Tíminn - 17.12.1994, Side 4
4
Laugardagur 17. desember 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Púkkað undir
peningamennina
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „aðgerðir og
kjarajöfnun" er ætlað að stuðla að samning-
um á vinnumarkaði, nýta efnahagsbatann
með því að tryggja stöðugleikann og jafna lífs-
kjör með því að bæta kjör hinna lægst laun-
uðu og verst settu. Þegar yfirlýsingin er gegn-
umlýst kemur hins vegar í ljós að þeir sem
verst eru settir bera sáralítið úr býtum verði
hún að veruleika. Hinir sem betur eru settir fá
hins vegar áþreifanlegar úrbætur.
Alþýðusamband íslands hefur sent frá sér ít-
arlega umsögn um yfirlýsinguna. Þar segir að
skattalækkun samkvæmt henni nái fyrst og
fremst til stóreignafólks með verulegar tekjur
og ekki sé með nokkru móti hægt að tengja
hana hugtakinu kjarajöfnun. Það er því borin
von að þessi yfirlýsing nái tilgangi sínum, og
víst er að kjarasamningar verða erfiðir. Það er
svo sannarlega ekki glæsileg niðurstaða ef
framkvæmd yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
þýðir það fyrst og fremst að púkkað er undir
peningamennina en hinir verst settu hafðir
úti í kuldanum.
Samkvæmt útreikningum sem fylgja um-
sögn ASÍ hafa einstaklingar með verulegar
eignir og 50 þús. á mánuði engan ávinning af
væntanlegum skattbreytingum. Ef launin eru
100 þús. kr. er ávinningurinn 0,6% og ef laun-
in eru 250 þúsund er hann 1%. Hjón með 30
millj. króna eign og 500 þúsund króna tekjur
á mánuði fá 3% skattahagræði. Þessi niður-
staða er auðvitað með hreinum ólíkindum,
því skórinn kreppir einkum að nú hjá þeim
sem hafa lægstu launin, og meðallaun. Það er
þetta fólk sem er að kikna undir skuldbinding-
um sínum og er í biðröðum hjá Húsnæðis-
stofnun og bönkum í því skyni að fá leyst úr
sínum vandamálum meö skuldbreytingum.
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar tekur ekki á
vanda þessa fólks nema með almennum orð-
um um viðræður við lánastofnanir, án þess að
nokkurt fjármagn fylgi til þeirra hluta.
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vantar allan
þunga og er ekki nógu vel undirbyggð til að
hún verði marktæk og það yfirgnæfir jákvæða
þætti hennar. Af þessu er hætt við að stjórn-
völd verði að súpa seyðið á næstu mánuðum
og yfirlýsingin verði enginn friðarsáttmáli.
Oddur Ölafsson skrifar
í ágætum útvarpserindum, sem
Páll Skúlason, prófessor í heim-
speki, flutti fyrir nokkru, komu
fram efasemdir um aö siömenn-
ing væri á háu stigi hér á landi
og aö verkmenning sé ekki bet-
ur á vegi stödd. Tækniþekking
og rífleg vélaeign eru ekki próf-
steinn á verkmenningu, eins og
flestir kynnu aö álykta í fljótu
bragöi.
Eybyggjar eru svo vanir aö
hlusta á skjall um sjálfa sig og
gera sér upp eigindir og afrek,
aö mann rekur í rogastans þegar
málsmetandi maður og íhugull,
eins og Páll Skúlason er, setur
fram skoöanir eöa staöhæfingar
af þessu tagi. Þaö er aö segja ef
maöur tekur eftir hvaö maöur-
inn er aö fara, þegar hann flytur
boöskap sinn í útvarpiö.
Kannski best aö láta eins og orö-
in hafi aldrei veriö sögö eöa taka
ekkert mark á þeim, Iáta sér fátt
um finnast og þegja máliö í hel,
sem eru mjög þjóöleg viöbrögö
viö óþægilegum tíöindum.
Og varla dettur nokkrum
manni I huga að setjast á rök-
stóla og ræöa svo léttvæg mál-
efni sem þau hvernig þjóöinni
vegnar án verkmenningar og
siömenningar og hvort ástæöa
sé til að gera eitthvað í málinu.
Bókaveislan
mikla
Fjálglega er talað og ritað um
íslenskar bókmenntir, menn-
ingararf, íslenska tungu, bók-
menntaþjóöina og hin miklu
skáld og rithöfunda hennar.
Bókaútgáfa hér er borin saman
viö útgáfu meðal annarra þjóða
og er samanburöur okkur mjög í
hag hvaö snertir fjölda titla,
höfunda og seldra eintaka per
haus.
Nú stendur yfir árleg bók-
menntaveisla og kemur út fjöldi
bóka á degi hverjum og flóö-
bylgja frétta, umsagna og fjöl-
miðlaumfjöllunar. Rætt er viö
rithöfunda í kippum í fjölmibl-
um og sérfræðingar með próf
segja hinum próflausu hvers
vegna þessi og þessi bók sé
svona góö og ein og ein kannski
slaem.
í flóöbylgjunni ægir öllu sam-
an, skáldverkum, hálfskáldverk-
um, ljóöum, ævisögum, rann-
sóknarbókum, sögubókum,
kvennabókum, minningabók-
um, barnabókum fyrir börn og
eftir börn, kennslubókum í æsi-
legu kynlífi, sveitabókum, mat-
reiöslubókum, sjóbókum, reyf-
urum og jafnvel ástarsögum, og
er margt ótalið af því sem ætlað
er til fróðleiks og skemmtunar.
Eitt eiga allar flóöbylgjubæk-
urnar sammerkt. Þær eru ætlað-
ar til gjafa. Umbúnaður bók-
anna, útkomutími og hvernig
þær eru auglýstar bendir til ab
þær eru fremur jólapakkar en
eitthvað til að lesa.
Flest fréttnæmt
nema innihaldið
Enda er raunin sú að flest þyk-
ir fréttnæmt viö nýútkomnar
bækur nema innihald þeirra.
Nýstárlegar söluaðferöir eru
mikiö fréttaefni og gífurleg
áhersla er lögö á aö númera
söluhæstu bækurnar dag frá
degi eftir alls kyns hundakúnst-
um. Er þaö mikill heiöur fyrir
höfunda og ávinningur fyrir út-
gefendur að komast sem hæst á
þeim listum, sem sagt er frá í
fréttum.
í sjónvörpum sitja ábúðar-
✓
I
tímans
rás
miklir höfundar fyrir svörum
stertimenna, og bókmennta-
fræöingar, sem eru að springa
utan af lærdómi sínum, skýra
frá hvers vegna nýju skáldsög-
urnar eru svona ofboðslega góð-
ar, enda við því að búast af höf-
undunum sem bjuggu til of-
boðslega góðu söguna í fyrra og
hitteöfyrra, og með fylgja útlist-
anir sem ekki er nema fyrir inn-
vígða að fá nokkurn botn í.
Þónokkrir rithöfundar sitja
rígfastir í aðdáunarvellu fjöl-
miðla og þeirra sem eru til þess
bærir að fjalla um bókmenntir á
opinberum vettvangi. Það er
sama hvað þetta fólk sendir frá
sér, allt er það álíka stórkostlegt,
og mörgum er búið að hæla svo
ár eftir ár ab það fer með himin-
skautum í umsögnum um nýj-
ustu afrekin.
Hámenningar-
gróska
Það er mjög ánægjulegt að
vita til hvílík gróska er í ís-
lenskri hámenningu. En hvar
sér hennar stað í þjóðlífinu?
Þrátt fyrir mikil tíbindi af
miklum bókmenntaafrekum ár
eftir ár og lærðum umfjöllunum
í tímaritum og musterum þeirra
skriftlærðu, heyrist lítið um efni
og innihald bóka margra þeirra
höfunda sem mest er hrósað,
mebal leikmanna, sem annars
má ætla aö séu sæmilega læsir.
Varla er vitnað í bækur nema
áratuga gamlar. Ekki er rifist um.
efnistök eða stíl nokkurs þess
eðalhöfundar, sem haldið er
hvab mest á lofti af hinum bók-
menntalærbu. Fáir viðurkenna
ab hafa ekki lesið þá, en samt er
erfitt að vekja umræðu um verk
okkar mærðu og styrkþýddu
bókmenntajöfra.
Fyrir örfáum áratugum var
rætt, ritað og rifist um bækur
allra athyglisverðra rithöfunda
sem út komu og höfðu eitthvað
til mála að leggja. Kannski voru
það ekkert sérlega merkilegar
bækur, en þær héldu uppi lif-
andi umræðu sem stafaði af
áhuga á innihaldi þeirra. Ein-
hvern veginn höfbu menn lag á
að skrifa lærðar greinar í Tíma-
ritið á þann veg að þær skildust
án þess ab lesandinn hefði
nokkurra ára nám í dulfræðum
bókmenntanna að baki.
Ofmat og glamur-
yrbi
Engin tök eru á að staðhæfa
neitt um „stöðu bókarinnar" í
dag. En grunur leikur á að hún
sé miklu sterkari í sölumennsk-
unni en hvað almennan bók-
menntaáhuga áhrærir.
Glamrið og auglýsinga-
mennskan beinist öll að því að
selja og leiðbeina fólki um hvað
á ab gefa. Umsagnir bók-
menntafræðinga og viðtölin við
höfundana eru líkast til ekki til
þess fallin að leiðbeina neinum
um innihald bóka eða vekja at-
hygli á efni þeirra. Ef nokkrum
kemur þá við hvað í þeim stend-
ur.
Mörg afþreyingin hefur kom-
ið í stað bóklesturs og er því
sjálfsagt erfiðara fyrir rithöf-
unda aö ná athygli en áður var.
En ofmat og glamuryrði um
ímynduð eða raunveruleg bók-
menntaafrek gera hér enga stoð.
Ef kaupanda eða þiggjanda bók-
ar finnst hún leiðinleg eða tor-
skilin, er bókin honum einskis
virði. Það er mergurinn málsins.
Hvar?
Mörg eru bókverkin, sem út
koma, áhugaverð, en misjafn-
lega fróðleg og skemmtileg og
ræbur smekkur og áhugamál
hvers og eins þar nokkru um. En
sumt hvað á varla erindi á milli
spjalda með litprentaðri kápu,
þótt fagurlega sé því hælt.
Því er ávallt slegið föstu að á
íslandi búi bókmenntaþjóö sem
óskaplegur skapandi máttur búi
með. Flóðbylgjan fyrir jólin á að
vera sönnun þess.
En skyldi allt þetta vera eins
menningarlegt og veriö er að
telja manni trú um?
Mætti spyrja hvort hér ríki
bókmenning, þrátt fyrir allan
bylgjuganginn í jólagjafakaup-
tíb?
Allt eins má velta því fyrir sér
eins og hvar verkmenning og
siðmenning okkar er á vegi
stödd. ■