Tíminn - 08.12.1994, Page 3

Tíminn - 08.12.1994, Page 3
Fimmtudagur 8. desember 1994 3 Utanferöir í október og nóvember fleiri en nokkru sinni fyrr: Haustferbir til útlanda 13% fleiri en í fyrra Eftir töluveröan samdrátt í ut- anferðum landans fyrstu átta mánuöi ársins virðist ferða- gleðin hafa tekið verulegan kipp síöustu tvo mánuðina. Þótt utanferðir á tímabilinu janúar/september hafi aldrei verið færri á áratugnum bregður svo við, að utanfarar í október og nóvember hafa aldrei fyrr verið fleiri en í ár. Tæplega 30 þúsund íslend- ingar komu til landsins þessa tvo mánuði, sem er 13% fjölgun frá síðasta ári og vel á annaö þúsund manns fleira heldur en næstu tvö árin þar á undan. Heimkomnir íslendingar fyrstu níu mánuði ársins voru tæplega 105 þúsund talsins, sem var þúsundi færra en í fyrra og t.d. fækkun um 7 þúsund frá 1991. í nóvemberlok var fjöld- inn hins vegar oröinn rösklega 134 þúsund, sem er á þriðja þús- und manna fjölgun frá sama tíma í fyrra. Fjöldi útlendinga hér á haustmánuðum er álíka og í fyrra. Rösklega 7 þúsund lögðu hingað leið sína í nóvem- ber. Fjölgun erlendra ferðamanna á árinu öllu hefur hins vegar siegið algert met. í nóvemberlok voru þeir orðnir meira en 172 þúsund, sem er fjölgun um 21 þúsund manns, eða tæp 14% frá árinu 1993, sem þá var líka al- gert metár. Erlendum feröa- mönnum hefur fjölgað um hátt í fjóröung á tveim árum. Frá afhendingu leitartœkisins, frá vinstri jón V. Halldórsson, formabur Lionsklúbbsins Freys, Egill Ingólfsson, fyrrverandi formabur Freys, og Einar Sigurjónsson, forseti Slysavarnafélags íslands. Fimmtíu ára afmceli Alþjóöaflugmálastofnunarinnar: Veitir 111 íslend- Slysavarnafélagiö fœr góöa gjöf Tæki til leitar ingum fasta atvinnu 1 snjóflóöum Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) átti fimmtíu ára afmæli í gær. Tengsl íslands og ICAO eru óvenjuleg að því leyti að ísland er eina aðildarríki stofnunar- innar sem veitir alþjóðlega flug- umferöaþjónustu í umboöi hennar. Gjaldeyristekjur íslands af alþjóðaflugþjónustunni í ár nema um 800 milljónum króna. Tímamótanna hefur að undan- förnu veriö minnst með flugmála- ráðstefnu í höfuöstöðvum ICAO í Montreal í Kanada og auk þess munu flest 183 aðildarríkin minn- ast afmaelisins í heimalöndum sínum. Á íslandi, sem var eitt af 52 stofnríkjum Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar, var afmælisins minnst með vígslu nýrrar bygg- ingar fyrir flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík fyrr á þessum vetri og einnig verður gefiö út sérstakt ICAO-frímerki í þessum mánuöi. Alþjóöaflugþjónustan á íslandi er rekin samkvæmt sérstökum samningi milli íslands og ICAO sem upphaflega var gerður árið 1948. Samningurinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum. Samkvæmt honum selja íslend- ingar verkþekkingu í flugumferð- arstjórn á alþjóðlegum markaði og fá greitt fyrir í beinhörðum gjaldeyri. Gjaldeyristekjur íslands af alþjóðaflugþjónustunni í ár nema um, 800 milljónum kóna eöa um 12 milljónum bandaríkja- dala. Fjárhæöin skiptist á milli Flugmálastjórnar, Pósts og síma og Veðurstofunnar. Alls hafa 111 íslendingar fasta atvinnu af al- þjóöaflugþjónustunni auk þess sem margir aðrir hafa óbeina at- vinnu af þjónustunni. íslenska ríkið leggur fram stofnfé til tækni- legra framkvæmda vegna þjónust- unnar en ICAO endurgreiðir ríkis- sjóði féð með vöxtum. Þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun ICAO hefur margt breyst í flugsamgöngum heimsins. Áriö 1945 voru flugfarþegar í heimin- um 9 milljónir eða um 0,5% af íbúum heimsins. Á síðasta ári voru farþegarnir alls um 1,2 millj- arður sem er nálægt því að vera fjórðungur mannkyns. í dag er áætlað aö um tíu þúsund flugvélar séu að jafnaði á lofti samtímis en á loftfaraskrá í aöildaríkjum ICAO eru 380 þúsund flugvélar. Alls eru um 1200 áætlunarflugfélög starf- rækt í heiminum í dag og flugvell- ir fyrir almenna flugstarfsemi eru samtals 40 þúsund í heiminum. Slysavarnafélagi íslands var færð góö gjöf á dögunum. Það var Lionsklúbburinn Freyr sem gaf félaginu TPL 310C tæki, sem svo heitir, en það er ætlað til hjálpar viö leit að fólki sem grafist hefur undir fargi eða snjóflóði eða lokast inni í rústum húsa og mann- virkja. Leitartækið vinnur þannig að hljóðnemar eru settir á nokkra staði á leitarsvæðinu og hlustað eftir lágtíðnihljóðum. Þau hljóð sem berast tækinu umbreytast í ljósmerki. Einnig kemur fram útslag á pappír. Jafnhliða þessu eru notuð heyrnartæki. Mögu- legt er að tala í gegnum einn nemann og halda uppi sam- bandi við innilokað fólk á með- an á björgun stendur. Nýi búnaðurinn er í umsjá starfsmanna björgunardeildar Slysavarnafélagsins og verður hópur björgunarmanna þjálfað- ur í meðferð þess og þeir viö- búnir að fara hvert á land sem er með stuttum fyrirvara með tæk- ið. ■ Talningu í prófkjöri Framsóknarmanna á Vestfjöröum lauk aöfaranótt þriöjudags: Gunnlaugur vann Cunnlaugur Sigmundsson. Gunnlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Kögunar hf., vann fyrsta sætib í prófkjöri Fram- sóknarmanna á Vestfjörbum um helgina meb nokkrum yfirburb- um. Pétur Bjarnason, sitjandi þingmabur, varb í öbru sæti, Anna Jensdóttir á Patreksfirbi í þribja sæti og Anna Margrét Val- geirsdóttir á Hólmavík í fjórba sæti. Alls greiddu 1.119 manns atkvæði í prófkjörinu. Bindandi úrslit mib- ast viö það að viðkomandi hljóti a.m.k. 50% atkvæða í ákveðiö sæti. Tíminn spurði Halldór Karl Her- mannsson, formann Kjördæmiss- ambands Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, hvort menn virtust almennt sáttir við þessa nibur- stöðu. „Ég held ab menn séu ánægöir með að niðurstaða er fengin. Auðvitaö eru skin og skúrir í þessu — einhverjir kannski ósátt- ir vib að lenda annars staðar en þeir stefndu að. En þetta em úrslit og þeim verður ekki breytt". í próf- kjörinu var kosið um fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknar á Vestfjörðum. Úrslit urðu þau ab Gunnlaugur Sigmundsson hlaut 454 atkvæði í 1. sæti og 700 at- kvæði alls. Pétur Bjarnason hlaut 549 atkvæöi í 1.-2. sæti (þar af 350 í fyrsta) og 769 atkvæði alls. Anna Jensdóttir hlaut 552 atkvæöi í 1.-3. sæti og 717 atkvæöi alls. Anna Margrét Valgeirsdóttir hlaut 581 atkvæbi í 1.-4. sæti. ■ Fjárhagsácetlun Akureyrarbcejar: Einn og hálfur milljarður í skatttekjur Frá Þórbi IngTmarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Skatttekjur Akureyrarbæjar em áætlaðar 1,486 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt fjárhags- áætlun bæjarsjóðs fyrir áriö 1995 sem tekin var til fyrri umræðu á hindi bæjarstjórnar á þriöjudag. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir ab útsvarsprósenta hækki úr 9% í 9,2% og er áætlab aö þessi hækkun gefi bæjarsjóði um 24 milljónir króna í auknar tekjur á næsta ári. Heildarskatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 15,9 milljónum Iægri en viö endur- skobun fjárhagsáætlunar yfir- standandi árs, þrátt fyrir þessa hækkun útsvars og 3,4 milljóna króna hækkun fráveitugjalda sem tilkomin er vegna hækkunar álagningarstofns. Rekstur mála- flokka bæjarsjóbs er áætlaður ríf- lega 1,1 milljarbur á næsta ári, eba 74,3% af heildarskatttekjum. í ræðu Jakobs Björnssonar bæj- arstjóra, er hann fylgdi fjárhags- áætluninni úr hlaði, kom meðal annars fram að afkoma yfir- standandi árs hafi veriö mun verri en reiknað hafi verið meb og rekstur málaflokka hafi farið allt að 50 milljónum króna fram úr áætlun. Þá komi til aukin út- gjöld vegna dómsmála, en Akur- eyrarbær hefur nýverið verið dæmdur í Hæstarétti til þess að greiba eigendum tiltekinna íbúða vib Grenilund yfir 30 milljónir í skaðabætur vegna mistaka við snjóruðning fyrir nokkrum árum, sem leiddi til þess ab vatn flæddi inn í hús við götuna og olli umtalsverðum skemmdum. Taka hafi orðib mið af þessu máli og einnig þeirri stabreynd að um aukningu skulda hafi verib að ræba vib gerð fjárhagsáætlunarinnar. Það markmið hafi verið sett í upphafi við gerb fjárhagsáætlunarinnar að ekki yrði um aukningu skulda ab ræba og til þess aö halda skeröingu framkvæmdafjár í lág- marki verði að gæta verulegs ab- halds í rekstri og sýna fyllstu var- kárni vib aö taka upp nýmæli og viðbætur. Af þeim sökum verði aðeins unnt að verja um 300 milljónum króna til fram- kvæmda á næsta ári í stað um 440 milljónum sem voru til ráb- stöfunar á þessu ári. í fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að tekin verði ný langtíma- lán að upphæð 158 milljónir króna á næsta ári. Tekjur af út- svari skili um 1,1 milljarbi af heildartekjum bæjarsjóðs, fast- eignagjöld skili um 255 milljón- um, skattur á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði 22,6 milljónum, fráveitugjöld um 90 milljónum og framlag Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga skili Akureyrarbæ um 15 milljónum króna. Þá er gert ráb fyrir að sérstakt sorphreinsunar- gjald verði hækkað úr 1000 krónum í 2000 krónur á hverja íbúð í bæjarfélaginu og verði þær tekjur, sem þannig nást, nýttar til þess að bæta meðferð á sorpi. Stærsti útgjaldaliður Akureyr- arbæjar er til félagsmála, en til þeirra er áætlað að verja um 283,7 milljónum króna, en til fræðslumála verður samkvæmt áætlun varið 215,3 milljónum. Iþrótta- og æskulýðsmál munu samkvæmt áætlun kosta 112,7 milljónir króna og til menning- armála er áætlað aö verja 79,2 milljónum króna. Kostnaður við yfirstjórn bæjarins er áætlabur 80,6 milljónir og áætlað er að verja 54,8 milljónum til atvinnu- mála, sem er 12,9% hækkun frá yfirstandandi ári. Er um helm- ingur þeirrar hækkunar til kom- inn vegna eflingar atvinnuskrif- stofu bæjarins og áætlaö er ab auka framlög til atvinnuskap- andi verkefna um 2,4 milljónir króna. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.