Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 24
Laugardagur 10. desember 1994
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Su&urland, Faxaflói, Subvesturmió og Faxaflóamib: Norðaustan
gola eóa kaldi en sumsstaóar stinningskaldi á mibum. Léttskýjab.
• Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Norbaustan kaldi og smáél.
• Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra, Vestfjarbamib og
Norbvesturmib: Norbaustan kaldi eba stinningskaldi og él.
• Norburland eystra til Austfjarba og Norbausturmib til Aust-
fjarbamiba: Norbaustan stinningskaldi eba allhvasst. Éljagangur.
• Subausturland og Subausturmib: Norðan og norbaustan gola eba
kaldi. Léttskýjab.
Hagblikk hf.
_ B
14 dagar til jóla
Yfir 500 unglingar í
12 tíma maraþondansi:
Söfnuðu nær
2,1 milljón
Á sjöunda hundrab unglinga
tóku þátt í 12 tíma maraþon-
dansleik á fjölskylduskemmt-
un í Koiaportinu aöfaranótt al-
þjóblega alnæmisdagsins, og
söfnuöu meö því nærri 2,1
milljón króna áheitum fyrir
Alnæmissamtökin á íslandi. Á
annab hundraö listamenn
komu fram á skemmtuninni,
sem allir gáfu vinnu sína.
Unglingarnir komu frá 12 fé-
lagsmibstöðvum í Reykjavík og
nágrannasveitarfélögunum.
Söfnunin var liður í átaksverk-
efni gegn alnæmi sem Alnæmis-
samtökin á íslandi og íþrótta- og
tómstundaráös Reykjavíkur
stóöu fyrir í sameiningu. Átakið
nefndist: Fjölskyldan gegn al-
næmi — umræöa án fordóma. ■
Nœstsíöasta útgáfufyrirtœki Pressunnar í gjaldþrotaskiptum:
Gjaldþrot Blabs hf. upp
á 20-30 milljónir króna?
Skuldir þrotabúss Blaös hf.,
sem tekib var til gjaldþrota-
skipta í byrjun mánaöarins, eru
ab minnsta kosti á þriöja tug
milljóna. Fyrirtækib sjálft á
engar eignir á móti skuldum,
en þab var lýst eignalaust þegar
gerö var krafa um löggeymslu í
sumar.
Blaö hf. er í eigu Friöriks Friö-
rikssonar, sem er m.a. fram-
kvæmdastjóri og einn af eigend-
um Almenna bókafélagsins og
framkvæmdastjóri og eigandi
tímaritsins Heimsmyndar. Friörik
tengist reyndar fleiri fyrirtækjum
á sviði útgáfumála. Hann er jafn-
framt eigandi Pressunnar hf. sem
tók við útgáfu Pressunnar af Blaði
hf. í byrjun þessa árs. Tól og tæki
Pressunnar hf. gengu síðan inn í
Miöil hf. sem gefur út Morgunp-
óstinn, en sem kunnugt er voru
Pressan og keppinauturinn Ein-
tak lögð niður þegar Morgun-
pósturinn hóf göngu sína. Friðrik
Friöriksson mun eiga um 10%
hlutafjár í Miðli hf.
Stærsta skuld Blaðs hf. er viö
Landsbanka íslands, en hún
nemur samkvæmt heimildum
Tímans um 19 milljónum króna.
Ekki náöist í neinn af bankastjór-
um eba aöstoðarbankastjórum
Landsbankans til þess aö staö-
festa þessa tölu. Prentsmiðjan
Oddi hf. var stærsti viöskiptavin-
ur Blaðs hf. á meöan fyrirtækiö
var í rekstri. Þorgeir Baldursson,
forstjóri Prentsmiðjunnar Odda
hf., staöfesti í samtali vib blaða-
mann aö fyrirtækið ætti inni hjá
Blaði hf. prentskuldir vegna út-
gáfu Pressunnar. Hann kvabst
ekki geta upplýst um hversu
miklar fjárhæðir væri að ræða að
ööru leyti en því aö upphæðin
væri ekki veruleg.
Samkvæmt upplýsingum frá
Gjaldheimtunni í Reykjavík
skuldar Blað hf. þar 430.472 kr.,
sem eru opinber gjöld í vanskil-
um. Eftir því sem næst verður
komist eiga fyrrum starfsmenn
ekki inni veruíegar fjárhæðir hjá
Blaði hf. utan Hákon Hákonar-
son, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra. Blað hf. skuldar honum
um 1.000.000 kr. launakröfu
vegna starfslokasamnings.
Hákon hefur fengið skuldina
viðurkennda fyrir dómi og hann
er einn þriggja aðila sem fara
fram á gjaldþrot Blaðs hf.
Hinir em Már Pétursson hér-
aðsdómslögumaður og Úlfar Þor-
móðsson, blaðamaður og fyrrum
eigandi Gallerí Borgar. Báðir eiga
þeir inni kröfur vegna meiðyrða
og skaðabótamála sem þeir hafa
unnib fyrir undirrétti gegn rit-
stjórum og ábyrgðarmönnum
Pressunnar sálugu. Þannig skuld-
ar þrotabú Blaðs hf. um 750 þús-
und kr. í miskabætur, skaðabæt-
ur, málskostnab o.fl. vegna
skaöabótamáls Úlfars Þormóbs-
sonar og Gallerís Borgar. Heildar-
krafa Más Péturssonar, hérabs-
dómslögmanns, við kröfu um
löggeymslu 20. júlí 1994 var tæp-
lega 704 þúsund en við þá upp-
hæb hafa bæst dráttarvextir síðan
þá.
Samanlagt nema þessar kröfur
um 22 milljónum ab viðbættri
skuld Blabs hf. við Prentsmiðj-
una Odda, sem ekki fékkst upp-
gefin en gæti numið einhverjum
milljónum króna. Hér er ekki um
tæmandi upptalningu að ræba,
einungis þær skuldir sem Tíman-
um er kunnugt um. Guðmundur
Ágústsson, skiptastjóri þrotabúss-
ins, kvaðst ekki geta gefið neinar
upplýsingar þegar rætt var við
hann enda hefur hann vart hafið
sína rannsókn. Guðmundur
sagði upplýsinga að vænta eftir 2-
3 mánuði. ■
Islandsflug sœkir um heimild til flugs til Siglufjaröar:
Millilent á Akureyri
íslandsflug hefur sótt um heim-
ild til áætlunarflugs milli
Reykjavíkur og Akureyrar, Eg-
ilsstaða og ísafjarðar. Jafnframt
sækir félagið um leyfi vegna
flugleiðarinnar Akureyri-Siglu-
fjörður-Akureyri sem ekki hef-
ur verib þjónað síban vorið
1992.
Umsókn íslandsflugs er liður í
leit félagsins að lausnum til að
tryggja áætlunarflug til Siglu-
fjarðar. í bréfi til samgönguráð-
herra segir Ómar Benediktsson,
stjórnarformaður íslandsflugs, að
eðlilegasta lausnin væri að félag-
ið fengi leyfi til ab millilenda á
Sauðárkróki og bæta um leið
flugsamgöngur þangað. Sam-
göngurábuneytið hefur hins veg-
ar ekki treyst sér til að heimila
þab vegna sérleyfis Flugleiða og í
síðustu viku höfnuðu Flugleiöir
að veita íslandsflugi leyfi til þess.
Næst besti kosturinn, að mati
íslandsflugs, er að flogib sé meb
millilendingu á Akureyri og hefur
félagiö því sótt um leyfi til þess,
auk 15% hlutdeildar í áætluðum
flutningum á milli Reykjavíkur
og Akureyrar, Egilsstaða og ísa-
fjarðar.
Árið 1997 verður innanlands-
flug gefið frjálst, a.m.k. á þeim
áætlunarleiðum sem hafa fleiri
en 30 þúsund farþega. íslands-
flug hvetur ráðherra til að nýta
þá möguleika sem hann hefur til
að einhver aðlögun eigi sér staö
fyrir þann tíma. ■
800.000 króna klapp
Kristján jóhannsson stórtenór haföi á orbi ab klappib eftir Hamraborgina
vceri 800.000 króna virbi, þegar hann kom fram á bifreibaverkstæbinu
Svissinum í gœr. Fjölmenni hlýddi á Kristján syngja, en auk hans komu
fram Bubbi Morthens, Thor Vilhjálmsson, Einar Kárason og Bjartmar Cub-
laugsson, en Tolli Morthens var kynnir. Tímamynd, Árni Cunnamon.
Borg og ríki senda almenningi kaldar jólakvebjur.
Aukin fátækt
blasir við
MAL DAGSINS
Alit
lesenda
Síðast var spurt:
Á ab draga úr
heibursmerkjaveitingu
hinnar íslensku
fálkaoröu?
Spurt er: A ab leggja á holrœsagjald í Reykjavík?
Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.-
SÍMI: 99 56 13
„Skattheimtur og þjónustugjöld
eru auknar, ráðstöfunartekjur
minnka og skuldir heimilanna
vaxa með þeim afleiðingum að
nauðungarsölum fjölgar með
degi hverjum og við okkur blasir
aukin fátækt," segir í ályktun
miðstjórnarfundar Rafiðnaðar-
sambands fslands.
í ályktuninni er þess krafist að
stjórníausri eyðslu stjórnvalda og
sjálftöku í skattheimtu linni, enda
sé almenningur að niðurlotinn
kominn. Af orðum og verkum
stjórnmálamanna að dæma þá er
Rafiðnaðarsambandinu spurn hvar
þeir búa og hvort þeir séu ekki í
sambandi við almenning í landinu?
Þá gagnrýna rafiðnaðarmenn
stjórnmálamenn fyrir hversu lítib
samræmi sé í yfirlýsingum og fram-
kvæmdum þeirra. Á sama tíma og
þeir leggja áherslu á nauðsyn
þess að laun lágtekjufólks þurfi að
hækka, þá hækka þeir laun betur
launabra hópa en dyrum fjár-
málarábuneytisins er skellt á kaup-
kröfur lágtekjuhópa eins og t.d.
sjúkraliða.
í ályktun miðstjórnarinnar er
ennfremur bent á að samhliða því
sem ríkið hækkar verð á bensíni,
heimilum í borginni er íþyngt meb
10-30 þúsund króna hækkun fast-
eignagjalda og nokkur sveitarfélög
áforma að hækka útsvarið, ræba
stjórnmálamenn um nauðsyn þess
aö almenningur haldi aftur af
launakröfum sínum og hvetur
hann til að herða sultarólarnar! ■
Kristján P. Ingimundarson
S: 91-642211 Fax: 91-642213
ÁL, ÞAKRENNUR OG
FYLGIHLUTIR
BLIKKSMÍÐAVÉLAR
HANDVERKFÆRI
FIMMFALDUR 1. VINMNGUR