Tíminn - 08.12.1994, Qupperneq 9
Fimmtudagur 8. desember 1994
Htnfrmt
9
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
UTLÖND
Gorbatsjev bý&ur
sig fram gegn
Jeltsín 1996
Dúbaí - Reuter
Michael Gorbatsjev, fyrrum
Sovétleiðtogi, tók af öll tvímæli
um þaö að hann hygöi á fram-
boð gegn Borís Jeltsín í næstu
forsetakosningum sem efnt er
til í Rússlandi 1996. „Ég gef því
máli mikinn gaum og ég get
ekki útilokað það," svaraði Gor-
batsjev orðrétt þeirri spurningu
á fréttamannafundi í Dúbaí í
gær, hvort hann yröi í fram-
boði.
Sú var tíðin að þeir Jeltsín
voru samherjar, en eftir að Gor-
batsjev lét af völdum árið 1991
Skaut
börnin,
konuna og
sjálfan sig
Prittriching - Reuter
39 ára verkfræðingur skaut
börnin sín fjögur til bana þar
sem þau lágu í rúmum sínum, á
aðfararnótt þriðjudagsins. Móð-
ur þeirra skaut hann í kjallara
hússins og loks sjálfan sig.
Atburður þessi átti sér stað í
litlu þorpi sem heitir Winkl og
er miðja vegu milli Múnchen
og Augsburg í Bæjaralandi. í
bréfi sem lá við hlið byssunnar
getur heimilisfaðirinn þess að
orsakir verknaðarins séu fjöl-
skyldu- og fjárhagsvandræði
sem óieysanleg hafi verið með
öðrum hætti.
Það var á þriðjudagskvöld að
nágrannar gerðu lögreglunni
viðvart um að ekki væri allt
með felldu hjá fjölskyldunni
þar sem hlerar hefðu ekki verið
teknir frá gluggum allan dag-
inn. Grannarnir segja að fjöl-
skylda þessi hafi lifað mjög ein-
angruðu lífi síöan hún settist að
í þorpinu fyrir tólf árum, en þó
hafi þaö verið vitað mál að for-
eldrarnir ættu oft í höröum
deilum og m.a. hefði húsmóðir-
in, sem var 33ja ára, hótað að
sækja um skilnað ef faðirinn
léti ekki af því að berja börnin.
Börnin voru þriggja, fimm,
átta og níu ára. ■
Jacques Delors:
Michael Gorbatsjev
hefur hann í vaxandi mæli
gagnrýnt Jeltsín.
Gorbatsjev segir nú aö stefna
Jeltsíns komi ekki í framhaldi af
þeirri umbótastefnu sem þeir
fylgdu sameiginlega á sínum
tíma. Forsetinn fyrrverandi seg-
ir að nýjar lýöræðislegar endur-
bætur verði uppistaðan í nýrri
stefnuskrá haris, enda abhyllist
hann enn þau grunngildi sem
hann hafi haldið fram sem Sov-
étleiötogi, þ.e. blandað hagkerfi
og einstaklingsfrelsi. ■
ESB færara en NATO um
að efla lýðræöið
„Maðurinn er hættulegur vinstri-
sinnum," segir á þessu vegg-
spjaldi sem unglibasamtök
kommúnískra byltingarsinna
dreifa nú í Frakklandi, en
samtökin beita sér gegn því ab
Jacques Delors, sem hættir sem
forseti framkvæmdastjórnar
bEvrópusambandsins um ára-
mót, verði tilnefndur sem fram-
bjóðandi vinstri aflanna í
forsetakosningum sem fram
fara í Frakklandi á næsta ári.
Delors vann sér þaö annars til
frægðar í gær að móðga hálft Atl-
antshafsbandalagib, er hann
lýsti því yfir á fréttamannafundi
að það hefbi veriö frumhlaup að
leggja upp meb tiliögur að stækk-
un bandalagsins til austurs á
þessu stigi málsins. Hann segir
þab hafa verib ótímabært ab
blása til stækkunar nú, eins og
sjá megi af því að umræður um
stækkun undanfarna viku hefðu
ekki leitt til neins annars en
klofnings innan NATO og harka-
legra viðbragða af hálfu Rússa.
Þar ab auki urðu þessar ótíma-
bæru og misheppnuðu umræður
til þess ab veikja öryggið, segir
Delors, sem heldur því fram að
Evrópusambandib sé mun betur í
stakk búib en Atlantshafsbanda-
lagið til að styrkja lýðræðið í ríkj-
um Evrópu austanverðrar. ■
Karl og Díana:
Litlar líkur á lögskilnabi
Lundúnum - Reuter
Á morgun rennur upp sá dagur
að Díana prinsessa og Karl ríkis-
arfi geta fengið skilnað að lög-
um, ef þau kæra sig um. Þá eru
tvö ár liðin síðan þau skildu að
borði og sæng, en þrátt fyrir að
margir séu þeirrar skoðunar ab
lögskilnaður sé óumflýjanlegur
er fátt sem bendir til þess að af
honum verbi á næstunni.
Drottningarfjölskyldan má ein-
faldlega ekki við því ab fá yfir
sig enn eina holskefluna eða
það uppnám sem slík ákvörðun
mundi kosta.
Ríkisarfinn hefur látið svo um
mælt að hann hafi ekki hug á
lögskilnaði en Díana hefur kos-
Karl
Díana
ið að tjá sig alls ekki um þab mál
og hefði henni þó verið í lófa
lagið að höfða mál á hendur
manni sínum fyrir hjúskapar-
brot, sem hann hefur reyndar
þegar viðurkennt opinberlega.
Þetta yfirlýsta hjúskaparbrot
ríkisarfans gerir þab að verkum
að staða Díönu er sterk, og gæti
sennilega tryggt henni skilnað-
arsáttmála upp á jafnvirði 1,6
milljarða ísl. króna í peningum,
lítt takmarkað forræði drengj-
anna og sjálfstætt líf á opinber-
um vettvangi, óháð þeirri fjöl-
skyldu sem hún á að hafa kallað
„holdsveikranýlendu."
Staða þessa fólks í framtíðinni
er óljós en þó sérstæð að mörgu
leyti. Þannig gæti Díana nú orö-
ið drottning ef til þess kæmi að
Karl yrði allt í einu konungur.
Ef hjónin skilja að lögum á
meðan Karl er enn ríkisarfi
heimila lög ekki að hann gangi í
hjónaband að nýju, en eftir ab
hann er oröinn konungur yrði
Tóbaksbirgöir í Tyrklandi samsvara 1.000 ára innflutningi til Islands:
Tyrkir: Brenna tóbaksfjallinu
Tyrkir eru byrjaðir að brenna
því 250.000 tonna óseljanlega
„tóbaksfjalli" sem safnast hefur
upp þar í landi á sl. áratug, m.a.
vegna innflutningshafta í
Bandaríkjunum. Verðmæti
þessara 250.000 tonna er áætlað
10 trilljón tyrkneskar lírur, eða
kringum 20 milljarðar króna.
Benda má á, ab miðaö við nú-
verandi sígarettusölu mundi
þetta tóbaksfjall endast íslend-
ingum í 500 ár. Tóbaksbirgbir í
Tyrklandi eru nú ríflega tvöfalt
meiri, eða 550 þúsund tonn.
Síðasta árs framleiðsla nam 330
þúsund tonnum. Þrátt fyrir að
næstum hver einasti Tyrki sé
stórreykingamaður frá ung-
lingsaldri kaupa sígarettufram-
leiðendur í Tyrklandi abeins
rúmlega 20% ársframleiðslunn-
ar, eða 65—70 þúsund tonn á
ári.
„Ákvörðun okkar ab brenna
allt þetta tóbak hefur þegar haft
áhrif á erlenda tóbakskaupend-
ur í Bandaríkjunum og víðar.
Salan gengur nú betur en
nokkru sinni fyrr. Við höfum
þegar selt 100.000 tonn og höf-
um góöar vonir um 30.000
tonn til viðbótar. Við sjáum
fram á að vera laus við allar um-
frambirgðir árið 1996. Þá geta
tóbaksræktendur tekið gleði
sína á ný," sagbi tyrkneski ráð-
herrann, Nafiz Kurt, í viðtali við
Turkish Daily News. Þar kemur
m.a. fram ab fjöldi tóbaksfram-
leiðslulanda hefur kvartað til
GATT vegna innflutningskvóta
sem Bandaríkjamenn settu á
tóbak. Hjá GATT var úrskurðað
ab kvótinn væri brot á ákvæð-
um GATT-samkomulagsins.
Verbi kvótinn afnuminn á ný
eygja Tyrkir 30-40 þúsund
tonna viðbótarsölu til Banda-
ríkjanna.
Tyrkir rækta tóbak af svokall-
aðri „oriental" gerð, sem þykir
mjög gott til sígaretturfram-
leiðslu. Sama tóbakstegund hef-
ur verið ræktuð í Grikklandi,
Búlgaríu og Júgóslavíu, en í
mun minna mæli.
Frá 1986 hafa bandarísku fyr-
irtækin Philip Morris og Reyn-
olds framleitt Marlboro og Ca-
mel sígarettur í Tyrklandi.
Tveim árum síðar hófu Tyrkir
að framleiða sígarettutegundina
„2000" til að keppa við þær fyrr-
nefndu, með þeim árangri ab
2000 eru nú mest seldu sígarett-
ur í landinu. Pakkinn af framan-
greindum tegundum kostar sem
svarar 55-60 krónum í Tyrk-
landi. En ýmsar aðrar tyrknesk-
ar sígarettur fást á verði allt niö-
ur undir 20 kr. pakkinn. ■
honum þó heimilt að kvænast
aftur.
Haft er eftir heimildarmönn-
um viö hirðina ab Díönu sé
mest í mun að tryggja sér um-
gengni við syni sína, en lögum
samkvæmt er það einvaldurinn
sjálfur, Elísabet II., sem hefur
forræði Vilhjálms litla sem
gengur næstur föður sínum að
ríkiserfðum. ■
Svona á
bissness
ab vera
Lundúnum - Reuter
Söngleikurinn Oliver verður
frumsýndur í West End-leik-
húsinu í Lundúnum í kvöld.
Uppfærslan kostar 3,5 milljónir
sterlingspunda (376 millj. ísl.),
en þegar hafa verib seldir að-
göngumiðar fyrir 11 milljónir
punda.
Það er Jonathan Pryce sem fer
með hlutverk Fagins en leik-
stjórinn er Cameron Mackint-
osh. Lionel Bart sem samdi tón-
listina í söngleikinn, sem bygg-
ist á sögunni um Oliver Twist
eftir Charles Dickens, segir að
þetta sér stórbrotnasta upp-
færsla leiksins hingað til. Bart
segir að eyrun á áhorfendum
hafi breyst síðan leikurinn var
fyrst settur upp fyrir rúmum
þrjátíu árum, og því sé tónlistin
í þessari sýningu í nýjum bún-
ingi. ■