Tíminn - 08.12.1994, Page 4
4
Fimmtudagur 8. desember 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Einkavæöing —
eitt tilhlaupiö enn
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ab selja það
sem eftir er af hlutabréfum ríkissjóðs í Lyfjaversl-
un ríkisins. Þetta er einn þátturinn í einkavæð-
ingarstefnu stjórnvalda, sem hefur birst í ýmsum
myndum á síðasta kjörtímabili. Ýmis ríkisfyrir-
tæki, þar á meðal nokkur stór, hafa verið seld og
öðrum breytt í hlutafélög. Miklu stærri áform
hafa verið uppi um einkavæðingu, svo sem sala
ríkisbankanna og að breyta Póst- og símamála-
stofnun og Rafmagnsveitum ríkisins í hlutafélög.
Það verður að teljast eðlilegt að umsvif ríkisvalds-
ins á samkeppnismarkaði fari minnkandi. Hins
vegar er sala ríkisfyrirtækja flókið verkefni og
stundum hefur verið gengið til þess af meira
kappi en forsjá.
Nýlega sendi Ríkisendurskoðun frá sér skýrslu
um þessi mál, og eru niðurstöður þar athyglis-
verðar. Þar kemur fram sú skoðun stofnunarinnar
að í sölu ríkisfyrirtækja þurfi markmið að vera vel
skilgreind, hvort eigi að vera hámarkságóði af söl-
unni eða hvort hún eigi að þjóna öðrum mark-
miðum, sem eru oft með öllu ósamrýmanleg.
Það er ekki verjandi að selja ríkisfyrirtæki undir
markaðsverði nema það þjóni einhverjum skýrt
afmörkuðum tilgangi. Því miður hefur það verið
svo, og það er staðfest í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar, að stórfyrirtæki í eigu ríkissjóðs, á borð við
Síldarverksmiðjur ríkisins, hafa verið seld undir
verði í miklum flýti, en frá sölunni var gengið fyr-
ir tæplega ári síðan, skömmu fyrir áramótin.
Fleiri dæmi er að finna um slíkar sölur, þótt þetta
sé það stórfelldasta. Á slíku má ekki með neinu
móti verða framhald.
Það er því ástæða til þess nú að staldra við og
endurskoða og móta fastar þær reglur sem um
þessi mál gilda, og það er engin ástæða til þess að
halda enn áfram á þeirri braut sem verið hefur, og
engu hætt þótt ríkissjóöur eigi áfram hlutabréf í
Lyfjaverslun ríkisins meðan þær eru í skoðun.
Með sölu ríkisfyrirtækja er verið að fara með
eignir almennings í landinu og því fylgir mikil
ábyrgð. Það er með engu móti verjandi að ganga
með miklum flýti til sölu á þessum eignum í
krafti pólitískrar kreddutrúar um einkavæðingu
og að það sé óþolandi að nokkur starfsemi sé í
eigu samfélagsins. Það er eðlilegt að selja fyrirtæki
sem eru í samkeppni, sé ákveðnum skilyrðum
fullnægt og jafnræði sé fyrir kaupendur að bjóða
í þau. Það er á hinn bóginn fullkomlega óeðlilegt
að selja markaðsráðandi fyrirtæki.
Þau eiga að vera í almenningseigu meðan svo
háttar til, og almannavaldið á að hafa stjórnar-
taumana í þeim. Það kann að vera réttlætanlegt
að breyta rekstrarforminu, en það er engin ástæða
til þess að afhenda fjármálavaldinu í landinu
þessi fyrirtæki til rekstrar til þess að ná yfirburða-
aðstöðu.
Mergurinn málsins er að nú á að gera hlé á
þessari sölustarfsemi og meta þá reynslu, sem
fengist hefur, og setja um hana fastar og ákveðn-
ar reglur í ljósi hennar.
Alþýöuflokkseinvígi aldarinnar
Guömundur Árni er búinn að senda
frá sér pólitíska ævisögu. Greinilegt
er aö Guömundur er sannfærður
um að Sighvatur Björgvinsson er að
verulegu leyti ábyrgur fyrir því að
mál Guömundar Árna komust í há-
mæli. Satt að segja hljómar þetta
Sighvatarstef sem rauður þráður í
gegnum alla bókina, þó Guðmund-
ur beiti mest þeirri gamalkunnu að-
ferð að skamma Albaníu. Margrét S.
Björnsdóttir, aðstoöarmaður Sig-
hvats, fær nefnilega hressilegan
skammt og Guðmundur dregur upp
mynd af henni sem heldur ómerki-
legum pappír. Slíkt er skiljanlegt í
ljósi þess að Margrét er ekki eðal-
krati heldur flóttakommi úr Al-
þýðubandalaginu (sem kemur vel
fram í bók Guðmundar) og Margrét
var einn fimmmenninganna úr Fé-
lagi frjálslyndra sem hvað harðast
gekk eftir því að Guðmundur segði
af sér bæði varaformennskunni og
ráðherradómi.
Sighvatur sagbi
„ekki ég"
En þessi hræðilega kona, Margrét
S., sem samkvæmt vitnisburði Guð-
mundar Árna virðist hafa borib fals
og dár í slúöurpressuna og mistúlk-
aði upplýsingar sem hún komst yfir
í ráðuneytinu gagngert til að koma
höggi á Guðmund, var hins vegar
sérráðinn aðstoöarmaður Sighvatar
samráðherra og flokksbróður Guð-
mundar.
Guðmundur Árni kemst að þeirri
niðurstööu, og segir þab í bókinni
með nokkub penum hætti, ab auð-
vitað hljóti Sighvatur aö hafa vitab
hvab persónulegur abstoðarmabur
hans var að bralla. Garri er raunar
alveg sammála Guðmundi um að
það sé nánast barnaskapur að ætla
að persónulegur aöstobarrábherra
Sighvats standi í stórpólitísku stríbi
gegn ráöherra í ríkisstjóminni án
þess að Sighvatur hafi hugmynd
um það eða skipti sér af því. í þessu
felst líka broddurinn í bók Gub-
mundar, hann beinlínis heldur því
fram að Sighvatur hafi kynt undir
spillingarumræðunni, jafnvel bein-
línis fóðrað fjölmiðla á upplýsing-
um eða upplýingabrotum sem gætu
komið Guðmundi illa. Þetta er eðli-
GARRI
legt og trúverbugt sjónarmið hjá
Guðmundi, ekki síst vegna þess að
það kemur heim og saman við það
sem almannarómur hefur sagt síð-
ustu vikurnar.
Til hvers bók?
Garri varð því mjög hissa aö
heyra frá því sagt að Guðmundur
Árni hefði í sjónvarpsþætti hjá Stef-
áni Jóni Hafstein í fyrrakvöld á Stöb
2 harðneitað að hann teldi Sighvat
hafa staðið ab baki ófrægingarher-
ferðinni gegn sér. Þar með hlaut sú
augljósa spurning að vakna, til
hvers Guðmundur var ab skrifa
bókina ef hann neitar ab góðkenna
það sem bitastæðast er í henni. Til
að byrja með hélt Garri að þetta
væri enn eitt dæmið um að Guð-
mundi hafi snúist hugur og væri
hættur við að vera óvinur Sighvats.
Svo er hins vegar ekki. Alþýðuflokk-
urinn þolir einfaldlega ekki að
helstu forustumenn hans standi í
innbyrðis deilum. Slíkt gæti leitt til
enn eins klofningsins, sem örflokk-
urinn gæti tæplega lifab af.
Guðmundur var þess vegna að
styrkja stöðu sína innan flokksins
með því að skrifa þessa bók. Hann
var ab láta Sighvat og hans menn
vita, að hann vissi hver var heilinn
ab baki spillingarumræöunni. Guð-
mundur Árni var meb öðrum orð-
um ab skrifa ævisögu sína fyrir Sig-
hvat, hann var ab ýfa fjabrirnar í
hanaslagnum um formannssætið
sem framundan er, jafnvel á flokks-
þinginu í janúar og í síðasta lagi eft-
ir hálft annaö ár.
Þab er því framundan forvitnileg
barátta mili forustumanna í Al-
þýðuflokknum, og þjóbin á eftir að
bíða með öndina í hálsinum eftir að
sjá hvaða vopnum þeir félagar Guð-
mundur Árni og Sighvatur beita
hver á annan. Gömlu vopnunum
úr þessu pólitíska einvígi — sjálfs-
ævisögum og slúðrandi Margétum
— verður væntanlega lagt, enda
ekki gott að nota þau nema einu
sinni.
Garri
Myndir á sýningu
Sýningarsalir í borginni eru orðnir
æbi margir og satt ab segja er margt
um ab vera í listum, ef tími og tæki-
færi er til að bera sig eftir því. Ein
athyglisverð sýning stendur nú yfir
í Listasafni íslands, en það er sýning
stofngjafar safnsins.
Þessi sýning ber á ljósan hátt
merki um náin tengsl íslands og
Danmerkur. Þessi stofngjöf Lista-
safnsins samanstendur af verkum
danskra málara frá öldinni sem leið.
Þessi verk voru samandregin af ís-
lenskum athafnamanni, Birni
Bjarnarsyni.
íslenskt landslag
Margir þessara dönsku málara
sóttu efnivið sinn í íslenskt lands-
lag. Þarna má sjá Þingvallamyndir
og málverk frá Eskifirbi og norðan
úr Eyjafirði innan um myndir af
dönskum jarðargróða og portrett-
um af þeirrar tíðar fólki.
Útlit þessara mynda er formfast
og þungt á köflum, en þær sýna vel
hvaö uppi var í listum í Danmörku
á þeim tíma, fyrir 110-120 árum.
Ein mynd sker sig nokkuð úr, vís-
ar til breytinga sem urðu í listum á
þessum tíma. í hönd fór afar
gróskumikið tímabil í myndlist í
Evrópu. Þessi mynd er eftir Skaga-
málarann Kroyer. Hún er ekki stór
og lætur ekki mikib yfir sér, en sker
sig úr vegna viðfangsefnisins. Hún
er máluð í litla fiskimannaþorpinu
á Skagen, þar sem var hin fræga ný-
lenda málara sem nú eru nefndir
Skagamálararnir. Þeir máluðu hina
fátæku fiskimenn í hversdagslífi
Ein myndanna úr stofngjöfinni.
sínu. Viðfangsefni þeirra var fólkið í
hinu undarlega umhverfi þar sem
birtan er skærari, sandurinn hvítari
og hafið blárra en annarstaðar í
Á vfóavangi
Danmörku.
Myndin, sem hangir uppi í Lista-
safni íslands, sýnir nokkra þorps-
búa tala saman á húströppum.
Sumir eru í hvíldarstöðu og það er
auðvelt að gera sér í hugarlund að
andrúmsloftið er rólegt. Það er
kvöldsett og kvöldskuggar á gulu
sandsteinshúsinu, sem tekið er
sjónarhorn á.
Hlb frjóa tímabil
Þessi mynd er máluð fyrir alda-
mót, en í hönd fór ævintýralegt
skeið í myndlist Evrópu og reyndar
var það þegar hafið þegar Skagamál-
ararnir áttu sitt blómaskeið.
Tímabilið um aldamótin og fram
að heimsstyrjöldinni fyrri var af-
skaplega frjótt í listum. Gárur þeirr-
ar bylgju náðu hingab til lands ein-
mitt þegar þjóðin var að vakna til
vitundar um mátt sinn og megin.
Sú vakning var mjög þýöingarmikil.
Listsköpun og tilfinning fyrir henni
er ákaflega mikilvæg hverri þjóð
sem vill vera sjálfstæð meðal þjóða.
Þeim verðmætum granda ekki möl-
ur og ryð.
Merk heimild
Sýningin í Listasafni íslands telst
ekki til stórbrotinna sýninga, en
hún er merk heimild um upphaf
safnsins og þá tíma þegar íslending-
ar á danskri grund hófu að leggja
steina í vegghlebslu menningarlegs
sjálfstæðis þjóðarinnar. Þótt hér sé
um dönsk verk ab ræða, vísa þau til
þess sem á eftir kom. Jón Kr.