Tíminn - 10.12.1994, Blaðsíða 2
2
ISttwtww
Laugardagur 10. desember 1994
Guöni Ágústsson segir aö á sama tíma og skuldir fyrirtœkja minnki aukist skuldir heimilanna um milljarö á mánuöi.
Guöni á Alþingi í gœr:
„Eins og stór hluti þjóbarinnar
hafi orbið undir strætisvagni"
Fjölmargir þingmenn allra
flokka og flokksbrota á Al-
þingi tóku til máls í utandag-
skrárumræbu um fjárhags-
vanda heimilanna í landinu í
gærmorgun.
„Fullyröa má ab lánastefna og
svik á forsendum til íbúbakaup-
enda af hálfu stjórnvalda sé þess
eðlis ab íslenska þjóbin er og
hefur verib á hrabri Færeyjaleib
undanfarin ár. í engri verbbólgu
eru skuldir heimila ab vaxa um
meira en einn milljarb á mán-
t’ði. Skuldsetning heimilanna er
ógnvænleg," sagbi Gubni Ág-
ústsson alþingismaður, máls-
hefjandi umræbunnar.
Sagbi þingmaðurinn ab sér
virtist ab skuldir heimilanna yxu
ekki hvab síst í húsnæbislána-
kerfinu, en þar eru fyrir hendi
gífurleg vanskil, milli 8 og 9 þús-
und manns eru þar með lán í
vanskilum.
„Mér finnst staða þessara mála
þab alvarleg að þab er eins og
stór hluti þjóðarinnar hafi oröið
undir strætisvagni. Sá strætis-
vagn er auðvitað efnahagsstefna
ríkisstjórnar Davíös Oddssonar,"
sagði Guðni Ágústsson.
Hann benti á að á sama tíma
og heimilin safna skuldum, ein-
um milljarði á mánuði, minnka
skuldir fyrirtækjanna, enda hafa
skattar þeirra verið fluttir yfir á
heimilin.
„Á sama tíma og hæstvirtur
forsætisrábherra segir að hægt sé
að bæta kjörin, er barist gegn öll-
um kjarabótum til láglaunafólks-
ins. Ríkisstjórnin fellir niöur há-
tekjuskatt og skerðir bætur til ör-
Rannveig.
Cuöni.
Bandalag íslenskra listamanna skorar enn á stjórn-
völd aö afnema vsk. af bókum:
Engum til gagns en
öllum til ópurftar
yrkja og atvinnulausra," sagbi
Guðni Agústsson í ræbu sinni.
Guðni gat um úttekt sem
hann lét vinna um heildarútlán
Húsnæðisstofnunar. í lok síbasta
árs var skuldin komin í 182
milljarða og hafði aukist um 80
milljarba á fjórum árum. Á sama
tíma höfðu skuldir einstaklinga
vib banka og sparisjóði vaxið úr
46 milljörðum i 55 milljarða.
Lán námsmanna höfðu vaxið
um 5 milljarba á þessu tímabili
og voru 32 milljarðar í lok síð-
asta árs. Ástæbur þessarar þróun-
ar í skuldasöfnun sagði Guðni
vera samdráttarstefnu og gjald-
þrotaleið ríkisstjórnarinnar, sem
leitt hefur af sér alvarlegasta at-
vinnuleysi á landinu í áratugi.
Kaupmáttur launa hefur hrapað,
yfirvinna minnkað og skattar
hækkað á allan almenning auk
þess sem skattleysismörk hafa
lækkaö.
„Mér sýnist að höggið, sem
verst lék heimilin, séu brostnar
vonir og svikin fyrirheit og að
auki galopið lánakerfi þar sem
rangar forsendur rébu því að
ungt fólk fékk lán án þess ab eiga
nokkuð eigið fé til að fjárfesta
með," sagbi Gubni Ágústsson og
kallabi þetta kerfi „opna svikam-
yllu" og láglauna- og samdráttar-
stefnuna „hagfræði hellisbúa".
Beindi hann ýmsum spurning-
um til félagsmálaráðherra.
Ráðherra félagsmála, Rann-
veig Guðmundsdóttir, sagbist
ekki gera lítið úr fjárhagsvanda
heimilanna. Hins vegar væri
umræðan, eins og stjórnarand-
staðan hefði sett hana fram, full-
komlega á villigötum. Sagbi hún
að tal um mestu skuldbreytingu
Islandssögunnar, sem menn töl-
uðu um að þyrfti að koma til,
svo og að helmingur þjóðarinnar
lifði undir hungurmörkum vera
meginfirru.
„Tal af þessu tagi er fullkom-
lega óábyrgt," sagði ráðherrann.
„Eg geri ekki lítið úr vanda þeirra
sem lent hafa í erfiöleikum
vegna breyttra aðstæðna, og
þeirra sem lent hafa í atvinnu-
leysi, veikindum eba alvarlegum
tekjumissi. En ab halda því fram
ab þjóðin öll sé á vonarvöl er ab
misbjóba því fólki sem alltaf hef-
ur stabið við skuldbindingar sín-
ar."
Mótmælti Rannveig því að
skuldastaba heimilanna ætti
rætur að rekja til húsnæðiskerfis-
ins, það vissu þingmenn mæta
vel.
„Það eru vanskilin og of þung
greiðslubyrði sem við eigum ab
beina kastljósinu ab, en ekki
skuldastaöan sem slík," sagði
Rannveig Guömundsdóttir, fé-
lagsmálarábherra. ■
Þar sem baráttan gegn virðis-
aukaskatti á bækur hefur
hingað til verið háð fyrir
daufum eyrum stjórnvalda,
skorar Bandalag íslenskra
listamanna enn og aftur á
stjórnvöld af afnema skattinn
áður en verra hlýst af.
í ályktun sem samþykkt var á
aðalfundi bandalagsins segir
m.a.: „Þann tíma sem síðan er
libinn þykir þeim sem til þekkja
hafa ásannast ab þess konar
skattlagning menningarstarf-
semi sé engum til gagns, en öll-
um til óþurftar þegar grannt er
skoðað," segir í ályktun aðal-
fundar bandalagsins.
Bandalag íslenskra lista-
manna harmar sömuleiðis þær
þrengingar sem kvikmyndagerð
í landinu hafi þurft að þola að
undanförnu og lítur fyrirhugaö-
an niðurskurð á lögbundnum
framlögum til Kvikmyndasjóðs
íslands alvarlegum augum, sem
og úrræðaleysi menntamálaráð-
herra í málefnum Menningar-
sjóðs útvarpsstöðva. Abalfund-
urinn hvetur ráðherrann til aö
taka stefnu sína í málum ís-
lenskrar kvikmynda- og sjón-
varpsþáttagerbar til gagngerrar
endurskoðunar.
í þribju ályktun fundarins
lýsa listamennirnir undrun
sinni á þeirri ákvörðun mennta-
málaráðherra að fella nibur lög-
bundiö framlag til Listskreyt-
ingasjóðs ríkisins á næsta ári.
Framlag til sjóbsins hafi verið
skert ár eftir ár og hafi á síðasta
ári aðeins numið 12 milljónum,
eba þribjungi þess sem þaö átti
að vera lögum samkvæmt.
Jóhanna og stuðningsmenn kynna áform sín á sunnudag
Agúst Einarsson segir
sig úr Alþýðuflokknum
£G 3YSr V/O />Ð FA
HSA JÓHÖmO, MÐ
S£/V ÉG FÉKK EKK/
HJÉ JÓM BMDV/N!
30GG/
jóhanna Siguröardóttir opnar formiega skrifstofu Þjóövak-
ans sö Hafnarstrœti 7 ídag, en hún var ásamt stuöningsmönnum aö
undirbúa málin í gœr. Á myndinni erjóhanna í hópi nokkurra náinna
samstarfsmanna, en þar má m.a. þekkja Ólínu Þorvaröardóttur, jón Sœ-
mund Sigurjónsso, Sólveigu Ólafsdóttur, Allan Morthens úr Noröurlandi
vestra Og fleiri. Tímamynd, cs
Rafmagn í Hafn-
arfiröi í 90 ár
Þess verbur minnst mánu-
daginn 12. desember að þá
eru libin 90 ár síöan fyrsta
rafstöðin var tekin í notkun
í Hafnarfiröi. Það var Jó-
hannes Reykdal trésmíba-
meistari sem lét reisa 9 kíló-
vatta vatnsaflsrafstöb á lób
verksmibju sinnar við Ham-
arskotslæk þar sem hús
Dvergs stendur nú.
í fyrstu tengdust 16 íbúbar-
hús rafstöðinni en 1906 tók
Jóhannes abra stöb í notkun,
ofar vib lækinn, á Hörðuvöll-
um. Hafnarfjarðarbær keypti
báðar þessar stöðvar árið 1909.
Rafveita Hafnarfjarðar var
stofnuð 1938. Hjá fyrirtækinu
eru nú 25 starfsmenn, en
orkuveitusvæði Rafveitu Hafn-
arfjarðar er Hafnarfjörður,
Bessastaðahreppur og Garða-
bær að hluta.
Nú hefur verið skrifuð saga
rafveitunnar, auk þess sem
heimildarmynd hefur verið
gerð um hana.
Rafveita Hafnarfjarðar býður
gestum að þiggja veitingar í
Hafnarborg kl. 17-19 mánu-
daginn 12. desember. ■