Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. desember 1994 Biðstaöa á aöventu Timamynd CS Jón Kristjánsson skrifar Ástandið á löggjafarsamkomunni er með einkennilegum hætti þessa desember- daga. Fá mál hafa komiö fram frá ríkis- stjórninni, og hafa þingmannafrumvörp og umræður utan dagskrár og fyrirspurn- ir fyllt upp í þingtímann það sem af er. Þetta ástand á sér skýringar, sem þarf að leita nokkra mánuði aftur í tímann. Þingi lauk í maí síðastliðið vor, og í ágúst var svo komið samstarfi stjórnarflokk- anna að forsætisráðherra var ákveðinn í að boða til kosninga. Hann varð hins vegar að hætta við áform sín, vegna þess að gætnari menn í stjórnarliðinu sáu ekki leiö til þess að rjúfa þing, og segja „af því bara". Biðstaða Hins vegar tóku þessar bollaleggingar tíma og hin hefðbundna málefnavinna sem fram fer í ráðuneytum á sumrin, einkum til undirbúnings fjárlagagerðar, truflaðist verulega. í bakslaginu eftir að kosningar voru blásnar af var fjárlaga- frumvarpinu snarað fram, án þess að það væri í raun búið að hnýta lausa enda. Tekjuhliðin virðist til dæmis hafa veriö algjörlega ófrágengin og þegar þessi grein er rituð, eru ekki komin fram frumvörp sem varða tekjuhlið fjárlaga. Nú eru að- eins tvær vikur eftir af þinghaldinu til jóla og í raun ekki nema vika samkvæmt starfsáætlun þingsins. Það gefur augaleið að þetta eru óhæf vinnubrögð og þing- mönnum, sem eiga að yfirfara þessi mál í annríkinu fyrir jólin, er mikill vandi á höndum. Frumvörp, sem varða skatta- mál, eru einhver þau flóknustu sem koma fyrir Alþingi, og nákvæmnisvinna að yfirfara þau og gera sér grein fyrir áhrifum þeirra. Glundroði Þetta er ljóst dæmi um það aö ríkis- stjórnin hefur í raun verið óstarfhæf um langt skeið og kemur þar margt til. Kraft- ar alþýðuflokksmanna hafa fariö í óvenju harðvítug innanflokksátök, sem eru of kunn þjóðinni til þess að um þau þurfi að hafa langt mál. Þótt kyrrara sé á yfirborð- inu hjá Sjálfstæðisflokknum, er ekki allt sem sýnist. Þingmenn hans hafa staðið í prófkjörsbaráttu hver í sínu kjördæmi, og er þeim þætti nú lokið hjá flokknum. Hins vegar blasir nú við flokknum sú nýja staða að innan hans er ekki eining um utanríkismál. Þetta eru aðstæður sem eiga eftir að setja sitt mark á flokkinn á næstunni. Hér á ég við Evrópumálin. Forsætisráð- herra hefur tekið ákveðna afstöðu gegn aðildarumsókn að ESB, en utanríkisráðherra hefur tekið mjög ákveðna afstöðu um að rétt sé að sækja um aðild sem allra fyrst, og grípur satt að segja til furðu- legrar röksemdafærslu máli sínu til stuðnings. Hins vegar er það alveg ljóst að ekki er eining í Sjálfstæðisflokknum um þessi mál. Áhrifamenn í iðnaði og verslun hafa leynt og ljóst látið þá skoðun í ljós að viö íslendingar eigum að ganga í Evrópusam- bandið. Umræðan getur því orðið Sjálf- stæðisflokknum erfið. Sambandsleysi Þessi afstaða lykilmanna ríkisstjórnar- innar hefur orðið til þess að íslenskir ráðamenn hafa komið fram klofnir út á við í mikilvægum þáttum utanríkismála. Þetta eru þáttaskil í utanríkismálum, því það hefur þótt hlýða hingað til að gera upp deilumálin heima fyrir og kynna eina stefnu stjórnvalda á erlendum vett- vangi. Ljóst er að þetta dregur úr virð- ingu íslendinga erlendis. Sambandsleysið milii forsætisráðherra og utanríkisráðherra virðist vera algert. Ummæli þeirra í ýmsum málum eru svo misvísandi að varla getur verið um tals- amband að ræða þeirra á milli. Jón Baldvin grípur til hinnar furðuleg- ustu röksemdafærslu til þess aö tala fyrir umsókn um aðild að ESB. Ein af þeim er sú að Spánverjar hafi gefiö það skriflegt að þeir muni ekki gera tilkall til fiskveiða í íslenskri lögsögu. Hann vitnar þar til fundargerðar í viðræðum embættis- manna. Ekkert liggur fyrir um það hvort hér er um stefnumörkun ríkisstjórnar Spánar að ræða. Það er löngu ljóst að forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru farnir að með- höndla þessi flóknu og viðkvæmu utan- ríkismál og samskipti við Evrópu með tilliti til þess hvað þeim kemur best í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Atök á vinnu- markaðnum Undiraldan á vinnu- markaðnum vex stöðugt. Sjúkraliðar eiga í hörðu verkfalli sem ekki sést fyrir end- ann á. Hér er um láglaunastétt að ræða, og harkan í þessari deilu er merki um á hverju getur verið von. Þaö er vissulega ekki að undra þó að þolinmæði launafólks sé á þrotum. Það hefur lengi búið við svokallaða þjóðar- sáttarsamninga, en aðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa hlaðið upp spennu síðastliðin fjögur ár. Þaö var byrjað að hækka vexti í upphafi ferils hennar. Lánskjaravísitalan mælir stöðugt og eykur viö skuldirnar ómældum fúlgum. Skattaálögur hafa ver- ið hækkaðar, og urmull þjónustugjalda lagður á fyrir opinbera þjónustu. Láns- kjör námsmanna hafa verið þrengd og tekin upp skólagjöld. Skólagjöldin ein í háskólanum hafa hækkað um 80 millj- ónir frá árinu 1991. Því get ég um þetta að þetta getur beinlínis hrakið fólk frá heimilum með lægri tekjur frá námi. Viö kjaraskerðinguna bætist öryggis- leysi og réttleysi á vinnumarkaði. Ymis fyrirtæki hafa gengið í það verk að taka einhliða af launafólki ýmis áunnin rétt- indi sem hafa orðið til á undanförnum árum, um leið og atvinnan minnkar og aukavinnan hverfur. Vanskilin hrannast upp í bönkum og öðmm lánastofnunum. Þetta er sá veruleiki sem blasir við nú á aðventunni, en það eru ekki allir sem vilja sjá hann. Ríkisstjórnin með forsæt- isráðherra í broddi fylkingar vill stinga höföinu í sandinn eins og strúturinn, og staðhæfa að kreppan sé búin og allt sé í lagi í þjóðfélaginu. Mlsrétti Það eru vissulega margir í þessu þjóðfé- lagi sem lifa ágætu lífi og hafa nóg fyrir sig að leggja. Það fólk er ekkert svo næmt fyrir því þótt námslánin lækki og hert sé að kjörum námsmanna. Það þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af gjalddaga hús- næbislánanna og því síður hvað matark- arfan úti í búð kostar. Það er misrétti í þjóðfélaginu, gjá milli láglaunafólks og annarra sem hafa há laun, en það er verra ef hinir síðarnefndu einangrast í fíla- beinsturni í þjóðfélaginu og neita að horfast í augu við ástandið eins og það er í raun. Við íslendingar eigum ekki að sætta okkur vib þjóðfélag misréttis og fátæktar. Landiö á ærinn auð, það máltæki er enn í fullu gildi þrátt fyrir fiskveiðitakmarkanir og aðra tímabundna erfiðleika í atvinnu- lífinu. Það er ótrúlegt ef framtíð þessarar litlu þjóðar er undir því komin að rekin sé hér svo mikil láglaunastefna að útilok- að sé fyrir fólk að lifa á launum sínum. Þab er höfuðverkefni stjórnvalda ab jafna kjörin í þjóðfélaginu. Til þess þarf mjög _ samhenta ríkisstjórn með skýr markmið. Til þess þarf trúnað milli stjórnvalda, launafólks og stjórnenda atvinnufyrir- tækja. Til þess þarf einfaldlega traust stjórnarfar. Þab lofar ekki góðu að ekkert af þessu er fyrir hendi núna. Ríkisstjórnin er verri en starfsstjóm. Hún er veik og það er ekki einu sinni séð á þessari stundu að hún geti haft forustu um það að koma fjárlög- um, tekju- og gjaldahlið, fram fyrir jólin. Svona er ástandið á aðventunni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.