Tíminn - 08.12.1994, Qupperneq 5
Fimmtudagur 8. desember 1994
SKwiiw
5
í líki brekkusnigla
BÓKMENNTIR
GUNNAR STEFÁNSSON
um. Áhugamál hans virðast ekki
önnur en að auðgast og að troða ill-
sakir við nágranna sinn, Jónatan
H.J. Nikulásson. í rauninni er hann
mannhatari: siðgæði, tryggð,
menningaráhugi, allt þetta er hé-
gómi í augum hans. Á vissu bili
heldur hann sjálfum sér dýrindis
veislur og kallar þá til sín ráðskonu.
Þegar sagan gerist, að mestum
hluta, stendur slík veisla fyrir dyr-
um og þar á að eta snigla. En ein-
mitt á því kvöldi kveður Örn kenn-
ari dyra. Hann á erfitt meö að bera
upp erindið, en úr verður að hann
sest að veisluborði með Geir. Þarna
eta þeir og drekka allt kvöldið, Geir
sendir gest sinn yfir til nágrannans
til aö hrella hann, og loks kemur er-
indið sem hleypir húsráðanda í
uppnám ...
Þetta er nóg um efnið. Ekki vil ég
eyðileggja ánægju væntanlegra les-
enda. En hvernig er þá sagan? Ólaf-
ur Jóhann skrifar vel, um það er
ekki að villast. Stíll hans er einfald-
ur en þó settlegur, klár og skýr með
afbrigðum, hvergi hnýtur lesand-
inn um óljósa, vanhugsaða eða illa
formaða setningu. Stundum bregð-
ur fyrir ljóðrænum köflum. En um
leið er textinn einkennilega þurr og
safalaus, þrátt fyrir fjölorðar frá-
sagnir af alls kyns krásum. Ég held
að höfundurinn hefbi gott af ab
hlaupa svolítið útundan sér, taka
meiri áhættu, nota sterkari liti,
djarflegri tök á persónusköpuninni.
Persónusköpunin er einmitt veik-
leiki höfundarins, hér sem ábur. í
þessari sögu eru abeins tvær, Geir
og Örn. Aörir sem við sögu koma
eru skuggar einir: nágranninn, kon-
urnar sem þjóna til borðs, kona
Arnar. Af mönnunum tveimur er
Örn kannski áhugaverðari, en þó
furbu smár í broti og mynd hans lítt
unnin. Er hann svona barnalegur,
eða út undir sig? Og hvað með
skáldskap hans, sem stundum er
vikið að? Manni finnst að Erni sé
ætlað í samhengi sögunnar að reka
meira erindi en sagan sjálf rís undir.
Hann hugleibir lífið ábur en hann
leggur af stað til Geirs: „Ekkert
skiptir lengur máli og við orðin að
peöum í skák þar sem hvítir reitir
og svartir hafa riðlast og kóngur og
drottning eru týnd. Sumir taka
þann kost að biðja til guðs, aðrir
þrýsta að sér ungu barni, lesa fyrir
það úr bók við daufa skímu, kyssa
það góða nótt. Enn abrir láta sér
detta í hug að fara í heimsókn í
ókunnugt hús. Án þess að gera boð
á undan sér eða vita til hlítar til
hvers ferðin er farin." Þab er ein-
mitt hin undarlega ráðvilla Arnar
sem veröur helsta niðurstaða lýs-
ingar hans, en okkur skortir mun
meiri upplýsingar um persónuna.
Geir er stereótýpa, persóna sem
mabur hefur hitt oft í bókum: Ríkur
ruddi, aurasál, menntunarlaus þurs,
hórkarl. Höfundi tekst aö sýna
hann nokkub ljóslifandi í öllu rausi
sínu við Örn. Annað mál er það að
það vantar þann streng í lýsinguna
að lesandinn geti á nokkurn hátt
fundið til með honum eða látið
hann koma sér við yfirleitt. —
Nokkuð lúnkið að láta hann bregð-
ast við ósigrinum með því að kalla
til sín erkióvininn, nágrannann
Jónatan, í næstu sniglaveislu. Sælt
er sameiginlegt skipbrot.
Sniglarnir hafa táknræna merk-
ingu í sögunni. „í stórum heimi er
fáum aö treysta," segir hér, „bygg-
ing hans er ótrygg, vinur orðinn að
fjandmanni, óvinur að bróður. ...
Sumir forðast ab leiða hugann ab
þessari truflun og bregða sér til
vamar í líki brekkusnigla, hniprast
saman í flýti og slíðra augnstilkana
við minnstu áreitni, en leggjast síð-
an á meltuna, sljóir af áti." Þab er
Eitt er bræörabandiö
Ólafur Jóhann Ólafsson: SNIGLA-
VEISLAN. Vaka-Helgafell, Reykjavík
1994. 174 bls.
Þessi höfundur hefur sætt undar-
legum örlögum. Honum var fyrir-
munað að reyna fyrir sér meb ebli-
legum hætti í bókmenntalífi okkar,
hljóta uppörvun og aðfinnslur eftir
hætti, eins og ungir menn fá, og
vinna sér sess eins og efni standa til.
Af því að hann lifir í umhverfi —
betur sagt víddum — sem eru býsna
langt frá hversdagsbasli annarra
höfunda, beindist strax að honum
margföld athygli á við venjulega
byrjendur. Útsjónarsamt forlag hef-
ur auövitað kynt vel undir og ekki
dró úr þegar tekib var ab þýða hann
á ensku og hægt að vitna til um-
mæla einhverra gagnrýnenda sem
líktu honum við Strindberg og
Dostojevskí, spáðu honum jafn-
vel nóbelsverðlaunum. Þess
háttar skrum má lesa á kápu Snigla-
veislunnar. Það er þannig margt
skrítið skrifað um bókmenntir í út-
löndum ekki síður en hér norður í
höfum.
Það er kannski eðlilegt mótvægi
við allt þetta ab sumir gagnrýnend-
ur hér hafa verið ósparir á lastiö um
Ólaf Jóhann. Menn hafa raðab á
hann „hauskúpum" eins og gildir
víst í listaragi samtímans, stjörnur
og hauskúpur eru þau „vinnutæki"
sem matsmenn nota núna. En allt
þetta er bara til marks um að gagn-
rýnendur, jafnt hér og annars stað-
ar, eru meira eða minna gengnir í
hamra sölumennskunnar. Bók-
menntirnar skipta ekki máli í aug-
um þessara manna, heldur sölugildi
þeirra sem byggist á ímynd höfund-
anna, verðgildi þeirra á markaðn-
um. Því sjónarmiði þjóna hinir mis-
jöfnu dómar um Ólaf Jóhann vel.
Hver vill ekki kaupa bók eftir mann
sem er forstjóri hjá Sony og ýmist
sagður á vib helstu stórmenni bók-
menntasögunnar eða meðal lök-
ustu samtímahöfunda á íslandi?
Það er því meb blendnum tilfinn-
ingum sem maður fer að lesa nýja
sögu frá Ólafi Jóhanni. En sjá: hér
er ekkert á ferðinni sem kallað getur
á hörð viðbrögð, til eða frá. Snigla-
veislan er snotur lítil saga af sam-
fundum tveggja ólíkra manna í ein-
býlishúsi í Reykjavík. Sá yngri
þeirra, Örn Bergsson kennari, hefur
í fórum sínum gögn sem snerta
hinn manninn, Geir Thordersen
stórkaupmann, með sérstökum
hætti. Geir þessi er mjög ríkur, en
hefur fengiö allan sinn aub að erfð-
ísland er land þitt. Úrval ættjarð-
arljóða. Páll Bjarnason tók sam-
an. Hörpuútgáfan.
Bók þessi er gefin út í tilefni af
fimmtíu ára afmæli íslenska lýð-
veldisins.
Hér er komið í snotra bók sýn-
ishorn af því sem íslensk skáld
hafa kveðið um og við land sitt og
þjóö frá Eggert Ólafssyni til
Hannesar Péturssonar. Ljóðunum
er raðað eftir aldri skáldanna.
Með því móti má rekja stíl og blæ
í sögulegu yfirliti í rúmlega 200
ár.
Steingrímur Thorsteinsson orti
Vorhvöt, sem er hvatningarljóð
til þjóðarinnar. En hann á hér líka
kvæöib: Ég elska yður þér íslands-
fjöll, sem er játning ástar og trún-
aðar við land og þjób og tungu.
Þar tengist saman land, þjóö og
tunga eins og nú er frægast af
ljóbi Snorra Hjartarsonar. Sú
spurning hefur legiö skáldum
vorum á hjarta meb ýmsu móti
og orðið þeim grundvöllur þjóö-
ernis og ættjaröar. Þessu fylgir
töluverbur blæmunur eftir því
hvar þyngsta áherslan er lögb.
Steingrímur kvað um þessa
þrenningu:
Þar elska ég flest,
þar uni ég best
við land og fólk og feðratungu.
Þetta er fallegt kver og vandaö
ab frágangi. Þó munu ýmsir telja
til lýta eða óhappa að í Minni ís-
lands eftir Kristján Jónsson er
fylgt leshættinum „Þrúðvangi
sveipuð". Og þegar nefna skal
„ættarland Sögu" í sama erindi er
á fyrir ö. Aö öðru leyti virðist
prófarkalestur ágætur.
Rangt mun það vera aö hafa ár-
talið 1917 við Vormenn Guð-
mundar Guömundssonar. Kvæð-
ið er sennilega ort 1907. Þá var
Guðmundur á ísafiröi. Þar var
hann um skeið ritstjóri blaðs er
Dagur hét. Arngrímur Fr. Bjarna-
son vann lengi að blaöamennsku
á ísafirði. Hann var meðal for-
ustumanna í Ungmennafélagi
ísafjarðar. Hann sagbi svo að ég
heyröi ab hann hefði sagt við
Guðmund að hann skyldi helga
ungmennafélögum kvæði í blaöi
sínu og þá hefði Guðmundur ort
og birt Vormenn í Degi. Ég hef
alltaf trúað þessari frásögn Arn-
gríms.
Það er vandi að velja í svona
bók eins og jafnan verður þegar
margra kosta er völ. Nokkru mun
þaö hafa ráöið að alkunn söng-
ljób hafa notið vinsælda sinna.
Þó mun ekki unnt að dæma
kvæöi úr leik í þessu tilliti vegna
þess að þau eigi ekki heima í bók-
inni. Það væri þá Alþingi hið nýja
Jónasar Hallgrímssonar. Þaö á sér
fastan sess bundinn sögu þjóöar-
innar en býin sem safna vaxinu
og önnur yrkisefni þess eru al-
Ólafur lóhann Ólafsson.
einmitt þetta sem Geir stórkaup-
maður gerir.
Á kápubaki er lofað ríkulegu
kryddi af kímni. Það bragð fannst
mér reyndar í daufara lagi. En hvað
um það: Sniglaveislan er liðlega
skrifuð saga í gömlum, kunnugleg-
um, þrautreyndum stíl, sem höf-
undur hefur full tök á. Málfar er yf-
irleitt gagnvandað. Þó hnaut ég um
eignarfallið söknuðar í stað saknað-
ar og flatneskjuna „á sautjánda
júní", sem ástæðulaust er að ýta
undir. — Annars er Sniglaveislan
eins og framreibsla á veitingahúsi af
fínum klassa, sem enginn getur
kvartaö yfir. Annað mál hvort les-
andinn á eftir að kalla bragðið fram
í muna eða munn eftir aö lokið er
máltíðinni. En er á meðan er, verði
ykkur að góðu. ■
menn sannindi mannfélaga líkt
og Einræður Starkaðar hjá Einari
Ben. En fjarri sé það mér að amast
við kvæði Jónasar í þessu sam-
bandi.
Hér var úr miklu að velja. Þeg-
ar sagt er aö mörg færi væru til að
skipta um kvæði svo aö ekki væri
til hins verra þá er þab einkum
áminning þess hvílíkan auð er
um að ræða í ljóöum vorum. Hér
vantar svo margt. Við fljótlegt yf-
irlit sakna ég t.d. Siguröar Einars-
sonar.
Hér er mest um það vert að
Hörpuútgáfan hefur látiö gera
góða bók sem mjög virðist viö
hæfi og getur minnt lesendur sína
á býsna margt sem vert er aö
muna og þekkja. Væntanlega
munu þessi ljóð knýja lesendur
sína til aö finna ab orð Hannesar
Péturssonar gilda: „því þetta
land var sál vorri fengið til
fylgdar."
H.Kr.
Að finna son, en glata sjálfum sér
Fyrir nokkrum dögum var ég í
hópi áhugamanna um stjórnmál
þar sem umræðuefniö var staða
flokka og framboðsmál.
Helst var það Alþýðuflokkur-
inn sem menn veltu fyrir sér og
sú erfiða staða sem hann hefur
komið sjálfum sér í, svo að þessi
litli, spillti flokkur minnkar
og minnkar. Hann minnkar ut-
anfrá með þverrandi tiltrú al-
mennings, og hann minnkar
innanfrá, því flokksmenn yfir-
gefa hann, telja sig ekki eiga
samleið með honum, eða finnst
vanmetið að þeir starfi í flokkn-
um.
Þaö síðastnefnda var einkum
til umræðu vegna flugufrétta um
að nú myndi Alþýðuflokkurinn
ætla að finna nýjan, þekktan og
vinsælan einstakling í annað
sæti listans í Reykjavík. Töldu
menn þetta flokkslega óhag-
kvæmt og tóku sem dæmi að
með því aö troða ótal allaböllum
í áhrifastöður heföi formaðurinn
grafið undan innviðum flokks-
ins og drepið niður áhuga hins
almenna flokksmanns á starf-
inu.
Menn rifjuðu upp, aö þaö virt-
ist sem traustir flokksmenn ættu
minni möguleika á frama í
flokknum en nýir „spútnikar",
sem ýmist væru „uppgötvaðir"
af formanninum eða kæmu fram
á sjónarsviðið rétt fyrir kosning-
ar, berðu sér á brjóst og Iýstu því
yfir að í þeim byggi svellandi
eldmóöur jafnaöarmennsku,
sem aðeins biði eftir því að fá út-
rás góðra áforma og jákvæðs
hugar. Svo brosti einhver og
sagöi, að þegar komiö væri að
kjötkötlunum, virtist flokksholl-
ustan víkja fyrir eiginhagsmuna-
gæslu, og ef árangurinn af
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
framapotinu yrði ekki öruggt
þingsæti eða annar eldur skarað-
ur að eigin köku, væri hinn
svellandi baráttuhugur fljótur að
hníga og hverfa.
Einhver geröist svo dómharð-
ur að segja, að Alþýðuflokks-
menn hefðu átt að vara sig á
þessum framagosum, halda sig
vib þá góðu flokksmenn sem vit-
ab væri hvern mann hefðu aö
geyma og hvar aörir heföu þá,
það væri ekki endilega svo að
grasið hinum megin væri
grænna.
Gamall og margreyndur opin-
ber starfsmaður var í hópnum,
en hafði Iítið sagt. Hann tók nú
til máls og allir hlustuðu af at-
hygli. Þessi gamli maöur naut
virðingar allra viöstaddra, þeir
vissu að hann hafði farið í gegn-
um ýmsan hreinsunareld, en
það sem skapaði honum virð-
ingu var að hann hafði haft sig-
ur í baráttu sinni.
„Þib megið ekki gleyma einu,"
sagði hann alvarlegur á svip og
viðstöddum fannst sem út úr
grönnu andlitinu, mörkuöu
sporum erfiörar lífsbaráttu, skini
mikil viska. „Það er alltaf gaman
þegar glataði sonurinn snýr
heim. Þab er betra seint en aldr-
ei og ég fyrirgef formanninum
ab taka góðum mönnum opnum
örmum, jafnvel þótt úr Alþýðu-
bandalaginu sé."
Ég hef þekkt þennan gamla
speking lengi og veit að stund-
um slær hann fram tvíræðum
fullyrðingum.
Ég tók hann því tali fáum dög-
um síðar og spurði hann hvort
hann hefði virkilega meint, að
svo mikið skuli látiö með menn
úr öðrum flokkum og hvort
flokkar mættu viö slíku.
Ég benti honum á að aldrei
minntist ég þess að Sjálfstæðis-
flokkur eba Framsóknarflokkur
hefðu látið svona mikiö meb
annarra flokka menn.
Þessi kunningi minn er gam-
ansamur jafnt sem spakur, enda
svaraði hann og glotti: „Já, ég
talaði um glataða soninn. Eg veit
hins vegar ekki hverjir hafa gagn
af glötubum manni í framboð.
Ja, nema þá glataður flokkur!" ■