Tíminn - 17.12.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. desember 1994 tiSmtom 3 Þriöjungur kjördœmisrábs Alþýöubandalagsins í Reykjavík andvígur því aö handraöa á listann. Álfheiöur Ingadóttir: Pólitískt glapræöi „Ég tel þetta pólitískt mjög ranga ákvörbun. Þab er ljóst ab þab var fyrir löngu búib ab ákveba hver niburstaban ætti ab verba, búib ab stilla mönnum upp vib vegg og binda hendur þeirra. Þab endurspeglast í niburstöbu fundarins. Menn töldu sig ekki geta gert neitt annab en stutt þetta þar sem annab hefbi falib í sér mikib meira vantraust á forystu flokksins hér í Reykjavík." Þetta segir Álfheibur Inga- dóttir eftir fund kjördæmisrábs Alþýbubandalagsins í Reykja- vík í fyrrakvöld. Þar var sam- þykkt meb 41 atkvæbi gegn 22, tillaga kjörnefndar um ab halda ekki prófkjör um upp- röbun á lista flokksins í kjör- dæminu. Álfheibur segir greinilegt ab mikil óánægja sé meb ákvörbunina þar sem þribjungur kjördæmisrábs hafi greitt atkvæöi gegn henni. Hún segist samt sem áöur ekki munu beita sér gegn breyting- um á listanum. „Ég hef reynt aö gera það sem ég get á félagslegan hátt til aö koma vitinu fyrir þessa gæja. Þeir fara sínu fram og munu gera þab óáreittir af minni hálfu, enda er búib aö taka af mér og öðrum atkvæö- isréttinn og líka réttinn til ab bjóöa sig fram." Garðar Mýrdal, formaður Al- þýbubandalagsfélags Reykja- víkur, lagðist einnig gegn til- lögu kjörnefndar á fundinum. Hann segist munu hlíta ákvöröun fundarins. „Þetta er sigur Svavars og félaga. Sigur þeirra var mjög afgerandi og hann er unninn á formlega réttum vettvangi. Þab var ekki farin sú leið sem ég kaus helst en ég tel þaö ekkert stórmál aö verða undir í atkvæöagreiðslu. Það sem var óeölilegt var ab Guðrún Helgadóttir ætlaði ab keyra þetta í gegn ein og sér." Gísli Gunnarsson, fulltrúi Birtingar í kjörnefnd, segir ab ástæða tillögunnar sé sú aö komin hafi verið fram tillaga um mjög sigurstranglegan lista. Samstaöa sé um Svavar Gestsson í fyrsta sæti listans og Ögmund Jónasson í þribja sæt- ið og því standi ágreiningur eingöngu um annað sæti. Val- kostirnir hafi því verib að halda prófkjör eingöngu um annab sætið eða handraða á listann. „Ég sé engan tilgang í að fara í prófkjör um annaö sætib þeg- ar fyrsta og þribja sætið eru bundin í reynd. fg tel að list- inn eins og hann hefur verið settur fram eigi að geta samein- að alla abila mjög vel, þ.e. þá sem vilja að Alþýðubandalagið sé meira en pínulítill flokkur," segir Gísli. Hann segir að útspil Guðrúnar Helgadóttur hafi lýst miklu hugrekki. Aðrir þing- menn, sem sætu margir hverjir sem fastast, mættu gjarnan taka hana sér til fyrirmyndar. ■ Þrjú slys í Hafnar- firbi Þrjú umferðarslys urðu í Hafnar- firði í gær. Tvö slysanna áttu sér stað á nýju Reykjanesbrautinni við Kaplakrika. í öðru tilfellinu rann bíll með tengivagni á fólksbíl og slasaðist ökumaður fólksbílsins við áreksturinn. í hinu tilfellinu rann steypubíll yfir gatnamótin, þegar hann ætlaði að stöðva á rauðu ljósi, og inn í hliðina á pallbíl. Öku- maður þess bíls slasaðist minni- háttar. Þriðja slysið varö með þeim hætti að bifreib var ekið í veg fyrir annan bíl. Ökumaður- inn reyndi að sveigja undan en lenti uppi á gangstétt þar sem hann keyrði á rúmlega sjötuga konu sem var þar á gangi. Meiðsl fólksins voru í öllum til- fellum minniháttar. ■ Samskipti ríkis og sveitarfélaga: Fribrik Sophus- son hætti vib Ríkisstjórnin hefur ákvebib ab hverfa frá fyrri áformum fjárlagafrumvarpsins 1995 um ab sveitarfélögin greibi 600 miljónir króna í At- vinnuleysistryggingarsjób. En lengi vel í vetur reyndi fjármálarábuneytib ab fá sveitarfélögin til aö sam- þykkja áframhaldandi greibslur í sjóbinn þrátt fyrir ab ekki hafi verib gert ráb fyrir því, samkvæmt sam- komulagi abila frá því í fyrra. I sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherra og félags- málaráðherra og fulltrúa Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga mun ríkis- stjórnin beita sér fyrir því að Atvinnuleysistryggingarsjóð- ur hafi áfram ótvíræðar heim- ildir til að styrkja átaksverk- efni sveitarfélaga gegn at- vinnuleysi með sambærileg- um hætti og á þessu ári. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lántökuheimild til handa Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir allt að 150 miljónum króna. Þetta er gert í því skyni ab unnt verði að draga samsvarandi úr framlagi Jöfnunarsjóös sveitarfélaga til stofnunarinnar á þessu ári. Ennfremur mun ríkisstjórn- in beita sér fyrir því að fram- komnar tillögur nefndar, sem fjallabi um málefni meblags- greiðenda, Innheimtustofn- unar og þeirra sem fá meðlög, komi til framkvæmda sem fyrst til að bæta skil Inn- heimtustofnunar. Þar er eink- um átt við þau atriöi í tillög- um nefndarinnar sem lúta að réttarstöðu krafna, skulda- jöfnun og samningum við skuldara. Þá er einnig gert ráð fyrir skipan sameiginlegrar nefndar sem leggi fram tillög- ur til úrbóta í meðlagsmálum þannig ab Innheimtustofnun- in þurfi ekki framar að taka lán vegna óinnheimtra með- laga. ■ íslenskt já takk og innlendu trén rjúka út Sjö dagar til jóla og nú er örtröb á útsölustöbum jólatrjáa um land allt. Þeir hyggnu mæta snemma og velja sér best vöxnu trén, en þeir sem láta hlutina sitja á hakanum fá restarnar. Innlend jólatré ab austan 0g norban eru um 2/5 sölunnar, falleg tré meb sterkum og góbum lit. Innfluttu trén koma frá Danmörku. Myndin er tekin hjá Landgræbslusjóbi í gær. Tímamynd GS. RÚV aö falla á tíma og óskar eftir aöstoö viö risafjárfestingu á Cufuskálum: 350 milljónir vantar til ab nýta gjöf sjóhersins „Vib rábum illa vib þessa fjár- festingu einir og höfum þreif- ab fyrir okkur um verulega ab- stob vib þá fjárfestingu sem fylgir," sagbi Hörbur Vil- hjálmsson, fjármálastjóri Rík- isútvarpsis, í samtali vib blab- ib í gær. Ríkisútvarpinu stend- ur til boba ab taka vib mastr- inu á Gufuskálum á Snæfellsnesi um áramót, en er ab falla á tíma. Svar til banda- ríska sjóhersins á aö berast fyr- ir áramót. Til aö mastrið komi að notum við dreifingu á langbylgju sjón- varps og útvarps frá RÚV til ým- issra vanræktra hlustunarsvæða, þarf að kaupa sendi, helst 300 kílówatta, sem mundi kosta fast að 350 milljónum króna. Bandarísld sjóherinn yfirgefur lóranstöðina um áramótin. Sam- kvæmt samningum er sjóherinn skyldugur til að fella mastrið þegar rekstur hættir og brjóta niður mannvirki. Þar mundi falla til jarðar gríðarlega dýr fjár- festing, 412 metra hátt mastur, sem lengi vel var hæsti stálstrúk- túr í Evrópu. Mannvirkjum hef- ur verið haldið vel við og gagn- ast því um komandi framtíb fyr- ir dreifingu ljósvakaefnis. Hörður sagði að nú væri líka í myndinni að kaupa 150 kíló- watta sendi, sem mundi verða veikari og ódýrari, eða rúmar 200 milljónir króna. Yfirtakan á lóranmastrinu verður rædd á fundi Ríkisút- varpsins með fulltrúum Pósts og síma á mánudagsmorgun. Þrír rábherrar, fjármála-, samgöngu- og menntamálaráðherra, hafa knúið á Póst og síma um að fjár- magna fjárfestinguna, en þá yrði gerður kaupleigusamningur við Ríkisútvarpið um endurgreiðsl- ur. Milli 1.200 og 1.400 sóttu um húsaleigubœtur í Reykjavík: Of háar bætur verð- ur aö endurgreiöa meö 15% álagi Félagsmálastofnun höfbu borist á bilinu 1.200 til 1.400 umsóknir um húsaleigubæt- ur þegar umsóknarfrestur rann út um bætur fyrir janú- armánub. Hver bótaupphæb- in gæti orbib til þessa hóps liggur ekki fyrir ennþá ab sögn Ásdísar Leifsdóttur, starfsmanns Félagsmálastofn- unar. Umsækjendur, sem hafa gild- an húsaleigusamning út allt næsta ár, þurfa ekki aö sækja um aftur fyrir árib 1995. Breyt- ist tekjur bótaþega á árinu eba annab sem áhrif getur haft á út- reiknaðar bætur eru leigjendur skyldugir til þess að láta Félags- málastofnun vita. Og það er þeim vissara að gera því ab öbrum kosti — fái fólk t.d. of háar bætur — verður það ab endurgreiða þá upphæb sem umfram var ásamt 15% álagi. Hugsanlegar ofgreiöslur munu koma í ljós við skatt- álagningu árið eftir, þ.e. upp úr miðju ári 1996 í fyrsta sinn. Þeir sem aðeins hafa skamm- tíma leigusamninga verba ab sýna nýja samninga tll þess ab fá húsaleigubæturnar greiddar áfram út árib. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.