Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 10. desember 1994
Mii
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb flausasölu 150 kr. m/vsk.
Veður eru válynd
á vinnumarkabi
Síðustu fjögur árin hefur launastefnan í landinu
verið í anda svokallaðrar þjóðarsáttar, sem náð-
ist í samvinnu stjórnvalda og aðila vinnumark-
aðarins.
Þessi þjóðarsátt skilaði árangri, og í raun tók
núverandi ríkisstjórn hana í arf, og hún er ekki
síst undirstaðan að þeim stöðugleika í verðlags-
málum sem náðst hefur. Nú eru veður öll válynd
í kjaramálum og ýmislegt bendir til að sú þjóð-
arsátt, sem verið hefur, sé að bresta. Það stendur
yfir mjög hörö launadeila við sjúkraliða, sem
greinilega hefur vaxandi áhrif á andrúmsloftið í
verkalýðshreyfingunni. Harkan í þessari deilu
getur verið vísbending um það sem koma skal.
Það eru ástæður fyrir því að óánægja launa-
fólks fer vaxandi. Lægstu launin eru orðin með
þeim hætti að útilokað er að lifa á þeim. Það hef-
ur dregið úr möguleikunum til þess að afla auka-
tekna, en aukavinna hefur veriö þáttur í tekju-
öflun fjölskyldnanna í landinu. Ýmis gjöld hafa
verið lögð á og .þátttaka almennings aukin til
dæmis í skólakostnaði og heilbrigðiskostnaði.
Skuldir heimilanna hrannast upp, og fólk missir
tök á fjármálum sínum 1 vaxandi mæli. Stjórn-
völd hafa horft upp á þessa þróun án þess að
hafast að, og fyrr eða síðar kemur að skuldadög-
unum.
Þar við bætist að forsætisráðherra sneri við
blaðinu á einni nóttu síðastliðið sumar, eftir
svartsýnisáróður þriggja ára, og staðhæfði að
kreppan væri búin. Launafólk spyr þá hvort ekki
sé eðlilegt að það njóti þess í einhverju. Þessi
spurning er eðlileg og mun setja mark sitt á þær
kjaraviðræður sem fara fram á næstunni.
Þess sjást nú vaxandi merki að aukin harka er
að færast í launafólk, þannig að það er gefið mál
að kjarasamningar á komandi vetri verða erfiðir.
Það verður heldur ekki séð að stjórnvöld hafi
hafst neitt að til þess að greiða fyrir kjarasamn-
ingum. Fjárlagafrumvarpið, eins og það liggur
fyrir nú, gerir ráð fyrir 2% launahækkunum. Það
gerir ekki ráð fyrir að neitt sé gert til þess að
jafna kjörin í landinu, en launamunur er gífur-
legur. Það heyrast af því fregnir að stjórnarliðar
séu nú nokkrum dögum fyrir jól að takast á um
hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt, og enginn
veit hvernig því lyktar. Það er alveg ljóst að ef
það verður látið skeika að sköpuðu fram yfir ára-
mótin og ríkisvaldið sýnir ekki nokkurn vilja til
þess að koma til móts við láglaunafólkið í land-
inu, þá þrýtur það þolinmæði og þann sam-
starfsvilja sem launafólk hefur sýnt til þessa og
meiri átök eru framundan en verið háfa um
langt skeið. Það er athyglisvert að láglaunastétt-
in sjúkraliðar eru óbeygðir eftir verkfall á annan
mánuð og ekki merki um að samstaða þeirra sé
að bresta. Þetta ætti að vera stjórnvöldum að-
vörun um að hugsa sinn gang.
Upp með húmorinn, Ólafur!
Birgir Guömundsson skrifar
Ólafur G. Einarsson menntá-
málarábherra hefur brugöist illa
við þeirri ákvörðun foreldra-
samtakanna, að lýsa frati á
vinnubrögð hans við gerð nýrra
grunnskólalaga. í vikunni efndu
SAMFOK og Landssamtökin
Heimili og skóli til mótmæla-
fundar, þar sem þau berháttuðu
dúkkulísumynd af mennta-
málaráðherranum til að undir-
strika að grunnskólafrumvarp-
ið, sem hann er að bera fram, er
eins og nýju fötin keisarans —
þar vanti alla undirbyggingu og
trúverðugleika, ekki síst fjár-
hagslega, fyrir þær breytingar
sem boðaðar eru.
Þessi uppákoma var djörf en
sterk, og ber þess greinilega vott
að foreldrahreyfingin er búin að
fá sig fullsadda af þeirri lítils-
virðingu og móðgunum, sem
hún hefur mætt hjá mennta-
málaráðherra og menntamála-
ráðuneyti.
Ráðherrann hefur ekki svarað
óskum foreldrasamtakanna um
fund og viðræður vikum og
mánuðum saman og látið eins
og þessi samtök séu ekki til.
Raunar er þessi framkoma ráð-
herrans oröin landsfræg, því af
biðlistum eftir viðtali við hann
að dæma virðist hann ekki telja
sig þurfa að tala við einn né
neinn. Annað hvort er þetta
ástand til marks um óvenju
skæðan hroka ráðherrans eða þá
aö eitthvað annað sé að hjá
honum.
„Gvub"
á innsoginu
Uppátæki foreldrasamtak-
anna að klæða menntamálaráð-
herra nýju fötum keisarans var
að mörgu leyti bráðfyndið, þó
undirrituðum sé kunnugt um
að ýmsar siöprúðar frúr hafi
sagt „Gvuð!!!" áinnsoginu þeg-
ar þær sáú þetta í sjónvarpinu.
Samlíkingin er hins vegar góð
og smellin og til þess fallin aö
vekja athygli á kjarna málsins.
Viðbrögð menntamálaráðherr-
ans eru þó ótrúleg og líkari því
að hann hefði í alvörunni verið
afklæddur á almannafæri. Hann
er foxillur og fúll. Hann úthróp-
ar uppátækið sem „fíflalæti" og
„pólitískan loddaraskap". Og
hann segir að foreldrasamtökin
hafi dæmt sig úr leik varðandi
það að hafa áhrif á endanlega
útgáfu frumvarpsins. Augljóst
er aö maðurinn er ótrúlega við-
kvæmur fyrir sjálfum sér og get-
ur ekki tekið léttspauguðum, en
vel útfærðum mótmælum og at-
hugasemdum við störf sín. Það
er því ekki einungis að það
skorti á mannasiðina hjá ráð-
herranum (engin viðtöl), heldur
skortir húmorinn alveg líka.
Snúib út úr
Eins og keisarinn í sögunni
bregst Ólafur illa við, þegar bent
er á að frumvarpið og málatil-
búnaðurinn sé í raun nakinn.
Hann svarar með sama hroka og
hann hefur áður sýnt foreldra-
hreyfingunni og segir fólk ekki
skilja að fjárlagafrumvarpið geti
ekki gert ráð fyrir frumvörpum
sem ekki hafa fengiö afgreiðslu í
þinginu. Þess vegna sé ekki gert
ráð fyrir breytingum á grunn-
skólanum í fjárlögum. Þetta er
auðvitað útúrsnúningur hjá
ráðherranum, sem fyrst og síð-
ast hefur unnið þau afrek á
skólakerfinu að skera þar niður
og skerða þau ákvæði sem þegar
eru fyrir hendi í núverandi
grunnskólalögum. Auövitaö eru
meginatriði breyttra hátta í
grunnskólanum afgreidd annað
hvort meö fjáraukalögum eða í
næstu fjárlögum eftir að ný
grunnskólalög verða sett. Hins
vegar er mikill fjöldi smærri at-
riða sem tengjast málinu og lúta
að undirbúningi breytinganna
sem ekki eru á fjárlögum nú, en
ættu að vera þar ef hugur fylgir
máli. Að lágmarki hefði mátt
búast við aö látið yrði af þeim
sultarsjónarmiðum í skólamál-
um sem einkennt hafa þetta
kjörtímabil.
Enn er skert
Þau atriði, sem foreldrahreyf-
ingin bendir á, eru m.a. þau, að
í grunnskólafrumvarpinu er tal-
að um einsetinn skóla og breytt-
an vinnutíma kennara, en und-
irbúningur þessara mála er tæp-
lega hafinn, hvað þá meira. í
grunnskólafrumvarpinu er gert
ráð fyrir foreldraráði við hvern
skóla, en takmörkuð ákvæði nú-
gildandi laga eru ekki einu sinni
uppfyllt. Landshreyfing foreldra
er ekki á fjárlögum í ár og hefur
fengið minni opinberan stuðn-
ing en Kattavinafélagið. Ekki er
gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarp-
inu núna að upplýsa foreldra
um hvað á eftir að breytast.
í grunnskólafrumvarpinu á að
efla endurmenntun kennara, en
í reynd hefur hún verið skert og
það á enn að skeröa hana. Börn
eru svipt eðlilegum kennslu-
stundafjölda með sérstökum
ákvæðum og fjöldi í bekk hækk-
aöur. Raunar er listinn langur
yfir þaö hvernig fögur fyrirheit
um menntun og starfsumhverfi
í grunnskólum landsins hafa
verið brotin. Það, að leggja fram
grunnskólafrumvarp nú og hafa
ekki uppi nokkra tilburði til að
snúa við þeirri óheillaþróun
sem verið hefur á undanförnum
árum þar sem niðurskurður er
kjörorð skólastefnunnar, er vita-
skuld ekki til neins. Það er sýnd-
armennska sem foreldrar, sem
eiga börn í skólunum, geta
einfaldlega ekki sætt sig við
lengur.
Dæmdur úr leik
Ólafur G. Einarsson talar dig-
urbarkalega um aö foreldrasam-
tökin hafi dæmt sig úr leik varð-
andi áhrif á grunnskólafrum-
varpið. Hið rétta er að þaö er Ól-
afur G. sem hefur dæmt sig úr
leik með hroka sínum og dóna-
skap. Sáralitlar líkur eru á því að
grunnskólafrumvarpið fari í
gegnum þingið fyrir vorið úr því
sem komið er, sérstaklega ef
áframhald verður á því verklagi
sem ráðið hefur för í því mál-
inu. Það eru kosningar fram-
undan og ótrúlegt að Ólafur
muni koma vel út úr þeim.
Raunar er vafamál hvort maöur-
inn nær yfirleitt kjöri, ef hann
ætlar áfram að taka sjálfan sig
svona hátíðlega og ríghalda svo
í húmorsleysið að nánast allt
verður að „fíflalátum". Þá hefur
þaö ekki verið talið til styrks hjá
stjórnmálamanni að tala ekki
viö ókunnuga.
Ólafur leiðir hins vegar lista
sjálfstæðismanna í Reykjanesi,
þannig að líkur eru nú á, þrátt
fyrir allt, að hann komist á þing.
Hitt kæmi þó verulega á óvart ef
flokkurinn fæli honum
menntamálin aftur, jafnvel þó
sjálfstæðismenn ættu kost á að
taka þátt í næsta stjórnarsam-
starfi. Það eina, sem gæti orðið
Ólafi að pólitískum björgunar-
hring — um leið og grunnskól-
anum yrði geröur mikill greiði
— er að ráðherrann reyndi nú
aöeins að hressa upp á húmor-
inn. ■