Tíminn - 17.12.1994, Síða 1

Tíminn - 17.12.1994, Síða 1
SIMI 631600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Laugardagur 17. desember 1994 239. tölublaö 1994 Ingvar Helgason hefur ákveöib oð gefa ekki út sitt árlega almanak í ár: Gefur þurf- andi 300 hangikjötslæri Ingvar Helgason hf. hefur ákveöiö aö færa Mæörastyrks- nefnd 300 hangikjötslæri aö gjöf, sem ætlaö er til dreifing- ar til bágstaddra fjölskyldna í jólamatinn. Aö sögn Guölaug- ar Runólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra mæörastyrks- nefndar, er hér um gríbarlega gott framtak aö ræba sem Ing- var Helgason eigi bestu þakkir skildar fyrir. Á undanförnum árum hefur Ingvar Helgason hf. gefið út dagatal í sex þúsund eintökum sem dreift hefur verið til við- skiptavina, en á stjórnarfundi fyrirtækisins á dögunum var ákveðið að gera breytingu á. Þess í stað var ákveðið að gefa sambærilega fjárhæð til mæðra- styrksnefndar og voru keypt fyr- ir hana 300 hangikjötslæri. „Það hefur komið fram að það eru talsvert meiri vandræði hjá mörgum fjölskyldum í landinu í dag en ábur og okkur fannst, að í staö þess að gefa almanök sem nýttust á misjafnan hátt, þá kæmi kjötgjöfin sér betur fyrir alla aðila. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem þiggja kjötib og einnig vel fyrir bændur sem selja þar með sínar afurðir," sagði Ingvar Helgason í samtali viö Tímann. Hvab varðar framhald þessa framtaks segir Ingvar að ef þeir finni fyrir almennri ánægju með Athuga- semd við Kínaför Átta alþingismenn munu sækja Kína heim í bobi stjórn- valda þar í landi. Athygli vek- ur ab í þaö minnsta sex þing- mannanna eru aö hætta þing- störfum nú í vor, — tveir eiga von, en aöeins veika von, um aö ná endurkjöri. Tíminn hefur frétt ab boðs- ferðin hafi verib rædd í forsæt- isnefnd þingsins og að Guðrún Helgadóttir hafi gert athuga- semd vib ferbalagið og talið að ferb sem þessi nýttist hvorki Kínverjum né íslendingum. Sérfróður maður í utanríkis- þjónustunni sagði að þetta væri rétt mat hjá Guðrúnu. „Kín- verjar vilja ekki efna til skyndi- kynna, þeir vilja kynnast fram- tíðarfólki á Alþingi," sagbi þessi maöur. ■ þetta hjá viðskiptavinum sín- um, þá komi til greina að gera þetta á ný að ári, en þó sé enn of snemmt ab segja til um það. „Þab má kannski ekki gleyma því að þrátt fyrir ab formlega sé- um við að gefa kjötið nú, þá eru það í raun viöskiptavinir okkar sem eru að gefa. í stað almanaks- ins sem þeir hefðu ella fengiö, þá er gefið kjöt til bágstaddra fyrir andvirbið," segir Ingvar. Guðlaug Runólfsdóttir, fram- kvæmdarstjóri mæbrastyrks- nefndar, var mjög ánægð með gjöfina. „Mér finnst þetta ákaf- lega fallega hugsað og mættu fleiri taka til eftirbreytni. Þetta er frábært framtak." ■ Ingvar Helgason hefur ákvebib ab gefa Mœbrastyrksnefnd 300 hangikjötslœri. Tímamynd G S Fá ráöherrar ekki einungis lífeyri sinn allan úr ríkissjóöi framvegis, heldur skattalœkkun þar aö auki? Fá 260% hærri endurgreiðslu heldur en þeir greiða í skatt Fyrir meðalráðherrann (og ýmsa abra „séra Jóna" í lands- ins) þýbir „afnám tvísköttun- ar", að hann fær skattinn sinn lækkaöan um 260% hærri upphæö heldur en hann nokkurn tíma greiddi í skatta af lífeyrissjóösiögjöldunum sínum. Fjármálaráöherra ætl- ar þannig aö færa sér og stétt- arbræörum sínum vænan „jólapakka". Verði „tvísköttunarfrumvarp- ið" hans samþykkt fá þeir ekki aðeins endurgreidd öll þau ið- gjöld sem þeir hafa borgað í líf- eyrissjóðinn sinn, heldur 50% hærri upphæð. Framvegis borg- ar ríkissjóður þá allan lífeyri ráðherra og gefur þeim síðan góba skattalækkun aö auki sem viðbótarmeölag. Þingmenn verða hins vegar að láta sér nægja að fá iögjöldin sín nokk- urn vegin endurgreidd án með- gjafar. Samkvæmt greinargerð ASÍ fengu (24) fyrrverandi ráðherrar 636.000 króna meðalgreiðslu úr Lífeyrissjóði ráðherra í fyrra. Þar af námu eigin iðgjaldagreiðslur 26.700 krónum (4,2%). En út á það eiga þeir nú að fá, sam- kvæmt frumvarpi fjármálaráð- herra, 95.400 króna skattafrá- drátt — sem þýðir 40.000 kr. skattalækkun — þ.e. 13.300 hærri upphæð en iðgjöldin sem þeir greiddu í lífeyrissjóðinn. Fyrrverandi rábherrar eru jafnan fyrrverandi alþingis- menn og fá því líka lífeyri úr Líf- eyrissjóði alþingismanna. Með- allífeyrir til (112) fyrrverandi þingmanna var 902 þúsund krónur í fyrra. Þar af nam hlutur þeirra eigin iðgjaldagreibslna 60.400 krónum. M.v. fmmvarp- ið fær meðalþingmaðurinn 135.000 kr. skattafrádrátt. Það færir honum 56.600 kr. skatta- lækkun, eða litlu lægri upphæb en nemur ibgjöldum sem hann greiddi í lífeyrissjóðinn. Meðal- ráðherrann fær þannig um 1.540.000 kr. lífeyri úr sjóðun- um sínum á ári, hvar af hans eigin iðgjaldagreiðslur nema 87.100 krónum. Út á það ætlar fjármálaráðherra að færa hon- um 96.500 kr. skattalækkun á ári — þ.e. 165% hærri upphæð heldur en greiddir skattar af ib- gjöldunum í sjóðinn. Lífeyrisgreiðslur SAL-sjóð- anna (til um 12.800 sjóbfélaga) námu um 145.000 kr. að meðal- tali á síðasta ári (9% af lífeyri ráðherra). Þar af námu iðgjöld sjóðfélaga sjálfra um 25.200 krónum. SAL-félaginn fær þó aðeins tæplega 22 þúsund króna skattafrádrátt — sem þýðir að skatturinn hans lækkar um 9.100 krónur á ári. Afnám „tvísköttunar" lífeyris- sjóðsibgjalda kostar ríkissjóð þannig 960% meira vegna meb- alráðherra heldur en meðal SAL- félaga. ■ Davíö Oddsson í viötali viö Tímann: Ingimundur yröi góöur sendiherra í viötali viö Tímann í dag kem- ur fram aö DavíÖ Oddsson tel- ur aö Ingimundur Sigfússon í Heklu yröi veröugur sendiherra í Bonn. Forsœtisráöherra segir einnig í vitalinu aö utanríkis- ráöherra hafi algerlega skipt um skoöun í Evrópumálum án þess aö nokkuö hafí í raun breyst. Sjá blabsíbur 8 og 9 Davíb Oddsson, forsœtisrábherra. Tímamynd: CS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.