Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. nóvember 1994 Wmm Hallur Magnússon: Tveggja ara fjarlög og afnam þingrofsréttar Til að tryggja stöðugleika, aöhald og raunhæfa áætlanagerö í opin- berum rekstri og spara þannig ómælda fjármuni er nauösynlegt að fjárlög ríkisins verði gerð til tveggja 'ára í senn, í stað eins árs eins og nú tíðkast. Jafnframt þarf aö afnema þingrofsréttinn, svo tryggt sé að Alþingi sitji þau fjög- ur ár sem því er ætlað að sitja. Slíkar aðgerðir myndu ekki ein- ungis bæta opinberan rekstur, heldur einnig skapa öruggari að- stæður í almennum rekstri fyrir- tækja. Núverandi fjárlagagerð er úrelt. Það samrýmist ekki nútíma stjórnunarháttum að fyrirtæki geti ekki gert raunhæfar rekstrar- áætlanir til lengri tíma en eins árs. Þetta er Akkilesarhæll opin- berra fyrirtækja og hefur orðið til þess að ekki hefur verið hægt að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri ríkisins. Fjárlög til tveggja ára auka einnig aðhald í ríkis- rekstri. VETTVANCUR „Forsendan fyrir tveggja ára fjárlögum er sú að Al- þingi sitji ífjögur ár. Því verður afnám þingrofsrétt- ar að fylgja ákvörðun um tveggja ára fjárlög." Fjárlög hafa ekki einungis áhrif á rekstur ríkisins. Atvinnulífið í heild þarf að taka mið af rekstri ríkisins í sínum áætlunum. Það myndi styrkja atvinnulífið í heild ef fjárlög yrðu gerð til lengri tíma, svo fyrirtækin gætu tekið mið af athöfnum ríkisins í sinni áætlana- gerð. Forsendan fyrir tveggja ára fjár- lögum er sú að Alþingi sitji í fjög- ur ár. Því verður afnám þingrofs- Olafur G. Ein- arsson vill inn- göngu í ESB Morgunblaðiö slær upp þessari fregn efst á annarri síðu föstu- daginn 21. okt. Varla þykja þetta mikil tíðindi. Að minnsta kosti munu fáir taka orð menntamálaráðherra alvarlega. Enginn í hans embætti hefir gert fleiri axarsköft en Ólafur eða dregið til baka svo mörg lagaáform. Hitt er alrangt hjá Ólafi að sækja verði um aðild til að fá að vita um skilyrði ESB. Við höf- um þá vitneskju nú þegar í samningnum við Norðmenn. Ekki er nein ástæða til að ætla að ESB bjóði okkur betri kjör eða heldur verri. Fyrsta skrefið í þessum efnum er að sjálfsögðu að freista tví- hliða samnings við ESB. Aðeins með þeim hætti er unnt að sannreyna, hvort við eigum er- indi í ESB — og þá hvort við ættum eða ættum ekki að sækja um aðild. Vissulega er æskilegt að tryggja íslandi viðunandi kjör hjá Evrópusambandinu, par meö tollfríðindi, en halda þó sjálfstæðinu og auðlindunum, svo og frelsinu til að semja í vesturveg. Reyndar hafa ýmsir forustu- menn ESB lýst yfir í viðtölum margsinnis að þeir séu ekki í aðstöðu til að semja við ísland að svo stöddu, enda standa fyr- ir dyrum víðtækar kerfisbreyt- ingar. Þeirra á meðal er skipting Evrópusambandsins í innri kjarna, er telji Þýskaland, Frakkland og Benelúxlöndin, þá tvö belti umhverfis af ríkj- um nær og f jær. Allt tal manna hérlendis um nauðsyn aðildar- LESENPUR umsóknar á þessu stigi er því þvaður eitt. Athyglisvert er að aðrir sjálf- stæðismenn á fundi með Ólafi hjá Tý voru varfærnir gagnvart afstöðu Ólafs eða beinlínis mótfallnir henni, eins og segir í sömu Morgunblaðsfregn. Gunnarr Höfundur vill afnema þingrofsréttinn. réttar að fylgja ákvörðUn um tveggja ára fjárlög. Eftir afnám þingrofsréttar verða þeir þingmenn, sem samþykkja vantraust á ríkisstjórn, að tryggja nýjan starfhæfan meirihluta, mynda nýja ríkisstjórn. Þetta tryggir að vantraust verði ekki samþykkt nema tryggur meiri- hluti sé reiðubúinn að taka að sér stjórn landsins án alþingiskosn- inga eða að ábyrgjast minnihluta- stjórn vantrausti. Afnám þingrofsréttar verður einnig til þess að ríkisstjórnin freistast ekki til þess að rjúfa þing og boða til kosninga þegar þeim hentar, því ekki fara alltaf saman hagsmunir þjóðarinnar og hags- munir einstakra ríkisstjóma. Afnám þingrofsréttar veröur einnig til þess að þingmenn verða ekki svínbeygðir til að taka af- stöðu á Alþingi þvert á eigin sannfæringu og þannig gegn þingeiði sínum. En það hefur því miður komið fyrir á undanförn- um árum, því þingmenn hafa ekki viljað hafa stjórnarslit og ótímabærar þingkosningar á sam- viskunni með því að fella stjórn- arfrumvörp. Fjárlagaferli hvers kjörtímabils: 1. ár. Alþingiskosningar haldnar að vori. Ný ríkisstjórn mynduð á næstu vikum. Ríkisstjórnin er bundin af síðara ári fjárlaga í stjórn fyrsta veturinn. Breytingar í ríkisfjármálum verða því ekki eins snöggar og áður. Fjárlaga- vinna í ráðuneytum undir stjórn nýrra ráðherra fer fram síðari hluta ársins. Stefnan í ríkisfjár- málum næstu tvö árin er ljós. Fjárlagafrumvarp liggur fyrir í upphafi vorþings og er samþykkt í lok vorþirtgsins. I fjárlögum er ákveðin upphæð eða hlutfall sem ætlað er til að mæta óvænt- um uppákomum í rekstri ríkis- ins. 2. ár. Alþingi getur einbeitt sér að löggjafarhlutverki sínu og öðru því sem undir það fellur, annað en fjárlagagerð. Fjárauka- lög samþykkt á vorþingi, innan þess ramma sem settur hefur ver- ið í fjárlögum til tveggja ára. 3. ár. Fjárlagagerð í ráðuneytum að hausti. Fjárlög til tveggja ára tilbúin í lok vorþings að vori. Fjárlagagerð þessi verður þannig lögð fyrir dóm kjósenda í kosn- ingum að ári. 4. ár. Alþingi getur einbeitt sér að löggjafarhlutverki sínu. „Kosningafjárlög" úr sögunni. Alþingiskosningar haldnar að vori. Nýtt fjögurra ára kjörtíma- bil framundan. Höfundur hefur BA-grábu í sagnfræbi og þjóbfræbi og lýkur háskólanámi í rekstrar- fræbum (vor. Fleiri konur á þing Tvö atriöi í fréttum útvarps vöktu athygli mína eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík um síðustu helgi. Annað voru þau vonbrigði sem efsta konan úr röðum þátttak- enda, sú sem lenti í 5. sæti, lýsti vegna þess að kona skyldi ekki verða ofar á listanum. Hitt var skýring á baráttunni um 3. sæti listans, en í fréttinni sagði að talið væri að það sæti gæfi miklar líkur á ráðherraemb- ætti, ef flokkurinn ætti aðild að næstu ríkisstjóm. Ég tengdi þetta tvehnt saman og hugsaði með mér: Er það virkilega enn svo í stórum stjórnmálaflokki, að konur megi vera með af því að þær eru kon- ur, en þegar komi að „alvör- unni", sé þeim ýtt til hliðar? Og það þrátt fyrir þá staðreynd, að Kvennalistinn hefur sannað til- veru sína og það að hann er kominn til að vera, a.m.k. á meðan hinir flokkamir láta sér ekki segjast — og tekur þarafleið- andi frá þeim fylgi. Hvers vegna sjá forystumenn flokkanna sér ekki leik á borði og tefla fram mörgum frambærileg- um konum til þess að verða mót- vægi við Kvennalistann, en auð- vitað þó helst til þess að fá sjón- armið kvenna í auknum mæli inn í flokksstarf sitt? Flokksforingjarnir ættu að spyrja sjálfa sig: Hafa konur í stjórnmálum orð- iö uppvísar að jafn mörgu mis- jöfnu og nú er sífellt bent á í þjóðfélagsumræðunni hjá nokkrum karlkyns starfsbræðr- um þeirra? Jafnvel þótt tillit sé til þess tekiö að þær hafi ekki feng- ið til þess eins mörg tækifæri og karlar, er ég alveg viss um að út- koman yröi konum hagstæö í þeim samanburði. Þess vegna vil ég fá fleiri konur á þing. Frá tnínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Það er líklegt, að fleiri konur á þingi myndu stokka upp svo um munaði og uppræta spillinguna sem virðist fylgja núverandi valdhöfum. Heiðarleg vinnubrögð stjórn- málamanna eru sennilega það sem þjóðina vantar helst um þessar mundir og almennt séð treysti ég konum betur en körl- um til að innleiða þau. Eða höfum við yfir einhverju að kvarta með þær konur sem valist hafa til forystu? Lítum á þingkonurnar: Forsetar Alþingis bera af flestum öðrum þingmönnum fyrir skörungs- skap. í sveitarstjórnum: Hafið þið heyrt skeleggan málflutning forseta bæjarstjórnar þeirra Suð- urnesjamanna? Eða hafið þið séð til baráttujaxlsins í minni- hluta bæjarstjórnar Seltjarnar- ness? Og svona mætti áfram telja. Það er stundum sagt í hálfkær- ingi að konur eigi að halda sig við pottana og heimilisstörfin. Þegar ástæða er til að hreinsa til á sjálfu þjóðarheimilinu, væri örugglega gott að hafa þá reynslu sem menn telja að konur hljóti að hafa af ýmsum hrein- lætisstörfum. Því sé um dugnað- arforka að ræða, eins og við eig- um marga, verður það enginn kattarþvottur og þjóðinni líður betur á eftir, eins og öllum þegar stórhreingerningum er lokið.