
starfi skógræktarstjóra eftir Há-
kon Bjarnason. Margir af
starfsmönnum Skógræktarinn-
ar vildu eðlilega fá Sigurð í
starfið og Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðarráðherra var þess
hvetjandi. Hann sagði mér frá
þessu í flugi milli landshluta og
við vorum sammála um að
ekki yrði undan vikist. Á eftir
fylgdi annar meginþáttur í
starfssögu Sigurðar. Vinnustað-
ur hans færðist suður á Ránar-
götu, en heimili þeirra hjóna
var í Hafnarfirði. Hér tók við
starf annars eðlis en á Hall-
ormsstað með pappírsfargani
og rexi við stjórnvöld, en upp-
rofi og sólskinsstundum á milli
og miklum ferðalögum. Ekki er
jafn auðvelt að mæla árangur-
inn af erfiði skógræktarstjórans
eins og skógarvarðarins, en
einnig í þessu starfi lagði Sig-
urður sig allan fram. Þá fór
hins vegar með okkur frændur
eins og marga sem sýsla syðra
að samverustundúm fækkaði
frá því sem verið hafði eystra.
Nú eru þau Guðrún og Sigurð-
ur hins vegar orðnir landnem-
ar á ný á Hallormsstað og eiga
þar hús á Kvíabólskletti. Sem
vænta má situr húsbóndinn
ekki aubum höndum, því ab
nú er tími til ab sinna ýmsu
sem varð útundan fyrr á árum
vegna anna við skyldustörf.
Gömul hugmynd um skóg-
minjasafn með trjásafni í
Mörkinni og grennd er orðin
að veruleika og enginn er jafn
eftirsóttur til leiösagnar og Sig-
urbur Blöndal. Hann kennir á
skógræktarbraut vib Mennta-
skólann á Egilsstöðum og hef-
ur nýlega samið kennslubók í
skógvistfræbi fyrir nemendur
sína. Eftir hann liggur fjöldi
ritgerba um skógrækt og fleiri
efni. Enn er hann að ferðast
um heiminn og tekur þátt í
norrænum skógfræðiverkefn-
um. Og það sem ekki er minnst
um vert, hann hefur tíma til að
spjalla og fræða um heima og
geima á þann hátt sem honum
einum er lagið.
Á sjötugsafmæli þínu, frændi,
sendum við Kristín þér og þín-
um bestu hamingjuóskir í von
og vissu um ab mega hitta ykk-
ur fyrr en seinna í túnjaðrinum
heima.
Hjórleifur Guttormsson
DAGBOK
307. dagur ársins - 58 dagar eftir.
44. vlka
Sólris kl. 9.09
sólarlag kl. 16.59
Dagurinn styttist
um 6 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni, tvímenningur, kl.
13 í dag í Risinu, Hverfisgötu
105.
Gjábakki, Fannborg 8
Munib f jölskylduhátíðina í Gjá-
bakka á laugardaginn.
Skagfirbingafélagib í
Reykjavík
Vetrarstarf Skagfiröingafélagsins í
Reykjavík er nú að hefjast. Næst-
komandi laugardag, 5. nóvember,
verður haldin árshátíð félagsins,
svokallað Skagfirðingamót. Þar
skemmtir Söngsveitin Drangey
undir stjórn Snæbjargar Snæ-
bjarnardóttur. Helga Rós Indriöa-
dóttir og Margrét Stefánsdóttir
syngja einsöngs- og tvísöngslög,
en meðleikan peirra á píanó er
Vilhelmína Ólafsdóttir. Þá mun
Kristján Stefánsson flytja gaman-
mál úr Skagafirði. Loks leikur
hljómsveitin Skuggar fyrir dansi
fram eftir nóttu.
Nánari upplýsingar veita Guö-
rún í síma 36679 og Stella í síma
39833.
Kvartettinn ,.Út í vorib"
heldur tónlelka
Helgina 4. og 5. nóyember mun
karlakvartettinn „Út í vorið"
halda söngtónleika á Vesturlandi.
Föstudaginn 4. nóv. kl. 20.30
verða tónleikar í Dalabúð, Búðar-
dal, og laugardaginn 5. nóv. í
Stykkishólmskirkju kl. 17.
Efnisskráin mótast mjög af þeirri
hefð, sem ríkti meðal íslenskra
karlakvartetta fyn á öldinni og
hefur helst verið sótt í sjóöi Leik-
bræðra og M.A.-kvartettsins.
Kvartettinn skipa þeir Einar
Clausen, Halldór Torfason, Þor-
valdur Friðriksson og Ásgeir
Böðvarsson. Við hljóöfærið er
Bjarni Þ. Jónatansson, sem jafn-
framt er aðal þjálfari og leiðbein-
andi kvartettsins.
Flugieibafóik hittist
Fyrrverandi og núverandi starfs-
menn Flugleiða, sumar- sem
heilsársstarfsfólk, sem unnu í
gömlu flugstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli (Hotel Happiness, Air-
port Ave.) á árunum 1970 til 1980
ætla að hittast á Hótel Borg föstu-
daginn 4. nóvember n.k. og rifja
upp gamlar minningar.
Opið hús verður á Skuggabarn-
um á Hótel Borg v/Austurvöll um
kvöldið, frá kl. 21. Þeir, sem ætla
að byrja á kvöldverði, þurfa að
panta borð hjá Tomma í síma
11247 eða 11440.
APÓTEK
Kvðld-, nætur- og helgldagawarsla apóteka I
Reykjavík f rá 28. október tll 3. nóvsmber er I Borgar
apötekl og Reykjavfkur apótekl. Það apótek sem
fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að
kvöldl tll kl. 9.00 ao morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á
sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyljaþjón-
ustu eru gefnar I slma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slmsvari 681041.
Hafnarfjðrðun Hafnarijarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opln á virkum dðgum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis
annan hvern laugaidag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjðmu apðtek eru opin
virka daga á opnunartlma búða. Apðtekin skiptast á slna
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og hekjidagavörslu. A
kvökjin er opið I þvl apðtekl sem sér um þessa vðrslu, til kl.
19.00. Á helgidögum er opið frá M. 11.00-12.00 og 20.00-
21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt Upplýs-
ingar eru gefnar I sima 22445.
Apðtek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00.
Apðtek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug-
ardogum og sunnudðgum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apðtek bæjarins er opið virka daga tJI kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekið er opið rúmhekja daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
l.növember 1994.
Mánaðargrelðslur
Hli/örorkullfeyrir (grunnllfeyrir)........................ 12.329
1/2 hjðnallfeyrir..................................................11.096
Full tekjutrygging eflilífeyrisþega.......................22.684
Full tekjutiygging örorkulíleyrisþega..................23.320
Heimilisuppbðt............................................!........7.711
Sérstök heimilisuppbót.........................................5.304
Bamallfeyrir v/1 bams.......................................10.300
Meðlag v/1 bams...............................................10.300
Mæðralaun/leðralaun v/1 bams..........................1.000
Mæðralaun/leðralaun v/2ja bama.......................5.000
Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri.......10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða....................15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða..................11.583
Fullurekkjulífeyrir..............................................12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)...............................15.448
Fæðingarstyrkur................................................25.090
Vasapeningar vistmanna..................................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga........................10.170
Daggrelðslur
Fullir fæðingardagpeningar.............................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings........................526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings.........................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80
GENGISSKRANING
02. nóvember 1994 kl. 10,53
Oplnb. vlSrn.gengl Gengi
Kaup Sala skr.fundar
Bandarlkjadollar...........65,90 66,08 65,99
Stertlngspund.............107,94 108,24 108,09
Kanadadollar.................48,60 48,76 48,68
Dðnsk króna................11,266 11,300 11,283
Norskkróna...............10,106 10,136 10,121
Sænskkróna.................9,179 9,207 9,193
Finnsktmark...............14,308 14,352 14,330
Franskurfranki...........12,865 12,905 12,885
Belgfskurfrankl..........2,1432 2,1500 2,1466
Svissneskur franki.___52,98 53,14 53,06
Hollensktgytllni............39,35 39,47 39,41
Þýsktmark....................44,12 44,24 44,18
itölskllra....................0,04292 0,04306 0,04299
Austurriskursch...........6,265 6,285 6,275
Portúg. escudo...........0,4309 0,4325 0,4317
Spánskur peseti..........0,5289 0,5307 0,5298
Japansktyen...............0,6835 0,6853 0,6844
irskt pund....................106,49 10635 106,67
Sérst.dráttarr................98,46 98,76 98,61
ECU-Evrópumynt____33,95 84,21 84,08
Grlskdrakma_______0,2860 0,2870 0,2865
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐÚTIBÚALLTÍ
KRINGUM LANDŒ)
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar