Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600
Brautarholti 1
STOFNAÐUR 1917
78. árgangur
Laugardagur 10. desember 1994
234. tölublað 1994
Sveitarstjórn
Hvammstanga:
Vilja ekki
borga meb-
lög annarra
Sveitarstjórn Hvammstanga telur
það með öllu ólíðandi að 23%
þjóðarinnar verði látin greiða
vanskil á meðlagsgreiðslum til
Innheimtustofnunar sveitarfé-
laga, en 77% þjóðarinnar taki
ekki þátt í þeim kostnaði.
Eins og kunnugt er þá jókst fjár-
vöntun Innheimtustofnunarinnar
um nær helming í framhaldi af
þeirri ákvörbun ríkisstjórnar að
hækka meðlagsgreiðslur um 36% á
sínum tíma. Hækkunin hefur leitt
til mikilla vanskila á meðlags-
greiðslum og af þeim sökum verður
fjárvöntun stofnunarinnar um 520
miljónir króna í ár.
í ályktun sveitarstjórnar
Hvammstanga og raunar fleiri
sveitarfélaga um þjónustuframlag
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem
send hefur verið félagsmálaráð-
herra, fjármálaráðherra og Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga er þess
krafist að ríkisstjórnin standi þegar
í stað við gefin fyrirheit um 220 mi-
ljón króna aukafjárveitingu til Jöfn-
unarsjóðsins, svo ekki þurfi að
skerða tekjujöfnunarframlög sjóbs-
ins til sveitarfélaga vegna fjárvönt-
unar Innheimtustofnunar sveitar-
félaga vegna vangoldinna meðlags-
greiðslna. ■
Vilja 10 þús.
kr. hækkun
„Ég auglýsi eftir einhverjum
sem vill mótmæla því að laun
geti ekki verið undir 53 þúsund
krónum á mánuði. Ég vil endi-
lega fá að sjá framan í þann
gaur," segir Sigurður Tr. Sigurðs-
son formaður Verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarfirði.
I kröfugerð félagsins fyrir næstu
kjarasamninga er þess m.a. krafist
að lægstu laun hækki um 22%
eða um 10 þúsund krónur, þann-
ig að lægsta taxtakaup hækki úr
43.116 krónum í 53.116 krónur á
mánuði. ■
Blysfor SJUkrallöa. Sjúkralibar fjölmenntu íblysför nibur Laugaveg og um mibbce Reykjavíkur í
gœr.Peir stoppubu m.a. vib Stjórnarrábib og hittu forsœtisrábherra, sem sagbist œtla ab reyna ab leysa deiluna á næstu dögum meb
abstob formanns Sjúkralibafélagsins. Þá hittu sjúkralibar einnig borgarstjórann og myndubu hring umhverfis Austurvöll. Ábur um daginn
hafbi Félagsdómur úrskurbab ab 40 sjúkralibar í verkfalli skuli halda til vinnu.
Helsta orsök umferöartafa viö Þingvelli 17. júní:
Mistök við umferðarstjóm
Umferðarvandamál á þjóðhá-
tíðardaginn sl. sumar orsökuð-
ust einkum af því að faglegum
undirbúningi var ábótavant,
eiginleg umferðaráætlun var
ekki gerö og flutningsgeta
vega var ofmetin. Mestu tafir
urðu á leiðum austan Þing-
vallavatns og má rekja þær til
þess ab ekki var rétt stabib ab
skipulagningu og stjórnun
umferbar inn á bílastæbi á
Þingvöllum.
Nefnd, sem skipuð var á veg-
um forsætisráöuneytisins vegna
umferðar á Þingvöllum þann 17.
júní sl., hefur skilað af sér
skýrslu. Nefndin komst að þeirri
niðurstöðu að 50-55 þúsund
manns hefðu komist á Þingvelli
þann 17. júní en 12-15 þúsund
manns sem lögðu af stað hafi
aldrei komist á leiöarenda.
Ein helsta orsök vandans sem
skapabist er ab undirbúningi var
stórlega ábótavant. Engin eigin-
leg umferðaráætlun var gerð,
hugmyndir sem stuðst var við
Innkaupaferöirnar aö breytast í skemmtiferöir aö mati Magnúsar
Finnssonar hjá Kaupmannasamtökunum:
Erum aö ablagast samkeppninni
„Þetta segir ekkert um ab inn-
kaup landsmanna erlendis séu
ab aukast. Þab er mín skobun
ab þessar ferbir séu í vaxandi
mæli ab verba skemmtiferbir
fyrst og fremst," sagbi Magnús
Finnsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna. En
hann var spurbur hvort 13%
aukning á utanferbum í októ-
ber/nóvember bendi ekki til
ab innkaupaferbir séu enn ab
aukast, þrátt fyrir átak sam-
takanna „verslum heima".
„Viö vonumst til að þetta átak
hafi áhrif á innkaup fólks, en
búumst þó ekki við að breyta
verslunarvenjum þess í einni
andrá. En íslensk verslun hefur
að mínu mati stabib sig vel, hef-
ur verið að aölagast þessari sam-
keppni og er að gera góða hluti.
Við óskum fólki bara góðrar
skemmtunar og bjóðum þab
velkomið heim úr þessum ferð-
um," svaraði Magúns.
Menn skyldu samt ekki
gleyma því, ab þeir séu æði
margir sem hafa lífsframfæri sitt
af verslunarstörfum og ab marg-
ir þeirra sem stundað hafa versl-
unarstörf séu núna atvinnulaus-
ir.
„Líklega er stærsti hópur
þeirra sem ekki njóta vinnu úr
verslunargeiranum. Með þessu
átaki okkar erum við að vekja at-
hygli á þessu og hvað mikla
þýbingu þab hefur að fólk versli
í heimabyggð og geri sín inn-
kaup hér innanlands. Vib telj-
um ab íslensk verslun hafi
brugðist vib þessari auknu er-
lendu samkeppni á þann hátt að
bjóða vömr á sambærilegu og
stundum betra verði en þarna
úti. Og gæðin þurfum viö ekki
að spyrja um, við erum ekki að
keppa vib sömu gæbi. íslenskir
neytendur vilja fá góða hluti
þegar þeir kaupa þá hérna
heima. En þarna úti er mikið
um ódýran fatnað, sem uppfyll-
ir ekki þær gæðakröfur sem við
almennt gerum," sagði Magnús
Finnsson.
um flutningsgetu vega voru
óraunhæfar og flutningsgetan
stórlega ofmetin.
Sem dæmi má nefna að sam-
kvæmt „punktum" sem fram-
kvæmdastjóri þjóðhátíðarnefnd-
ar setti fram í desember 1993 er
rætt um að koma megi 15 þús-
und bílum yfir Mosfellsheiði
„helst á ca. 2-2,5 klst." Sam-
kvæmt niðurstöbum nefndar-
innar hefði að lágmarki þurft ab
reikna með fimm klukkustund-
um til ab koma þessum fjölda
bifreiba á áfangastab.
Mestu umferðartafirnar á leið
til Þingvalla urðu á leiöum aust-
an Þingvallavatns. Áætlað er að
áöur en umferð sunnan Gjá-
bakka stöðvabist að fullu hafi
þrjú til fimm þúsund manns lent
í u.þ.b. einnar klukkustundar töf
á þessari leið. Eftir að bílaröðin
stöbvaðist lentu þrjú til fjögur
þúsund manns í 4-5 klukku-
stunda bib á þessari leib og urðu
ab mestu af hátíbarhöldunum.
Nefndin fullyröir ab tafir á þess-
ari leið hafi ekki skapast vegna of
mikils álags á vegi heldur vegna
þess að bílar komust ekki inn á
bílastæði. Nefndin telur aö ef rétt
hefði verið staðið aö skipulagn-
ingu og stjórnun umferðar inn á
bílastæði hefði ekki þurft að
koma til tafa. Áætlanir um nýt-
ingu stæba voru ófullnægjandi og
urðu til þess ab ekki reyndist unnt
að nýta bílastæði á besta stab,
sem hefðu átt að rýma alla þá bíla
sem sátu fastir á veginum.
Meginástæða þeirra tafa sem
urðu á leið um Miklubraut, Vest-
urlandsveg og Mosfellsheiði er
að mati nefndarinnar sú að veg-
urinn er aðeins einbreiður frá
Höfðabakka til Mosfellsbæjar.
Ætla má að 20 þúsund manns
hafi ab meðaltali bebið í 30- 60
mínútur eftir að komast þessa
leið. Nefndin telur reyndar að
hefði umferbin gengib greiðar
þessa leib hefbi þab leitt til enn
meiri vandræða á Þingvalla-
svæðinu þar sem tafirnar voru
mestar.
Öngþveitis skapaðist er gestir
hugðust halda heim á leib frá
Þingvallasvæðinu. Helstu tafirn-
ar urðu við að koma bílum út af
stæðum og brott af svæðinu. Þá
var vegurinn yfir Mosfellsheiði
lokaður í rúma eina og hálfa
klukkustund á meðan fylgdir
þjóðhöfðingja fóm þar yfir.
Nefndin telur að þurft hefði ab
kanna aðrar leiðir fyrir fylgdir
þjóðhöfðingja, jafnvel að flytja
þá með þyrlu. Áætlað er að 25
þúsund manns hafi í heild beðið
brottfarar frá Þingvöllum að
meðaltali í um 2-4 klukkustund-
ir.
Bent er á ab hvorki lögregluyf-
irvöld í Reykjavík né Árnessýslu
né þjcðhátíöarnefnd töldu sig
bera heildarábyrgð á skipulagi
umferðar. Ef halda á álíka fjöl-
mennar hátíðir á Þingvöllum í
framtíðinni telur nefndin mikil-
vægt að skýra betur hver beri
ábyrgb á hverju. ■