Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. nóvember 1994 Ifi IBU R M lll 11 fí/orn/ Einarsson: Hagur Islands er aö vera utan ESB Umræða um utanríkismál ís- lendinga er núna yfirleitt mjög einhæf. Umræðan snýst nær eingöngu um hvort betra sé aö vera innan eða utan ESB, miðað við ríkjandi fyrirkomulag utan- ríkisviðskipta. í umræðunni er ekki tekið tillit til fjölda nýrra kosta, sem við nú eigum til við- skipta víða um heim. Utanríkis- viðskipti okkar hafa aldrei verið í föstum skorðum til langframa. Ýmsar aðstæður hér heima og í viðskiptalöndum okkar hafa oft valdið breytingum í hlutföllum á milli markaða frá tímabili til tímabils. Sveiflan mikla í út- flutningi sjávarafurða um miðj- an sl. áratug, þegar mikið dró úr útflutningi til Bandarikjanna en hann óx að sama skapi til Evr- ópu, stafaði af gengishruni doll- arans. Það tímabil er löngu lið- ið, gengi dollarans er í sæmilegu horfi nú og bandaríski markað- urinn þar með. En auk hans hafa á síðustu árum komið fram fjöldi áhugaverðra nýrra mark- aða og gamlir markaðir, sem hafa verið í lægð, eru að hress- ast. Heimsmynd framtíðarinnar í The Economist frá 1. októ- ber sl. er mikil úttekt á heims- hagkerfinu. í þessari grein eru miklar upplýsingar og niður- stööur eru athyglisverðar. Aðal- niðurstaðan er sú, að hin mikla tilfærsla efnahagslegs styrks frá gömlu iðnríkjunum til nýju iðnríkjanna og verðandi iðn- ríkja í Asíu, Rómönsku Ameríku og „fyrrum Sovétríkjanna" muni halda áfram með vaxandi krafti og hraða. í löndum þess- ara heimshluta munu um 3 milljarðar fólks koma inn í markaðshagkerfi heimsins til viðbótar þeim ca. eina milljarði sem fyrir er. Ört vaxandi hluti þessa fólks mun komast á það tekjustig að hafa kaupgetu um- fram nauösynjar. Mikill hluti framleiðsluiðnaðar heims mun verða í þessum löndum og framleiðsluiðnaður mun halda áfram að flytjast frá gömlu iðn- ríkjunum til hinna nýrri. Kína mun innan aldarfjórðungs fara fram úr Bandaríkjunum sem stærsta hagkerfi heims. Spáð er að Indland verði í f jóröa sæti og Indónesía í því fimmta á undan Þýskalandi, sem verður í 6. sæti. Á eftir Þýskalandi koma svo Suður-Kórea og Thailand, þá Frakkland en síðan Brasilía. Þetta eru spádómar blaðsins, sem að sjálfsögðu eru settir fram með fyrirvara. Ég tel t.d. líklegt að hagvöxtur Rússlands sé van- metinn, en því er raðað í 13. sæti á eftir Italíu en á undan Bretlandi. í grein í tímaritinu „Foreign Affairs", sept.-okt. hefti, er grein undir nafninu „Russia's Success Story", þar sem því er haldið fram að fram- leiðsla rússneskra fyrirtækja sé mjög vantalin. Landsfram- leiðsla Rússa sé því orðin tals- vert meiri en opinberar tölur greina frá og líklegt sé að rúss- neska hagkerfið sé í reynd að komast í flugtaksstöðu núna. Þegar flugtakið hefst verður hagvöxtur þar mjög ör. Niður- stöður þessara hugleiðinga eru að framundan sé mesta neyslu- bylting heimssögunnar og gíf- urleg tilfærsla valds á milli heimshluta. Staða ESB í þessu þróunar- munstri er mjög erfið og mikl- um mun verri en staöa NAFTA- VETTVANCUR „Fórnarkostnaður við aðild að ESB er mikill. Fyrirþað fyrsta verðum við að sjá á bak fullveldi okkar. Við verðum aðilar að evrópskrí efnahagsstefhu í stað þess að hafa okkar eigin, svo og sjávarútvegsstefhu, land- búnaðarstefhu, utanríkis- viðskiptastefhu, varnar- stefhu o.s.frv. Miðað við það sem nú er, vaeri vægi atkvœða okkar um 2% um flest mikilvœgustu mál okkar sjálfra." ríkjanna og Japans. Fyrir það fyrsta mun íbúaf jöldi standa því sem næst í stað og í nokkrum löndum er fæðingartala að lækka eða lækkuð niður fyrir dánartölu. Þetta merkir að með- alaldur þessara þjóða hækkar ört. Þessi þróun aldursskiptingar hefur sterk samdráttaráhrif. Þar sem færri fæðast en deyja verð- ur augljóslega lítil eftirspurn eft- ir nýju íbúðarhúsnæði, svo heill atvinnuvegur nánast þurrkast út. Þegar Þjóðverjar ljúka stór- verkefnunum tveimur, endur- nýjun úr sér gengins húsnæðis í austurhéröðunum og flutningi höfuðborgarinnar til Berlínar, verður lítið að gera í byggingar- vinnu þar. Annað, sem mun valda ESB vaxandi erfiðleikum, er að Evrópa er langt á eftir Bandaríkjunum og Japan í iön- greinum framtíðarinnar, þ.e.a.s. í tölvuiðnaði og hliðstæðum greinum, upplýsingaiðnaðin- um. Þá minnkar fjöldi nýjunga og uppfinninga á hverju ári, og í Þýskalandi og sjálfsagt víðar í Evrópu er mjög erfitt að fjár- magna nýiðnað. Bankarnir taka ekki slíka áhættu og sama er að segja um einkafjármagnsmark- aðinn. Eigendur f jármagns vilja fjárfesta í því gamla, sem þeir þekkja. Bandaríkin eru and- stæða þessa. Bandaríska hag- vaxtarsveiflan, sem hófst snemma árs 1991 og stendur enn, byggist ekki hvað síst á nýjungum í iðnaði og í stjórn- un. Þar í landi eru greinar eins og upplýsingaiðnaðurinn orðn- ar aðal vaxtarbroddar hagkerfis- ins, en eldri iöngreinar, þó vel gangi, fylgjast með. Mikilvægt atriði er svo hvernig gömlu iðn- veldin géta staðist samkeppni nýju iðnaðarþjóðanna. „The Economist" reyndi að meta þessa getu í ofannefndri grein. Valin voru nokkur atriði, sem skipta máli í þessu sambandi, og röð sex gamalla iðnþjóða metin eða mæld eftir atvikum. Ríkin eru Bandaríkin, Japan, Bretland, Þýskaland, Frakkland og ítalía. Viðmiðunaratriðin eru aðlög- unarhæfni vinnumarkaðar, hlutfall framleiðsluiðnaðar af atvinnulífi (best sem lægst), menntunarstig fulloröinna, út- flutningur hátæknivöru og eignir lífeyrissjóða. Einkunhir voru svo gefnar frá 0 upp í 10. Bandaríkin fengu 10, Japan og Bretland 6, Þýskaland og Frakk- land 2. Island utan múrsins Fórnarkostnaður við aðild að ESB er mikill. Fyrir það fyrsta verðum við að sjá á bak fullveldi okkar. Við verðum aðilar að evr- ópskri efnahagsstefnu í stað þess að hafa okkar eigin, svo og sjávarútvegsstefnu, landbúnaö- arstefnu, utanríkisviðskipta- stefnu, varnarstefnu o.s.frv. Miðað við það sem nú er væri vægi atkvæða okkar um 2% um flest mikilvægustu mál okkar sjálfra. Ekki mun atkvæðavægi okkar vaxa með f jölgun aðildar- þjóðanna. Líkur eru á að at- kvæðavægi smáríkja minnki frá því sem nú er. Ekki sækjum við auð til ESB. Markaðurinn sem heild er nánast í kyrrstöðu vegna aldursskiptingarinnar. Umframframleiðslugeta er í nánast öllum iðngreinum. Hill- ur verslana eru sneisafullar og dýrt er að troða sér þar inn. ESB er erfiðasti markaður heims að brjótast inn á. Og hagvaxtar- horfur ESB eru, eins og fram hefur komið, slæmar og at- vinnuleysi er þar enn tæp 11%. Ekki bætir áframhaldandi fyrir- tækjaflótti úr því. NAFTA- markaðir eru hins vegar enn í vexti. Aldursskipting er þar allt önnur en í ESB og hagvaxtar- horfur eru miklu betri. Eftir mestu er þó að sækjast í löndum þar sem þjóðirnar eru nú að brjótast út úr fátækt. Þar eru að verða til „millistéttir" fólks sem hefur tekjur umfram nauösynj- ar. Stærð slíkrar millistéttar í Indlandi er um 350 milljónir manna (Mbl. 6/11 sl.), en í Kína er hún enn minni, líklega um 200 milljónir. Millistéttirnar vaxa mun hraðar en nemur íbúafjölda landanna og tekjur þeirra vaxa hraðar en nemur vexti þjóðartekna. Rússar eru ein þeirra þjóða sem þannig er nú ástatt um og sama er að segja um Brasilíu, gamlan saltfisk- markað okkar, og Asíufólki og Rússum finnst líka fiskur góður. Margar þessara þjóða vilja líka kaupa af okkur þekkingu. Lík- lega er sú útflutningsatvinnu- grein, sala þekkingar, nú sú at- vinnugrein okkar sem vex hrað- ast. Niðurstaðan af þessu er að með öllu er ástæðulaust að greiða fórnarkostnaðinn af ESB- aðild. Hún verður okkur ekki til fjár og án hennar einangrumst við ekki. Miklu frekar þýðir að- ild einangrun bak við Evrópu- múrinn, því ESB á ekki nema tveggja kosta völ. Annar er að gera risavaxið átak til að ná Bandaríkjunum og öðrum í framleiðni í almennum iðnaði, ná sér á strik í nýju iðngreinun- um og draga úr alls konar félags- legum útgjöldum. Þetta mun þýða miklar uppsagnir fólks og mikla aukningu atvinnuleysis, kannski umfram félagslegt þol þjóðfélaganna. Hinn kosturinn er að verja ósamkeppnisfæran iðnað með viðskiptahindrun- um, hvaða afleiðingar sem það svo hefði aðrar en versnandi lífskjör. Og að síðustu, gleym- um ekki að í Evrópu geisar stríð sem getur breiðst út. Fráleitt er fyrir okkur að fara að ganga þar í ábyrgð. í Ameríku allri og í Asíu er nú friður. Meira að segja Skínandi stígurinn í Perú er hættur og þar sem átökin stóðu er nú öflug efnahagsleg upp- bygging. Auk þess er ESB nú að verða einn höfuðvettvangur hinnar nýskipulögðu heimsma- fíu, enda er mikilvægasti eitur- lyf jamarkaður hennar þar, þessi 17-18% evrópskra ungmenna sem ganga atvinnulaus. Höfundur er hagfræbingur. Auglýsingar opinberra stofn- ana og fordæmi þeirra Sunnudaginn 20. nóvember 1994 birtist eftirfarandi auglýs- ing í Mbl.: Norræn nefnd 1/2 starf Norræn nefnd óskar eftir full- trúa til starfa. Nefndin hefur aðsetur á ís- landi næstu þrjú ár. Starfið felst í ritvinnslu, bók- haldi og almennum skrifstofu- störfum. Þess er krafist að starfsmaður- inn hafi: - Mjög gott vald á einu Norð- urlandamáli, munnlegt og skrif- legt. - Enskukunnáttu. - Ritvinnslukunnáttu. - Reynslu af skrifstofustörfum. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði hf. milli kl. 9-12. Vinsamlegast skilið umsóknum til Ráðgarðs hf. fyrir 26. nóvember. Ráðgarður hf. Stjórnunar- og rekstrarráðgjöf. Nóatún 17, 105 Reykjavík. Sími 616688. Hvernig staðið er að þessari LESENDUR auglýsingu varðar viss grund- vallaratriði lýðræðis og hags- munabaráttu stéttarfélaga, sem virðast vera sniðgengin hér. í fyrsta lagi er aðeins talað um norræna nefnd. Ef þessi nefnd er opinber, starfar hún í lýðræðis- legu umboði kjósenda með þeim skyldum sem því fylgir. Sem slík er hún fjármögnuð og rekin af skattgreiðendum. Slíkar nefndir eru m.ö.o. ekki reknar sem einkafyrirtæki, heldur starfa þær undir reglugerðum stjórn- sýslulaga og laga um opinbera upplýsingamiðlun. Norrænar og aðrar opinberar nefndir gegna því ákveöinni upplýsingaskyldu gagnvart þessum borgurum. Þeir eiga m.a. rétt á að vita hvaða nefnd þetta sé, hvað starfsemi hennar gangi út á, hver veiti henni forstöðu, hver tryggi jafn- rétti í afgreiðslu umsókna, hvaða kjarasamningar eigi við, o.s.frv. í öðru lagi er auglýst eftir ís- lendingi í starfið sem ræður við annað Norðurlandamál. Er ekki verið að gera upp á milli Norður- landabúa, ef nefndin er norræn? í þriðja lagi er einkafyrirtæki falið að veita upplýsingar um starfið og væntanlega meta um- sækjendur. Þar sem eignarform opinberra stofnana er allt annað en fyrir einkafyrirtæki, verður yfirleitt að nota aðrar aðferðir við að ráða starfsfólk. Aðferðir, sem byggja á samráði við stéttar- félög til að tryggja að bæði hags- muna og jafnréttis umsækjenda sé gætt. Eins og kemur fram hér að neðan var þetta einkafyrir- tæki ekki í stakk búið til að sinna þessum skyldum. Þar sem þessi auglýsing kom furðulega fyrir sjónir, var hringt daginn eftir í nafngefinn starfs- mann (AB) ráðgjafarfyrirtækis- ins til að afla frekari upplýsinga. Þá kom eftirfarandi fram: - AB taldi sig ekki geta gefið upplýsingar um þessa nefnd, þó hún væri opinber. - AB sagði að þessar upplýsing- ar yrðu fyrst gefnar upp ef um- sækjandi kæmi til greina í starf- ið (yrði boðaður í viðtal). - í vissum tilfellum yrði full- trúinn staðgengill „forstjóra" nefndarinnar. Var þá AB bent á að slíkt gerði kröfur til ákveö- innar faglegrar þekkingar um- sækjenda. Um innihald hennar fengust engin svör. - AB taldi að boðið yrði upp á ísl. launakjör án þess að geta gef- ið upp neina viðmiðun úr ísl. kjarasamningum. Ef fjárveiting hefur fengist fyrir þessari stöðu, þá er hún yfirleitt miðuð við ákveðinn launaflokk. Hér má varpa fram nokkrum spumingum: - Er forstöðumaður viðkom- andi nefndar að brjóta lög og reglugerðir um stjórnsýslu og opinbera upplýsingamiðlun? - Hver er þessi forstöðumaður sem lætur auglýsa svona? - Hvernig hefur hann fengið sína stöðu? Þar sem þessar spurningar varða almenna hagsmuni, er eðlilegast að þær séu teknar upp og fylgt eftir af hagsmunaaðil- um í formi flokka, félaga og fjöl- miðla. Spyrill